Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Side 14
Frábær þjónusta
í snyrtivöru-
deildinni
n Lofið fær Lyfja í Lágmúla en við
skiptavinur vill láta vita af einstakleg
góðum og hjálpsömum starfs
manni þar. „Alltaf þegar ég fer
í Lyfju í Lágmúla er þar afar
hjálpsöm kona í snyrtivöru
deildinni sem leggur sig
alltaf mikið fram við að
aðstoða viðskiptavini.
Hún hefur greinilega
mikinn áhuga og þekk
ingu á þeim vörum sem
hún selur og ég fer alltaf
hæstánægð þaðan út. Toppþjónusta.“
Endursýnir þætti
á kjörtíma
n Lastið fær Stöð 2 en óánægður
áskrifandi vildi koma eftirfarandi á
framfæri: „Ég er að borga áskrift að
Stöð 2 sem kostar sitt. Nú er það svo
að strax eftir fréttir alla mánudaga
til fimmtudaga er verið að endur
sýna Næturvaktina og svo
í kjölfarið Ástríði. Ég er
hundfúl að þurfa borga
fyrir endursýningar á
þáttum á besta sjón
varpstímanum og er að
hugsa um að segja upp
áskriftinni vegna þessa.“
14 | Neytendur 10. október 2011 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 225,2 kr. 228 kr.
Algengt verð 227,9 kr. 230,7 kr.
Höfuðborgarsv. 227,8 kr. 230,6 kr.
Algengt verð 228 kr. 230,8 kr.
Algengt verð 229,9 kr. 230,8 kr.
Melabraut 227,9 kr. 230,7 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Silkimjúk
augnhár
Það er til einfalt og ódýrt ráð til að fá
augnhárin silkimjúk og falleg. Þetta
ráð má finna á nattura.is en þar segir
að gott sé að bursta augnhárin með
tannbursta eða sérstökum augn
hárabursta með hveitikímsolíu eða
möndluolíu. Best sé að gera þetta
fyrir svefninn og þvo olíuna svo af
morguninn eftir með volgu vatni.
Það er tilvalið að prófa þetta ódýra
og umhverfisvæna ráð.
1 Skoðaðu lánasamninginn. Er þetta skuldabréf, lánasamningur, ábyrgð,
lánsveð?
2 Ef um er að ræða gengistryggt lán sam-kvæmt vaxtalögum, er gengistryggingin
ólögmæt. Heimtaðu endurreikning, engu
skiptir hvernig samningurinn er, til hvers
lánið var tekið eða hver tók það, hvort það
var einstaklingur eða fyrirtæki. Gengis-
tryggt lán er ólögmætt og allir eiga rétt á
endurreikningi. Ekki láta plata þig með því
að sækja um endurreikning á grundvelli
bráðabirgðaákvæða laga nr. 151/2010, með
því er bankinn að áskilja sér betri rétt og
einhliða vaxtaákvörðun að 5 árum liðnum.
3 Ef um ábyrgð, sjálfskuldarábyrgð eða lánsveð er að ræða, kannaðu hvort
bankinn gerði greiðslumat og stóð rétt
að kynningu þess til ábyrgðarmanns. Ef
lánið var tekið af einstaklingi og annar ein-
staklingur veitti ábyrgð, átti frá árinu 1998
að gera greiðslumat á lántakandanum og
kynna það fyrir ábyrgðarmanni, ef lánið
var yfir 1.000.000 krónum. Heimilt var að
undanskilja bankann þessari skyldu, ef
lánið var lægra en 1.000.000 eða ef um
hjón var að ræða. Sé misbrestur á þessu, er
ábyrgðin ógild.
Athugið að lífeyrissjóðirnir voru ekki aðilar
að þessu samkomulagi og því á þetta ekki
við um þeirra lán.
4 Voru vextir tilteknir og greiðsluáætlun gerð, þar sem tekin er saman „árleg
hlutfallstala kostnaðar“? Ef ekki, kann
lánið að vera vaxtalaust.
n Ef eitthvað af ofangreindu á við, er
skynsamlegt að leita til lögmanns og fá álit
hans á réttarstöðunni og mat á því hvort
rétt sé að beina kröfum að bankanum. Til
eru fjölmörg dæmi þar sem fólk hefur leitað
til lögfræðings sem hefur fundið galla á
lánunum og þannig sloppið betur.
5 Ef þú átt rétt á greiðsluerfiðleikaúr-ræðum, svo sem 110% leiðréttingu,
greiðsluaðlögun eða sértækri skuldaað-
lögun, kannaðu rétt þinn hjá umboðsmanni
skuldara.
