Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 31. október 2011 Mánudagur ósátt við skólastjórann Í helgarblaði DV var greint frá því að níu ára nemandi í Árbæjar- skóla hefði beðið móður sína um lyf til þess að sofna og vakna aldrei aftur, hann vildi „sofna að eilífu“. Móðir drengsins, Elsa Mar- grét Víðisdóttir, sagði sögu hans en Gabríel Víðir glímir við margvísleg vandamál. Hann er með ódæmi- gerða einhverfu, ADHD, þroskarösk- un, lina vöðva og málstol. Í ofanálag hefur hann þurft að þola einelti allt frá því að hann hóf nám í fyrsta bekk í Árbæjarskóla, en ofbeldið er reglu- legt og oft á tíðum alvarlegt. Svar skólastjórans DV leitaði eftir viðbrögðum frá Þor- steini Sæberg, skólastjóra Árbæjar- skóla sem sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstaklinga en vildi koma því á framfæri að í Árbæjar- skóla væri leitast við að veita öll- um börnum þá bestu þjónustu sem möguleg væri hverju sinni og að þau börn sem þyrftu á sértækri þjónustu að halda fengju hana. Sagði hann alla í skólanum leggja sig fram um að hafa hagsmuni barnanna að leiðar- ljósi í öllu sínu starfi. Reynt væri að vinna sem mest í góðri samvinnu við foreldra ásamt því að samvinna við þjónustumið- stöð hverfisins væri mikil en þar hefðu skólinn og foreldrar aðgang að sérfræðiráðgjöf í hinum ýmsu mál- um sem upp kæmu. Aðspurður um gæslu á skólalóð- inni sagði hann eftirlit þar nokkuð gott. Í hverjum frímínútum væru sex fullorðnir á vakt til stuðnings og eftir- lits með börnunum. Hvað eineltismál varðaði sagði hann að tekið væri á slíkum málum með öflugum hætti. Þegar slík mál kæmu upp væru kallaðir til aðstoðar faglegir ráðgjafar sem ynnu í málum í samvinnu við starfsmenn skólans og foreldra. Móðir Gabríels Víðis get- ur þó ekki bent á neinn ráðgjafa sem hefur sinnt hans máli, því hún man ekki til þess að það hafi nokkurn tím- ann verið kallaður til sérstakur ráð- gjafi. Sagði Þorsteinn jafnframt að þeg- ar eineltismál kæmu upp væru eng- ar einfaldar lausnir heldur væri hvert mál sérstakt og gripið til ákveðinna markvissra aðgerða í öllum málum. Hann svaraði því til aðspurður að það væri alltaf hægt að gera betur. Það ætti við í eineltismálum sem og öðrum málum, hann sjálfur gæti til dæmis gert betur þegar hann vask- aði upp heima hjá sér á kvöldin. Það gilti líka um femínista, þeir gætu líka gert betur. Þegar óskað var eftir nánari svör- um, til dæmis varðandi það hvað skólinn gæti gert fyrir barn eins og Gabríel Víði og hvað hann ætlaði að gera, neitaði Þorsteinn að tjá sig: „Ég hef bara ekkert um þessa umfjöllun að segja og mun ekkert tjá mig um það.“ Minna einelti í Árbæjarskóla Alls stunda 664 nemendur nám í Ár- bæjarskóla sem er einn sá stærsti á landinu. Það gera um 94% af nem- endum sem eiga lögheimili í hverf- inu. 86 starfsmenn starfa í skólan- um, þar af eru fjórir stjórnendur, sem þýðir að nemendafjöldinn á hvert stöðugildi er 8,2 nemendur. Meðal- talið í borginni er aðeins lægra eða 7,1 nemandi. Skólinn er ekki þátttakandi í Ol- weusarverkefninu. Kannanir á ein- elti eru gerðar þegar grunur vaknar um að einelti eigi sér stað og þá eru einnig lagðar fyrir tengslakannan- ir. Í eineltisvarnaráætlun skólans er fjallað um forvarnir gegn einelti, lýst ferli viðbragða ef grunur vaknar um einelti og settar fram ábendingar til foreldra um einkenni eineltis. Í skólapúlsinum eru nemend- ur í 6.