Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 19. október 2011 31. desember Milestone er ógjaldfært félag sem getur ekki tryggt sér fjármögnun eða staðið við skuldbindingar (Skýrsla Ernst & Young) Vátryggingaskuld Sjóvár nemur 23 milljörðum króna 28. janúar Morgan Stanley gjaldfellir 14 milljarða króna lán Þáttar Inter- national sem Milestone er í ábyrgðum fyrir 7. febrúar Milestone selur væntanlegum hluthöfum í Vafningi hluti í félaginu 8. febrúar Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir fasteignafélag í Makaó af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,2 milljarða 8. febrúar Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir breskan fjárfestingasjóð, KCAJ, af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,4 milljarða 8. febrúar Bjarni Benediktsson fær umboð frá föður sínum og frænda til að veðsetja hlutabréf BNT, Hafsilfurs og Hrómundar í Vafningi hjá Glitni vegna lána frá bankanum 29. febrúar Vafningur gerir tvo lánasamninga við Sjóvá í erlendum myntum upp á samtals 21 milljarð króna 29. febrúar Vafningur gerir tvo lánasamninga við Glitni banka. Líklegt er að Bjarni hafi veðsett Vafningsbréfin út af þessum lánum 29. febrúar Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á rúmlega 41 milljón evra, eða rúmlega 4 milljarða króna 29. febrúar Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á tæplega 850 milljónir króna 29. febrúar Þáttur International lánar Sjóvá einn milljarð króna Fyrri hluti árs FME hefur athugun á fjárhag Sjóvár 30. júní Racon Holding AB fær 629 milljóna króna lán frá Sjóvá 30. júní Racon Holding AB fær 250 milljóna króna lán frá Sjóvá September–október 7 prósenta hlutur Þáttar International í Glitni verður að engu með falli bankans 27. október Fjármálaeftirlitið sendir Sjóvá bréf um að félagið þurfi að uppfylla skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga fyrir árslok 31. desember Tap Milestone nemur rúmlega 30 milljörðum króna 1. janúar–3. mars Frestur Sjóvár til að uppfylla skilyrði um gjaldþol tvíframlengdur af FME 3. mars Sjóvá fær frekari frest frá Fjármálaeftirlitinu til 1. apríl til að uppfylla skilyrði um gjaldþol 16. mars Skilanefnd Glitnis yfirtekur Moderna og dótturfélög þess á Íslandi, meðal annars Sjóvá 14. maí Morgunblaðið greinir frá því að Sjóvá uppfylli ekki lágmarksskilyrði um gjaldþol og að minnst 10 milljarða vanti í eignasafn félagsins Lánin sem tekin voru út úr félaginu, meðal annars til Vafnings, valda því að félagið er illa statt 16. maí Morgunblaðið greinir frá því að Fjármálaeftirlitið hafi sent Sjóvár- málið til ákæruvalds 8. júlí Fjármálaráðuneytið greinir frá því að ríkið þurfi að leggja Sjóvá til 12 milljarða króna til að tryggingafélagið uppfylli skilyrði um gjaldþol. Sjóvá er bjargað frá gjaldþroti Júní–nóvember Sérstakur saksóknari spyr eigendur og stjórnendur Sjóvár ítarlega um bótasjóð Sjóvár, meðal annars viðskipti Vafnings 15. desember Bjarni Benediktsson segir í samtali við DV að líklega muni íslenska ríkið fá til baka þá fjármuni sem lagðir voru inn í Sjóvá til að bjarga félaginu frá þroti Desember Sjóvá, SJ eignarhaldsfélag, afskrifar þá 19,3 milljarða sem tryggingafélagið hafði lánað til Milestone og Vafnings árið 2008 19. október