Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Síða 16
F
yrir nokkrum dögum tók Ög-
mundur Jónasson innanrík-
isráðherra þá ákvörðun að
kínverski kaupsýslumaður-
inn Huang Nubo fengi ekki
að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Eðli
málsins samkvæmt fékk ákvörð-
un Ögmundar misjafnar undirtekt-
ir og má leiða líkur að því að margir
úr röðum Samfylkingarinnar hugsi
honum þegjandi þörfina, þrátt fyrir
að úrskurður hans byggi á lögum.
Tengsl eru á milli Huangs Nubo
og Samfylkingarinnar þó sumir
kunni að telja þau frekar langsótt
og veik. Á sínum tíma varð Huang
Nubo og Hjörleifi Sveinbjörnssyni
vel til vina, en Hjörleifur stundaði þá
nám í Kína. Fyrir um ári var fjallað
um það í fréttum að Hjörleifur hefði
ferðast um landið með Huang Nubo
í bifreið sem kostuð var af almannafé
og þrátt fyrir að sitt sýndist hverjum
um þann gjörning taldist hann ekki
ámælisverður af ráðamönnum, en
Hjörleifur er eiginmaður Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur og Össur Skarp-
héðinsson er mágur Hjörleifs.
Huang Nubo er fyrrverandi starfs-
maður kínverska áróðursmálaráðu-
neytisins og á bloggsíðu sinni ger-
ir Birgitta Jónsdóttir að umtalsefni
umsvif Huangs í Tíbet sem er undir
stjórn Kína, en mannréttindamál þar
hafa oft og tíðum orðið fréttaefni.
Bónleiður til búðar
Beiðni Huangs Nubo hefur velkst í
stjórnkerfinu um þó nokkra hríð, eða
allt frá því hann viðraði vilja sinn til
kaupanna á haustmánuðum. Það
verður seint sagt að Huang Nubo hafi
ekki lagt sig allan fram um að vinna
hug og hjörtu Íslendinga; hann telur
sig til ljóðskálda og er mikill ljóða-
unnandi og féll nánast í stafi þeg-
ar hann bragðaði íslenskt brennivín
og hákarl og elskaði Ísland að eigin
sögn.
Ekki verða hér bornar brigður á
tilfinningar hans í garð Íslands og ís-
lensku þjóðarinnar eða dálæti hans
á hákarli og brennivíni en í kjölfar
úrskurðar innanríkisráðherra varð
Huang Nubo afhuga öllum fjár-
festingum í landinu og virðist sem
þokkalegt afdrep í formi sumarhúss
– þar sem Huang gæti sett saman ljóð
á síðkvöldum og skolað hákarli niður
með brennivíni – sé ekki einu sinni
inni í myndinni.
Verðið sem Huang Nubo var
reiðubúinn til að greiða fyrir herleg-
heitin var einn milljarður króna og
að eigin sögn hugðist Huang byggja
forláta hótel á spildunni, og koma
upp golfvelli. Nú virðist ljóst að Hu-
ang Nubo þurfi að leita á önnur mið.
Kalmar, árið 2006
Einn fagran sumardag árið 2006 lenti
kínverski fjárfestirinn Luo Jinsheng í
Kalmar í Svíþjóð og innan skamms
lýsti hann vilja til að fjárfesta á þeim
slóðum. Á þeim tíma glímdi þessi
forna verslunarborg við atvinnuleysi
og samdrátt.
Án efa fannst bæjarstjóranum
Johann Persson hann hafa himin
höndum tekið og um mánuði eftir að
Luo Jinsheng steig niður fæti í Kal-
mar var skrifað undir samning á milli
hans og sveitarfélagsins; Luo Jinshen
myndi kaupa landspildu í Kalmar og
greiða fyrir um 20 milljónir norskra
króna, eða tæplega 410 milljónir ís-
lenskra króna á núverandi gengi, og
skuldbinda sig til milljarða fjárfest-
inga.
Samkvæmt áformum Jinshengs
átti að reisa verslunarmiðstöð, fjög-
ur lúxushótel, veitingastaði og 300
íbúðir sem ætlað var að laða að fleiri
kínverska fjárfesta sem og Evrópu-
búa.
Ráðamenn í Kalmar sáu í hilling-
um bjartari framtíð fyrir íbúa á svæð-
inu og því var undrun þeirra meiri
þegar rútufylli af kínverskum verka-
mönnum bar að garði.
