Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 18
18 | Menning 31. október 2011 Mánudagur Mig langar til Parísar A llir sem hafa komið til Parísar vita að það er einstök borg. Mér finnst borginni yfirleitt ekki vera gerð nógu góð skil í kvik- myndum, sjónvarpsþáttum eða myndum sem maður sér frá borginni. Það hefur þó banda- ríska leikstjóranum Woody Al- len heldur betur tekist. Það er hræðilega rómantískur blær yfir nýjustu mynd hans Mid- night in Paris en ég er ekkert sérstaklega hrifinn af of mik- illi rómantík í kvikmyndum. Í þessari mynd gengur það samt allt upp. Ég eyddi heilum degi í að „gúggla“ staðreyndir úr mynd- inni eftir að ég var búinn að sjá hana. Það er hreint út sagt magnað hvernig Allen tekst að tvinna sögupersónuna, sem leikin er af Owen Wilson, við raunverulega atburði úr lista- sögunni. Cole Porter, Josephine Baker, Zelda og F. Scott Fitz- gerald, Ernest Hemingway og Gertrude Stein, svo fáir einir séu nefndir, eru persónur sem koma fram í myndinni. Það er ótrúlegt hvernig Allen nær að tengja saman þessar sögufrægu persónur inn í myndina sína á – að mér finnst – óaðfinnanleg- an hátt. Útlit og yfirbragð myndar- innar er líka afbragð. Mynda- takan fangar augnablikin mjög vel og gerir borginni virkilega góð skil. Músíkin í myndinni hjálpar líka til við að skapa réttu stemninguna. Boðskap- ur sögunnar fær mann – í það minnsta mig og kærustuna mína – til að hugsa. Við gengum bæði skælbrosandi út af mynd- inni og ákváðum að við skyld- um skella okkur aftur til Parísar við fyrsta tækifæri. S káldsaga Sofie Oks- anen, Hreinsun, hefur vakið mikla athygli, hlotið virt bókmennta- verðlaun og verið þýdd á fjölda tungumála. Hún kom út á íslensku í fyrra. Á næsta ári er von á bíómynd eftir henni. Ég get samt ekki varist þeirri hugsun að hún sé ofmetin sem skáldskapur. Hún er mark- verður vitnisburður eða grein- argerð um veruleika sem má ekki gleymast; á því leikur ekki nokkur vafi. Það má aldrei tak- ast að þegja í hel illvirki komm- únista gegn mannkyni, hvar sem þeir hafa náð völdum. Að því leyti er fengur að verkinu og ágætt að það sé lesið sem víðast. Sögusviðið er Eistland með útsýn til austurs og vesturs. Aðalpersónan er roskin sveita- kona, Aliide Truu, sem hefur lifað af hörmungar þjóðarinn- ar frá falli eistneska lýðveldis- ins árið 1940 til endurreisnar þess í kjölfarið á hruni Sovét- ríkjanna 1989. Lýst er því verði sem hún hefur orðið að greiða til þess að komast af, halda gamla heimilinu sínu, ytri reisn sinni og mannlegum virðuleik. Ef Aliide sýnist vera þolgæðið og festan uppmál- uð við fyrstu sýn, er ekki sömu sögu að segja um innra ástand hennar. Þegar betur er að gætt er hún varla nema skurn af manneskju. Og syndir fortíð- arinnar draga hana að lokum uppi, þegar ung frænka henn- ar skýtur allt í einu upp kolli á hlaðinu hjá henni, illa til reika, á flótta undan glæpamönnum. Það er að vísu önnur tegund glæpamanna en sú sem ofsótti formæður stúlkunnar og feður og lagði líf þeirra í rústir. Þeir eru engu minni glæpamenn fyrir því. Oksanen fer sem sé þá leið að skálda upp örlagasögu einnar fjölskyldu og flétta hana saman við raunverulega sögu- lega atburði. Aðferðin er gam- alkunn úr epískum bókmennt- um; ætli Stríð og