Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Qupperneq 10
10 Fréttir 5. desember 2011 Mánudagur A rnar Geir Kárason titlar sig sem ljósmyndara og held- ur úti síðunni arnarg.is. Þar kemur fram að hann taki að sér allt frá auglýsingaljós- myndun yfir í fjölskyldumyndatökur. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera ekki faglærður ljósmyndari. Nýlega mátti finna tilboð inni á til- boðsvefnum hópkaup.is þar sem hann bauð fjölskyldumyndatökur fyrir jólin með verulegum afslætti. 73 viðskipta- vinir nýttu sér tilboðið og er það nú uppselt. Ljósmyndun er löggild iðn- grein og Arnari er því lögum sam- kvæmt ekki heimilt að bjóða upp á slíka þjónustu. Ófaglærðir ljósmynd- arar hafa heimild til þess að selja myndir sem þeir hafa tekið og falast er eftir, en þeir mega hins vegar ekki selja ljósmyndunarþjónustu. Þá er um að ræða heildarþjón- ustu sem felur meðal annars í sér að ljósmyndari býður myndir til sölu áður en þær hafa verið teknar. Vísar í stjórnarskrána Í kjölfar tilboðsins inni á hópkaup.is hafa skapast heitar umræður um starf- semi Arnars á spjallvef síð- unnar ljósmyndakeppni.is. Arnar svarar þar fyrir sig fullum hálsi og við- urkennir að með hátterni sínu sé hann að brjóta reglugerð setta af iðnaðar- ráðuneytinu. Hann telur sig hins vegar ekki vera að brjóta lög. Í 9. grein iðn- aðarlaga stendur þó: „Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðn- grein hafa þeir einir, er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni.“ Arnar vísar á móti í 75. grein stjórn- arskrárinnar þar sem segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorð- ur með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir þess.“ Hann vill meina að ekki séu neinir almannahagsmunir í húfi þegar kemur að ljósmyndun. Almannahagsmunir ekki í húfi Ef marka má ummæli Arnars á á spjall- vef ljósmyndakeppni.is gerir hann al- veg eins ráð fyrir að verða kærður fyr- ir starfsemi sína. Hann virðist hafa hugsað málið til enda, segist tilbúinn að fara með málið alla leið í Hæsta- rétt. „Ég á passlega von á því að félag ljósmyndara leggi fram kvörtun og að gefin verði út kæra á mig... og ég reikna líka með að fyrir héraðsdómi yrði mér gert að greiða sekt og hætta þessari starfsemi enda eru ekki til fordæmi á Íslandi fyrir því að héraðsdómur hnekki reglugerðum eða lögum. Hins vegar mun ég í því tilfelli fara með málið fyrir Hæstarétt þar sem ég mun halda því til streitu að ekki séu neinir almannahagsmunir sem krefjist lög- verndunar á þessari starfsgrein,“ segir Arnar á síðunni. Honum finnst hann ekki þurfa að kalla sig áhugaljósmynd- ara þar sem hann hafi það að atvinnu að ljósmynda. Þar af leið- andi sé hann ljósmyndari. Margir á spjallsíðunni lýsa yfir óánægju með það sem Arnar er að gera en aðrir hvetja hann áfram og vilja sjá lögunum breytt. DV hafði samband við Arnar en hann sagðist ekki hafa tíma til að ræða við blaðamann og vísaði á ummæli sín á ljósmyndakeppni.is. Skekkir markaðinn Meðalnámstími í ljósmyndanámi í Tækniskólanum er þrjú ár, að með- töldu grunnámi upplýsinga- og fjöl- miðlagreina. Samtals fimm annir og 24 vikna starfsþjálfun. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir réttindi til að starfa í greininni og til inngöngu í meistaranám. Gunnar Leifur Jónasson, ljós- myndari hjá Barna- og fjölskylduljós- myndum, segir alla þessa umræðu vera bjánalega og að hún gjaldfelli störf faglærðra ljósmyndara. „Það eru í raun bara þeir sem hafa farið í gegn- um námið sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er ekki bara að kaupa sér myndavél og ýta á takkann.“ Gunnar segir starfsemi áhugaljósmyndara, líkt og Arnar stundar, skekkja bæði markaðinn og vitund fólks sem kaup- ir ljósmyndaþjónustu. „Þetta er eina starfsgreinin sem er að standa í þess- ari vitleysu. Það eru mjög fáir að bjóða fram þjónustu sína í að mála fyrir þig eða smíða fyrir þig,“ bendir Gunnar á. Hann segist þó síður en svo vera að tapa á áhugaljósmyndurum og merkir ekki mun á bókunum hjá sér. Dæmd fyrir brot á lögunum Í október í fyrra féll dómur í Héraðs- dómi Reykjaness þar sem hjónin María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson, sem ráku heimasíðuna Bros- börn, voru dæmd fyrir brot á iðnaðar- lögum með því að reka ljósmyndastofu án réttinda. Brosbörn nutu töluverðra vinsælda fyrir barnamyndir sem og aðrar tækifærismyndir. Það voru níu atvinnuljósmyndarar sem kærðu starfsemina. Vörn hjónanna fyrir dómi byggðist á þeim réttindum sem María Krista hefur sem löggildur grafískur hönnuður