Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Side 6
6 | Fréttir 31. október 2011 Mánudagur Ekki í fyrsta sinn Maðurinn hefur áður gerst sekur um að hafa barnaklám undir höndum. Tölvan full af barnaklámi Þ rjátíu og þriggja ára karlmað- ur var dæmdur í fimm mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag fyrir að hafa barnaníðsefni undir höndum. Upp um hann komst þegar hann fór með tölvuna sína í viðgerð. Þeir sem fengu tölvuna til viðgerðar urðu varir við efnið. Lögreglan gerði í kjölfarið húsleit heima hjá honum en alls fundust 174 ljósmyndir og 166 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eins og það er orðað í dómnum. Húsleitin var gerð 20. júní í fyrra. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en með því telst sannað að hann hafi gerst sekur um brotið. Við ákvörðun refsingarinnar var lit- ið til þess að hann hefur áður gerst sekur um sams konar brot. „Með hliðsjón af framangreindu, alvar- leika brotsins, sem og magni og grófleika myndefnisins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði,“ stendur í niðurstöðu dómsins. Í læknisvottorðum sem lögð voru fyrri dóminn kemur fram að mað- urinn hefur verið haldinn geðrösk- unum af ýmsu tagi frá unga aldri, auk þess sem hann sé talinn mis- þroska. Hann hefur leitað sér að- stoðar vegna geðrænna vandamála og verið í reglulegum viðtölum hjá sálfræðingi og geðlækni undanfar- ið. Þess vegna var refsingin bund- in skilorði; hann þarf með öðrum orðum ekki að fara í fangelsi nema hann brjóti aftur af sér. Hann var auk þess dæmdur til að greiða skip- uðum verjanda sínum 244 þúsund krónur vegna málsins. Þess má geta að maðurinn var sviptur fartölvu sinni, borðtölvu og flakkara. n Ríflega þrítugur karlmaður fór með tölvu í viðgerð Lögregla lokaði Players Aðfaranótt laugardags var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Meðal verkefna hennar var að loka skemmtistaðnum Players í Kópavogi, þar sem margt fólk var saman komið, mun fleira en leyfi- legt er. Hópurinn lét ófriðlega bæði innan- og utandyra. Þá kom í ljóst að mikill fjöldi ungmenna, undir til- skildum aldri var þar einnig saman- kominn. Eftir að staðnum hafði verið lokað kom margsinnis til slagsmála og þurfti lögregla að hafa afskipti af þeim, meðal annars hópslagsmál- um. Fáir voru þó handteknir og voru flest slagsmálin minniháttar. Fundu slæptar rjúpnaskyttur Björgunarmenn úr björgunarsveit- unum Brák og Heiðari fundu á tólfta tímanum á föstudagskvöld tvær rjúpnaskyttur sem leitað hafði verið að allt kvöldið. Skytturnar höfðu óskað eftir aðstoð og voru ekki vissar um staðsetningu sína. Þegar björgunarmenn náðu sambandi við skytturnar kom í ljós að GPS-tæki var í fórum þeirra svo hægt var að fá nokkuð nákvæma staðsetningu en treystu rjúpnaskytturnar sér ekki til að fara eftir tækinu til byggða auk þess sem þreyta kom í veg fyrir frekari göngu. Skytturnar fundust skammt frá Hreðavatni og voru þær slæptar og þreyttar. Eftir smá hress- ingu treystu veiðimennirnir sér til að ganga með björgunarmönnun- um að bílum sem biðu þeirra ofan við Hreðavatn. Sú gönguferð tók um eina og hálfa klukkustund og voru björgunarmenn og veiðimennirnir komnir heim til sín um þrjú leytið aðfaranótt laugardags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. S taða Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns Vinstri grænna, er sterk að loknum landsfundi þar sem hann var endurkjör- inn formaður með um 76 pró- sentum atkvæða. Þetta er mat Birgis Guðmundssonar prófessors í stjórn- málafræði. Steingrímur og forysta flokksins hafi breyst úr hreinni hug- sjónamennsku í að verða stjórntækur flokkur sem vill vera í ríkisstjórn. „Auðvitað vekur það hins vegar athygli að það sé ekki rússnesk kosning á for- manni hjá VG,“ segir Birgir. Mildaðar tillögur Hart var tekist á á landsfundi VG sem fram fór í Hofi á Akureyri um helgina. Þannig var lögð fram tillaga um að flokkurinn ályktaði um að falla frá 1,5 prósenta niðurskurði í heilbrigðiskerf- inu. Sú tillaga fór þvert gegn fjárlaga- frumvarpinu sem Steingrímur J. hefur þegar lagt fram á Alþingi. Steingrímur sagði að það yrði aulalegt að mæta á þing með ályktun gegn eigin