Bjarni Benediktsson greinir frá því að hann hafi verið yfirheyrður sem vitni í Sjóvármálinu Desember Rannsókn á Sjóvármálinu hjá sérstökum saksóknara lýkur með ákærum? Bjarni Ben yfirheyrður 20 07 Sjóvármálið 20 08 20 09 Telur umfjöllunina ósanngjarna Þá segir Bjarni að fráleitt sé að tengja hann við ákvarð- anir eigenda Sjóvár um að veðsetja tilteknar eignir fyr- ir lánunum sem notuð voru í endurfjármögnuninni á lánum dótturfélaga Mile- stone. Með þessum orðum er Bjarni að vísa til fyrstu umfjöllunar DV um málið í árslok 2009 þar sem sagt var frá því að hann hefði tekið þátt í viðskiptum með turnbyggingu í Makaó í Asíu sem notuð var sem veð í lánaviðskiptum Vafnings. Turninn í Makaó var ein af þeim eignum sem Mile- stone færði inn í Vafning til veðsetningar á móti láninu frá Glitni. „Fráleitast af öllu hefur verið að bendla mig við ákvarðanir sem teknar voru af stjórnendum og eigendum Sjóvá um að veita trygg- ingar í tilteknum fasteignum. Það að ég hafi verið beðinn um að að- stoða embætti sérstaks saksóknara með því að bera vitni undirstrikar vel hversu misvísandi og ósann- gjörn sú umfjöllun hefur verið í minn garð.“ Líkt og áður segir er búist við að rannsókn sérstaks saksóknara á Sjó- vármálinu ljúki fyrir lok þessa árs. Bjarni telur að jafnvel þó að ákært verði í Sjóvármálinu sé ekki þar með hægt að segja að hann hafi tekið þátt í lögbroti. „Þú segir það geta farið svo eftir dómsmeðferð að ég hafi tekið þátt í viðskiptum sem voru lögbrot, jafnvel þótt ég verði ekki ákærður. Ég get ekki annað en lýst undrun á þessum orðum. Það er svo samkvæmt íslenskum lögum að hver sá maður sem með liðsinni í orði eða verki eða á annan hátt á þátt í því að brot er framið skal sæta þeirri refsingu sem við brotinu er lögð. Þessu er því alveg öfugt farið. Sama hvernig málið fer á endanum er nú þegar ljóst að ég á enga hlutdeild að því sem er til rannsóknar og mögulega verður ákært vegna.“ Ábyrgð Bjarna? Bjarni vill því meina að ekki sé hægt að segja að hann eigi hlut- deild í meintum brotum í við- skiptum Vafnings, þrátt fyrir aðkomu hans að veðsetning- unni á hlutabréfum Vafnings, þar sem ljóst er að hann liggur ekki undir grun í málinu. Inn- takið í þessum skilningi Bjarna á að- komu sinni að málinu er að hann beri ekki lagalega ábyrgð á viðskipt- unum og þeim anga þess sem kann að varða við lög. Það er óumdeilt að Bjarni verður ekki ákærður í mál- inu og ber því ekki lagalega ábyrgð á viðskiptunum. Ef einhver verður ákærður í Sjóvármálinu verða það æðstu stjórnendur Sjóvár og Mile- 20 11 stone sem báru lagalega ábyrgð á rekstri þessara félaga. Bjarni hefur því rétt fyrir sér um að ábyrgð hans í málinu er ekki lagaleg. Eftir stendur hins vegar að óum- deilt er einnig að Bjarni tók þátt í viðskiptum eignarhaldsfélagsins Vafnings sem tók við lánveiting- um frá Glitni og Sjóvá sem notaðar voru til að endurfjármagna dóttur- félög Milestone, meðal annars félag sem skyldmenni Bjarna áttu hluti í. Ábyrgð Bjarna í málinu, sem líklegt er að endi fyrir dómstólum, er því fyrst og fremst siðferðileg en ekki lagaleg. Undirskriftir Bjarna Undir- skrift Bjarna sést hér á þremur stöðum á veð- samningunum út af Vafningsvið- skiptunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.