Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Qupperneq 18
Langaði í skraut í gluggann
n Púslar saman vinnu, móðurhlutverki og hönnun
É
g er mikið jólabarn og
hef alltaf haft gaman af
jólunum. Og enn meira
eftir að börnin mín
komu í heiminn,“ segir Guð-
rún Huld, grafískur hönn-
uður, danskennari, ritari og
tveggja barna móðir sem var
að hanna sína fyrstu jólavöru
en línan heitir Snjókorn falla.
Þrátt fyrir annríki segir
Guðrún að henni takist að
púsla vinnu, hönnun og
móðurhlutverkinu saman.
„Ég á góðan mann og flott
fólk á bak við mig svo þetta
smellur allt saman. Þegar
börnin eru farin að sofa á
kvöldin huga ég að hönnun-
inni en þessi lína er algjör-
lega norðlensk framleiðsla.
Ég er Akureyringur í húð og
hár og skrautið er útskorið
hjá Slippnum og pólýhúðað
hjá Pólýhúðun hér í bænum,“
segir hún og bætir við að
það veiti ekki af því að styðja
við landsbyggðina eins og
ástandið sé í dag.
Guðrún Huld hafði lengi
gengið með þá hugmynd í
maganum að framleiða eigið
skraut. „Mig langaði sjálfa í
eitthvað fallegt í gluggann og
byrjaði að gera skrautkúlu.
Þetta vatt strax upp á sig og
loks voru komnar fimm teg-
undir. Mig langaði ekkert til
að hætta og ákvað að byrja
með þetta og sjá viðbrögðin,“
segir Guðrún og bætir við
að hún hafi ákveðið að drífa
hugmyndina í fram-
leiðslu í stað þess að
vera einungis með hana
á tölvuskjánum.
Guðrún hefur ekki
enn farið með vörur
sínar í verslanir. „Ég
veit að það er áhugi á
þessu en ég var bara að
fá þetta í hendurnar.
Í byrjun verð ég með
þetta á Facebook-síðu
minni og svo verð ég í
hlöðunni í Litla-Garði
á laugardaginn ásamt
fleira handverksfólki,“
segir hún en Litli-Garður er
rétt við flugvöllinn á Akureyri.
Hægt er að skoða Snjó-
korn falla á facebook.com/
grafiskhonnun
18 Menning 5. desember 2011 Mánudagur
M
agnús Th. Magnús-
son, Teddi, er einn af
þekktari myndlistar-
mönnum þjóðar-
innar og hefur notið
velgengni síðustu tvo áratugi.
Sýningar hans hafa jafnan
vakið athygli og mesta athygli
vekur hann sjálfur því hann er
mikill ævintýramaður og leit
hans að efnivið er mikill hluti
verksins sem hann stillir fram.
Viðardrumbar frá Afríku og
rekaviður úr sjónum. Hver ein-
asti hlutur nálægt Tedda á sína
sögu. Teddi hefur hins vegar
ekki selt mikið í kreppunni og
hefur haft af því áhyggjur.
Teddi finnur gjarnan efnivið
í verk sín á gönguferðum. Hann
er með gott auga fyrir hinum
margvíslegu eiginleikum sem
búa í viðnum. „Ég finn alltaf
eitthvað sem vekur upp áhuga
minn,“ segir hann glaðbeitt-
ur. Það er ljóst að hann finnur
margt, hugsar blaðamaður þeg-
ar hann skimar seinna í kring-
um sig á vinnustofu hans og
heimili. Í hverjum krók og kima
eru listaverk og efniviður.
„Ég er ævintýramaður,“
segir hann og skellir upp úr. „Af
gamla skólanum,“ bætir hann
svo við og útskýrir að merk-
ingin hafi breyst ansi mikið í
gegnum tíðina. Menn ævin-
týranna í dag séu fífldjarfir og
grunnhyggnir. En þeir af gamla
skólanum náttúruunnendur og
vísindamenn.
Á vinnustofu hans er efni-
viður af alls kyns toga. Reka-
viður er algengur, heilu bryggj-
ustólpana hefur hann fengið að
gjöf frá vildarmönnum sínum
og hann fær eftir ævintýraleg-
um leiðum fágætan við frá Afr-
íku, svokallaðan járnvið, purp-
urahjarta frá Chile, mahóní og
ýmis önnur undur. Teddi virðist
eiga sér fjölda ævintýralegra
útsendara af gamla skólanum.
