Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Page 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía algengt verð 227,9 kr. 242,5 kr. algengt verð 227,7 kr. 242,3 kr. höfuðborgarsv 227,7 kr. 242,3 kr. algengt verð 227,9 kr. 242,5 kr. algengt verð 229,9 kr. 242,5 kr. Melabraut 227,7 kr. 242,3 kr. 14 Neytendur 5. desember 2011 Mánudagur Kurteis og hjálpsöm n Lofið fær Síminn á Akureyri en DV fékk eftirfarandi sent: „Ég er búin að vera í svakalegu veseni með gemsana mína, hvern á fætur öðrum. Er líklega ein óheppnasta manneskja á Íslandi þegar kemur að gemsum en ég virðist alltaf hitta á gölluð eintök. Ég lít líklega út sem símaböðull dauðans þegar ég mæti í hverri viku og tuða við starfsfólkið á Glerártorgi en það hefur verið ótrúlega kurteist og hjálpsamt. Fyrir vikið get ég ekki pirrast út í þau vegna endalausra bilana, sem er fínt. Það er ekkert gaman að þurfa að pirrast meira en nauðsynlegt er.“ Há sekt n Viðskiptavinur Hörpu sendi eftir- farandi: „Ég fór á tónleika í Hörpu um daginn sem voru mjög góðir og ég er hrifinn af húsinu. Ég gerði hins vegar þau mistök þegar ég lagði í bílastæðahúsinu að ég borgaði ekki í stöðumælinn sem ég veit að var rangt. Mér brá í brún þegar ég fór í bílinn eftir tónleikana og sá sektina. Ég vil taka fram að ég lagði hvorki ólöglega né í stæði fyrir fatlaða en sektin var upp á 5.000 krónur. Í fyrsta lagi finnst mér skrýtið að greiða fyrir bílastæði eftir klukkan 18.00 og alls staðar annar staðar í borginni er slík sekt 2.500 krónur,“ segir tónleikagesturinn svekkti. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Blettina burt með sítrónu Það kannast allir við bletti í boll- um eftir te eða kaffi sem virðast fastir. Gott ráð við því má finna á samvirke.dk en þar segir að sí- tróna fjarlægi þessa hvimleiðu bletti. Þar segir að gott sé að nota hálfa pressaða sítrónu því hún er mjúk og auðvelt er að snúa henni á rönguna. Nudda skuli boll- ann með sítrónunni og blettirnir hverfa. Einnig sé gott að þrífa te- ketilinn með sama hætti endrum og eins. F ramleiðendur ýmissa mat- væla hafa nú í áratugi notað gervisætuefni til að gefa mat- vælunum sætt bragð án þess að nota sykur. Þar á meðal eru efni eins og aspartam og xylitol en þau hafa verið umdeild og margir hafa haldið því fram að þau séu litlu skárri en sykurinn sjálfur. Það er því góðar fréttir að eftir 30 ára bið hefur efni unnið úr hinni suðuramerísku plöntu stevíu, loksins verið samþykkt af Evrópusambandinu. Stevía er um það bil 400 sinnum sætari en sykur og inniheldur engar hitaeiningar. Aldagömul lækningajurt Stevía hefur verið notuð í Suður- Ameríku í aldaraðir. Plantan hef- ur til dæmis verið lengi notuð sem lækningajurt í Paragvæ og Brasilíu auk þess sem blöð hennar hafa ver- ið notuð til að gefa tei og meðölum sætubragð. Hún hefur verið notuð sem sætuefni í Japan um langt skeið, var samþykkt í Bandaríkjunum sem bætiefni í matvæli árið 2008 og er nú leyfð í Evrópusambandinu. Á Poli- tiken kemur fram að danskir mat- vælaframleiðendur séu himinlifandi yfir þessum fréttum. „Fólk hefur ver- ið mjög á móti gervisætuefnunum og hrætt um að þau geti verið skaðleg,“ segir Per Bendix Jeppesen, lektor við háskólasjúkrahúsið í Árósum og einn af leiðandi sérfræðingum í sætuefn- um í Danmörku. Hann bætir við að mikill áhugi hafi verið hjá matvæla- framleiðendum á því að geta notað náttúrulegt sætuefni og hópur þeirra hafi búið sig undir að efnið yrði leyft. Verður notað í auknum mæli „Persónulega finnst mér það hið besta mál að þetta efni hafi verið leyft enda hafa rannsóknir ekki sýnt fram á skaðsemi af völdum þess á neinn hátt, samkvæmt minni vitneskju. Með tilkomu þess á markaðinn eykst fjölbreytnin enn frekar og það finnst mér af hinu góða,“ segir Ólaf- ur G. Sæmundsson, næringarfræð- ingur. Aðspurður hvort efnið muni koma í staðinn fyrir