Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 14
Lof&Last E ld sn ey ti Algengt verð 230,3 kr. 230,8 kr. Algengt verð 233,1 kr. 241,6 kr. Höfuðborgarsv. 233,0 kr. 241,5 kr. Algengt verð 233,3 kr. 241,8 kr. Algengt verð 234,9 kr. 241,9 kr. Melabraut 233,1 kr. 241,6 kr. 14 | Neytendur 31. október 2011 Mánudagur Borgarleikhúsið rokkar n Borgarleikhúsið fær hrósið að þessu sinni en DV fékk eftirfarandi sent: „Mamma fékk leikhúsmiða í áttræðisafmælisgjöf fyrir nokkru en þegar hún mætti var leiksýn- ingin löngu byrjuð. Hún hafði ekki áttað sig á breyttum sýningar- tíma. Stúlka í afgreiðslunni leysti málið mjög snarlega, bauð mömmu og gesti hennar beint á sýningu hjá Íslenska dansflokknum og svo fékk hún aðra miða á sýninguna sem hún ætlaði upphaflega á. Vel gert – Borgarleik- húsið rokkar!“ Illa bökuð pítsa n Lastið fær Rizzo Pizzeria. „Ég hef farið reglulega á Rizzo í gegnum tíðina og nú verð ég að fá að lasta þá fyrir að hafa hrakað alveg gríðarlega. Sótti pítsu til þeirra um síðustu helgi og varð vonsvikin. Allt áleggið var á tveimur sneiðum og pítsan var illa bökuð.“ segir óánægður viðskipta- vinur sem segist munu panta pítsurnar sínar annars staðar frá héðan af. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Nagladekkin menga Flestir bílaeigendur eru farnir að huga að því að koma bílnum á vetr- ardekk en það getur þó þvælst fyrir mönnum hvers konar dekk skal velja. Á natturan.is er mælst til þess að bíleigendur velji aðra kosti en nagladekk sem spæni upp malbikið á götunum og skapi svifryksmeng- un. Þar er sagt að í sumum dekkj- um séu einnig hættuleg efni sem geti borist út í umhverfið. Það sé því betra fyrir umhverfið og heilsu okkar allra að nota harðkornadekk, harðskeljadekk eða heilsársdekk frekar en nagladekk. Auk þess sé ónauðsynlegt að aka á nagladekkj- um ef aðallega er ekið innanbæjar. n Getur margborgað sig að kaupa varahluti á netinu n Varahlutur sem kostar 500.000 krónur hjá umboði fékkst á 100.000 á netinu Sparaðu við varahlutakaup „Ég pantaði sjálfur hlut þar um dag- inn og það tók þrjá daga frá pöntun þar til hann var kominn til mín.U mboðin eru ekki eins djöf- ullega dýr og þau voru og hafa lækkað sig töluvert,“ segir Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda, aðspurður hvort varahlutir hjá bílaumboðum séu jafn dýrir og þeir hafa verið. Ástæðan fyrir því sé að hluta til að bílaumboðin séu ekki burðug eins og er og hafi því ekki efni á að liggja á varahlutalager. Hann hvetur þó bíleigendur til að skoða netsíður sem selja varahluti og þá sér í lagi í Bandaríkjunum. Öruggt að versla á netinu Íslendingar keyra um á eldri bílum en áður en nýskráningum bíla fækk- aði gífurlega eftir hrun. Þar sem bíla- flotinn á Íslandi er að eldast er ekki úr vegi að skoða hvernig og hvar sé hagstæðast að kaupa varahluti í bílana. Stefán segir það öruggt að kaupa varahluti á netinu og nefn- ir síðuna rockauto.com sem hafi reynst vel. „Sérstaklega fólk sem á bandaríska bíla eða bíla sem eru á markaði í Bandaríkjunum. Þetta er mjög stór vefur, eiginlega miðstöð sem hefur safnað saman upplýsing- um um varahluti til sölu. Ég pant- aði sjálfur hlut þar um daginn og það tók þrjá daga frá pöntun þar til hann var kominn til mín.“ Hann seg- ir mjög einfalt að leita eftir þeim hlut sem maður þarf á síðunni. Þar sé allt flokkað eftir tegund, gerð bílsins og árgerð og maður sjái strax hvað er til. Á rockauto.com er einungis um nýja hluti að ræða. Hægt að gera mjög góð kaup Hann segir að það geti margborgað sig að kaupa slíka hluti á netinu og nefnir sem dæmi mann sem þurfti að kaupa varahlut í bílinn sinn. „Hann átti kóreskan bíl og það fór í honum mikilvægur drifbúnaður sem átti að kosta 500.000 krónur hjá umboðinu. Hann leitaði á netinu og á endanum fann hann hlutinn í Bandaríkjunum. Hann pantaði hlutinn og með send- ingarkostnaði og öllum gjöldum fékk hann hlutinn á 100.000 krónur. Það er hægt að gera mjög mjög góð kaup á dýrari stykkjum.“ Annað dæmi er til um mann sem leitaði til umboðs vegna vara- hlutar og fékk að vita að hluturinn ætti að kosta 700.000 krónur. Þegar hann hafnaði því fóru starfsmenn umboðsins að leita að ódýrari hlut og buðu honum hlutinn á 280.000. Hann fór þá sjálfur að svipast um eft- ir betra verði og fékk hann á endan- um erlendis á 150.000. Hann var þó einnig búinn að sjá sama varahlut- inn, nýjan og ónotaðan, til sölu á e- Bay á 70.000 krónur. Mælir ekki með notuðum dekkjum Stefán segir að það sé í sjálfu sér í góðu lagi að kaupa notaða vara- hluti í bílana. „Það eru sumir hlut- ir sem ekki er leyfilegt að endur- nýja, svo sem slithlutir í bremsum og stýrisendum. Maður setur ekki notaða hluti í það. Að öðru leyti er ekkert að því að kaupa notaða vara- hluti.