Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Page 15
Neytendur 15Miðvikudagur 30. nóvember 2011
Áfengi:
Jólabjórinn kom í verslanir fyrir stuttu og hefur selst mikið. Vinsælastur er bjórinn frá
Tuborg og er því verðið á honum sett hér. Rauðvín þykir einnig ómissandi á mörgum
heimilum með jólasteikinni og gert er ráð fyrir að keyptar séu fjórar flöskur á um það bil
3.000 krónur stykkið.
Vínbúðin Jólabjór - Tuborg Christmas Brew, 4 kippur 8.760 kr.
Vínbúðin Léttvín 4 flöskur 12.000 kr.
Samtals: 20.760 kr.
Jólafatnaður:
Enginn vill fara í jólaköttinn en sé gert ráð fyrir að kaupa þurfi föt á alla fjölskylduna gæti
dæmið litið svona út:
Hagkaup Jólaföt stúlkur - kjóll og peysa 12.489 kr.
Hagkaup Jólaföt drengir - buxur, bolur og vesti 15.979 kr.
Hagkaup Jólaskór drengir 4.999 kr.
Hagkaup Jólaskór stúlkur 3.999 kr.
Hagkaup Kjóll - dömu 4.999 kr.
Hagkaup Sokkabuxuur - dömu 2.549 kr.
Hagkaup Jakkaföt - herra 14.999 kr.
Samtals: 60.004 kr.
Kerti, pappír og kort:
Blómaval Útikerti - 2 stk. 720 kr.
Blómaval Kerti, 6 styttri eða 4 lengri - 3 pakkar 2.550 kr.
Office1 Jólapappír - 10 m rúlla 3 stk. 699 kr.
Office1 Merkimiðar - 5 í pakka 4 stk. 369 kr.
Mál og Menning Jólakort 10 í pakka, 2 stk. 1.960 kr.
Eymundsson Límbandsrúlla 309 kr.
Pósturinn Sendingarkostnaður 20 kort 1.940 kr.
Samtals: 8.547 kr.
Þetta kosta jólin
Dæmi um verð á jólagjöfum
Við erum mikil bókaþjóð og því við hæfi að hafa nokkrar bækur á listanum. Eins er mikið
gefið út af íslenskri tónlist og framboð af íslenskri hönnun sjaldan verið meira. Eins eru
hér gjafir í dýrari kantinum þar sem spáð er aukningu kaupmáttar. Sé slíkum jólagjafa-
pakka bætt við útgjöld heimilisins hækka þau ansi mikið. Þá er gott að hafa í huga að
verð gjafarinnar skiptir ekki máli heldur hugurinn sem fylgir henni:
Eymundsson Einvígið - Arnaldur Indriðason 5.999 kr.
Eymundsson Ekki líta undan - Saga Guðrúnar Ebbu 5.999 kr.
Mál og menning Brakið - Yrsa Sigurðardóttir 4.490 kr.
Eymundsson Litlu greyin - Guðrún Helgadóttir 3.299 kr.
Mál og menning Ríólít reglan - Kristín Helga Gunnarsdóttir 3.990 kr.
Skífan Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 2.799 kr.
Skífan My Head is an Animal - Of monsters and Men 2.599 kr.
Þjóðleikhúsið Gjafakort fyrir 2 í Þjóðleikhúsið 8.000 kr.
Hagkaup Jólapakki frá Hagkaupum, ýmis matvæli 9.798 kr.
Geysir Hnéháir ullarsokkar 3.600 kr.
66°Norður Tindur dúnúlpa 66°Norður - kvenmanns 54.800 kr.
Epli.is iPad2 32GB 3G/Wi-Fi 134.990 kr.
Geysir Ullarteppi 10.800 kr.
Samtals: 251.163 kr.
Athugið að vel má komast af með mun ódýrari jólainnkaup.
Dýrar útiseríur
Við aukum rafmagnsnotkunina yfir
hátíðirnar. Samkvæmt upplýsingum
frá RARIK er dæmigerð útisería 500 W.
Hún notar 12 kílówattstundir á sólar-
hring en hver kílówattstund kostar 9
til 10 krónur. Það gera því um 100 til 120
krónur á sólarhring. Sé kveikt á henni frá
fyrsta í aðventu til þrettándans hækkar
rafmagnsreikningurinn að minnsta
kosti um 4.000 krónur. Hér er gert ráð
fyrir að sólarhringurinn kosti 100 krónur
og einungis þessa eina sería tekin inn í
dæmið.
Góð laun
draga úr kvíða
Í fréttum á ruv.is fyrir skömmu segir að
Capacent Gallup hafi kannað hug fólks
til jólanna og bendi niðurstaðan til þess
að tekjur heimilins séu aðalskýringin
á því hversu mikið fólk hlakkar til eða
kvíðir jólunum. Þar segir að einn af
hverjum átta þeirra sem eru á heimilum
sem hafa innan við 250 þúsund krónur í
tekjur á mánuði, kvíði jólunum. Kvíðinn
mælist hins vegar ekki hjá þeim sem
hafa meira en milljón í mánaðartekjur.
Sextán til átján prósent þeirra sem hafa
mánaðartekjur undir 550 þúsundum
hlakka hvorki til jólanna né kvíða þeim.