Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Page 21
Sport | 21Miðvikudagur 19. október 2011
Engin
barátta
erkifjenda
Arsenal virðist ætla sitja eitt að
því að bjóða í enska landsliðs-
miðvörðinn Gary Cahill þegar
janúar rennur í garð og félaga-
skiptaglugginn opnar. Cahill
hefur verið sterklega orðaður við
Arsenal og Tottenham, en Tot-
tenham mistókst að kaupa hann
á lokadegi félagaskiptagluggans
í ágúst. Arsenal var tilbúið að
bjóða 18 milljónir punda í sum-
ar en þar sem samningur Cahills
rennur út eftir tímabilið fer verð-
ið á honum lækkandi eftir því
sem nær dregur lokum deildar-
innar. Ættu 12 milljónir punda
því að nægja Arsenal í janúar.
Höfuðhögg
var banabitinn
Akstursíþróttaheimurinn syrgir
þessa dagana Dan Wheldon sem
lést í fimmtán bíla árekstri á Las
Vegas Motor Speedway-braut-
inni um helgina. Wheldon var
fluttur með sjúkraþyrlu á næsta
spítala en var úrskurðaður látinn
rétt fyrir klukkan tvö á sunnu-
daginn. Eftir krufningu kom í ljós
að Wheldon lést vegna þungs
höfuðhöggs sem hann varð fyrir í
þessum hryllilega árekstri. Whel-
don hafði á ferlinum tvívegis
unnið hinn virta Indianapolis
500-kappakstur. Wheldon skilur
eftir sig konu og tvö börn.
K
örfuboltalið Snæfells hefur
verið eitt af bestu liðum Ice-
land Express-deildarinnar
undanfarin ár en það vann alla
bikara sem í boði voru fyrir tveimur
árum. Í fyrra var liðinu þó sópað út
úr úrslitakeppninni í undanúrslit-
um gegn Stjörnunni. Það virðist ríkja
mikill einhugur um körfuboltaliðið í
bænum því þar kemur meðal annars
bæjarstjórn að því að styrkja liðið.
Á fundi bæjarstjórnar Stykkis-
hólms 22. september var tekin fyrir
styrkbeiðni frá körfuknattleiksdeild
Snæfells, dagsett 5. september, þar
sem beðið var um styrk vegna fæðis
leikmanna. Þrír menn úr bæjarstjórn
sátu hjá þegar málið var tekið til at-
kvæðagreiðslu vegna tengsla, þar á
meðal tveir sem sitja í stjórn körfu-
knattleiksdeildar Snæfells. Tillag-
an var samþykkt einróma og segir
í fundargerðinni: „Bæjarráð sam-
þykkir að styrkja Snæfell um fæði
fyrir fjóra leikmenn meistaraflokka
Snæfells í körfu.“
Snæfellingar eru með tvo erlenda
leikmenn í sínum röðum, Banda-
ríkjamennina Brandon Cotton og
Quincy Hankins-Cole. Báðir hafa
farið vel af stað með Snæfelli í Ice-
land Express-deildinni en eftir tvo
leiki er Cotton stigahæstur liðsins
með 35,5 stig að meðaltali í leik og
þá hefur Hankins-Cole tekið 16 frá-
köst að meðaltali í leikjunum tveim-
ur sem búnir eru.
Snæfell hefur unnið fyrstu tvo
leiki sína í deildinni. Fyrst unnu þeir
baráttusigur á Haukum að Ásvöllum,
93–89, en á mánudagskvöldið tóku
Snæfellingar sig til og völtuðu yfir Ís-
landsmeistara KR, 116–100.
tomas@dv.is
Bærinn borgar matinn
n Snæfellsbær styrkir sína menn
Fór vel af
stað Quincy
Hankins-Cole
hefur spilað vel
með Snæfelli.