–10. bekk spurðir um einelti út frá atvikum á undanförnum 30 dögum. Niðurstaðan í síðustu fyrir- lögn bendir til að einelti sé heldur minna í Árbæjarskóla en í sambæri- legum skólum og minna hjá stelpum en strákum. Eineltið mælist aðeins hærra í 6. og 7. bekk en eldri árgöng- um og algengast er að það fari fram í frímínútum. Af 99 foreldrum í Árbæjarskóla sem svöruðu spurningu um hvort barn þeirra hefði verið lagt í ein- elti í skólanum segja 21% svo vera en meðaltalið fyrir alla skóla borg- arinnar er 27%. Þriðjungur þeirra sem svaraði sagði að skólinn hefði brugðist fljótt og vel við eineltinu, 38% sögðu að skólinn hefði brugð- ist vel við en ekki nógu fljótt og tæp- ur þriðjungur sagði að skólinn hefði ekki tekið á málinu. Nemendur í rýnihópum tala um að þeim líði vel í skólanum „en stundum illa úti í frímó“. Þeir kannast við að sumir séu lagðir í einelti „því þeir eru öðruvísi“, segjast vita hvað eigi að gera og þekkja eineltishring- inn. Þetta kemur fram í heildarmati menntasviðs Reykjavíkur á skólan- um. Eineltið oftast fram í skólanum En eins og Elsa Margrét bendir á þá eru þetta bara tölur. Auðvelt er að gleyma því að á bak við þessar töl- ur eru börn og líf þeirra er í húfi. Einelti eyðileggur daglegt líf margra barna og löng tímabil í æsku þeirra samkvæmt upplýsingum sem tekn- ar hafa verið saman af aðstandend- um Olweusaráætlunarinnar. Ein- elti sem stendur yfir lengi getur haft djúpstæð áhrif og valdið þunglyndi og neikvæðri sjálfsmynd löngu eftir að eineltið er um garð gengið. Einelti hefur því oft slæm áhrif á líf á fullorð- insárum. „Eitt prósent einelti í skóla er einu prósenti of mikið,“ segir Elsa Margrét. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að einelti á sér yfirleitt stað innan bekkjarins eða árgangsins. Oft lenda nemendur í yngri bekkjum þó í ein- elti sem framið er af eldri nemend- um. Að sama skapi fer eineltið oftast fram í skólanum. Samkvæmt rann- sóknum á eineltið sér stað í frímínút- um og í hádegishléi, á skólalóðinni, göngum eða á afskekktum stöðum í 50 til 75% tilvika. Það á sér einn- ig stað í tímum ef kennarinn er ekki vakandi þegar hann verður var við tilburði til eineltis. Það er sömuleiðis ljóst að fram- koma kennara og starfsfólks skóla, viðhorf og starfshefðir skipta öllu um hve algengt eineltið verður í hverjum skóla eða bekk. Virk gæsla og vinadagar Á heimasíðu Árbæjarskóla segir að markmiðið sé að halda uppi öflugu forvarnarstarfi gegn einelti í 1.–10. bekk. Því hefjast fyrstu forvarnir þeg- ar við upphaf skólagöngu. Þar segir líka að allir sem koma að skólastarf- inu gegni ákveðnu hlutverki þegar kemur að forvörnum gegn einelti. Hlutverk þeirra sé meðal annars að stunda virka gæslu í frímínútum, mat- arhléum, íþróttahúsum og ferðalög- um á vegum skólans, sinna reglulegri fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk um einelti, kanna líðan nemenda í skólanum, halda reglulega vinadaga, að umsjónarkennarar ræði við nem- endur um líðan, samskipti og hegð- un, námsráðgjafar hugi sérstaklega að nýjum nemendum og skýrri feril- lýsingu í eineltismálum sé sinnt. „Þetta eru bara orð á blaði nema þessu sé sinnt markvisst og ég hef ekki upplifað það þannig,“ segir Elsa Margrét. Það hefur alla vega ekki tek- ist að uppræta eineltið sem Gabríel Víðir hefur þurft að þola í þrjú ár. Móðir hans er orðin örvæntingarfull og í veikri von um að ná til foreldra annarra barna sagði hún sögu hans í DV á föstudag. Mikill stuðningur Í kjölfarið fékk hún mikil og góð við- brögð. Síminn hringdi stöðugt og fólk sýndi henni stuðning, hver með sínum hætti. „Eins bauðst mað- ur til að borga júdónámskeið fyrir hann, annar