Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Page 25
Sport 25Miðvikudagur 30. nóvember 2011 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað n Knattspyrnufélög sem áttu góðu gengi að fagna en hrundu eins og spilaborg n Monaco komst í úrslit Meistaradeildarinnar fyrir sjö árum en siglir nú hraðbyri niður í þriðju deild Leeds United Besti árangur Englandsmeistari 1969, 1974 og 1992 Staða í dag 5. sæti í Championship-deildinni Árið 2001 var enska félagið Leeds eitt besta knattspyrnulið Evrópu. Það komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evr- ópu, lengra en öll ensku liðin, þar sem það beið lægri hlut fyrir Bayern München. Leið Leeds lá þó niður á við eftir þetta eins og aðdáendum enska boltans ætti að vera kunnugt um. Skulda- staða félagsins var erfið eftir að leikmenn á borð við Robbie Fowler og Seth Johnson voru keyptir til félagsins. Leeds missti naumlega af sæti í Meistaradeildinni vorið 2001 og varð fyrir miklum tekjumissi í kjölfarið. Allar stjörnur liðsins voru seldar og fór svo að Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2004. Þar með er ekki öll sagan sögð því Leeds átti enn eftir að ná botninum. Eftir þrjú ár í ensku fyrstu deildinni féll liðið niður í aðra deild. Í fyrravor náði Leeds að komast aftur í fyrstu deild, eða Championship-deildina eins og hún er kölluð, þar sem það er enn. Deportivo La Coruna Besti árangur Spánarmeistari árið 2000 Staða í dag 5. sæti í annarri deild Deportivo var eitt af stórliðum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í raun má segja að liðið hafi staðið Barcelona, Real Madrid og Valencia jafnfætis. Liðið varð Spánar- meistari árið 2000 og var í toppbaráttunni á Spáni í raun allt þar til það féll úr deildinni síðastliðið vor. Liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2004 þar sem það beið lægri hlut fyrir Jose Mourinho og félögum í Porto, 1–0 samanlagt. Líkt og með svo mörg félög lenti Deportivo í fjárhagserfiðleikum og gekk erfiðlega að laða til sín hágæðaleikmenn. Liðið féll úr La Liga síðastlið- ið vor og er í einu af efstu sætunum í spænsku annarri deildinni. Middlesbrough Besti árangur Deildarbikarmeistari 2004 Staða í dag 4. sæti í Champhionship-deildinni Þann 24. maí 2009 féll Middlesbrough úr ensku úrvals- deildinni eftir að hafa verið í deild þeirra bestu í ellefu ár. Middlesbrough var gríðarlega vel mannað á sínum tíma og áttu mörg stóru liðanna í vandræðum með það. Nægir í því samhengi að nefna Manchester United. Árið 2004 vann Middlesbrough enska deildarbikarinn þegar það lagði Bol- ton að velli í úrslitaleik, 2–1. Þetta þýddi að Middlesbrough komst í Evrópukeppni félagsliða tímabilið á eftir þar sem það datt út í sextán liða úrslitum. Liðið náði síðan aftur að tryggja sér sæti í keppninni næsta tímabil á eftir þar sem það komst alla leið í úrslit vorið 2006. Middlesbrough varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir spænska liðinu Sevilla. Liðið hefur ekki náð sér á strik síðan það féll úr ensku úr- valsdeildinni en er þó sem stendur í ágætri stöðu í Cham- pionship-deildinni. Sampdoria Besti árangur Ítalíumeistari 1991 Staða í dag 8. sæti í Serie B Við upphaf tíunda áratugar liðinnar aldar var Sampdoria eitt allra sterkasta félagslið Evrópu. Það komst í úrslita- leik hinnar sálugu Evrópukeppni bikarhafa árið 1988 þar sem það tapaði að vísu fyrir Barcelona. Liðið vann svo keppnina 1990. Árið 1992 mætti Sampdoria Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tapaði. Í millitíðinni, vorið 1991, vann liðið Serie A á Ítalíu og virtist illvið- ráðanlegt. Eftir þetta fór þó að halla undan fæti og hefur liðið í raun sveiflast á milli deilda síðan þá. Það féll úr Serie A síðasta vor og hafa þjálfaraskipti verið tíð undan- farin misseri: á þessu ári hafa fjórir knattspyrnustjórar stjórnað liðinu. AS Monaco Besti árangur Meistari 1961, 1963, 1978, 1982, 1988, 1997, 2000 Staða í dag 20. sæti í annarri deild AS Monaco er án nokkurs vafa eitt stærsta félag Frakklands enda hefur það orðið Frakklandsmeistari sjö sinnum, síðast árið 2000. Monaco komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2004 þar sem liðið lá fyrir Porto í úrslitaleik. Í undan- úrslitum hafði liðið slegið út stórlið Chelsea. Árið 2008 varð Monaco bikarmeistari í Frakklandi þrátt fyrir að hafa aðeins endað um miðja deild. Monaco féll svo úr efstu deild síð- astliðið vor og er allt útlit fyrir að liðið muni leika í frönsku þriðju deildinni næsta vetur. Það er í neðsta sæti deildarinn- ar og hefur einungis unnið einn leik af fyrstu fimmtán. Portsmouth Besti árangur Bikarmeistari 2008 Staða í dag 17. sæti í Championship-deildinni Portsmouth komst upp í úrvalsdeildina árið 2003 og má segja að það hafi verið upphafið að falli liðsins. Fyrstu þrjú tímabil- in lenti Portsmouth í 13., 16. og 17. sæti. Í janúar 2006 keypti auðkýfingurinn Alexandre Gaydamak félagið og fékk stjórinn, Harry Redknapp, að kaupa leikmenn nánast að vild. Árangur- inn lét ekki á sér standa og vorið 2008 vann Portsmouth enska bikarinn. Leiðin lá niður við fljótlega eftir þetta og þurfti félagið að selja nánast alla lykilleikmenn liðsins vegna fjárhagserfið- leika. Í fyrravor gerðist hið óumflýjanlega: Portsmouth féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir að níu stig voru dregin af félaginu þegar það fór í greiðslustöðvun. Liðið er enn í Championship- deildinni þar sem það á í talsverðu basli. Gamlir meistarar í tómu tjóni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.