„Áður fyrr var það ég sjálfur
sem sigldi um höfin sjö að leita
efniviðarins. Nú gera aðrir það
fyrir mig en ég skoða mig um í
næsta nágrenni og finn þar mín
undur.“
Unir sáttur við sitt
Teddi hefur notið mikilla vin-
sælda hjá íslenskri þjóð síðustu
tvo áratugina og verk hans má
sjá víða. Þau prýða stofnanir
og heimili og sýningar hans
vekja ávallt athygli. Hann er
enda listamaður sem gerir
hvað hann vill. Stendur fast við
sína aðferð og hefur unun af
því að móta efnivið sinn. Það
er því leitt að heyra að
velgengnin hefur látið
á sjá í kreppunni. Hann
selur mun minna af
verkum sínum en fyrir
hrun. „Já, það þykir mér
leiðinlegt. En svona er
þetta. Fólk hefur ekki
jafnmikið milli hand-
anna og áður. Ég verð að
sætta mig við það,“ segir
hann. „Ég uni samt alltaf
sáttur við mitt, ég er það
sem ég geri.“
Stirður við brasið
Nýlega gekk yfir glóru-
laust óveður og fyrir
utan vinnustofu Tedda
á Kjalarnesi var allt á rúi
og stúi. Hann þurfti því að laga
svolítið til og færa til lags. „Ég
er orðinn svolítið stirður við
þetta bras en ég er samt alltaf í
svo góðu skapi. Ég er stirðastur
á morgnana en svo færist
svo mikið fjör í mig að aðrir
hafa ekki við mér,“ segir hann
og hlær.
Teddi er ekki langskóla-
genginn listamaður og hefur
nýtt formskyn sitt úr prentiðn-
inni. Hann lærði í stuttan tíma
um myndlist í Finnlandi. Hann
segir líklegt að langskólanám í
myndlist hefði rænt hann nátt-
úrunni. „Lærdómurinn sprett-
ur af glímunni milli mín og
efniviðarins,“ segir hann.
kristjana@dv.is
Sagan á
bakvið Barfly
Aðdáendur Bukowskis gleðj-
ast yfir nýrri þýðingu Upp-
heima sem gefur út bók hans;
Hollywood.
Í Holly-
wood er að-
alsöguhetj-
an Henry
„Hank“
Chinaski
sem vill
helst fara á
veðhlaupa-
brautina á daginn og fitla við
ljóðagerð á kvöldin, gjarnan
með vínflösku við hönd og út-
varpið stillt á stöð sem leikur
klassíska tónlist. Skrifa í mesta
lagi smásögu. Skáldskapur-
inn heldur honum óbrjál-
uðum, veðreiðarnar minna
hann á að hafa lífið einfalt –
þannig komi sannleikurinn í
ljós, þannig komist hlutirnir
í verk. Nú hefur hann hins
vegar verið ráðinn til að skrifa
kvikmyndahandrit sem skal til
Hollywood.
Charles Bukowski var einn
af áhugaverðari rithöfundum
tuttugustu aldar, ótvíræður
hæfileikamaður og stílisti en
umdeildur vegna drykkju-
skapar og óheflaðs orðfæris.
Aðalsöguhetjan í Hollywood
er í raun hliðarsjálf hans,
Hank Chinaski en Bukowski
tók eitt sinn þátt í að skrifa
kvikmyndahandrit. Það var
myndin Barfly og hann gerði
það aldrei aftur. Hjördís Sig-
urðardóttir þýddi.
Fær upp-
reisn æru
Ricky Gervais hefur verið ráð-
inn aftur sem kynnir á Gol-
den Globe-hátíðina. Hann
var eins og margir vita rekinn
eftir bráðfyndna en móðg-
andi frammistöðu sína á síð-
ustu hátíð. Hann er því kynnir
í þriðja skiptið í röð þrátt fyrir
það. Meðlimir Golden Globe-
nefndarinnar eru ekki á eitt
sáttir við ráðningu Rickys
sem kynnir en nú er bara að
bíða og sjá upp á hverju hann
tekur í þetta skiptið.
Flýgur á
stórri
býflugu
Kynningarmyndband fyrir
ævintýramyndina Journey 2
The Mysterious Island hefur
vakið athygli. Í því sést stór-
leikarinn Michael Caine
fljúga um á risavaxinni bý-
flugu og allt útlit er fyrir að
myndin sé hin forvitnileg-
asta.
Í fyrstu myndinni, Jour-
ney to the Center of the
Earth, léku þau Brendan
Fraser og Anita Briem á móti
Josh Hutcherson. Í þetta
sinn eru það Dwayne Jo-
hnsson, Vanessa Hudgens og
Michael Caine.
Selur lítið í kreppunni
n Magnús Th. Magnússon, eða Teddi, er ævintýramaður af gamla skólanum n Hefur
notið mikillar velgengni síðustu áratugi n Orðinn svolítið stirður en er alltaf fjörugur
Teddi á vinnustofu sinni
Í hverjum krók og kima eru listaverk
og efniviður. Myndir eyþór árnaSOn
Með mörg járn í eldinum
Guðrún Huld vílar ekki fyrir sér að
vera í nokkrum störfum, hugsa
um tvö börn og láta drauminn um
eigin vörulínu rætast.
Snjókorn falla Guðrún Huld er mikið
jólabarn og því ekki skrítið að fyrsta línan
hennar samanstandi af fallegu jólaskrauti.