bauðst til að gefa hon- um frítt körfuboltanámskeið. Hon- um var boðið í lasertag og svona mætti lengi telja. Landsliðsmenn í handbolta höfðu samband, knatt- spyrnumaður hjá Fylki, leikarar og tónlistarmenn hafa boðið fram að- stoð sína. Einar Bárðarson hringdi líka, hann, Logi Geirsson og Ingó í Veðurguðunum ætla sækja Gabríel Víði í skólann á mánudaginn og eiga með honum góðan dag, fara með honum í bíó eða eitthvað,“ svo dæmi séu tekin. „Þessi stuðningur er ómetan- legur. Hann hefur gefið mér styrk til að takast á við þessa erfiðu ákvörð- un um að koma fram undir nafni og mynd. En ég hef fundið að ég er ekki sú eina sem stend í þessum sporum. Aðrir foreldrar fórnarlamba eineltis hafa haft samband sem og fulltrúi frá Jerico-samtökunum.“ Faðir drengsins sem svipti sig lífi í Sandgerði hringdi líka, en sonur hans lést ellefu ára að aldri eftir að hafa glímt við langvarandi einelti, einhverf- uröskun og þunglyndi. „Við töluðum saman í svona einn og hálfan tíma og mér þótti rosalega vænt um það. Hann bað mig um að vera vakandi fyrir líðan drengsins, sagði að hann hefði haldið að allt hefði verið í lagi hjá syni sín- um þegar hann kyssti hann góða nótt en svo hefði hann aldrei vaknað aft- ur. Svo ég mun vaka yfir drengnum mínum. Þetta er bara fyrsta skrefið. Ég gefst ekki upp í þessari baráttu,“ segir Elsa Margrét sem ætlar ekki að þegja lengur. Ekkert heyrt frá skólanum Forstöðukona frístundaheimilisins sem Gabríel Víðir gengur í hafði líka samband og Elsa Margrét átti gott samtal við hana. Hún hefur hins veg- ar ekkert heyrt frá skólanum eftir að greinin birtist og það kom henni leið- inlega á óvart. „Ókunnugt fólk hring- ir í okkur og veitir okkur stuðning. Ég held að Facebook-síðan mín muni springa undan öllum einkaskilaboð- unum sem ég fæ. Því finnst mér mjög skrýtið að enginn í skólanum eða hér í stuðningsneti Gabríels í Árbænum, hvorki umsjónarkennarinn hans, að- stoðarskólastjórinn, skólastjórinn, stuðningsfulltrúinn hans, félags- þjónustan né nokkur sem kemur að hans málum hafi samband. Ef þeim stendur ekki á sama, af hverju hringja þau þá ekki? Kannski þora þau því ekki, kannski eru ein- hverjar reglur innan skólans sem banna þeim það. En það væri allt í lagi að spyrja hvernig okkur líði eða hvort þetta hefði þurft að fara svona. Ég er ekki að ráðast á neinn, ég er bara að tala um það hvernig barninu mínu líður í skólanum,“ segir Elsa Margrét. Ósátt við orð skólastjórans Hún á þrjú önnur börn í skólanum. „Mér hefur alltaf líkað vel við skól- ann hvað þau varðar. En kannski af því að þau falla inn í normið, sem n Elsa Margrét Víðisdóttir segir skólastjórann skorta skilning á fötlun sonarins n Efast um að skólastjórinn hafi vilja eða getu til að taka á eineltinu n Segir að hann hafi sagt að það væri ekki við öðru að búast Elsa Margrét Víðisdóttir og Gabríel Víðir Hann hefur þurft að þola vítiskvalir vegna eineltis og hún ætlar ekki að þegja lengur. Nú berst hún gegn einelti, fyrir Gabríel Víði og öll þau börn sem búa við einelti. „Frá honum hef ég oftar en einu sinni fengið að heyra að það sé ekkert skrýtið að Gabrí- el Víði sé strítt. Þar sem hann sé með allar þessar greiningar í almennum skóla, sé ekki við öðru að búast en hann lendi í einelti. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaöamaður skrifar solrun@dv.is Þorsteinn Sæberg Skólastjóri Árbæjar- skóla sagði að tekið væri á eineltismálum með öflugum hætti. Móðir Gabríels Víðis kannast ekki við það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.