með BA-gráðu í stafrænni myndvinnslu meðal annars. Iðnaðar- löggjöfin sem ver faglærða ljósmynd- ara vó hins þyngra en háskólamennt- un hennar. n Arnar Geir titlar sig sem ljósmyndara þrátt fyrir að vera ófaglærður n Óheimilt að selja ljósmyndaþjónustu n Auglýsir tilboð í myndatökur á hópkaup.is Ljósmyndari vill fyrir Hæstarétt Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég á pass- lega von á því að félag ljósmyndara leggi fram kvörtun og að gefin verði út kæra á mig Skekkir markaðinn Gunnar Leifur Jónasson ljósmyndari segir áhuga- ljósmyndara sem bjóða ljósmyndaþjónustu bæði skekkja markaðinn og vitund fólks sem kaupir þjónustuna. MynD photoS.coM Ófaglærður Arnar Geir er ekki lærður ljósmyndari en býður engu að síður ljósmyndaþjónustu gegn gjaldi. Hann hefur meðal annars auglýst tilboð á hópkaup.is. SkjáSkot Af hopkAup.iS Rufu hefð um listamannalaun n Lágkúrulegt og hrollvekjandi segir rithöfundur A llsherjar- og menntamála- nefnd Alþingis ákvað á föstudag að leggja til við fjárlaga nefnd að Sigurður A. Magnússon rithöfundur hljóti heið- urslaun listamanna frá Alþingi. Þetta var gert án samþykkis allra flokka eins og venjan hefur verið. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, skrif- ar um málið á bloggsíðu sinni á DV.is og segir að með þessu hafi ákveðin hefð verið rofin – að engum væri bætt í flokkinn nema með samþykki fulltrúa allra flokka. Skúli er ánægður með þró- unina. Skúli segir í pistli sínum að það hafi glatt hann mikið að geta tek- ið þátt í þessari ákvörðun allsherjar- og menntamálanefndar. Skúli skrif- ar: „Lengi hefur verið barist fyrir því að Sigurði hlotnaðist þessi heiður en skortur á pólitískri samstöðu kom ævinlega í veg fyrir það og þeirri hefð var jafnan fylgt að engum væri bætt í flokkinn nema með samþykki full- trúa allra flokka. Slík hefð getur hald- ið verðugum mönnum endalaust úti í kuldanum af pólitískum ástæðum og því mikilvægt að geta rofið hana.“ Illugi Jökulsson rithöfundur ger- ir þetta einnig að umtalsefni á sinni bloggsíðu og gagnrýnir þá sem hjá sátu: „Það er ótrúlega lágkúrulegt og reyndar alveg hrollvekjandi að ein- hverjar pólitískar (og persónulegar) deilur fyrir 40 árum séu enn að hafa áhrif á fólk sem var varla fætt þá.“ Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en aðrir sam- þykktu tillöguna. baldur@dv.is illigi jökulsson gagnrýnir hjásetu Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Lokað í hálft annað ár Kolaportinu verður lokað vegna framkvæmda í eitt og hálft ár ef áform um byggingaframkvæmdir á Tollhúsinu ganga eftir. Gunn- ar Hákonarson, framkvæmda- stjóri Kolaportsins, segist óttast að rekstri Kolaportsins sé ógnað með þessu, að lokunin myndi raska margra ára uppbyggingu þar sem fjöldi manns hefur sölumennsku þar að atvinnu. Næsta vor eiga framkvæmdir að hefjast en það stendur til að reisa rampa undir bílastæði fyrir starfsmenn. Hægt verði að aka upp á þak tollstjórahússins og nýta bílastæði þar á þakinu. Síðan verði gert við þakið og lagt nýtt malbik. Gunnar telur að fram- kvæma eigi þetta samtímis til að framkvæmdatíminn verði ekki jafn langur. Áform hafa verið um breyting- ar síðan árið 2008 en þá var undir- rituð viljayfirlýsing af fjármála- ráðuneytinu og Reykjavíkurborg þar sem sagt var að þess yrði gætt að starfsemi Kolaportsins yrði að mestu leyti óröskuð. Tveir óku út af Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Bæði slysin má rekja til slæmra akstursskil- yrða en þarna er mikil hálka á vegum. Fyrra óhappið átti sér stað á Eyrarbakkavegi, en þar fór bíll út af og hafnaði á skilti. Ökumann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, en bílinn er nokkuð skemmdur. Tilkynnt var um síðara óhappið um klukkan hálf sjö í morgun. Þá fór bíll út af í Kömbunum og var ökumaðurinn fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi, en hann kenndi nokkurra eymsla í baki. Spilltari en nágranna- þjóðirnar Ísland er í þrettánda sæti á ár- legum lista Transparancy Inter- national yfir lönd þar sem spilling þrífst. Löndunum er raðað eftir því hve mikil spilling fyrirfinnst þar en minnsta spillingin mælist á Nýja-Sjálandi og eru þeir því efstir á listanum. Þar á eftir koma Norð- urlöndin; Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er Singapúr og Noregur er í því sjötta. Athygli vekur að Ísland er neðar á listan- um en hin Norðurlöndin. Í Sómal- íu og Norður-Kóreu er spilling mest en þar fyrir ofan eru lönd eins og Úsbekistan, Afganistan og Mjanmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.