Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Síða 21
Í talska knattspyrnustórveldið Juventus sem jafnan er kall- að „gamla konan“ er á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 9 umferðir með 19 stig eftir sig- ur á Inter, 2–1, í stórleik helgar- innar. Það hefur enn ekki tapað leik, hvorki á útivelli né á sínum nýja og glæsilega heimavelli, Ju- ventus-vellinum, sem tekinn var í notkun í byrjun þessa tímabils. Juventus er undir stjórn An tonio Conte, fyrrverandi miðjumanns liðsins til margra ára, en hann er fimmti þjálfarinn sem stýrir liðinu síðan það kom aftur upp árið 2007. Fyrstu árin eftir end- urkomuna í A-deildina virtist Juventus ætla strax aftur að gera sig líklegt til afreka og náði 3. sæti 2008 og 2. sæti 2009 undir stjórn Claudio Ranieri. Fljótlega eftir það fór þó að halla undan fæti og hefur Juventus endað undanfarin tvö tímabil í sjöunda sæti og þar af leiðandi ekki kom- ist í Evrópukeppni. Keypti fyrir 13 milljarða Juventus ætlar sér stóra hluti því ekki einungis vígði liðið nýjan 20 milljarða króna leikvang heldur keypti liðið leikmenn fyrir aðra 13 milljarða. Þar voru dýrastir framherjaparið Mirko Vucini frá Roma og Alessandro Matri frá Cagliari sem kostuðu samtals 30,5 milljónir evra, svissneski varnarmaðurinn Stephan Licht- steiner frá Lazio sem kostaði 10 milljónir evra, miðjumaðurinn Simone Pepe sem kostaði 7,5 milljónir evra frá Napoli, síleski miðjumaðurinn Arturo Vidal sem kostaði 10,5 milljónir evra frá Bayer Leverkusen, ítalski framherjinn Fabio Quagliarella sem kostaði 10,5 milljónir evra frá Napoli og hollenski miðju- maðurinn Eljero Elia sem kost- aði 9 milljónir punda frá Ham- burg. Alls fékk Juventus til sín fjór- tán leikmenn fyrir tímabilið þó þeir Pepe, Quagliarella, Marco Motta og Alessandro Mati voru einnig hjá liðinu í fyrra, þá á lánssamningi. Þessir fjórtán leikmenn kostuðu alls 85 millj- ónir evra eða 13 milljarða króna. Antonio Conte, þjálfara Juven- tus, er því engin vorkunn með þann hóp sem hann hefur yfir að ráða. Bestu kaupi gætu þó verið þau ódýrustu. Ítalski landsliðs- maðurinn Andrea Pirlo kom frítt frá AC Milan en hann hefur lengi dreymt um að spila með Juventus. Pirlo hefur stýrt miðju Juventus af myndarskap og er Conte ánægður með framlag gömlu kempunnar. „Það munar mikið um svona reynslu. Andr- ea hefur verið algjörlega frá- bær fyrir okkur,“ segir Conte um Pirlo. Nýr völlur en vantar fólk Vandamál Juventus var lengi vel völlurinn en liðið spilaði á Stadio Delle Alpi sem tók rétt tæplega 67.000 manns. Vanda- málið var þó að varla náðist að fylla þriðjung af sætunum og fór liðið því að spila á nýupp- gerðum Ólympíuvelli í Tór- ínó er liðið var sent niður í B- deildina árið 2006. Hann tekur aðeins 26.000 manns en í dag spilar Tórínó á þeim velli. Ju- ventus fór að leggja drög að nýjum og glæsilegum velli, án hlaupabrautar, bara alvöru fót- boltavelli sem fengi fólkið til að koma. Sá völlur var vígður í sum- ar og heitir Juventus Stadium. Hann tekur 41.000 manns í sæti og er hinn glæsilegasti. Þrátt fyrir að bjóða nú upp á rándýrt og flott lið og glæsi- legan heimavöll sem magnar upp stemninguna skortir enn á hvað varðar fjölda áhorfenda. Hann var fullur á fyrsta heima- leiknum þegar Juventus lagði Parma, 4–1, en síðan hafa ekki náðst 30.000 manns á völlinn. 28.000 manns mættu á stór- leikinn gegn AC Milan sem Juventus vann, 2–0, og aðeins 18.000 mættu á sigurleikinn gegn Fiorentina í síðustu um- ferð. Sport | 21Mánudagur 31. október 2011 Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Úrslit Enska úrvalsdeildin Everton - Man. United 0-1 0-1 Javier Hernandez (19.). Chelsea - Arsenal 3-5 1-0 Frank Lampard (14.), 1-1 Robin van Persie (36.), 2-1 John Terry (45.), 2-2 Andre Santos (49.), 2-3 Theo Walcott (56.), 3-3 Juan Mata (80.), 3-4 Robin van Persie (85.), 3-5 Robin van Persie (90.). Man. City - Úlfarnir 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.), 2-0 Aleksandar Kolarov (67.), 2-1 Stephen Hunt (75. víti), 3-1 Adam Johnson (90.). Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.), 1-1 Connor Wickham (38.), 1-2 Richard Dunne (85.), 2-2 Stéphane Sessegnon (89.). Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.), 2-0 Scott Sinclair (57. víti), 2-1 Danny Graham (74. sm), 3-1 Danny Graham (93.). Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.), 1-1 Steve Morison (53.), 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.), 1-3 Christop- her Samba (64.), 2-3 Bradley Johnson (82.), 3-3 Grant Holt (90. víti). Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.), 0-2 Moussa Dembélé (87.). WBA - Liverpoool 0-2 0-1 Charlie Adam (8. víti), 0-2 Andy Carroll (45.+1). Tottenham - QPR 3-1 Staðan 1 Man. City 10 9 1 0 36:8 28 2 Man. Utd 10 7 2 1 27:12 23 3 Chelsea 10 6 1 3 23:15 19 4 Newcastle 9 5 4 0 12:6 19 5 Tottenham 9 6 1 2 18:14 19 6 Liverpool 10 5 3 2 14:10 18 7 Arsenal 10 5 1 4 20:21 16 8 Norwich 10 3 4 3 14:15 13 9 Aston Villa 10 2 6 2 13:13 12 10 Swansea 10 3 3 4 12:15 12 11 Stoke 9 3 3 3 7:11 12 12 QPR 10 3 3 4 8:17 12 13 WBA 10 3 2 5 9:13 11 14 Sunderland 10 2 4 4 14:12 10 15 Fulham 10 2 4 4 13:12 10 16 Everton 9 3 1 5 10:13 10 17 Wolves 10 2 2 6 9:17 8 18 Blackburn 10 1 3 6 13:23 6 19 Bolton 10 2 0 8 13:27 6 20 Wigan 10 1 2 7 6:17 5 Enska B-deildin Burnley - Blackpool 3-1 West Ham - Leicester 3-2 Watford - Peterborough 3-2 Southampton - Middlesbr. 3-0 Nott. Forest - Hull 0-1 Millwall - Ipswich 4-1 Ívar Ingimarsson kom inn á sem varamaður fyrir Ipswich á 40. mínútu. Doncaster - Coventry 1-1 Derby - Portsmouth 3-1 Crystal Palace - Reading 0-0 Birmingham - Brighton 0-0 Barnsley - Bristol 1-2 Leeds - Cardiff 1-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff. Staðan 1 Southampton 14 9 3 2 31:14 30 2 West Ham 14 8 3 3 26:13 27 3 Cr.Palace 14 7 3 4 18:12 24 4 Middlesbrough 14 6 6 2 16:11 24 5 Derby 14 7 3 4 20:17 24 6 Hull 13 7 3 3 13:11 24 7 Leeds 14 6 4 4 25:20 22 8 Birmingham 12 6 3 3 18:13 21 9 Cardiff 14 5 6 3 24:20 21 10 Brighton 14 5 5 4 17:16 20 11 Ipswich 14 6 2 6 19:24 20 12 Peterborough 14 6 1 7 28:25 19 13 Blackpool 14 5 4 5 20:19 19 14 Leicester 14 5 4 5 17:17 19 15 Burnley 13 5 3 5 18:17 18 16 Reading 14 4 6 4 15:14 18 17 Millwall 14 3 6 5 16:17 15 18 Portsmouth 14 4 3 7 16:18 15 19 Barnsley 14 3 6 5 15:18 15 20 Nottingham F. 14 4 2 8 14:24 14 21 Watford 14 3 4 7 14:25 13 22 Coventry 14 2 6 6 11:17 12 23 Doncaster 14 2 3 9 9:23 9 24 Bristol City 14 2 3 9 11:26 9 Tvö Íslendingalið upp um deild L andsliðsmennirnir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðal- steinsson urðu á sunnu- daginn meistarar í 1. deild- inni í Noregi með liði sínu Hönefoss. Hönefoss hafði sigur á botnliði deildarinnar, Löv-Ham, 5–2, í lokaumferð- inni á sunnudaginn á sama tíma og efsta liðið, Sandnes Ulf, tapaði sínum leik, 3–1, gegn Bodö/Glimt á útivelli. Kristján Örn og Arnór Sveinn léku í vörn Hönefoss í leikn- um. Með Sandnes Ulf leika einnig tveir Íslendingar, þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson sem hefur farið á kostum með liðinu á tímabilinu og Ingimundur Níels Óskarsson sem kom á lánssamningi frá Fylki í lok ágúst. Hvorugur þeirra var með í tapleiknum gegn Bodö. Sandnes var fyr- ir umferðina búið að tryggja sig upp um deild og hafði tveggja stiga forskot á Höne- foss sem það missti með tapi sínu og sigri Hönefoss. Hönefoss leikur því í ann- að sinn í norsku úrvalsdeild- inni á næsta tímabili en þar lék það í fyrsta skipti í fyrra en féll. Kristján Örn var hluti af liðinu sem féll í fyrra en mikið var gert úr því þegar einn besti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár gerði samning við nýliðana á síðasta ári. Arnór Sveinn verður að öllum líkindum áfram í röðum Hönefoss en norska liðið og Breiðablik þurfa nú einungis að komast að samkomulagi um kaup- verð á bakverðinum knáa. Það var þú ekki tóm gleði hjá Íslendingum í norsku 1. deildinni því nýliðar Asker, með Atla Heimisson innan- borðs, töpuðu gegn Sande- fjord, 5–1, og féllu niður í 2. deild á markatölu. n Þrír Íslendingar bætast við efstu deildina í Noregi Komnir aftur upp Kristján Örn féll með Hönefoss í fyrra en er kominn aftur upp. MyNd ToMasz KolodziejsKi n juventus taplaust á toppnum eftir mögur ár n Glæsilegur nýr heimavöllur n Gamla miðjubuffinu Conte gert að vinna meistaratitilinn n eyddu háum upphæðum í leikmenn „Gamla konan“ vöknuð til lífsins Frábær Pirlo í leik gegn sínum gömlu félögum í Milan en hann varð meistari þar í fyrra. FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.