Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Síða 18
18 | Menning 10. október 2011 Mánudagur Popp og bók Þ að eru Alexandra og Alexander Ahnodoril sem standa á bak við höfundarnafnið Lars Kepler. Tveir höfundar skrifa saman glæpasögu og þenn- an líka doðrant. Bæði eru rit- höfundar sem eiga að baki nokkur verk. Alexander hefur helst samið leikrit en sent frá sér átta skáldsögur. Alexandra hefur skrifað bókmennta- rýni og þrjár skáldsögur. Þetta hafði ég ekki kynnt mér og varð ekki vör við þegar ég las fyrri bók þeirra, Dávaldinn, sem var hörkuspennandi bók með frumlegum þræði. Í þess- ari bók fannst mér ég verða vör við snarar skiptingar í texta og fannst ég vera að lesa bók eftir annan höfund. Þá komst ég að hinu sanna. Höfundarnir eru tveir og vinna sem teymi. Söguþráðurinn er á þá leið að lík ungrar stúlku finnst í bát sem er á reki í skerjagarðinum utan við Stokkhólm. Forstjóri sænska vopnaeftirlitsins finnst hengdur á heimili sínu. Hann virðist hafa framið sjálfsmorð en lögregluforinginn Joona Linna skynjar að eitthvað er öðru- vísi en það ætti að vera. Á eyju í skerjagarðinum eru Penelope Fernandez og Björn Almskog á örvæntingarfullum flótta und- an kaldrifjuðum byssumanni. Brátt rennur upp fyrir Linna að málin tengjast og hann verður að finna ungmennin áður en það er um seinan. Bókin er hröð og spenn- andi, skrifuð eins og hrað- soðin spennumynd eða sjón- varpsþáttur. En það veldur vonbrigðum hversu persónur bókarinnar eru flatar. Önnur aðalsöguhetjan er kvenkyns rannsóknarlögreglufulltrúi. Tíðar útlitslýsingar þar sem notuð eru orð eins og álfaprinsessa strekkja á taugunum. Hin aðalsöguhetjan, Finninn hann Joona, fær mígreniköst og er stund- um að hugsa um kon- ur og svona. Þá er það upptalið. Áherslan er öll á atburðarásinni og það var meiri dýpt í Finnan- um góða í fyrri bók „Lars Kepler.“ Paganinisamningur- inn er ágætis afþreying. Þeir sem lesa oft glæpasögur verða líklegast ekki fyrir stórfelldum vonbrigðum. Hitt þó heldur. Það má jafnvel poppa áður en þessi bók er lesin. Íslensk kvikmyndaveisla Íslenskt í október Í október eru fjórar nýjar ís- lenskar myndir sýndar í kvik- myndahúsum landsins. Þessar fjórar myndir eru Borgríki, Eldfjall, Hetjur Valhallar: Þór og Hrafnar, sóleyjar og myrra. Borgríki Myndin verður frumsýnd 14. október og er nýjasta mynd Ólafs de Fleur. Myndin gerist á einum mánuði í Reykjavík. Erlend glæpasamtök vilja ná völdum í undirheimum borgarinnar og láta til skarar skríða. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverk. Eldfjall Íslenska kvikmyndin Eldjall hefur fengið mikið lof og er framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2012 sem besta erlenda mynd ársins. Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson stígur hér fram sem einn efnilegasti leikstjóri landsins. Hetjur Valhallar: Þór Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 14. október og má segja að um tímamótaverk sé að ræða. þetta er fyrsta íslenska teiknimyndin sem er sýnd í fullri lengd. Fyrsta þrívíddarmyndin og dýrasta og tímafrekasta framleiðsla íslenskrar kvikmyndasögu. Hrafnar, sóleyjar og myrra Myndin er byggð á samnefndri bók Eyrúnar Jóns- dóttur og Helga Sverrissonar en þau skrifuðu einnig handrit myndarinnar og leikstýra henni. Með aðalhlutverk fer hin 14 ára Victoria Ferrell og er myndin fyrir alla fjölskylduna. Mælir með Sterkur indverskur matur í uppáhaldi Bók „Sunnan við mærin, vestur af sól, eftir Haruki Murakami, finnst mér yndisleg bók.“ Kvöldmáltíð „Ég er alveg sjúk í indverskan mat og alltaf þegar við eldum hann þá höfum við hann sterkan. Það síðasta sem sló í gegn var rótsterkur chili– og tómatkjúklingaréttur.“ Sjónvarpsþáttur „Scrubs, þeir fá mig til að hlæja.