Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Side 13
Erlent | 13Miðvikudagur 19. október 2011 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæð Bremsur Spindilkúlur Stýrisendar ofl, ofl Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað n Jarðarbúar verða orðnir sjö milljarðar fyrir lok mánaðarins n Voru tveir milljarðar árið 1927 n Ógnvænleg þróun en þó tækifæri til að gera heiminn betri Fjöldi jarðarbúa nær 7 milljörðum F yrir lok þessa mánaðar er búist við að jarðarbúar verði orðnir sjö milljarðar talsins. Jarðarbú- um hefur fjölgað ört undan- farna áratugi samfara bættum lífskjörum almennings. Á rúmum tvö hundruð árum hefur jarðarbúum fjölgað um sex milljarða; árið 1804 er talið að fjöldinn hafi náð einum millj- arði og 123 árum síðar, eða árið 1927, voru jarðarbúar aðeins tveir milljarð- ar. Síðan fór fjöldinn að vaxa mjög ört; hann náði fjórum milljörðum árið 1974, fimm milljörðum árið 1987 og loks sex milljörðum árið 1998. Sam- kvæmt spá Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna mun fjöldinn ná átta milljörðum árið 2025 og tíu milljörðum árið 2083. Fátækir munu þjást Þó að barneignir hafi jákvætt yfir- bragð er þróunin ógnvænleg sé litið til þeirrar þróunar sem nú á sér stað á mörkuðum. Matvæla- og orkuverð fer sífellt hækkandi og nú þegar er talið að um 900 milljónir manna, þar á meðal börn, þjáist af matarskorti. John Bongaarts, yfirmaður stofnunar í New York sem sérhæfir sig í rann- sóknum á mannfjöldaþróun, hefur vissar áhyggjur af þróuninni. „Þetta verður viðráðanlegt fyrir þá sem eiga peninga og eru efnaðir. En það eru hinir fátæku sem munu þjást mest,“ segir Bongaarts. Áskoranir og tækifæri „Við höfum nægan mat fyrir alla, en samt sverfur hungur að nærri millj- arði manna. Við höfum allt sem til þarf til að uppræta marga sjúkdóma, en samt breiðast þeir enn út. Við njót- um þeirrar blessunar að búa við auð- ugt náttúrulegt umhverfi en samt er sífellt gengið á það og því spillt,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sem hann hélt í tilefni af Alþjóða mann- fjöldadeginum þann 11. júlí í sumar. Þann sama dag var hleypt af stokk- unum hinu svokallaða sjö milljarða átaki sem miðar að því að glæða skoðanaskipti um áskoranir, tækifæri og aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja betri framtíð mannkyns.  Betri heimur Babatunde Osotimehin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Nígeríu og nú- verandi framkvæmdastjóri Mann- fjöldastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, segir að tækifæri felist í stöðugri fjölgun jarðarbúa. „Þetta er tækifæri til að draga vandamálin sem fylgja fjölguninni upp á yfirborðið,“ segir Osotimehin og bætir við að um 215 milljónir kvenna þurfi á svokallaðri fjölskylduáætlun að halda. Hún felur meðal annars í sér að leiðbeina kon- um, einkum í fátækari ríkjum heims- ins, hvernig koma skuli í veg fyrir getnað. „Ef við getum aðstoðað þess- ar konur og hjálpað þeim að stjórna því hvað þær eignast mörg börn þá verður heimurinn betri,“ segir hann. Mannfjöldaþróun Fjöldi Ár 1 milljarður 1804 2 milljarðar 1927 3 milljarðar 1960 4 milljarðar 1974 5 milljarðar 1987 6 milljarðar 1998 7 milljarðar 2011 8 milljarðar 2025 10 milljarðar 2083 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Tækifæri Babatunde Osotimehin segir að tækifæri séu falin í þessari öru fjölgun. Fjölmennasta ríki heims Kína er fjölmennasta ríki heims en íbúar þar eru rúmlega 1,3 milljarðar. „Þetta verður viðráð- anlegt fyrir þá sem eiga peninga og eru efnað- ir. En það eru hinir fátæku sem munu þjást mest. Tíbetsk nunna kveikti í sér Tíbetsk nunna lét lífið eftir að hafa mótmælt kínverskum stjórnvöldum með því að kveikja í sér. Hún kveikti í sér fyrir utan klaustrið þar sem hún bjó í Sichuan-héraði í Tíbet. Konan var 20 ára og barðist fyrir trúarlegu frelsi í Tíbet og endur- komu Dalai Lama til landsins en hann hefur verið í útlegð á Indlandi síðan 1959. Fjórir munkar hafa áður látist með sama hætti í mótmælum við kínversk stjórnvöld frá því í mars á þessu ári. Nunnan er hins vegar fyrsta konan sem lætur lífið í mót- mælum með þessum hætti, sam- kvæmt CNN. Allt fyrir Howard Stern Komið hefur í ljós að athæfi klám- myndaleikara og móttökuritara sem stunduðu kynlíf í fallhlífar- stökki var gert til þess að ná athygli útvarpstjörnunnar Howard Stern. Alex Torres klámmyndaleikari og fallhlífarstökkskennari í hlutastarfi fékk samstarfskonu sína til þess að taka upp klámmyndband í fallhlíf- arstökki. Hann setti síðan mynd- bandið á netið og vonaðist til þess að útvarpsmaðurinn geðvondi tæki eftir því. Hvort Howard Stern hefur tekið við sér liggur ekki fyrir, en Alex Torres getur nú einbeitt sér alfarið að klámmyndunum því fallhlífar- stökkskennslu sinnir hann ekki lengur. Hann var nefnilega rekinn fyrir athæfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.