Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 13
Erlent | 13Mánudagur 31. október 2011 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum staðBeint í fangelsi eftir Mónópólí Í búar Sheboygan-borgar í Banda- ríkjunum skiptast í tvær fylk- ingar vegna borgarstjóra síns. Eftir tveggja ára setu í borgar- stjórastólnum hefur Bob Ryan fallið fjórum sinnum. Þessi tilvik hafa verið skjalfest af lögreglu og fest á filmu af borgurum sem skelltu myndbandi inn á YouTube-vefsíð- una. „Hann er okkur til skammar,“ segir Judy David, einn af íbúum borgarinnar, í samtali við banda- ríska dagblaðið Wall Street Journal. Mörgum íbúa Sheboygan finnst að Ryan eigi að segja af sér. Þar á með- al er borgarráðið með háværa kröfu um að hann láti af embætti. Borg- arráðið telur hegðun hans gera að verkum að borgin nái sér ekki úr þeirri efnahagslægð sem hún er í. Þó eru allmargir sem styðja Ryan og finna til samúðar með honum en Sheboygan er í Wisconsin, því ríki Bandaríkjanna þar sem drykkja er mest stunduð. Þegar Þjóðverjar fluttust til Wis- consin fyrir einni öld, fylgdi þeim bjórhefð sem eina hafnaboltalið Wisconsin dregur nafn sitt af, The Milwaukee Brewers, eða Bruggar- arnir frá Milwaukee. „Fær sér nokkra kalda“ Í Wisconsin-ríki er hæsta hlutfall þeirra sem eru ekki hræddir við að skvetta aðeins í sig. Í Sheboygan- sýslu, sem er mitt á milli Green Bay og Milwaukee og við Michigan-vatn, er þó hæsta hlutfall drykkfelldra ein- staklinga í Wisconsin. Í þessari fimmtíu þúsund manna borg eru 112 staðir með leyfi til þess að selja áfengi og það er nánast bar á hverju horni, að því er fram kemur í Wall Street Journal. Ryan hélt til að mynda kosningafundi á mörgum af þessum börum. Þrátt fyrir drykkju- vandamál hans eru kjósendur hans tregir til að kalla eftir því að hann láti af embætti. „Látið borgarstjórann í friði, hann er bara venjulegur gaur,“ sagði Dan Kissel, 54 ára skurðgröfumaður á meðan hann hellti í sig einum ís- köldum á írskum pöbb í Sheboygan. „Hann fær sér nokkra kalda, það er það sem strákarnir gera.“ Eftir að Ryan féll í júlí síðastliðn- um hefur borgarráðið kallað eftir rannsókn á hegðun hans. Í þessari viku mun utanaðkomandi saksókn- ari skila af sér skýrslu til borgarráðs- ins sem gæti leitt til yfirheyrslna og að Ryan verði vikið úr embætti. Á móti eru stuðningsmenn Ryans að safna undirskriftum til þess að að sýna honum stuðning. „Alls ekki nógu gott“ Ryan sjálfur neitar þó að láta af embætti. Þessi 48 ára borgarstjóri segist hafa drukkið áfengi í miklu magni síðan hann var tólf ára. Fyr- ir sex árum fór hann í meðferð. Hann seldi olíudreifingarfyrir- tækið sitt fyrir fimm árum eftir að hafa náð kosningu í borgarráð. Þrátt fyrir að hafa sótt marga bari meðan á kosningabaráttunni stóð, sagði hann spennuna í kringum kosningabaráttuna hafa haldið sér frá áfenginu. Eftir að henni lauk átti hann þó erfitt með sig. Kvöld eitt eftir að hann varð borgarstjóri í apríl árið 2009, fékk hann sér í glas með mannauðs- stjóra borgarinnar. Hún segir borgarstjórann hafa reynt við sig á meðan þau fengu sér í aðra tána en hann rak hana nokkrum mán- uðum síðar. Hún stefndi honum og fékk skaðabætur frá borginni upp á 310 þúsund dollara. Borgarstjór- inn viðurkenndi mistök sín. Þessu fylgdu síðan háðsleg- ar yfirlýsingar hans um mágkonu sína í júlí árið 2009. Þessi ummæli hans náðust á myndband sem var birt á YouTube. Spjallþátta- stjórnandinn Jay Leno gerði til að mynda mikið grín að þessu. Ryan baðst afsökunar og sagðist eiga við drykkjuvandamál að stríða. Í júlí í fyrra sást hann drekka áfengi á bar og í júlí síðastliðnum fór hann á þriggja daga fyllerí sem endaði með slagsmálum á bar. „Þetta var alls ekki nógu gott,“ sagði hann um málið. Borgarráð ávítti hann fyrir ummæli hans um mágkonu hans. Eftir slagsmálin vill borgarráðið víkja honum úr embætti. „Ef þetta gerist einu sinni, ókei, þú heldur áfram. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist,“ sagði varaforseti borgarráðs Sheboygan. Ryan segist þó hafa verið edrú í þrjá mánuði. „Ef þetta gerist aftur, þá læt ég af embætti.“ Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Deildar meiningar um borgarstjóra Sheboygan n Á við drykkjuvanda að stríða n Drykkjulætin hafa vakið mikla athygli n Slagsmál og vandræðaleg myndbönd DrykkfellDur borgarstjóri Umdeildur Bob Ryan er umdeildur í starfi vegna drykkju. MynD SkjÁSkot AF veF WAll Street joUrnAl „Hann fær sér nokkra kalda, það er það sem strákarnir gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.