Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Síða 14
Matarmiklar vefjur n Lofið að þessu sinni fær Saffr- an. Glaður og ánægður viðskipta- vinur vill fá að hæla staðnum og þá sér í lagi vefjunum sem þar fást. „Ég fer oft á Saffran því þar er góðan og heilsusamlegan mat að fá. Það sem mér finnst best er að þar er hægt að fá mjög góðar og girnilegar vefjur sem eru miklu matar- meiri en á betra verði en víða annars staðar. Þetta er topp staður fyrir um það bil þúsundkall,“ segir sá ánægði. Ósnyrtilegt klósett n N1 við Hringbraut fær lastið fyrir sóðaskap á klósetti. Viðskiptavinur Serrano brá sér á lítið salerni á bens- ínstöðinni eftir ágætis máltíð. „Óhætt er að segja að herbergið hafi verið afar óþrifalegt. Pappír var út um allt gólf, lyktin yfirþyrmandi og óþrifn- aður upp um alla veggi.“ Viðskipta- vinurinn segist hafa prísað sig sælan fyrir það að vera karlkyns og þurfa ekki að setjast. „Þá var baðherbergið allt útkrotað, nánast sama hvert litið var. Út- gangurinn á vaskinum og speglinum var í stíl,“ segir viðskiptavinurinn. 14 | Neytendur 19. október 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 233,4 kr. 239,2 kr. Algengt verð 233,1 kr. 238,8 kr. Höfuðborgarsv. 233 kr. 237,7 kr. Algengt verð 233,4 kr. 239,2 kr. Algengt verð 235,9 kr. 239,5 kr. Melabraut 233,1 kr. 238,8 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Móðuna af speglinum Til að losna við móðu af baðspegl- inum eftir sturtu eða bað er gott ráð að nudda sápu á spegilinn. Þetta má lesa á nattura.is en þar segir að eftir að sápan hefur verið sett á skuli pússa af með eldhúspappír. Eftir það setjist móða ekki lengur á baðspegil- inn. Annað speglaráð er á sömu síðu en þar er varað við því að hengja eða stilla upp speglum upp þar sem sól- in getur skinið beint á þá. Sólargeisl- arnir geta nefnilega brennt bletti í spegilinn. Stoðmjólk Í 100 g Algengur dagskammtur 120 µg 6,0 µg (500g) Eldislax Í 100 g Algengur dagskammtur 10,9 µg 10,9 µg (100g) Síld Í 100 g Algengur dagskammtur 10,5 µg 10,5 µg (100g) Silungur Í 100g Algengur dagskammtur 10,4 µg 10,4 µg (100g) Smálúða Í 100 g Algengur dagskammtur 22,0 µg 22,0 µg (100g) Þorskalifur Í 100g Algengur dagskammtur 124 µg 124 µg (100g) Þorska-/Krakkalýsi Í 100g Algengur dagskammtur 200 µg 10 µg (5g) Ufsalýsi Í 100g Algengur dagskammtur 400 µg 10 µg (2,5) Ýsa Í 100g Algengur dagskammtur 0,9 µg 0,9 µg (100g) Egg Í 100g Algengur dagskammtur 1,4 µg 1,1 µg (80g) Fjörmjólk Í 100g Algengur dagskammtur 0,38 µg 0,76 µg (200g) Cheerios Í 100g Algengur dagskammtur 3,6 µg 1,1 µg (30 gr) Smjörlíki Í 100g Algengur dagskammtur 7,5 µg 1,1 µg (15g) Isio – 4 olía Í 100g Algengur dagskammtur 5,0 µg 0,75 µg (15g) n Íslendingar þjást flestir af D-vítamínskorti n Við erum ódugleg að taka lýsi eða D-vítamínhylki n D-vítamínskortur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér Nauðsyn D-vítamíns „Hún segir að þegar D-vítamín hafi fyrst verið uppgötvað, á fyrstu árum síðustu aldar, hafi það fljótlega verið útnefnt sannkallað töfralyf, þar sem það í einni sviphendingu hafi útrýmt landlægri beinkröm meðal barna.E f fólk tekur ekki lýsi eða D-víta- mín þá fær það ekki nóg af víta míninu. Svo einfalt er það. Þetta sýna rannsóknir sem hafa verið gerðar og eins kannanir á mataræði,“ segir Laufey Steingríms- dóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ. Mikið hefur verið rætt um D-víta- mín að undanförnu og nauðsyn þess fyrir okkur. Rannsóknir síðustu ára sýna fram á hversu gífurlega mikilvægt það er fyrir okkur að fá nægilegt magn af vítamíninu en einkenni skorts á því hjá börnum er beinkröm þar sem fót- leggir bogna og rifbein svigna. Hjá full- orðnum og öldruðum lýsir skorturinn sér sem mjúk, kalklítil bein og kallast það beinmeyra. Nýjar og áhugaverð- ar rannsóknir benda til að D-vítamín- skortur geti haft enn alvarlegri afleið- ingar, svo sem krabbamein, sykursýki 1 og 2, aukna hættu á hjartasjúkdóm- um, MS-sjúkdómnum, hjartaáfalli og þunglyndi. Laufey segir að þetta