Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Page 6
R íkissaksóknari hefur ákært 25 ára konu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að fyrrver- andi kærasta sínum og stung- ið hann með steikarhníf í öxlina. Við það hlaut hann fjögurra sentímetra skurð. Konan er einnig ákærð fyrir að slá hann í andlitið með þeim afleiðing- um að hann hlaut bólgu á kinnbeini. Árásin á að hafa átt sér stað á heimili mannsins í desember í fyrra. Konan sem um ræðir hefur vakið athygli fyr- ir fyrirsætustörf og hefur meðal annars prýtt forsíðu spænsku útgáfu tímarits- ins Elle en einnig hafa birst af henni myndir í Vogue og fleiri þekktum tíma- ritum. Neitar að hafa stungið að yfirlögðu ráði Seinni aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Hvorki ákærða né brotaþoli voru við- stödd þinghaldið. Þar kom fram hjá verjanda konunnar að hún játaði að hafa slegið fyrrverandi kærasta sinn í andlitið en þau höfðu átt í deilum þar sem maðurinn hafði meðal annars rifið í hár hennar og barið til hennar. Hún neitar því að hafa stungið hann að yfirlögðu ráði. Deilt er um hvernig hnífstung- an atvikaðist, en samkæmt verjanda konunnar setti maðurinn sjálfur hníf- inn í hendur hennar og sagði henni að stinga sig. Hún hefði verið að reyna að komast frá honum og slegið frá sér með þeim afleiðingum að hnífurinn stakkst í öxlina á manninum. Á slysadeild kom í ljós að maður- inn var með samfallið lunga, en óvíst er hvort hægt verði að sanna að það hafi komið til vegna árásinnar þar sem slíkt hafði ítrekað gerst áður hjá honum. Fyrir dómi kom fram að kon- an var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja þegar meint árás átti sér stað en fórnarlambið var allsgáð. Hún hefur ekki áður komist í kast við lögin. Gekk frá íbúð eftir árás Aðraganda atviksins var þannig lýst að ákærða og maðurinn hefðu slit- ið sambandi og hún kynnst öðrum manni. Fyrrverandi kærasti hennar komst að því að hún væri komin með nýjan kærasta eftir að hann varð sér úti um leyniorð og skoðaði tölvupóst hennar. Kallaði hann hana því á fund við sig. Verjandi konunnar heldur því fram að hann hafi ögrað henni og egnt hana. Hann hafi sagt að hann ætlaði að koma henni í fangelsi. Hann hafi meinað henni að yfirgefa íbúðina og misst stjórn á skapi sínu þegar hún ætlaði að hringja í kærasta sinn. Vinir mannsins sem báru vitni við fyrri aðalmeðferðina sögðu mann- inn hafa hringt í sig eftir umrætt at- vik. Hann hafi virst rólegur í símann en sagði þeim ekki frá því að hann hefði verið stunginn. Hann bað vini sína síðar um að keyra sig á slysa- deild en vegna samfallna lungans þurfti hann að liggja nokkra daga inni á spítalanum. Sjálfur sagði mað- urinn að hann hefði verið hissa yfir því hversu rólegur hann sjálfur var en árásin hefði virst óraunveruleg. Hann gekk frá íbúðinni áður en hann fór á slysavarðstofu, slökkti ljós og tók sjónvarpið úr sambandi. Verjandi ákærðu vill meina að slíkt samræmist ekki hegðun manns sem orðið hefur fyrir miklu áfalli á meðan saksóknari bendir á að ekki sé til nein ein ákveðin hegðun eftir áföll. Missti trú á mannkyninu Listmeðferðarfræðingur bar vitni og sagði fórnarlambið hafa leitað til sín til að vinna úr áfalli eftir árásina. Hann hefði verið óöruggur og dapur. Hann hefði misst alla trú á mannkyn- inu og þá sérstaklega kvenfólki. List- meðferðarfulltrúinn sagði manninn ekki vera búinn að vinna úr áfallinu og þurfa á frekari meðferð að halda. Eins og áður segir vildi verjandi ákærðu meina að fórnarlambið hefði beinlínis egnt hana til verknaðarins og að maðurinn sjálfur hefði átt upp- tökin að átökunum. Varðandi and- legar og líkamlegar afleiðingar vildi verjandi konunnar meina að lýsing listmeðferðarfræðingsins væri lýs- ing á manni í mikilli ástarsorg, frek- ar en manni sem kljáðist við afleið- ingar áfalls. Verjandi sagði mikinn vafa vera í málinu og sá vafi ætti alltaf að vera ákærðu í hag. Því vísaði sak- sóknari á bug og sagði „…ekkert bera vott um að þetta væri ástjúkur mað- ur.“ Konan er ákærð fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og getur refsing varðað allt að 16 ára fangelsi. Einnig er þess krafist að hún greiði hálfa milljón króna í miskabæt- ur. Saksóknari segir árásina fólsku- lega og að hún eig sér engar máls- bætur, nema að átök hafi verið í gangi og að „…miðað við ástand hennar sé mikil mildi að ekki fór verr.