“ Lára Rúnarsdóttir Kristjana Guðbrandsdóttir Bækur Paganinisamningurinn Höfundur: Lars Kepler. Útgefandi: JPV. 505 blaðsíður Ágætis afþreying Þeir sem lesa oft glæpasögur verða líklegast ekki fyrir stórfelldum vonbrigðum. Hitt þó heldur. Það má jafnvel poppa áður en þessi bók er lesin. D avíð er í miklu upp- áhaldi hjá mér og hef- ur verið það síðan ég var lítill. Móðir mín hélt þessu að okk- ur krökkunum og pabbi minn, sem var organisti, spilaði lög- in hans. Ég man eftir honum að spila Dalakofann til dæmis. Þau áttu líka ritsafn Davíðs og ég gluggaði oft í það,“ segir Ing- ólfur og segir viss kvæði Davíðs hafa höfðað til sín sem barns. „Ég las svona ýmis kvæði eftir hann sem voru heillandi fyrir börn, eins og til dæmis kvæðið um Fjallarefinn sem er einnig á plötunni. Þar er ort um refinn og skáldið hefur mikla samúð með honum. Það er verið að svæla hann út úr greninu, drepa hann og börnin hans, taka af þeim skinnið og kaupmannskonan gengur svo um með skinnið af fjölskyldunni um hálsinn. Ég hafði mikla samúð með refnum þegar ég las þetta, ætli réttlætis- kenndin hafi ekki verið komin strax upp í manni,“ segir hann. Enn á móti auðvaldinu Ingólfur er kunnur tónlistar- maður og hefur verið í hljóm- sveitum frá unga aldri og var í hljómsveitinni Þokkabót um langt skeið. Sú hljómsveit gaf út fjórar plötur og flutti með- al annars lagið Litlir kassar sem sló eftirminnilega í gegn á sjöunda áratugnum. Hann gaf einnig út diskinn Kóngs- ríki fjallanna sem kom út árið 1992. „Ég byrjaði í tónlist sem unglingur heima á Seyðisfirði á sjöunda áratugnum. Við vor- um dálítið mikið í svona mót- mælasöngvum til að byrja með. Við vorum aðallega að mótmæla stríði og auðvaldi. Við vorum á móti hervaldinu. Þetta voru slagorðin á þeim tíma. Þau eiga dálítið við enn í dag,“ segir Ingólfur sem segist þó ekki semja mótmælasöngva í dag. „Nei, það er einhvern veginn eins og maður hafi elst eitthvað. Manni er ekki eins mikið niðri fyrir á því sviði. Það er orðið meira æðruleysi í manni, kannski er ég bara bú- inn að átta mig á því að það er ekki hægt að breyta heiminum með annarri hendinni.“ Ekki í uppáhaldi hjá hippakynslóðinni En aftur að kvæðunum hans Davíðs. Ingólfur fór að glugga í kvæðin aftur fyrir um tuttugu árum. „Þessi kvæði voru ekki í miklu uppáhaldi hjá hippa- kynslóðinni, Davíð þótti held- ur borgaralegur og púkó. Hann var ekki svona ungur, reiður og róttækur maður eins og við. Hann var öðruvísi, mannvin- ur og bullandi skáld sem orti meira um tillfinningar, ástina og þá sem máttu minna mega sín. Einhvern tímann á 10. ára- tugnum fór ég að fletta þess- um bókum aftur því ég erfði þær eftir móður mína.“ Þá seg- ist hann hafa munað aftur eft- ir gömlu góðu ljóðunum. „Þá fór ég að rifja þetta upp og það opnaðist fyrir þessar dyr hjá mér. Síðan fór ég að rifja þetta upp og fór svo að semja lög við eitt og eitt lag. Síðan fór ég að taka upp lög og hef verið að safna einhvern veginn.“ „Okkur semur vel“ Hann fær góða hjálp á plöt- unni en dætur hans, Arn- þrúður og Sunna, syngja með honum. Auk þess spila með honum á plötunni þeir Ásgeir Óskarsson, Gísli Helgason, Jón Guðmundsson, Lárus H. Grímsson og Vilhjálmur Guð- jónsson. Dætur Ingólfs, Adda og Sunna, eru báðar söngelsk- ar og þau hafa sungið mikið saman. „Þær hafa verið í tón- list síðan þær voru pínulitl- ar. Þær hafa alltaf sungið mik- ið og við sungið saman síðan þær voru litlar. Þær hafa sung- ið með mér áður á plötu en þá var það ekki jafn mikið og núna. Á þessari plötu eru þær meira með í ráðum og hafa at- kvæðisrétt. Við skiptum lög- unum á milli okkar og syngj- um til skiptis og röddum hjá hvert öðru,“ segir Ingólfur sem er ánægður með samstarfið við dæturnar. „Það er frábært að hafa þær með sér, það er rosa- lega gaman að hafa fjölskyld- una með sér. Okkur semur vel og þær fá alveg að segja sitt álit en ég hef nú svona síðasta orð- ið um ýmislegt.“ Ingólfur stefnir á að halda einhverja tónleika á næstunni og þá með dætrunum. „Við vor- um með eina tónleika í enda ágúst og þá flutti Adda dóttir mín líka sín lög en hún hefur verið að fást við tónlist lengi og stefnir á að gefa út plötu á næstunni. Við ætlum að vera með tónleika 28. nóvember og svo býst ég við að við verðum líka eitthvað að spila á aðvent- unni,“ segir hann. Syngur með dætrunum n Tónlistarmaðurinn Ingólfur Steinsson sendi frá sér plötuna Segið það móður minni n Á plötunni er að finna kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi við lög eftir Ingólf Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Davíð Stefánsson þótti borgaralegur og púkó Ingólfur Steinsson fór að glugga í kvæði Davíðs Stefánssonar fyrir nokkru. Hippakynslóðin hafði ljóð Davíðs ekki í hávegum, segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.