Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Síða 2
2 Fréttir 5. desember 2011 Mánudagur
S
túlkan sem kærði Egil Ein-
arsson og kærustu hans fyr-
ir nauðgun gaf lögreglunni
skýrslu í síðustu viku þar
sem hún lýsti atburðarás-
inni þetta kvöld. Samkvæmt heim-
ildum DV sagðist stúlkan hafa verið
í Eldhúspartýi FM957, farið þaðan á
Austur þar sem hún hitti Egil og kær-
ustu hans. Þau hafi yfirgefið staðinn
saman þar sem þau ætluðu ásamt
vinkonum hennar á skemmtistaðinn
Players í Kópavogi. Stúlkan hafi far-
ið í leigubíl með parinu en tekið það
fram að vinkona sín ætti að koma
með. Þau hefðu hins vegar beðið
leigubílstjórann að keyra af stað.
Segist hafa reynt allt
Samkvæmt heimildum DV segir
stúlkan að áreitið hafi byrjað í bíln-
um. Henni hafi þótt þetta óþægi-
legt en látið sem ekkert væri þar
sem hún taldi sig vera á leið í skjól
á meðal vinkvenna sinna á Players.
Hún hafi margsagt að hún vildi fara
á Players að hitta vinkonur sínar en
Egill hafi sagt leigubílstjóranum að
aka þeim heim til sín. Þá hafi hún
orðið verulega óttaslegin en reynt
að hughreysta sig með því að þetta
væri Gillz og hann væri fjarþjálfarinn
hennar og því gæti ekki verið að eitt-
hvað alvarlegt gerðist. Þegar inn var
komið hafi hún gert þeim grein fyr-
ir því að hún vildi ekki stunda kynlíf
með þeim, hún vildi bara fara aftur til
vinkvenna sinna sem voru þá á Pla-
yers.
Stúlkan sagði lögreglunni einnig
frá því að hún hafi í ótta sínum farið
í huganum yfir allar mögulegar leið-
ir út úr þessum aðstæðum. Hún hafi
velt því fyrir sér hvort hún ætti leika
fyrir þau svo hún kæmist sem fyrst
út, öskra eða hlaupa í burtu. Hún hafi
síðan reynt allt en þau hafi engu að
síður komið vilja sínum fram. Sagð-
ist hún hafa grátið og að Egill hafi í
senn reynt að hugga hana og brotið á
henni. Hún hafi beðið kærustu hans
um hjálp en hún hefði ekki orðið við
því, hún hafi hins vegar tekið þátt í
ofbeldinu.
Neita sök
Þá lýsti stúlkan því einnig fyrir lög-
reglu að þegar hún komst út hafi
hún falið sig hjá vinkonu sinni sem
býr á móti Agli og beðið eftir því að
vinkonur hennar sæktu sig þangað.
Stúlkan vildi ekki tjá sig við blaða-
menn þegar þeir náðu tali af henni.
Ekki náðist heldur í Egil en ítrekað-
ar tilraunir hafa verið gerðar til þess.
Kærasta hans vildi ekki heldur tjá sig
vegna málsins: „Ég er ekki að fara að
tala um þetta núna. Bara sorrí,“ sagði
hún.
Egill hefur þó lýst því opinberlega
yfir að hann neiti sök. Hann sendi
frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem
segir meðal annars að það sé refsi-
vert að saka fólk ranglega um lög-
brot og gaf til kynna að stúlkan hefði
reynt að kúga út úr sér fé með aðstoð
handrukkara. „Tilgangurinn með
þessum ásökunum er því augljóslega
ekki að ná fram ákæru heldur ein-
vörðungu að sverta mannorð mitt,“
sagði hann og lauk yfirlýsingunni svo
með þessum orðum: „Ég hef falið
lögmanni mínum að kæra viðkom-
andi fyrir rangar sakargiftir.“
Egill og kærasta hans gáfu lög-
reglu skýrslu á föstudag. Samkvæmt
heimildum DV viðurkenna þau að
hafa farið heim með stúlkunni en
segja að hún hafi sjálfviljug tekið þátt
í kynlífsathöfnum þeirra.
Hringdi hágrátandi
Eins og fyrr segir þá var stúlkan að
skemmta sér með vinkonum sín-
um þegar hún hitti Egil og kærustu
hans á Austur. DV ræddi við þær
vinkonur sem urðu viðskila við
stúlkuna þegar hún fór í leigubíl-
inn með parinu og sóttu hana síð-
an um tveimur tímum síðar.
