Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Page 11
Fréttir 11Mánudagur 5. desember 2011 U m átta hundruð umsóknir liggja þegar fyrir vegna jóla­ úthlutunar Mæðrastyrks­ nefndar. Á bak við hverja umsókn eru að meðaltali 2,5. „Stundum eru þetta stórar fjöl­ skyldur. Hver umsókn segir ekki allt um fjölda þeirra sem búa við skort,“ segir Ragnhildur Guðmundsdótt­ ir, formaður Mæðrastyrksnefnd­ ar. „Enn sem komið er er fjöldinn á svipuðu reki og í fyrra og hittifyrra en það eru tveir dagar eftir, við tökum á móti síðustu umsóknum á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku.“ Gefa mat og jólagjafir Jólaúthlutun er mun veglegri en hefðbundinn matarpakki frá Mæðrastyrksnefnd, þar verður mik­ ill og góður matur í boði sem og jóla­ gjafir. Sérstök deild verður opnuð þann 19. desember, um leið og jó­ laúthlutunin hefst, þar sem snyrti­ vörum, fötum, bókum og öðru sem nýtist vel til jólagjafa verður dreift. Ragnhildur segir að þetta verði eins veglegt og mögulegt er. Allt er þetta fengið að gjöf frá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa þeim sem verst standa. „Við vitum að þessar gjafir eru gefnar af góðum hug og met­ um það þannig. Allt eru þetta stór­ gjafir, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Við vitum það líka að á næstu dögum munu eflaust fleiri hlaupa undir bagga og það getur breytt ansi miklu.“ Mikil vanlíðan Mæðrastyrksnefnd stendur ein að þessari úthlutun en undanfarin ár hefur hún verið í samstarfi við kirkjuna. Kirkjan hefur hins veg­ ar tekið upp ný vinnubrögð á með­ an Mæðrastyrksnefnd vill halda í gamlar hefðir. „Við leggjum megin­ áherslu á matarpakkana, því það skiptir mestu máli að eiga mat.“ Engin skilyrði eru fyrir því að fá matarpakka hjá Mæðrastyrksnefnd, fólk þarf aðeins að mæta á staðinn með skilríkin og ræða við aðstand­ endur nefndarinnar. „Það þarf að vera eitthvað alveg sérstakt til að það gangi ekki upp. Auðvitað eru einhverjar undantekningar á þessu, til dæmis ef það er lítið til eða við sjáum að fólk er að reyna að mis­ nota aðstoðina. Þá reynum við að koma í veg fyrir það. En það er alveg á hreinu að hingað kemur fólk ekki að gamni sínu. Margir eiga mjög erf­ itt þegar þeir koma hingað og eru kannski að leita sér aðstoðar í fyrsta skipti. Íslendingar eru sjálfstæð þjóð og vilja bjarga sér, en þegar fólk er að reka heimili og á ekki mat handa heimilisfólkinu fylgir því mikil van­ líðan.“ Margir í fullu starfi Ragnhildur segir að þeim hafi fjölg­ að sem leita sér aðstoðar að stað­ aldri. „Hóparnir eru líka að breytast. Í fyrra sáum við mikið af einstæð­ um karlmönnum. Þeim hefur fækk­ að svo það er hugsanlegt að það sé eitthvað að rætast úr þeirra málum. Nú sjáum við fleiri stórar fjölskyldur, barnafjölskyldur virðast ekki nógu vel settar. Mæðrastyrksnefnd var fyrst og fremst stofnuð til þess að styrkja mæður og börn. Og við vit­ um að lægstu laun duga ekki fyrir framfærslu. Hluti hópsins sem hing­ að kemur er í fullu starfi en á lágum launum sem duga ekki út mánuðinn og sá hópur er allt of stór. Þetta eru gjarna konur með tvö eða þrjú börn á sínu framfæri. Hingað kemur líka fólk sem er at­ vinnulaust, aldraðir og öryrkjar. Við sjáum að þeir sem hafa misst vinn­ una eru oft niðurbrotnir. Þeim líður ekki vel.“ Erfitt að brjótast út úr aðstæðunum „Ég er ansi hrædd um að veturinn verði harður. Við búum okkur und­ ir það að þurfa að taka á móti fleira fólki en áður. Af því að atvinnuleys­ ið er komið. Fólk missti vinnuna og glímir nú við fylgifiskana sem brjóta á því, það fyllist af vonleysi, tekst á við veikindi og á ekki fyrir meðal­ inu. Lyfjaverð hefur hækkað og mun hækka eftir því sem mér skilst. Það er eitt og annað sem kemur í kjölfar atvinnuleysis.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að brjótast aftur út úr þessum aðstæðum. „Það er erfitt að hefja sig til flugs á ný þegar niður­ brotið hefur átt sér stað. Við höfum rekið okkur á það að fullt af fram­ bærilegu fólki er uppfullt af von­ leysi og á erfitt með að snúa til baka. Það þarf býsna sterk bein til þess. En það virðist ekki ná til eyrna þeirra sem ráða,“ segir hún. „Það er eins og stjórnvöld vilji ekki sjá hvað ákvarðanir þeirra hafa mikil áhrif á líðan fólks. Í raun er það mannrétt­ indabrot að búa svoleiðis að fólki. Þar standa stjórnvöld sig alls ekki nógu vel og ekki verkalýðshreyfing­ in heldur.“ Tvö þúsund biðja um mat fyrir jólin n Mæðrastyrksnefnd undirbýr jólaúthlutun n Síðasti séns að sækja um í næstu viku n Atvinnulausir upplifa niðurbrot og eiga erfitt með að snúa til baka n „Barnafjölskyldur virðast ekki nógu vel settar“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Óttast harðan vetur Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, segir að fleiri leiti til nefndarinnar nú en áður og þar sé búist við enn meiri fjölgun í vetur. Fjöldi umsókna Jólaúthlutunin er veglegri en alla jafna, en áhersla er lögð á að gefa góðan mat og nóg af honum. Þá fær fólk einnig jólagjafir. Mikið er um að barnafjölskyldur sæki um jólaúthlutun. Leggur málefninu lið Elín Hirst hefur starfað með Mæðra- styrksnefnd síðan hún hætti í sjónvarpinu. Þar sjá aðstandendur nefndarinnar að þegar fólk missir vinnuna og lendir í fátæktar- gildru reynist oft erfitt að snúa til baka og taka flugið á ný. „Nú sjáum við fleiri stórar fjölskyldur, barnafjölskyldur virðast ekki nógu vel settar. n Lágkúrulegt og hrollvekjandi segir rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.