Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 31. október 2011
„Það er eitthvað mikið að“
Hér er eru nokkrar reynslusögur sem birtust í athugasemdakerfinu:
n Katrin M. Erkoç
Ég var í Árbæjarskóla og varð fyrir miklu einelti frá því ég byrjaði í skólanum og þar til honum
lauk. Það er sárt að sjá að svona er þetta ennþá þarna. Ég vona svo sannarlega að foreldar
taki þetta til sín og kenni börnum sínum hvað er rétt og rangt . Málið er að einelti er ekki
alltaf að berja og lemja heldur er andlegt ofbeldi mikið notað þá sérstaklega af stelpum en
strákar gera það líka . Við verðum öll að taka höndum saman og passa uppá hvert annað.
Gabríel Víðir þú ert sterkur og duglegur strákur og ég vona að allt fari að batna hjá þér.
n Eiki Rosberg
Vel gert! Ég á sjálfur strák í Árbæjarskóla og hann varð fyrir miklu einelti líka. Það þarf
virkilega að taka til í þessum skóla hvað varðar kennara og skólastjóra.
n Guðrún Hulda Guðmundsdóttir
Skólastjórnin þarna er ónýt! Það er EKKERT gert við einelti þarna – það veit ég eftir að
hafa eytt öllum mínum grunnskólaárum, frá 1.–10. bekk þarna!
n Magga Unnars
Þetta er svo glataður skóli það eina sem þú getur gert er að fara í tölvuna og skoða
skoða stoðkerfið í skólunum og flytja drenginn strax !!!! það gerði ég við minn í 5. bekk og
honum líður 100% betur.
n Thora Sigridur Kristjansdottir
það er eitthvað mikið að í þessum skóla dóttursonur minn var í þessum skóla og hann
lenti í þessu líka, þau fluttu og honum gengur vel núna.
Ekki gefast upp!
1. Skólaárið 2003–2004 tóku 45 skólar þátt könnun á vegum Olweusaráætlunar gegn
einelti. Áttundi hver nemandi í 4.–7. bekk sagðist vera lagður í einelti, sem þýðir að í
hverjum bekk eru að jafnaði tveir til fjórir nemendur sem þjást af völdum eineltis. Í 8.–10.
bekk sagðist einn af hverjum fjórtán vera lagður í einelti.
2. Nemendur verða miklu sjaldnar en haldið er fórnarlömb eineltis vegna ytri frávika
á borð við offitu, rautt hár, gleraugu, framandi mállýsku eða óvenjulegs klæðaburðar.
Leita verður ástæðna fyrir eineltinu annars staðar.
3. Ef þig grunar að barnið þitt sé fórnarlamb eineltis skaltu hafa samband við um-
sjónarkennara. Ef hann sinnir málinu ekki skaltu snúa þér til skólastjóra eða sálfræðings
á skólaskrifstofu. Ef það dugar ekki til skaltu ræða við grunnskólafulltrúa sveitarfélags-
ins og jafnvel fara lengra með málið. Ekki gefast upp!
4. Margir foreldrar sem leita til skólans með áhyggjur af einelti hafa lent í því að vera
hafnað með fullyrðingum á borð við að „í okkar skóla er ekkert einelti“ eða „þetta eru
ástæðulausar áhyggjur.“ Ekki sætta þig við þannig viðbrögð af hálfu skólans. Biddu
barnið um að halda dagbók með staðreyndum málsins, hvenær barnið var áreitt, hverjir
tóku þátt í því, hvað var sagt og gert.
5. Ekki er alltaf hægt að treysta á að skólinn eða kennararnir viti af vandanum eða átti
sig á hversu alvarlegur hann er. Þú getur heldur ekki búist við því að barnið segi alltaf frá.
Barnið lítur kannski á eineltið sem persónulegan ósigur, gerendurnir gætu hafa hótað því
og það gæti óttast að afskipti fullorðinna geri eineltið aðeins enn verra.
Taktu eftir ef barnið:
n Kemur heim með rifin eða skítug/blaut föt, skemmdar bækur eða hefur „týnt“ ein-
hverju án þess að geta gert almennilega grein fyrir því sem gerðist
n Er með mar, skeinur, sár eða skurði án þess að geta gefið trúverðuga skýringu á þeim
n Tekur ekki með sér vini heim og er sjaldan með bekkjarfélögum sínum að loknum skóla
n Sýnist vera hrætt við eða langa alls ekki að fara í skólann að morgni
n Velur „undarlega“ leið heim frá skóla
n Missir áhuga á skólanum og fær lélegri einkunnir
n Virðist óhamingjusamt, niðurdregið, þunglynt eða er í andlegu ójafnvægi og fær
reiðiköst eða missir stjórn á sér
n Er oft með slæma matarlyst, höfuðverk eða magapínu
n Sefur illa, fær martraðir og grætur kannski í svefni
n Stelur eða biður um meiri peninga heima, til að blíðka þá sem leggja það í einelti
Allt eru þetta merki þess að barnið sé lagt í einelti.