Vinkonurnar sem fylgdu henni
á Neyðarmóttökuna voru tvær.
Önnur þeirra sagði að hún hefði
ætlað að fara með stúlkunni í
leigubílnum með Agli og kærustu
hans. Kærastan hafi hins vegar
sagt að það væri ekki pláss fyrir
hana. „Seinna um nóttina hringdi
hún hágrátandi og bað mig um
að koma að sækja sig. Þá var hún
heima hjá mér,“ segir vinkonan
sem býr á móti Agli. „Hún sagði að
hann hefði nauðgað sér. Við tók-
um taxa og fórum með hana upp
á spítala. Ég hef aldrei séð hana
gráta svona mikið. Það var erfitt
að sjá hana svona. Við grétum með
henni.“
Þurfti aðgerð
Vinkonan segir að stúlkan hafi verið
komin sokkabuxur af kærustu Eg-
ils. „Hún var komin í svona svartar,
þykkar sokkabuxur en hafði verið í
þynnri sokkabuxum þegar við fórum
út um kvöldið,“ segir vinkonan. „Hún
sagði mér strax hvað hefði gerst. Ég
vissi líka með hverjum hún var. Ég sá
hana fara í taxann með þeim.
Hún er náttúrulega bara 18 ára,“
segir vinkonan og hikar, „hún sagð-
ist hafa beðið taxann um að stoppa
fyrir utan Players en hann hefði ekki
viljað það.“
Vinkonan fylgdi stúlkunni upp
á Neyðarmóttöku. „Þar biðum við í
smástund áður en við sögðum hjúkr-
unarfræðingi hvað hefði gerst og
fengum að fara inn á stofu. Okkur var
síðan vísað fram á meðan tekin voru
af henni sýni og þess háttar. Hún
þurfti einnig að fara í aðgerð þar sem
hún var á blæðingum þetta kvöld og
þurfti lækni til að fjarlægja túrtapp-
ann sem var kominn svo langt inn að
hann sat fastur.“
Vinkonan var hjá stúlkunni alla
þessa nótt og næsta dag. „Ég hef ver-
ið nánast stöðugt með henni frá því
að þetta gerðist. Ég var til dæmis með
henni þegar parið fór að senda henni
skilaboð daginn eftir. Þá spurðu þau
hvort þetta yrði ekki örugglega bara á
milli þeirra. Hún var enn í sjokki og
sagði bara jú. Hún áttaði sig svo strax
og hefur ekki talað við þau síðan.
Hún var hrædd.“
Biðu eftir henni á Players
Hin vinkonan sem fylgdi stúlkunni
á neyðarmóttökuna segir að sér hafi
þótt það undarlegt hversu mikið
kærasta Egils hafi spjallað við stúlk-
una á Austur. „Hún lét eins og þær
væru bestu vinkonur. Mér fannst það
skrýtið en hélt kannski að þær þekkt-
ust eitthvað en þær voru bara rétt að
kynnast. Einhverra hluta vegna var
hún samferða Agli og kærustunni á
Players þar sem við ætluðum að hitt-
ast en svo kom hún aldrei þangað.
Við fengum skilaboð frá henni og
hún sagði að þau vildu fara í „three-
some“ með henni en hún vildi það
ekki. Við sögðum henni að hætta
þessu, koma bara niður eftir og
pældum ekki meira í því. Við bjugg-
umst ekki við þessu.
Í klukkutíma eða tvo heyrðum við
ekkert frá henni. Svo hringdi hún allt
í einu hágrátandi. Þá sat hún í úti-
ganginum hjá vinkonu okkar og bað
okkur um að koma að sækja sig. Við
tókum leigubíl og sóttum hana. Þeg-
ar við komum var hún í algjöru rusli,
titraði og skalf. Við þurftum eiginlega
að bera hana inn í leigubílinn.“
Algjört sjokk
Vinkonan segist ekki vita nákvæm-
lega hvað gerðist heima hjá Agli þar
sem hún var ekki viðstödd. „Kannski
sagði hún já af því að hún hélt að þau
væru að bulla í sér og var hrædd. Ég
veit það ekki. Hann er mikið eldri en
hún og þekktur maður í samfélaginu
auk þess sem hann var fjarþjálfarinn
hennar. Þannig að hún ætti alveg að
geta spjallað við hann án þess að eitt-
hvað svona gerist.“
Þegar þær sóttu stúlkuna var hún
fullklædd en vinkonan segir að hún
hafi verið komin í sokkabuxur af
kærustu Egils. „Hún sagði að sokka-
buxurnar sínar væru rifnar.