friður Tolstojs sé ekki frægasta dæmið? Sjálf- sagt er frekar ósanngjarnt að gagnrýna Oksanen fyrir að vera enginn Tolstoj, sem hún er ekki. Hún er að ýmsu leyti flinkur sögumaður, kann að byggja upp og halda spennu – þó að mér þyki Hreinsun á köflum heldur þunglamaleg lesning – en persónulýsingarn- ar eru miklu veikari hjá henni. Þær eru flestar flatar og ein- faldar í sniðum. En við sam- þykkjum þær og virðum af því að í þeim kristallast svo miklar þjáningar, svo mikil niðurlæg- ing, eymd og ótti; ógnir sem okkar litlu þjóð hefur verið hlíft við og við megum vera eilíflega þakklát fyrir að hafa ekki þurft að reyna. Innan sinna marka eru þessar persónur ekkert ótrúverðugar, en þau mörk eru þröng, svo að þær ná ekki að lifa sjálfstæðu lífi að heitið getur, rísa upp sem lifandi ein- staklingar fyrir hugskotssjón- um okkar. Á það kallar þó sú raunsæislega aðferð sem höf- undur beitir. Oksanen skrifaði upphaf- lega leikrit um efnið. Það var frumflutt í Finnska þjóðleik- húsinu árið 2007 og hlaut frá- bærar viðtökur, að því er fram kemur í skrá Þjóðleikhússins okkar sem frumsýndi leikinn á fimmtudagskvöldið var. Sem skáldverk stendur hann skáld- sögunni að baki. Eins og við er að búast er talsvert meira kjöt á beinunum í henni; sumt af því sem situr í mér eftir lestur- inn er ekki í leikritinu. Ég nefni aðeins lýsinguna á sambandi eða öllu heldur sambandsleysi Aliide við dóttur sína. Dóttir- in, sem er barn Sovéttímans, er að sjálfsögðu alin upp til að verða góður og gegn komm- únisti, en það fer öðru vísi en ætlað er og hún grípur fyrsta tækifæri sem gefst til að forða sér vestur fyrir Tjald. Eftir það vill faðir hennar, hinn flokks- holli kommúnisti sem Aliide giftist í þeim eina tilgangi að bjarga sér, ekkert af henni vita. Hún heldur þó sambandi við móður sína, en það er ekki náið. Milli þeirra hefur aldrei myndast eðlilegur trúnaður, af því að móðirin hefur aldrei getað komið hreint fram gagn- vart dótturinni, orðið að halda svo mörgu leyndu fyrir henni. Þarna finnst mér Oksanen ná tangarhaldi á mannlegum harmleik sem er fyllilega sann- ferðugur og liggur ekki endi- lega í augum uppi fyrir okkur sem höfum aldrei lent undir alræði öreiganna. Nokkru öðru máli kann að gegna um reyfarann sem er falinn í fortíð persónanna með ýmsu alkunnu góðgæti úr þeirri grein bókmenntanna: ástum og vonbrigðum í ástum, afbrýði, svikum og upplogn- um sökum, fölsuðum bréfum, leyniklefum og líki undir gólf- fjölunum (svona rétt eins og í Strompleiknum nema þar var líkið geymt annars stað- ar), pyntingum og eitri, man- sali, þrældómi, dramatískum eltingaleik og loks blóðugum morðum, íkveikju og sjálfs- morði. Allt þetta melódrama verður miklu ágengara í sviðs- gerðinni en í sögunni þar sem því er betur pakkað inn í al- mennar lýsingar, sögulegan fróðleik og vel unna sviðs- setningu. Endirinn er hér líka nokkru öðru vísi en í sögunni og talsvert veikari; höfundur hefur náð að lagfæra hann dá- lítið í endanlegri úrvinnslu. Leikarar Þjóðleikhússins eru ekki öfundsverðir af því að eiga að setja lífsanda í þennan efnivið, enda verður þeim þar lítt ágengt. Margrét Helga Jó- hannsdóttir kemur nú fram á stóra sviði Þjóðleikhússins eft- ir um fjörutíu ára hlé, en hefði átt betra verkefni skilið. Helstu tæki hennar til að koma harm- leik Aliide til skila eru myrkur svipur og hálfbældur reiði- tónn (svipurinn sést vel á ljósmynd fremst í leikskrá); hvorugt breytist að ráði þá þrjá klukkutíma sem sýning- in tekur. Þetta verður óneit- anlega nokkuð svo einhæft. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leik- ur frænkuna; hún er vaxandi leikkona og leggur sig ber- sýnilega alla fram; eiginlega kemst hún betur frá vonlitlu verki en við er að búast. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur Aliide unga og náði engri dýpt í ofsa- fengnar tilfinningar persón- unnar; gusugangurinn í henni lét mig með öllu ósnortinn. Leikstjórinn hefði sannar- lega þurft að styðja hér bet- ur við bakið á Vigdísi Hrefnu og fleirum, en Stefán Jónsson virðist ekki hafa fengist mikið við persónuleikstjórn í þessari uppsetningarvinnu. Eða gafst hann kannski bara upp fyrir beinaberum persónum Oks- anen? Ofurást Aliide á Hans, eiginmanni systur sinnar, varð aldrei tilfinnanleg, enda er Hans afar doðalegur karakter sem Stefáni Halli Stefánssyni varð ekki heldur mikið úr. Þeir Þorsteinn Bachmann, Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gests- son voru mun skárri í minni hlutverkum mafíósa og kerfis- þræla á ólíkum stigum vesal- mennsku og varmennsku. Það sem tekst best í þessari sýningu er leikmyndin. Hún er það langbesta sem ég hef til þessa séð frá hendi Ilmar Stef- ánsdóttur. Sú stílfærsla, sem Ilmur stefnir mjög gjarnan að í leikmyndagerð sinni, hef- ur ekki alltaf gengið upp við raunsæiskröfur leikritanna og því hafa sviðsmyndir hennar átt til að lifa sínu sjálfstæða lífi utan og ofan við leikinn. Slíkt má aldrei gerast á leik- sviði og það gerist ekki hér. Leikmyndin hefur skýra vís- un í bjálkahúsið, sem sagan fer fram í, en að lögun mynd- ar hún eins konar trekt aftur úr sviðinu sem minnir jafn- framt á eftirlíkingu hvells eða sprengingar (reyndar er líka mjög góð ljósmynd af sviðinu í leikskránni). Það er engu lík- ara en við séum á fleygiferð inn í þennan hvell – eða eitt- hvað sé að springa framan í okkur. Hvort heldur sem er, þá eru áhrifin mögnuð og vendi- lega fylgt eftir með litsterkum ljósum Halldórs Arnars Ósk- arssonar. Og tónlistareffekt- arnir, sem lætt er inn á við- eigandi stöðum, þeir hitta líka í mark. Of oft hættir leikstjór- um og tónmeisturum til að ofgera slíku, en hér var sneitt hjá því. Skaði bara að leikurinn sjálfur var ekki betri innan í þessari glæstu umgjörð. Finnskt meló- drama um Eista Jón Viðar Jónsson Leikrit Hreinsun eftir Sofie Oksanen Þýðandi: Sigurður Karlsson Leikstjóri: Stefán Jónsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Paul Corley Sýnt í Þjóðleikhúsinu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Bíómynd Midnight in Paris IMDb 7,9 RottenTomatoes 93% Metacritic 81 Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen Aðalleikarar: Owen Wilson, Rachel McAdams og Kathy Bates 94 mínútur Leikmyndin vel heppnuð Það sem tekst best í þessari sýningu er leikmyndin. Hún er það langbesta sem ég hef til þessa séð frá hendi Ilmar Stefánsdóttur.„Allt þetta melódrama verður miklu ágeng- ara í sviðsgerðinni en í sögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.