Viðurkenndu eineltið!
1. Einn af hverjum þrjátíu nemendum í 4.–10. bekk viðurkennir að hann leggi aðra í einelti,
og þar af mun fleiri strákar en stelpur.
2. Oft heldur fólk að gerendur í eineltismálum séu óöruggir og óttaslegnir undir harð-
neskjulegu yfirborðinu. Rannsóknir sýna þó að gerendur eru annað hvort óvenju lítið
hræddir og óöruggir eða að þeir eru álíka og meðalnemandinn. Sjálfsálitið er í meðallagi
eða jafnvel fremur jákvætt.
3. Stöðugar árásir og niðurlægjandi athugasemdir valda því að smám saman er farið að
líta á fórnarlambið sem óttalega ómerkilegan einstakling sem „næstum því biður um að
vera barinn“. Þetta dregur úr sektarkennd þeirra sem taka þátt í eineltinu.
4. Það gagnast ekki barni þínu ef þú afsakar hegðun þess eða gerir lítið úr framkomu
þess ef það leggur aðra í einelti. Það er full ástæða til að taka sem fyrst á málinu.
5. Piltar sem leggja í einelti á skólagöngu sinni eru í mun meiri hættu en aðrir piltar að
hafna á glæpastíg síðar á ævinni, misnota áfengi og í að lenda í öðru álíka. Við 24 ára aldur
var 4 sinnum algengara að fyrrverandi gerendur hefðu 3 til 4 sinnum verið dæmdir fyrir
endurtekið alvarlegt glæpsamlegt athæfi en piltar sem ekki höfðu verið gerendur í skóla.
Þ
að var ekki tekið nógu vel á
málunum og það hefur ekkert
breyst,“ segir Guðbjörg Hulda
Stefnisdóttir. Hún var nemandi
í unglingadeild Árbæjarskóla á ár-
unum 1993 til 1996 og var lögð í ein-
elti. Guðbjörg segir þessi þrjú ár í lífi
sínu hafa verið hreint helvíti. Henni
þótti mjög sárt að lesa viðtalið við
móður Gabríels Víðis í helgarblaði
DV og virðist henni sem ekkert hafi
breyst, á tæpum tveimur áratugum,
varðandi það hvernig tekið er á ein-
elti innan skólans. Þorsteinn Sæberg
hefur gegnt stöðu skólastjóra í Ár-
bæjarskóla öll þessi ár og segir Guð-
björg hann þurfa að hugsa sinn gagn.
„Hann er náttúrulega þarna yfir og ef
hann getur ekki lagað þetta þá verð-
ur hann bara að snúa sér að einhverju
öðru finnst mér,“ segir Guðbjörg.
Guðbjörg mátti þola háðglósur
vegna útlits, fatasmekks og annars
frá samnemendum sínum. Þá var
hún einnig uppnefnd ljótum nöfn-
um. Þegar hún las um raunir Gabrí-
els Víðis fór hún sjálf 18 ár aftur í
tímann og fann sig í hans sporum.
„Mér leið djöfullega þann tíma sem
ég dvaldist í skólanum, en sem
betur fer átti ég þó vinkonur, sem
reyndar voru í öðrum bekk, sem
ég gat leitað til. En í 10. bekk fékk
ég nóg – ég gat þetta ekki lengur,
ég vildi bara hverfa frá þessu hel-
víti. Vinkonur mínar höfðu áhyggj-
ur og fóru og töluðu við námsráð-
gjafann.“ Guðbjörg segir þó að ekki
hafi mikið komið út úr því. Náms-
ráðgjafinn sagði að krakkarnir sem
lögðu hana í einelti kæmu frá erf-
iðum heimilum. Þeim liði sjálfum
illa og þess vegna kæmu þau svona
fram við hana. Guðbjörg segir því
ekkert hafa verið gert í málinu.
„Það skiptir ekki máli hvort ger-
andinn eða þolandinn býr við svona
eða hinsegin aðstæður, það breytir
engu. Það sem ég myndi vilja sjá er að
bæði þolendur og gerendur fái hjálp.
Það þarf að leysa þetta og taka heild-
stætt á málinu,“ segir Guðbjörg og er
ómyrk í máli í garð skólayfirvalda í
Árbæjarskóla.
