Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 23
Fólk | 23Mánudagur 31. október 2011
Konur féllu nánast í yfirlið
n Mikil spenna fyrir Vesturporti í Suður-Kóreu
L
eikhópurinn Vestur-
port er þessa dagana
staddur í Suður-Kór-
eu þar sem hann sýnir
frumsýnir nú eitt sitt vinsæl-
asta verk, Faust. Byrjað var í
Seúl en á sunnudaginn pakk-
aði hópurinn leikmyndinni
saman og hélt til bæjarsins
Jin-Ju sem er í fjögurra tíma
rútuferð suður af Seúl. „Það
er víst enn sumarveður þar
og ekkert að því. Þar sýnum
við tvær sýningar af Faust,“
er ritað á bloggsíðu Vestur-
ports þar sem vel er fjallað
um ferðina.
Mikil spenna er fyrir leik-
hópnum og sýningunni en
eftir aðra sýninguna í Seúl
settist Gísli Örn Garðarsson,
leikari og leikstjóri Faust, nið-
ur með fólki sem vildi spyrja
út í sýninguna en salurinn
var þéttsetinn af áhugasömu
fólki. Gísli Örn vakti mikla
lukku hjá kvenþjóðinni og
komst hann vart út úr húsi
þar sem suðurkóreskar stelp-
ur umkringdu hann og biðu í
röðum eftir eiginhandarárit-
un og myndatöku með hon-
um. Gísli stoppaði þó stutt
við í Suður-Kóreu þar sem
hann er upptekin við upp-
setningu á Hróa hetti í Lund-
únum.
En það var ekki bara Gísli
Örn sem sló í gegn í Suður-
Kóreu. Gamli refurinn Þor-
steinn Gunnarsson hefur
einnig verið mikið stöðvað-
ur á götum úti í Seúl og þá
slepptu sér tvær konur sér
þegar þær komu nærri leik-
konunni Unni Ösp Stefáns-
dóttur. „Þorsteinn er stöðv-
aður úti á götu til að gefa
eiginhandaráritanir. Svo
féllu tvær ungar konur nán-
ast í yfirlið við að fá að snerta
Unni í lyftunni,“ segir Rakel
Garðarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Vesturports.
Gengur vel Gísli Örn sló
í gegn í Suður-Kóreu sem
og Vesturport-hópurinn.
M
ikil eftirvænting ríkti fyrir eina stærstu frum-
sýningu leikhúsvetrarins á Kirsuberjagarði
Antons Tsjekhov. Hilmir Snær Guðnason leik-
stýrði verkinu og var hylltur í lok sýningar.
Margt góðra gesta var á sýningunni og Baltasar
Kormákur góðvinur hans mætti til að sjá sýninguna ásamt
sinni ektafrú Lilju Pálmadóttur. Guðmundur Steingríms-
son þingmaður mætti til að sjá eiginkonu sína Alexíu sem
fór á kostum í gamansömu hlutverki. Hann má vera stoltur
af sinni frú. Stjarna kvöldsins var hins vegar Sigrún Edda
Björnsdóttir, ein af okkar stærstu leikkonum. Áhorfendur
fögnuðu henni hvað allra mest í lok sýningar og hrópuðu
og kölluðu þegar hún var klöppuð fram á svið. Leikmyndin
sjálf vakti mikla athygli. Rétt fyrir hlé svífur tungl í yfirstærð
yfir sviðið og kirsuberjagarðurinn er leystur ákaflega vel
með skeljum sem voru víst sérfluttar inn frá Balí og komu
rétt í tæka tíð fyrir frumsýningu.
Gestir í
kirsuberjagarði
n Stór frumsýning í Borgarleikhúsinu
Leikhús fjölskylda Katrín Hall framkvæmdastjóri Íslenska dansflokks-
ins, Guðjón Pedersen fyrrverandi leikstjóri Borgarleikhússins og dóttir þeirra.
Mættir Höskuldur Ólafsson og Ragnar Ísleifur
Bragason
Glæsileg Jón Kjartan Ragnarsson og Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir
Góðir vinir mættir á frumsýningu Baltasar Kormákur góðvinur Hilmis,
eiginkona hans Lilja Pálmadóttir og sonur þeirra
Gísli Marteinn Baldursson
M
y
n
d
ir
B
Jö
r
n
B
Lö
n
d
a
L
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1
110 Reykjavík - S: 580-8900
M.BENZ E 500 4-MATIC
01/2004, ekinn 115 Þ.KM, sjálfskiptur,
leður, fjarhitun ofl. ofl. Verð 3.880.000.
#283165 - Þýski fákurinn er á staðnum.
TOYOTA LAND CRUISER
100 VX TEMS
10/2005, ekinn 186 Þ.km, dísel, sjálf-
skiptur. Verð 5.950.000. #283493 -
Jeppinn vinsæli er á staðnum!
M.BENZ G 55 AMG KOMPRESSOR
10/2005, ekinn 65 Þ.km, sjálfskiptur,
leður og heill hellingur af búnaði og
hestöflum. Verð 12.900.000. #191450 -
Sá handsmíðaði er í salnum!
PORSCHE CAYENNE TURBO
Árgerð 2004, ekinn aðeins 82 Þ.km,
velbúið og fallegt eintak. Verð
5.690.000. #283119 - Jeppinn fagri er
í salnum!
AUDI RS4 QUATTRO
02/2007, ekinn 26 Þ.km, 6 gíra,421
HÖ! 4,5 sek í hundrað! Innfluttur nýr
af Heklu. Verð 8.890.000. #283644 -
Tryllitækið er í salnum!
VW GOLF COMFORTLINE 8V
07/2003, ekinn 129 Þ.KM, bensín, 5
gírar. Verð 990.000 TILBOÐSVERÐ
AÐEINS 700.000. #321297 Golfinn er á
staðnum, vertu snögg(ur)!
www.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
FARÐU
AFTUR
Í BÍÓ
Í FYRSTA
SINN
n Raflagnir
n Tölvulagnir
n Loftnetslagnir
og uppsetningar
n Gervihnatta-
móttakarar
n Ljósleiðaralagnir
og tengingar
n Raflagnateikningar
n Lýsingarhönnun
og ráðgjöf
n Þjónustusamningar
Pétur Halldórsson
löggiltur rafverktaki
petur@electropol.is, 8560090
Land Cruiser 100
Til Sölu er Land Cruiser 100
4/ 2006. Akstur: 93.000 Búin í
90 þús. skoðun. Einn með öllu því
sem fékkst í þessa árgerð. Ásett
8,350 þús tilboð 7,990 þús.
Upplýsingar í síma 8936120