6 Ef bankinn leggur á borðið fyrir þig samning, sem þú ert ósáttur við, ekki
hika við að gera athugasemdir og setja
fram þínar hugmyndir og kröfur. Þetta eru
gagnkvæmir samningar og menn eiga ekki
að undirgangast samninga sem þeir telja
að þjóni ekki sínum hagsmunum. Ef þú sérð
ekki tilgang í því að undirgangast kjörin,
vertu óhræddur við að segja: Nei takk!
7 Ekki vera hræddur við bankastarfsmenn. Þetta er allt fólk í jafn slæmum málum
og þú sjálfur. Það á að skilja þína stöðu.
Því miður eru margir þeirra búnir að selja
sálu sína fyrir mánaðarlaunin og sumir
hverjir einnig bónusa. Þetta fólk berst um
á hæl og hnakka við að hámarka andvirði
krafna eins og þeir segja, allt í þágu
bankans sem jafnvel enginn veit hver á. Því
miður er þetta allt á kostnað samfélagsins
og samborgaranna.
8 Ekki vera hræddur við að fara í gjald-þrot. Alþingi hefur stytt fyrningarfrest
krafna í 2 ár frá því að skiptum lýkur og sá
tími er fljótur að líða.
Áttaðu þig á því að kröfuhafar eru oft að
krefjast þess að fólk sé 3–5 ár í greiðsluað-
lögun með bogið bak til þess eins að sleppa
við að fara í gjaldþrot. Fólk mun ekkert
eiga þegar þeim tíma er lokið, heldur ef til
vill sitja uppi með yfirveðsetta fasteign og
jafnvel líka lánsveðin óskert hjá ábyrgðar-
mönnum. Lífið mun varla duga til að standa
skil á þessu öllu saman.
9 Áttaðu þig á því að bankinn er ekki eins hræddur við neitt, eins og hótun um að
betra sé að fara í gjaldþrot en að gangast
að skilmálum hans.
Geld mjólkurkú mjólkar nefnilega ekki.
10 Áttaðu þig á því að endurreisn banka-kerfisins byggir á því að sem flestir
borgi og að sem fæstar fasteignir þurfi að
innleysa með nauðungarsölu. Lánveitend-
ur sitja nú þegar uppi með á þriðja þúsund
íbúðir í fanginu og geta ekki losnað við þær.
Þeir vilja ekki ráðstafa þeim í sölu, því þá er
hætta á að fasteignaverð lækki með auknu
framboði og þá sjá færri og færri sér hag í
því að greiða af yfirveðsettum eignum.
Kröfur bankanna eru að stærstum hluta
tryggðar með fasteignaveðum og lækki
fasteignaverð, er voðinn vís, sérstaklega ef
spíraláhrif myndast niður á við með lækk-
andi fasteignaverði.
11 Áttaðu þig á því að gjaldþrot er enginn heimsendir. Margir af ríkustu mönnum
heims hafa sjálfir orðið gjaldþrota, sumir
oftar en einu sinni. Sólin mun koma upp á
morgun þrátt fyrir að þú verðir gjaldþrota.
Bankinn má ekki hirða af þér innbúið þitt
né persónulega muni, það er að segja hefð-
bundna muni sem hafa hóflegt verðgildi.
Framtíðartekjur þínar verður aldrei hægt
að hirða af þér. Lífeyrisréttindi koma heldur
ekki til skipta við gjaldþrot, hvorki almenn
réttindi né séreign.
12 Lífið er núna! Hugsaðu fyrst og fremst um sjálfan þig og fjölskylduna. Þér ber
skylda til að lifa lífinu lifandi, halda þétt
utan um fjölskylduna og njóta hvers dags.
Venjulegt fólk hlýtur að átta sig á því að þó
að heilt bankakerfi hafi hrunið á Íslandi, þá
er það ekki mál fólksins í landinu. Ekki er
réttlætanlegt að láta setja sig í „skulda-
ánauð“ í mörg ár, bara til að bankakerfi
megi rísa á þeim forsendum sem lagt var
upp með. Ypptu öxlum, hugsaðu um sjálfan
þig, fjölskyldu og vini, hættu að hafa
áhyggjur af því hvernig peningamönnunum
reiðir af. „Markaðurinn sér um þá“, það
sögðu þeir að minnsta kosti fyrir hrun.