Hún sagði strax í símanum að sér
hefði verið nauðgað. Ég vissi ekki af
hverjum og spurði hver hefði gert
það. Gillz, sagði hún. Það var al-
gjört sjokk fyrir mig að heyra það.
Ég spurði hvar kærastan hans hefði
verið og hún sagði að kærastan hans
hefði ekki tekið mark á henni þegar
hún bað um hjálp. Hún hefði hins
vegar farið fram og pantað sér pítsu.
Þau hefðu bæði misnotað sig. Kær-
astan hans hefði sagt að hún ætti að
hjálpa þeim að bjarga sambandinu.
Hún sagði líka að hann hafi kallað
hana dúlluna sína og reynt að hugga
hana, sagt að þetta yrði í lagi á en
haldið áfram að nauðga henni.
Við fórum beint upp á Landspít-
ala þar sem hún fékk læknisaðstoð.
Hún var rosalega hrædd.“
„Grét eins og lítið barn“
Þessi vinkona stúlkunnar hringdi
einnig í móður sína, sagði henni
hvað hefði gerst og bað hana um að
koma upp á spítala. „Stúlkan var að
bíða eftir lækni þegar ég kom nið-
ur á spítala. Hún var í mjög slæmu
ástandi og það fór ekki á milli mála
að það hefði eitthvað verulega slæmt
hent hana. Hún grét mikið og með
ekkasogum, hún grét eins og lítið
barn. Það tók virkilega á mig að sjá
hana,“ segir konan.
Hún segir jafnframt að á milli
þess sem hún grét hafi hún reynt að
útskýra hvað gerst hefði. Frásögn
hennar hefði verið slitrótt. „Mér
fannst hún samt mjög skýr. Dóttir
mín var búin að segja mér hvað hafði
gerst og hún sagði mér nákvæmlega
það sama og hún sagði þeim.
Hún sagði að hún hefði verið mis-
notuð. Að hún hefði tekið leigubíl
með Gillzenegger og kærustu hans
og þau farið með hana heim til sín
þar sem þau hefðu misnotað hana.
Hún sagði einnig að þau hefðu tal-
að um að það myndi hressa upp á
sambandið að fá þriðju manneskj-
una inn, hún hefði grátið en hefði
kannski getað barist meira um. Hún
sá mikið eftir því að hafa ekki gert
það.
Hún sagðist einnig hafa beðið
kærustuna um að hjálpa sér en hún
hefði farið fram að panta pítsu og
síðan tekið þátt í ofbeldinu,“ segir
konan.
„Hún skalf í fanginu á mér“
Hún segir einnig að stúlkan hafi ver-
ið drukkin en ekki ofurölvi. „Mér
fannst hún mjög trúverðug. Ég þekki
fullt af ungum stelpum í gegnum
dóttur mína og sé það strax ef það er
verið að búa til eitthvað drama. Þessi
stelpa lét ekki þannig, gráturinn kom
frá hjartanu. Henni leið virkilega illa.
Ég tók utan um hana og hún skalf í
fanginu á mér og greip um hönd-
ina á mér. Samt þekki ég hana lít-
ið sem ekkert því þær eru nýorðnar
vinkonur, dóttir mín og hún. En ég
fann það bara hvað hún þurfti sterkt
á einhverjum að halda. Þetta var svo
rangt.
Hún var eiginlega reiðust út í
sjálfa sig fyrir að hafa ekki barist
meira á móti en hún fékk bara algjört
sjokk. Hún sagðist hafa sagt nei og
það á líka að vera nóg.“
Konan var hjá stúlkunni þar til
læknirinn kom á vettvang. „Þá var
mamma hennar komin svo við fór-
um heim. Ég vissi að hún hafði beð-
ið um að fá að vera í friði fyrst á eft-
ir svo ég var ekkert að ónáða hana.
Ég sendi henni samt skilaboð og lét
hana vita að ég væri til staðar ef hún
vildi hjálp og að ég gæti komið henni
n 18 ára stúlka kærði Gillz og kærustu hans fyrir nauðgun n Sagði lögreglunni að hún hefði reynt allt,
leikið með, grátið og reynt að komast undan n „Hún var í mjög slæmu ástandi,“ segir móðir vinkonu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
n Vinkonur fylgdu stúlkunni
á Neyðarmóttökuna
„Við grétum með henni“
„ Hún grét svo mikið
að hún gat varla
talað.