“ Aðspurður hvort hann mæli með því að kaupa notuð dekk seg- ist hann alls ekki geta það. „Dekkin eru það stór öryggisþáttur að ég get ekki með góðri samvisku mælt með því. Þó það standi í manni að kaupa dýr dekk undir bílinn þá verður fólk að hafa það í huga að um er að ræða fjóra lófastóra snertifleti sem koma við jörðina. Bara það að hafa dekk af hvert af sinni gerð gerir það að verk- um að bíllinn fær mismunandi grip og fær þar af leiðandi vont veggrip. Það er lágmark að hafa eins dekk á sama öxli en helst þurfa þau öll að vera sömu tegundar.“ Hann bendir einnig á dekkja- könnun sem má finna á heimasíðu FÍB en þau dekk sem fá hæstu ein- kunn þetta árið eru frá Continental. Mælir með sparneytnum bílum Stefán nefnir einnig að svo virðist sem smekkur okkar á bílum sé að breytast. Fólk geti ekki lengur eytt morð fjár í í bíla og sala á jeppum hafi dregist saman. „Enda er ekkert að því að vera á litlum bílum. Ég hef aldrei skilið af hverju fólk er að þvælast á jeppum hér í borginni. Það er leið- inlegt að keyra þá og erfitt að finna stæði,“ segir hann og bætir við að það sé mikið úrval af litlum og sparneyt- num bílum. Það sé eitthvað sem fólk ætti að hafa í huga þegar það kaupir bíl, sér í lagi þegar bensínverð hækk- ar stöðugt. „Ég vild nefna WV Polo sem dæmi en hann er eyðsluminnsti fimm-manna bíll í veröldinni. Mað- ur þarf að vera mjög vondur við hann til hann eyði 4 á hundraði.“ n Skiptu reglulega um alla slithluti, svo sem bremsur og stýrisenda. Gott ráð er að gefa þessum hlutum ákveðinn líftíma og skipta þeim svo út áður en þeir bila. Það er dálítið misjafnt hve vel þessir hlutir endast auk þess sem það fer tals- vert eftir því hvar og hvernig bílinn er notaður. En þegar farið er með bíl í árlega skoðun er ágætt að biðja skoðunar- manninn að líta sérstaklega eftir þessum hlutum. Búast má við sliti í þessum hlutum eftir tveggja til fjögurra ára notkun. n Skiptu um olíur og síur reglulega Flestir heimilisbílar eru mest notaðir á stuttum vegalengdum og í þannig notkun endist smurolían verr og oftar þarf að skipta um hana. Ágæt þumalfingursregla er að gera þetta á 5.000 kílómetra fresti. Handlagið fólk getur vissulega gert þetta sjálft við einfaldari og ódýrari bílar. En suma nýrri og dýrari bíla þarf að fara með á smur- stöðvar til olíu- og smursíuskipta vegna þess að nauðsynlegt er að forrita stjórn- tölvuna í þeim upp á nýtt eftir olíuskipti. n Þrífðu bílinn rækilega Það er mikið saltað hér á landi en saltið safnast fyrir í krókum og kimum. Gott er að há- þrýstiþvo undir- vagninn tvisvar á ári. Þannig næst vetrarsaltið af á vorin og malarvegarykið eftir sumarið. n Bónaðu bílinn Bónið kemur í veg fyrir ryð sem er mikill vágestur. Það er því mikilvægt að fylgjast með ryðmyndun og þegar fer að bera á því skal láta laga það strax. Um leið og ryð gerir vart við sig þarf að bregðast við snarlega og slípa ryðið algerlega upp, grunna síðan og jafna ójöfnur út með sparsli og mála síðan. Bílar eru misryðsæknir vegna þess að stálið í þeim er misjafnlega gott og mis- jafnlega vel ryðvarið. Stálið í undirvagni og upp á miðjar hliðar bílsins er oftast há- gæðastál og auk þess mjög vel ryðvarið. Minna er hins vegar lagt í toppinn þar sem álag á hann er eðlilega minna en botnfleti bílsins. Fyrstu merki um ryð koma því yfirleitt í ljós á toppnum, til dæmis ofan við framrúðuna. Handlagið fólk getur vissulega pússað upp ryðbletti en best er að fá kunnáttumenn til þessara verka. n Þegar bílar eldast, eftir 5–7 ára notkun, þarf sérstaklega að huga að ryði í undirvagninum og burðarvirkjum bílsins. Ryðtæringin rýrir styrk bílsins og árekstursþol og þar með verður öryggi fólksins í bílnum minna. Bíll með ryðgað burðarvirki er lífshættulegur. Dæmi eru um að fólk hefur látist í slysum og árekstrum í slíkum bílum, sem óryðgaðir sams konar bílar hefðu hlíft. Láttu bílinn endast endalaust Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Stefán Ásgrímsson hjá FÍB Hvetur bíleigendur til að skoða netsíður sem selja varahluti. Varahlutir Hægt er að finna hagstætt verð á parta- sölum og í netverslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.