“ m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Könnun Samtaka atvinnulífsins: Stjórnvöld eru vandamálið Rúmlega þriðjungur aðildarfyrir- tækja Samtaka atvinnulífsins (SA) telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núver- andi aðstæður. Tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórn- valda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var dagana 6. til 11. október síðastliðinn. Um 70 pró- sent fyrirtækja í sjávarútvegi telja að- gerðir stjórnvalda vera helsta vanda- mál fyrirtækisins og um 40 prósent í verslun og þjónustu. Könnunin var send til 1.684 fyrirtækja. Fjöldi svarenda var 482 og  svarhlutfall því 29 prósent. 30.000 starfsmenn starfa hjá þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í könnun- inni og er áætlað að 83.000 manns starfi um þessar mundir í þeim at- vinnugreinum sem könnunin nær yfir. Í tilkynningu frá SA kemur fram að skuldir og hár fjármagnskostnað- ur sé annað helsta vandamál fyrir- tækjanna, en fjórðungur þeirra setur skuldir og fjármagnskostnað í fyrsta sæti og þriðjungur til viðbótar í ann- að sæti. Rúmlega fjögur af hverjum tíu fyrirtækjum setja litla eftirspurn og erfiðan markað í fyrsta og annað sæti yfir helstu vandamál fyrirtækis- ins og um þrjú af hverjum tíu setja skattamál í þau sæti. Fyrirtækin voru einnig beðin um að raða eftir mikilvægi fimm af ellefu skilaboðum til stjórnvalda um brýn- ustu úrlausnarefnin. Þau skilaboð voru eftirfarandi: Auka fjárfestingar í atvinnulífinu, greiða fyrir stórfram- kvæmdum, auka útflutningstekjur, afnema gjaldeyrishöft, ná rekstrar- afgangi í ríkisfjármálum, veita sjáv- arútvegi traust starfsskilyrði, lækka vexti, minnka atvinnuleysi, lækka skatta, stöðva skuldasöfnun lífeyris- sjóða hins opinbera og jafna réttindi á almennum og opinberum vinnu- markaði og bæta vinnumiðlun fyrir atvinnulausa. Hótuðu manni með hnífi A ðalmeðferð í máli þriggja ein- staklinga sem allir eiga að baki langan sakaferil fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á þriðju- dag. Tveir sakborninganna, Ívar Aron Hill Ævarsson og Sigurbjörn Adam Baldvinsson, eru meðal annars ákærð- ir fyrir að hafa ógnað manni með hnífi, slegið hann í andlitið og leitt hann að heimili hans. Þaðan eiga þeir að hafa stolið munum að andvirði tveggja milljóna króna. Í ákæru kemur fram að fórnar- lambið hafi ekki spornað við hátt- semi sakborninga vegna ótta. Þriðji sakborningurinn er 25 ára barnshaf- andi kona sem nú komin er átta mán- uði á leið en hún er ákærð fyrir hlut- deild að ráni með því að hafa haft á brott með sér verðmæti í eigu fórnar- lambsins. Atburðirnir eiga að hafa átt sér stað í október 2009. Í dómsal vildi fórnarlambið ekki fara yfir málsatvik og vitnaði í fyrri skýrslutökur hjá lög- reglu. Sakborningar hafa allir neitað sök, en einn þeirra, Ívar Aron Hill, hef- ur þó játað að hafa tekið út 1.000 krón- ur í hraðbanka af korti fórnarlambs- ins. Allir sakborningar hafa borið við að hafa verið í mikilli neyslu fíkniefna á þeim tíma sem brotið á að hafa ver- ið framið, en séu nú búnir að snúa við blaðinu. Ívar Aron mætti ekki fyrir dóm, en aðspurðir mundu aðrir sak- borningar lítið sem ekkert eftir því at- hæfi sem þeir eru sakaðir um. Þó rám- aði Sigurbjörn Adam í að hafa setið uppi með fluguhnýtingarsett sem er talið vera hluti af þýfinu. Ívar og Sigur- björn voru meðlimir í hinu alræmda Árnesgengi en meðlimir þess urðu uppvísir að fjölmörgum afbrotum. Sækjandi málsins fer fram á 18 mán- aða dóm yfir Ívari og Sigurbirni en 6 til 9 mánaða skilorðsbundinn dóm yfir konunni. hanna@dv.is Héraðsdómur Reykjavíkur Ívar Aron Hill Ævarsson og Sigur- björn Adam Baldvinsson eru ákærðir fyrir að hafa rænt munum að andvirði 2 milljóna króna og ógnað manni með hnífi. n Tveir meðlimir „Árnesgengisins“ aftur fyrir dóm Sökuð um að Stinga fyrrverandi kæraSta n Fyrirsæta ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás n Verjandi segir fórnarlambið hafa egnt hana til árásarinnar n Fórnarlambið sagt hafa stolið lykilorði og njósnað um hana Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Á forsíðunni Konan hefur prýtt forsíðu spænsku útgáfu tímaritsins Elle og myndir af henni hafa birst í mörgum af stóru tískublöðunum. „Miðað við ástand hennar er mikil mildi að ekki fór verr 6 | Fréttir 19. október 2011 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.