Kínahverfi í Kalmar
Í heimildamynd Ronja Yu, China-
town, segir frá hinum frómu áform-
um kínverska fjárfestisins, vænt-
ingum Svía og framkvæmdum sem
gengu ekki sem skyldi. Í upphafi
heimildamyndarinnar er sýnt þegar
Luo Jinsheng kynnir áform sín fyr-
ir samlöndum sínum. Á meðal þess
sem Luo segir er að ef einstakling-
ur stundi „lögleg viðskipti og skapi
verðmæti í Svíþjóð“ þá geti hann
flutt þangað með fjölskyldu sína eftir
tvö ár.
Bjartsýni Luos kemur í ljós í sam-
tali hans og ónafngreinds félaga
hans. „Ef verkefni okkar gengur vel
verður Kalmar, eftir tíu eða tuttugu
ár, borg nokkurra hundraða þúsunda
íbúa, jafnvel milljóna,“ segir Luo Jins-
heng.
Lítið hefur bólað á umræddri
íbúafjölgun enda kom fljótlega í ljós
að sjónarmið Kínverja og Svía áttu
litla samleið.
Í reynd má segja að um örþrifa-
ráð hafi verið að ræða hjá yfirvöldum
í Kalmar og hafði Persson á orði að
ef ekki yrði af áformum Luos myndi
Kalmar deyja hægum dauðdaga.
Árekstrar austurs og vesturs
Þess var þó skammt að bíða að hindr-
anir gerðu vart við sig enda virtist Fa-
nerdun, fyrirtæki Luos Jinsheng, ekki
vera áfram um að fylgja sænskum
reglum og reglugerðum hvað varðaði
laun og öryggismál. Fyrir þær sakir
liðu nokkrir mánuðir áður en leyfi
fékkst fyrir kínversku verkamennina
að hefjast handa.
Um stundarsakir virtist sem mála-
lyktir yrðu með þeim hætti að allir
yndu glaðir við sitt. Kínversku verka-
mennirnir urðu sjáanlegir í bæjar-
félaginu og framkvæmdir mjökuðust
áfram. En þá hljóp snurða á þráðinn
því sænsk yfirvöld vildu ekki veita
Luo leyfi til að byggja áðurnefndar
300 íbúðir, enda fannst þeim grund-
vallaratriði að fyrir lægi skýr fram-
kvæmdaáætlun af hálfu Luos.
Einnig gekk á ýmsu í öryggismál-
um við framkvæmdir við þá bygg-
ingu sem hýsa skyldi verslunarmið-
stöðina. „Af hverju eru þeir með
vitlausa skó á fótunum?“ sagði ör-
yggisfulltrúinn og skírskotaði til skó-
fatnaðar kínversku verkamannanna.
Hvað myndi gerast ef þeir stigu á
nagla? „Við erum allir með augu,“ var
svarið sem hann fékk.
Opnun á engu
Þrátt fyrir þá annmarka sem voru á
framkvæmdunum í Kalmar sá Johan
Persson ástæðu til að fara með sendi-
nefnd til Kína og kynna þá framtíð
sem Kalmar skyldi búa við og reyna
í félagi við Kínverja að vekja áhuga á
Kalmar sem hugnanlegum stað til að
búa á og stunda viðskipti.
Fyrsta skóflustungan á svæðinu
var tekin árið 2007 og á haustmánuð-
um 2008 skyldi vígslan fara fram með
viðeigandi hátíðarhöldum vegna
opnunarinnar.
Dagana fyrir opnunarhátíðina
unnu kínversku verkamennirnir
hörðum höndum við að þökuleggja
og snyrta í kringum verslunarmið-
stöðina og síðan rann stóri dagurinn
upp.
Í raun var ekkert til að opna en
engu að síður fyllti athöfnin íbúa
Kalmar einhverri bjartsýni um að allt
myndi þetta ganga betur en virtist
um tíma.
Skemman, verslunarmiðstöðin,
hýsti sölubása þar sem á boðstólum
voru kínverskar vörur og handverk.
Básarnir voru aðskildir með tjaldi á
16 Erlent 30. nóvember 2011 Miðvikudagur
n Kínverjar hafa í auknum mæli leitað hófanna utan landsteinanna í fjárfestingum n Íslendingar hafa ekki
farið varhluta af þeim þreifingum n Kínverskur viðskiptajöfur gerði Kalmar tilboð sem bærinn gat ekki hafnað
„Kínversku
verkamennirnir
bjuggu við aðgerðaleysi
og óvissu.
Ekkert varð af
áformum Kínverja
Luo Jinsheng Framtíðarsýn Jinshengs var
meðal annars 300 húsa byggð í Kalmar.
Glæsileg framtíðarsýn Þetta var meðal þess sem Luo Jinsheng sá fyrir sér.
Kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is