Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 5. desember 2011 Mánudagur Spáir hvítum jólum n Desembermánuður verður mjög kaldur Á gætar líkur eru á því að í flest- um landshlutum verði hvít jól. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur í samtali við DV. Mestar líkur eru á að hvít jól verði á Norður- og Aust- urlandi. „Samkvæmt veðurlagsspám, sem segja lítið um veðrið frá degi til dags en gefa vísbendingar um líklegt veðurfar í mánuðinum, verður des- embermánuður kaldur. Þá erum við að tala um að líkur á hvítum jólum víða á landinu séu allgóðar,“ segir Sigurður. „Ég myndi segja að mest- ar líkurnar á hvítum jólum séu fyr- ir norðan. Við suðurodda landsins gætu jólin orðið svolítið rauð,“ segir Sigurður og bætir við að höfuðborg- arsvæðið verði líklega „svona medi- um rare“ eins og hann orðar það. „Það verður smá rautt í því.“ Hafa ber í huga að enn getur margt breyst enda enn tæpar þrjár vikur til jóla. Kalt hefur verið á landinu undan- farna daga og segir Sigurður að sam- kvæmt langtímaspám verði áfram kalt í veðri, líklega alveg til jóla. Sig- urður segir að það sé ekki endilega slæmt að hafa kuldapoll yfir land- inu. Hann skýli landinu fyrir djúp- um lægðum. „Það eru kostir og gall- ar við allt. Það má segja að það séu engin stórviðri í kortunum,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að allt sé breytingum háð þó ekkert bendi til þess að það muni breytast eins og staðan er í dag. Samkvæmt veðurspám verður mjög kalt á land- inu í vikunni og gæti frost farið niður í allt að þrjátíu stig, til dæmis á Mý- vatni. „Þannig að það er rétt að fólk klæði sig vel næstu daga,“ segir Sig- urður að lokum. Nánar má lesa um veðurspá næstu daga á baksíðu DV í dag. Njótum aðventunnar saman N eytendastofa og talsmaður neytenda eru komin í hár saman. Ástæðan er sú að Neytendastofa vill að emb- ætti talsmanns neytenda greiði leigu. Embætti talsmanns neytenda er með skrifstofuaðstöðu í sama húsnæði og Neytendastofa en greiðir samkvæmt þjónustu- samningi ekki leigu fyrir húsnæði þótt greitt sé fyrir símaþjónustu. Þessu vill Neytendastofa breyta og tilkynnti stofnunin talsmanni það árið 2008 að embættinu bæri að greiða leigu fyrir aðstöðuna. Ekk- ert hefur gengið að semja um málið síðan stofnunin hóf að rukka tals- mann um leigu á síðasta ári. Innan- ríkisráðuneytið hefur af báðum að- ilum verið beðið um að hlutast til um málið. „Persónulega finnst mér þetta mál mjög óheppilegt og við hefðum betur leyst þetta mál okkar á milli,“ segir Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda. Báðir aðilar harma deiluna Forstjóri Neytendastofu tekur und- ir með Gísla og segir málið kjána- legt. „Auðvitað er þetta mál óþarft. Ég hef hins vegar höfðað til sann- girni talsmanns. Það er einfaldlega þannig að allar forsendur breytt- ust eftir hrun og því hef ég óskað þess að talsmaður taki sinn þátt í kostnaði við húsnæðið enda nýt- ir hann húsnæðið að fullu,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað fengið málið inn á borð hjá sér, síðast í september, en formleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Neytendastofa hefur óskað þess að ráðuneytið hlutist til um málið og geri talsmanni að greiða uppsetta leigu. Talsmaður neytenda hefur sömuleiðis óskað þess að ráðherra skikki Neytendastofu til að semja við sig en ekki hækka leigu ein- hliða. „Samningar eiga að gilda og samningsfrelsi eiga allir að virða, líka forstjóri Neytendastofu,“ segir Gísli sem segist einnig hafa óskað þess við forstjóra Neytendastofu að um málið verði samið. Gísli segir samningsvilja Neytendastofu lítinn Embætti talsmanns neytenda var stofnað árið 2005 og þá var um- ræddur þjónustusamningur emb- ættisins og Neytendastofu gerður. Þar er kveðið á um að talsmaður neytenda greiði rúmlega 70 þús- und krónur fyrir símsvörun á mán- uði en ekkert fyrir leigu á húsnæði. Krafa Neytendastofu er að tals- maður greiði að auki rúma millj- ón króna fyrir húsnæðið á ári. Því hefur talsmaður ekki orðið við. Það er því deilt um tæplega tvær millj- ónir samkvæmt túlkun Neytenda- stofu. „Það er ekki rétt að talsmaður neytenda sé í vanda með að greiða leigu,“ segir Gísli Tryggvason sem segir ágreininginn fyrst og fremst snúast um upphæðina. „Ég lít svo á að forstöðumaður Neytenda- stofu hafi rift samningnum með einhliða ákvörðun um hækkun. Í dag greiðum við Neytendastofu fyrir símsvörun og ýmsa þjónustu en ekki leigu á húsnæði. Sé gerð krafa um slíkt er eðlilegt að ég fái að skera niður í aðkeyptri þjónustu frá stofnuninni í staðinn,“ segir Gísli og bætir við að greitt hafi verið inn á skuld talsmanns við Neytendastofu um síðustu áramót. Líklega verði haldið áfram að greiða ákveðinn hluta einhliða. „Allavega á meðan forstöðumaður Neytendastofu ætl- ar sér ekki að semja,“ segir hann. Aðspurður segir Tryggvi Axels- son forstjóri Neytendastofu það ekki í bígerð að krefjast útburðar á embætti talsmanns. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það en auðvitað óskar maður þess að þeir sem leigja hjá manni greiði leigu fyrir,“ segir Tryggvi. Krefst húsaleigu af talsmanninum n Neytendastofa krefst þess að talsmaður neytenda greiði húsaleigu n Innanríkis- ráðuneytið komið í málið n Neytendastofa hyggst ekki bera talsmann neytenda út„Samningar eiga að gilda og samningsfrelsi eiga allir að virða, líka forstjóri Neytendastofu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Borgar ekki leigu Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir Neytenda- stofu ekki vilja semja. Jólasnjór Sigurður segir að ágætar líkur séu á að jólin verði hvít í ár. 4.500 sæti á góðum prís Iceland Express hefur aukið sæta- framboð félagsins um tæplega fimm þúsund sæti í desember- mánuði með tilkomu nýrra Airbus A320-flugvéla. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent til fjölmiðla en þar kemur fram að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé að ljúka og er félagið sagt standa vel til að mæta sam- keppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þar segir einnig að landsmönn- um bjóðist að kaupa 4.576 flug- miða á starfsmannakjörum. „Að- eins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flug- vallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Til- boðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. des- ember til miðnættis.“ Sakar Ögmund um dylgjur „Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á því að hann skuli ætla okkur að gera eitthvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í samtali við RÚV um ummæli Ögmundar Jónas- sonar sem sagði íslensk stjórnvöld verða að gæta þess að leiðbeina ekki mönnum framhjá íslenskum lögum. Í samtali við RÚV á laugar- dag sagði Katrín íslensk stjórnvöld vera að leiðbeina kínverska fjár- festinum Huang Nubo í gegnum íslenskt lagaumhverfi svo hann geti fjárfest á Íslandi. Í hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins sagðist Ögmundur eiga erfitt með að átta sig á þessum ummælum Katrínar. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.