fjárlaga- frumvarpi í farteskinu. Róttækar tillögur í utanríkismál- um sem fólu í sér að flokkurinn álykt- aði um að Ísland hætti aðildarviðræð- um við ESB og að Ísland gengi úr Nató, voru síðan mildaðar umtalsvert áður en kosið var um þær. Þannig ályktaði landsfundurinn að lokum að flokkur- inn fagnaði því að kosið yrði um fram- tíð Íslands í Nató. Þá varð engin meiri- háttar stefnubreyting í Evrópumálum hjá VG. Ítrekað var að flokkurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan sambandsins. Þá var ályktað um að í aðildarviðræðunum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efna- hagslögsögu. Mildari armurinn vann „Almennt gildir það sama um bæði Nató og ESB-ályktanirnar að lands- fundurinn er að árétta stefnu flokksins. Í þessu felast ekki stórkostleg tíðindi fyrir stjórnarsamstarfið,“ segir Birgir Guðmundsson. „ESB-ályktunin er ekki þess eðlis að það sé beinlínis ályktað um að við drögum umsóknina til baka, sem myndi þá fela í sér bein skilaboð um aðgerðir ráðherra flokksins. Menn eru frekar að berja sér á brjóst og árétta fyrir hvað þeir standa.“ Birgir segir einnig að það séu gömul tíðindi að VG- liðar séu á móti Nató. „Það er bara eins og að fara með trúarjátninguna þegar maður fer í kirkju.“ Um átökin á landsfundinum í flokknum segir Birgir: „VG er að breyt- ast úr mótmælendaflokki sem hefur haft það hlutverk að standa á hliðarlín- unni og verið hjartahreinn hugsjóna- flokkur yfir í það að sækja í stjórnarset- ur. Í því felst áherslumunur hvernig þú setur hlutina fram. Þessi mildari arm- ur gerir sér grein fyrir því að það borg- ar sig ekki að mála sig út í horn. Þarna takast á nytsemissjónarmið og hug- sjónamennska.“ Þar sem róttækustu öflin í VG hafi orðið undir á landsfundinum sé ljóst að ásýnd flokksins sé mildari en hún hefði verið ef þau öfl hefðu náð sínu fram. Flokkur í umbreytingaferli Óumdeilt er að deilur geisa innan raða flokksins. Þannig hafa þrír þingmenn flokksins horfið á braut það sem af er kjörtímabili. Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu sig formlega úr flokkn- um á landsfundinum og gagnrýndu forystuna við það tilefni. Þá vekur at- hygli að fjórðungur flokksmanna kaus aðra formannsframbjóðendur en Steingrím J. Þá benda tillögur sem eru þvert á fjárlagafrumvarp Steingríms til þess að innan flokksins eigi hann sér harða andstæðinga. „Það eru alveg hiklaust deilur,“ segir Birgir en tekur fram að hann hefði búist við því að Steingrím- ur fengi veikari kosningu en raun bar vitni. „Þetta er bara góð útkoma fyrir Steingrím því þetta er flokkur sem er í umbreytingaferli að koma inn og verða starfhæfur ríkisstjórnarflokkur til lengri tíma – það kallar á öðruvísi stjórnmál. Í flokknum eru stórir hópar af hugsjóna- mönnum sem eru ekki tilbúnir að gefa eftir af sínum málum. Þetta fólk hefur verið kallað villta vinstrið. Steingrímur er alveg á hinum kantinum, hann hef- ur verið mjög praktískur og þá hlýtur einhver að verða óánægður.“ Hugsjónir urðu undir n Steingrímur í sterkri stöðu eftir landsfund n Ísland úr Nató varð að ályktun um Nató n Steingrímur hrekur villta vinstrið burt n Mildari armurinn hafði betur Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Landsfundur Steingrímur J. Sigfús- son var endurkjörinn formaður á átakafundi í Hofi á Akureyri. MyNd hEida.iS Birgir Guðmundsson „Almennt gildir það sama um bæði Nató og ESB-ályktanirnar að landsfundurinn er að árétta stefnu flokksins. Í þessu felast ekki stórkostleg tíðindi fyrir stjórnarsamstarfið.“ Occupy-hreyfingin til Íslands: Tjölduðu á Austurvelli Hópur fólks kom saman á Austur- velli á sunnudag þar sem efnt var til friðsamra mótmæla. Slegið var upp tjaldi og kom lögregla á sjötta tím- anum og lét mótmælendur vita að ekkert leyfi hefði fengist fyrir tjald- búðum á Austurvelli og því yrði hún að fjarlæga tjaldið. Til þess hafði þó ekki komið þegar DV fór í prentun á sunnudagskvöld. Mótmælendurnir sem eru á Aust- urvelli tilheyra Occupy-hreyfing- unni svokölluðu sem er úti um allan heim en á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem mótmælin hófust í New York og beindust gegn Wall Street.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.