Mynd KarFan.iS
A
lgjört fótboltabrjál-
æði ríkir nú í Eist-
landi og er það ekki
furða. Eistar áttu al-
gjöra draumaundan-
keppni fyrir EM á næsta ári og
endaði liðið afar óvænt í öðru
sæti C-riðils. Eistar mæta Írum
í tveimur umspilsleikjum 11.
og 15. nóvember en fyrri leik-
urinn fer fram á Le Coq Arena í
Tallinn. Miðar á leikinn seldust
upp á aðeins tveimur klukku-
tímum þegar eistneska knatt-
spyrnusambandið setti þá í
sölu á mánudagsmorgun. Það
eru slæmar fréttir fyrir Íra sem
ætluðu sér að flykkjast á leik-
inn en verða nú að sætta sig við
aðeins 1.400 miða.
Stöðvuðu klóka Íra
Það ríkir líka mikil eftirvænt-
ing á Írlandi vegna leikj-
anna enda fengu Írar algjöran
draumadrátt. Búast langflestir
við sigri Íra í þessum leikjum.
Írar eiga erfitt með að sætta sig
við að sjá aðeins heimaleik-
inn og reyndu margir hverjir
að kaupa sér miða með kred-
itkorti þegar mið-
arnir komu í sölu á mánudags-
morgun. Eistarnir voru þó við
öllu búnir og sáu við Írunum.
Aðeins var hægt að kaupa sér
miða með eistneskum debet-
kortum sem send eru heim til
fólks í Eistlandi. Verður því öll
írska þjóðin að keppast um
miðana 1.400 sem aðkomulið-
ið fær.
Þessi áhugi er óvanalegur
hjá Eistum því hingað til hef-
ur landsliðið ekki trekkt svona
mikið að. Völlurinn, sem tekur
14.000 manns, var aldrei fullur
meðan á undankeppninni stóð
þrátt fyrir að liðið væri í baráttu
um sæti í umspili fyrir EM. Að-
eins 5.185 áhorfendur voru
mættir á leikinn mikilvæga
gegn Serbíu í mars. Áhuginn
var þó orðinn meiri eftir því
sem leið á riðlakeppnina og
mættu 8.660 manns á völlinn
þegar Eistar unnu Norður-Íra,
4–1, í byrjun september. Með-
aláhorfendafjöldinn var 6.700
manns en Le Coq Arena verð-
ur pottþétt fullur 11. nóvember
þegar Írar koma í heimsókn.
Sigurvegarinn í þessum tveim-
ur leikjum fær sæti á EM í Pól-
landi og Úkraínu næsta sumar.
Í hinum umspilsleikjun-
um mætast Bosnía-Hersegó-
vína og Portúgal, Tékkland og
Svartfjallaland og einnig tak-
ast á Tyrkland og Króatía sem
mættust í algjörlega frábær-
um leik í undanúrslitum síð-
asta Evrópumóts sem fram fór
í Austurríki og Sviss.
Uppselt í eistlandi
n Gríðarleg eftirvænting fyrir umspilsleikjunum gegn Írum n Seldist upp
á nokkrum klukkutímum n Völlurinn vanalega ekki einu sinni hálffullur
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
Ætla sér á EM Írar misstu ósann-
gjarnt af sæti á HM vegna slakrar
dómgæslu en ætla sér nú til Pól-
lands og Úkraínu.
Spenntir Eistneska þjóðin
stendur á öndinni vegna
leiksins gegn Írum í byrjun
nóvember. Myndir rEutErS
FLOTTASTA SYNING I HEIMI
Fusi Froskagleypir
Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir
Sýnt í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti
Gaflaraleikhúsið - Strandgötu 50 Hafnarfirði Sími: 565 5900 - gaflarar@gaflaraleikhusid.is
snyr aftur
Fyrsta sýning 1. okt
Önnur sýning. 2. okt
Þriðja sýning. 8. okt
Fjórða sýning. 9. okt
Miðasala á midi.is og á midasala@gaflaraleikhusid.is
Nánari upplýsingar um sýningardaga
í síma 565 5900 eða á www.gaflaraleikhusid.is
Laug. 22. okt. kl. 4.00
Sunnud. 23. okt. kl. 14.00
Sunnud. 30. okt kl. 14.00
Sunnud. 6. nov. kl. 14.00