Eftir að hafa lesið sögu Gabríels
Víðis finnst henni sem viðbrögð
skólayfirvalda séu þau nákvæmlega
sömu í dag og þegar hún var í skólan-
um. „Svo veit ég sjálf um svo ofboðs-
lega mörg önnur dæmi. Bróðir minn,
sem er tíu árum yngri en ég, lenti líka
í einelti í þessum sama skóla. Honum
var í raun bara kennt um.“
Á heimasíðu Árbæjarskóla má
finna eineltisvarnaráætlun, en
Guðbjörg segir ekki nóg að hafa
flotta áætlun um hvernig taka skuli
á eineltismálum heldur þurfi að
nota hana líka. Skólinn hefur ekki
tekið þátt í Olweusaráætluninni
sem fjölmargir grunnskólar hafa
verið að innleiða síðustu árin.
Guðbjörg hefur þurft að glíma
við ýmsar afleiðingar eineltis. Eftir
að hún lauk skólagöngu í Árbæjar-
skóla átti hún mjög erfitt með að
fara aftur í skóla. Hún var hrædd
um að eineltið tæki sig upp aftur á
nýjum stað. „Þeir sem lenda í ein-
elti þurfa að lifa með afleiðingun-
um alla ævi. Ég get enn ekki hugs-
að um þessi ár því sársaukinn er of
mikill. Ég hef einungis komið einu
sinni inn í skólann eftir ég hætti og
mér leið hræðilega þessar tíu mín-
útur sem ég var þar,“ segir Guðbjörg
sem vill sjá tekið á eineltismálum
strax.
„Vildi hverfa frá þessu helvíti“
n Guðbjörg Hulda var nemandi í Árbæjarskóla árin 1993 til 1996 n Hún varð fyrir einelti sem ekki var tekið á
Sætti einelti Guðbjörg Hulda var
nemandi í Árbæjarskóla á árunum 1993 til
1996 og segir ekkert hafa breyst varðandi
hvernig tekið er á eineltismálum.
ósátt við skólastjórann
þýðir að það þarf ekkert að hafa
fyrir þeim. Ég hef líka verið ánægð
með skólann varðandi námið, enda
er Gabríel Víðir klár námsmaður og
duglegur strákur. Það er bara þetta
einelti sem virðist ekki vera hægt að
stoppa.
Eins finnst mér skorta á skilning
skólastjórans á fötlun Gabríels Víðis.
Frá honum hef ég oftar en einu sinni
fengið að heyra að það sé ekkert
skrýtið að Gabríel Víði sé strítt. Þar
sem hann sé með allar þessar grein-
ingar í almennum skóla, sé ekki við
öðru að búast en hann lendi í einelti.
Eins hef ég fengið að heyra að
kennarar og starfsfólk skólans sé
hrætt við Gabríel Víði og að skóla-
stjórinn gæti misst starfsfólk ef hann
fari ekki að haga sér. Er það eðlilegt?
Ég spyr líka hvort það sé eðli-
legt að skólastjórinn segi við mig að
hann þurfi að borga úr eigin vasa fyr-
ir starfsfólk sem sinnir syni mínum.
Mér finnst það ekki.
Í fyrsta lagi þá kemur mér það
ekki við hversu kostnaðarsamt það
er að hafa son minn í skólanum. Í
öðru lagi þá kemur mér það ekki við
að starfsfólkið sé hrætt við barnið
eða að það hóti að segja upp. Mér
þætti eðlilegra að skólinn hefði fag-
fólk á sínum snærum til að sinna
börnum með greiningu, eða að skól-
inn héldi námskeið fyrir starfsfólkið.“
Vill fræða bekkinn
Sjálf hefur hún óskað eftir því að fá að
fræða foreldra og nemendur um sjúk-
dómseinkenni Gabríels Víðis. „Því
fannst mér merkilegt að á föstudaginn
þegar greinin birtist hringdi ein móðir
í bekknum hans Gabríels sem sagðist
hafa reynt lengi að fá upplýsingar um
hann. Því hún vissi að hann væri með
einhvers konar röskun og að hann
væri að mæta grimmd og leiðindum í
skólanum. Hún hefur víst verið að tala
um hans mál við aðra foreldra án þess
að ég viti til. En það hefur reynst henni
erfitt að fá upplýsingar. Skólinn hefur
aldrei leyft henni að stíga inn í þessar
aðstæður og hjálpa til. Mér þykja það
skrýtin vinnubrögð.