12 leiðir til að
snúa á bankann
V
ið þurfum að gæta lögmæts
réttar okkar, taka upplýstar
ákvarðanir og hætta að bera
takmarkalausa virðingu fyr
ir fjármálasóðum sem eru
böðlar erlendra vogunarsjóða og van
hæfum stjórnvöldum, sem stefna að
því beint að hneppa þjóðina í skulda
ánauð til margra ára. Þetta er hluti
af ráðleggingum til lánþega sem DV
fékk þegar leitað var til þaulreynds
lögmanns. Sá hefur mikla reynslu af
því að eiga við bankana en getur ekki
komið fram undir nafni, stöðu sinnar
vegna. Hann hvetur fólk einnig til að
vera ekki í ástarsambandi við stein
steypu. „Það eru ekki umbúðirnar,
heldur innihaldið sem skiptir máli
þegar um fallegt heimili með góðum
anda er að ræða,“ segir hann.
Fjölmargir Íslendingar eru í þeirri
stöðu að skulda fjármálastofnunum
háar fjárhæðir í kjölfar hrunsins. Stór
hópur hefur misst eða er við það að
missa heimili sín og stefna í gjaldþrot.
Aðrir berjast í bökkum við að semja
við bankana um lánin og ætla má að
fæstir skilji nákvæmlega lánasamn
ingana eða út á hvað úrræðin, sem
bankarnir bjóða, ganga. Eftirfarandi
eru ráðleggingar til fólks sem ræður
ekki lengur við lánin sín og er á leið í
„skuldaánauð“.
Gunnhildur Steinarsdóttir
gunnhildur@dv.is
Fjármál Ráðleggingar til íslenskra lánþega:
„Ef þú sérð ekki
tilgang í því að
undirgangast kjörin, vertu
óhræddur við að segja:
Nei takk!
Skuldsett
heimili
Fjölmörg heimili
eru á leið í gjald-
þrot sem er
jafnvel ekki það
versta sem getur
gerst.
Örugg kaup á netinu
n Huldukaupendur á netinu fengu vörurnar afhentar í 94% tilvika
N
eytendur geta almennt verið
öruggir þegar þeir kaupa á
netinu, samkvæmt skýrslu
sem Evrópska neytendaað
stoðin (ENA), hefur gefið út. Þetta
kemur fram á heimasíðu Neytenda
samtakanna en þar segir að um sam
starfsverkefni starfsstöðva ENA sé
að ræða þar sem áreiðanleiki og til
finning neytenda fyrir vefsíðum sem
selja vörur á milli landa hafi verið
könnuð. Svokallaðir huldukaupend
ur voru fengnir til að kaupa vörur af
vefsíðum á netinu og meta skilvirkni
og áreiðanleika.
Samkvæmt könnuninni hafa vef
síður batnað hvað varðar upplýs
ingagjöf og fylgni við réttindi neyt
enda frá því að síðasta skýrsla kom
út árið 2003. Hún bendir einnig til að
neytendur geti verið öruggir í sínum
viðskiptum svo lengi sem nauðsyn
legar upplýsingar komi fram á vef
síðunni.
Helstu niðurstöður eru þær að
huldukaupendur fengu vörurnar af
hentar í 94% tilvika samanborið við
aðeins 66% árið 2003. Í 86% tilvika
var varan afhent innan við 14 dögum
eftir kaup. Þrátt fyrir þessa bætingu
vekur það athygli að margir seljend
ur á netinu vilja ekki selja vörur til
neytenda í öðrum löndum og er það
einn þáttur sem má bæta.
Þrátt fyrir Evrópureglur um rétt
indi neytenda, þar sem skýrlega
kemur fram hvaða upplýsingar eiga
að vera aðgengilegar neytendum við
kaup á netinu, eru ekki allir seljend
ur sem fara eftir þeim. Það þarf að
bæta auk þess sem bæta þarf endur
greiðslur. Þrátt fyrir að huldukaup
endur hafi fengið endurgreitt í 90%
tilvika er ekki hægt horfa fram hjá
því að í meira en 50% tilvika end
urgreiddi seljandi ekki sendingar
kostnað vörunnar. Þetta atriði þarf
að bæta svo neytendur hafi jákvæða
tilfinningu fyrir viðskiptum á netinu.
gunnhildur@dv.is
Netverslun Verslun á netinu er almennt örugg.
n Mikilvægt er að skoða lánasamninga sína vel n Gallar eða mistök í þeim
geta skipt sköpum fyrir lántakanda n Gætum réttar okkar