önnur sætuefni segist hann ekki geta sagt til um það en hann telji þó líklegt að matvæla- framleiðendur muni í auknum mæli setja stevíu í svokallaðar „diet“ af- urðir. Með því höfði þeir til fólks sem hræðist önnur sykurlaus efni eins og aspartam. Varðandi áhrif á sykurþörf segir Ólafur að afurðir sem þessar veiti enga saðningu þar sem þær ein- faldlega innihalda ekki sykur og því virkar þetta fyrst og fremst sem nokk- urs konar plástur á sykurlöngun. Manneskjan er hrifin af sætubragði Þegar Ólafur er spurður hvort við séum háð sykurbragði og ættum jafnvel frekar að minnka neyslu syk- urs og sætuefna til að venja okkur af því, segir hann að eflaust sé hægt að færa rök fyrir því að við séum háð sykurbragði. „Okkur þykir flest- um sykurbragðið gott og það hefur ávallt verið svo enda erum við til að mynda hrifin af sykursætum ávöxt- um eins og appelsínum og vínberj- um. Viðbættan sykur má svo finna í ýmsum matvælum og þá einna helst í margs konar sykurríku bakk- elsi, sælgæti og drykkjarföngum,“ segir hann en vill þó benda á línu- rit sem finna má á heimasíðu Lýð- heilsustöðvar um þróun á neyslu viðbætts sykurs. Þar kemur í ljós að heildarneysla sykurs á mann hefur ekki aukist á árunum 1960 til 2008 og það sé eflaust nokkuð sem komi mörgum á óvart. Ævaforn jurt í stað sykurs n Stevía notuð sem sætuefni í aldaraðir í Suður-Ameríku n Hefur loks verið leyft í Evrópusambandinu n 400 sinnum sætari en sykur n Inniheldur engar hitaeiningar Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is 0 20 1960 1970 1980 1990 2000 2010 40 60 80 100 120 140 160 180 Sykurneysla Íslendinga Grafið sýnir hvernig neysla Íslendinga á viðbættum sykri í kg. á ári hefur þróast á árunum 1960 til 2008. Hægt að rækta á Íslandi Það má rækta stevíu hér á landi en hún er fjölær inniplanta sem verður 30 til 35 sentímetra há, eftir því hve mikið er tekið af henni. Hún þarf hæfilegt magn af sólarljósi og varast skal að hún þorni ekki upp. Á veturna leggst hún í dvala og þá er gott að klippa hana niður. Þegar birta koma nýir sprotar upp. Þessar upp- lýsingar má finna á heimasíðu Garðheima en þar segir einnig að blöðin af stevíu eða duft af jurtinni megi notað í drykki, bakstur, eftirrétti, skyr og fleira. Dópamín, verðlaunaefni heilans Fullyrðing: Sykur er fíkniefni og neysla hans leiðir því til fíknar. Svar: Allir geta eflaust sammælst um það að því fylgir sælutilfinning að neyta bragðgóðrar fæðu. Þá skiptir ekki öllu hvort fæðan teljist sæt á bragðið eða ekki. Matur hefur áhrif á myndun taugaboðefna, á borð við dópamín, í heilanum og þá á sömu svæðum og vanabindandi vímuefni. Það er að sjálfsögðu jákvæð staðreynd að neysla matar leiðir til aukinnar framleiðslu á dópamínefnum enda er okkur lífs- nauðsynlegt að borða til að lifa. En dópamín er nokkurs konar verðlaunaefni heilans og framleiðsla þess eykst þegar við verðum fyrir jákvæðri reynslu eins og þegar okkur er hrósað eða okkur sýnd væntumþykja, þegar við njótum kynlífs eða þegar við borðum mat sem okkur finnst bragðgóður eða borðum okkur mett. Það er að sjálfsögðu rétt að dópamín kemur einnig við sögu í fíkninni sem tengist fíkniefnum margs konar en neysla þeirra leiðir til dópamín- losunar í margfalt stærri skömmtum en á sér stað þegar okkur er hrósað eða ef við neytum bragðgóðrar fæðu. Eins og áður sagði eru tengsl fæðu á dópamín- framleiðslu ekki einskorðuð við mat sem inniheldur viðbættan sykur. Matur sem ýtir undir losun taugaboðefna eins og dópamínefna getur verið prótein- og fituríkt lambalæri með gráðaostasósu og kolvetnaríkum kartöflum, próteinríkur harðfiskur með smjöri, sem og dísæt appelsína.“ Ólafur G. Sæmundsson, 2007, Lífsþróttur (bls. 61) Stevía Matvælaframleiðend- ur munu líklega nota jurtina sem náttúrulegt sætuefni. n Gosdrykkir n Sykur n Sælgæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.