Ekki síst af því að ég hef sjálf ósk-
að eftir því að fá að koma inn í bekk-
inn og ræða þessi mál í von um aukinn
skilning. Því hefur alltaf verið hafnað
eða mér sagt að það sé í vinnslu. Ég get
ekki beðið lengur því endalausir fund-
ir hjálpa syni mínum ekki. Nú vil ég að
það verði hætt að tala bara og farið að
finna lausnir.“
Ávíttur fyrir að leita
til systranna
Hún er alls ekki sátt við viðbrögð
skólans og tekur dæmi þar sem
henni var misboðið. „Gabríel Víðir
hefur verið skammaður fyrir að leita
verndar hjá tólf ára tvíburasystrum
sínum í frímínútum. Þær fengu líka
ákúrur frá kennara fyrir að skipta
sér af. Í kjölfarið hringdi yfirmað-
ur í skólanum í mig og sagði að það
væri ekki í boði að systur Gabríels
Víðis reyndu að hjálpa honum, hann
ætti að leita til starfsfólks skólans.
En þegar hann finnur ekki skjól þar,
hvert á barnið þá að leita?
Hann á alltaf von á því að vera
sendur heim eða skammaður, tekinn
fyrir af börnum og fullorðna fólkið
trúir honum ekki. Að ganga út í þessa
óvissu á hverjum morgni er skelfilegt
fyrir níu ára barn, sérstaklega þegar
það er með þessa fötlun. Það á ekki
að fara fram á að hann lagi sig að
umhverfinu því hann getur það ekki.
Við þurfum að geta lagað okkur að
hvert öðru, því öll erum við misjöfn.“
Vill ekki flýja vandann
Hún veltir því alvarlega fyrir sér hvort
Gabríel Víðir eigi að halda áfram í Ár-
bæjarskóla. Eftir að greinin kom út
höfðu aðrir skólar samband og buðu
honum til sín. „Það má vera að ég
muni þiggja það síðar.
Mér finnst samt að ef ég geri það
þá verði vandamálið eftir í skólanum
og næsta barn verði tekið fyrir. Ég vil
ekki flýja vandamálið, ég vil ekki taka
þolandann úr umhverfinu. Ég vil aft-
ur á móti að Árbæjarskóli hristi aðeins
upp í kerfinu hjá sér og breyti þessari
stefnu skólans. Gabríel Víðir er ekki
eina eineltisfórnarlambið þar. Ég veit
sjálf um fleiri börn sem eru að glíma
við einelti í Árbæjarskóla og fékk enn
frekari vitneskju um það eftir að grein-
in kom út.
Ég vil gera allt til þess að hjálpa
þeim börnum sem lögð eru í einelti
og vona að með þessari umfjöllun sé
ég að því. Ég hef fengið ótrúlegar við-
tökur sem ég er svo þakklát fyrir. Fólk
er meira að segja að hafa samband að
utan. Eins hef ég fengið fjölda stuðn-
ingsyfirlýsinga frá einstaklingum og
fagfólki.“
Skorar á skólann
Hún óttast samt að skólastjóranum
mislíki að hún hafi farið með málið
í blöðin. „Ég efast um að skólastjór-
inn hafi getu eða vilja til að taka á
vandamálinu. Þess vegna vil ég ekki
tala meira við þennan mann eða fara
aftur á fundi með honum án þess að
hafa einhvern með mér sem styð-
ur mig. Í gegnum tíðina hefur hann
talað niður til mín og fengið mig til
að trúa því að ótrúlegustu hlutir séu
eðlilegir eða mér að kenna. Hvern-
ig væri að sýna frekar samstöðu og
hjálpast að?
Við erum að reyna að hjálpa barni
sem á mjög erfitt uppdráttar í skól-
anum hans. Í stað þess að hann taki
þeim ábendingum með opnum huga
og taki á málunum líður mér eins og
ég og sonur minn séum vandamálið.
Í stað þess að segja að hann vilji gera
allt sem í hans valdi stendur til að
hjálpa drengnum sýnir hann af sér
hroka og leiðindi. Skólastjóri sem
er hæfur í starfi myndi ekki bregðast
svona við. Ef hann er vanhæfur til að
taka á málinu vil ég hann burt,“ segir
Elsa Margrét.
„Ég mun gera allt sem í mínu
valdi stendur til að berjast áfram,
sama hvað það kostar. Ég skora á
skólann að taka sér taki, vera vak-
andi fyrir því að börn eru lögð í ein-
elti í skólanum og hjálpa þeim. Eins
skora ég á foreldra að kynna sér að-
stæður barna áður en þeir banna
börnunum sínum að leika við þau.
Og bið þá um að hjálpa börnunum
sínum að vera góð við önnur börn.
Við erum fyrirmynd og verðum að
muna það, alltaf. Einelti drepur ef
ekkert er að gert.“
Ljótir áverkar Móðir drengsins segir að
þetta mar sé eftir að þrír drengir héldu
honum niðri á meðan sá fjórði hjólaði yfir
hann.
„Gabríel Víðir hefur
verið skammað-
ur fyrir að leita verndar
hjá tólf ára tvíburasystr-
um sínum í frímínútum.
Þær fengu líka ákúrur frá
kennara fyrir að skipta
sér af.