hafi þó ekki verið staðfest. Lítið af D-vítamíni í fæðunni Samkvæmt könnunum á mataræði Íslendinga fá eingöngu þeir sem taka lýsi eða bætiefni ráðlagðan dag- skammt af D-vítamíni. Ástæðan er sú að afar lítið er af því í mat og fáum við alls ekki nægilegt magn þess úr fæð- unni. „Jafnvel þó við borðum hollan og góðan mat,“ segir Laufey og bætir við að D-vítamín sé í örfáum fæðutegund- um og þá helst feitum fiski en gallinn er sá að við borðum svo lítið af honum nú til dags. Matvæli sem innihalda D-vítamín eru: Feitur fiskur svo sem lax, silung- ur, lúða, makríll, sardínur og síld. Lýsi og D-vítamínbættar mjólkurvörur eins og Fjörmjólk og Stoðmjólk. Einnig D- vítamínbætt smjörlíki og töluvert er af því í eggjarauðum. Sólarvörn hindrar myndun D-vítamíns Þar við bætist að með aukinni vitund um skaðsemi sólargeisla notum við í síauknum mæli sólarvörn. „Við get- um framleitt D-vítamín sjálf úr sólar- geislum. Á veturna er sólin of lágt á lofti en áður fyrr söfnuðum við upp D- vítamínforða á sumrin. Fólk í dag átt- ar sig kannski ekki á því að með því að nota sólarvörn erum við að hamla D- vítamínsmyndun. Foreldrar bera mjög samviskusamlega vörn á börnin frá toppi til táar og passa þar með að þau skaðist ekki af sólinni en gleyma að gefa þeim D-vítamínsdropa. Kannski finnst fólki það gamaldags en það er afar mikilvægt.“ Viðmið mun hækka Miðað við ráðleggingar Lýðheilsu- stöðvar á fólk á aldrinum 2 til 60 ára að fá 10 míkrógrömm, eða 400 alþjóðleg- ar einingar, á dag. Eldra fólk á að fá 15 míkrógrömm, eða 600 alþjóðlegar ein- ingar. „Þegar fólk eldist minnkar hæfi- leikinn til að framleiða D-vítamín í húðinni og nýta það úr matnum. Þetta er því sérstaklega mikilvægt fyrir eldra fólk. Líka börnin, það má ekki gleyma þeim.“ Til að ná 10 til 15 míkrógrömm- um á dag sé bráðnauðsynlegt að taka vítamín eða lýsi, til dæmis eina barna- skeið af þorskalýsi og til að ná hærri skömmtum sé jafnvel þörf á að taka bæði lýsi og D-vítamín. Laufey á sæti í sérfræðihóp sem vinnu nú við að endurmeta ráð- leggingar um D-vítamínskammta á Norður löndum. Niðurstöður úr þeirri vinnu verða að öllum líkindum kynnt- ar næsta sumar og segir hún að líkur séu á að viðmiðin verði hækkuð. Þau verði þá nær þeim amerísku sem eru heldur hærri en við höfum hér, eða 15 míkrógrömm fyrir fullorðna og 20 eftir sextugt. Vil bæta D-vítamíni í mjólkurafurðir Aðspurð hvort hægt sé að taka of mik- ið af D-vítamíni segir Laufey að með því að taka of stóra skammta af fæðu- bótarefnum sé það hægt. Sérstaklega sé það varhugavert þegar börn eigi í hlut. Hins vegar sé svo lítið af D-víta- míni í mat, að úr þeirri átt sé ekki hægt að fá of mikið. „Það gæti svo sem orð- ið, ef D-vítamíni verður bætt í stórum skömmtum í allt of mörg matvæli, og þess vegna þarf að hafa eftirlit með íblöndun. Ég tel hins vegar mikilvægt að D-vítamíni verði bætt í alla mjólk, til dæmis 10 míkrógrömm í lítra, og í olíur, smjör og smjörlíki.“ Þurfum að vera vakandi Hún segir að þegar D-vítamín hafi fyrst verið uppgötvað, á fyrstu árum síðustu aldar, hafi það fljótlega verið útnefnt sannkallað töfralyf, þar sem það í einni sviphendingu hafi útrýmt landlægri beinkröm meðal barna. „Svo höf- um við orðið afslöppuð og teljum að við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af skorti. Við þurfum hins veg- ar alltaf að vera vakandi. Menn eru farnir að sjá þetta aftur og við erum farin að greina beinkröm hjá börnum á ný. Það er því afar mik- ilvægt að fólk sé meðvitað um þetta og viðhaldi ráðlögðum dagskammti,“ segir Laufey. Upplýsingar um D-vítamín í mat- vælum sem Laufey tók saman og mun kynna á ráðstefnu um D- vítamín í matvælum sem haldin verður næstkomandi föstudag. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Lýsi og önnur bætiefni Það er nauðsynlegt fyrir okkur að taka lýsi og D-vít- amín daglega. Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ Segir að við fáum ekki nægilegt magn D-vítamíns úr fæðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.