Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Síða 21
Englendingar eru bara sárir n Blatter segir þá ensku hafa misst öll völd S epp Blatter, forseti al- þjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, segir að Englendingar séu enn sárir eftir að hafa ekki unn- ið réttinn til að halda heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu árið 2018 eins og þeir sóttust svo hart eftir. Englend- inga langaði mjög til þess að halda HM en mótið hefur ekki verið á Englandi síðan 1966 þegar heimamenn báru sigur úr býtum. Það var Rússland sem fékk þann heiður að halda HM árið 2018 en síðan það lá fyrir hef- ur enska knattspyrnusam- bandið staðið gegn Blatter í endurkjöri hans til formanns ásamt öðru og segir Blatter Englendinga einfaldlega vera sára. „Á sjöunda og áttunda ára- tugnum voru flottustu knatt- spyrnusamböndin bresk. Það er ekki lengur þannig. Eng- lendingar hafa misst völdin eins og sást þegar þeir töp- uðu boðinu um að halda HM árið 2018,“ segir Blatter í við- tali í svissneska blaðinu Matin Dimanche. „Þá langaði mjög að halda HM, meira en þá langaði að halda Ólympíuleikana. Eng- lendingum fannst tími til kominn að fótboltinn kæmi heim. Þeim fannst ekkert ann- að í boði en þeir myndu vinna. Englendingar mættu hingað með Beckham, Vilhjálm prins og forsætisráðherrann David Cameron. Þeir voru alveg viss- ir um að vinna. En á endanum fékk England ekki nema tvö atkvæði. Síðan þetta gerðist hafa Englendingar leitað allra leiða til þess að réttlæta tapið,“ segir Blatter. Þessi orð forsetans eiga án efa eftir að kveikja elda hjá Bretum en breska blaðið The Guardian færði sönnur á, áður en kosið var um hvaða land fengi að halda HM, að at- kvæði sumra nefndarmanna væru föl. Sport 21Mánudagur 5. desember 2011 Kveikir eld Blatter er að gera Englendinga brjálaða. Mynd ReuteRs F ótboltaheimurinn heldur áfram að kveðja sína dáðustu drengi en brasilíski snillingurinn Socrates féll frá aðfara- nótt sunnudags, 57 ára. Bana- biti hans var sýking í melt- ingarfærum en Socrates hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og hafði tvívegis lagst inn á sjúkrahús í haust. Socrates var einhver alvinsælasti leik- maður brasilíska landsliðsins í gegnum tíðina en hann þekktu allir á síða hárinu og hárband- inu. Socrates var fyrirliði bras- ilíska landsliðsins á heims- meistaramótinu á Spáni árið 1982 en það er talið eitthvað besta landslið sögunnar sem ekki tókst að verða meistari. Hann spilaði einnig á HM 1986 í Mexíkó en var þá ekki lengur fyrirliði. Eftir knattspyrnuferil- inn fór Socrates út í stjórnmál í heimalandinu en hann var alltaf róttækur baráttumaður fyrir meira lýðræði í Brasilíu. Frábær leikmaður Socrates var einstaklega góð- ur miðjumaður sem lék ávallt sem leikstjórnandi. Hann hafði frábært auga fyrir sendingum, sérstaklega stungusending- um sem samherjar hans þáðu með þökkum. Socrates var, þrátt fyrir óheilsusamlegt líf- erni, mjög mikill íþróttamað- ur, sterkur og fljótur og erfitt að ná af honum boltanum. Þá var hann jafnfættur með eindæm- um og gat skorað auðveldlega með hvorum fætinum sem var. Socrates las leikinn einstak- lega vel en það sem gerði hann frægan voru hælsendingarnar sem hann gerði alltaf blind- andi. Það bæði opnaði ótrú- lega mikið pláss fyrir samherja hans og var skemmtun fyrir áhorfendur úti um allan heim. Vildi bara vera heima Socrates hóf ferilinn með Bota- fogo-SP en flutti sig snemma til stórliðsins Corinthians. Þar skoraði hann 172 mörk í 297 leikjum. Þegar Socrates var þrí- tugur var hann kominn á fullt í pólitíkina en hann hefur sagt frá því að þeir sem hann leit hvað mest upp til voru Fidel Castro,  Che Guevara  og John Lennon. Hann lofaði því fyrir alþingiskosningarnar í Brasilíu árið 1984 að ynni flokkur hans ekki yfirgæfi hann heimaland- ið. Svo fór að stjórnin hélt velli og stóð Socrates við loforð sitt. Tugir liða í Evrópu keppt- ust um að fá Socrates til sín en Brassinn magnaði endaði í Flórens og spilaði fyrir Fior- entina tímabilið 1984–1985. Í æviminningum sínum segir Socrates frá því hversu ótrú- lega illa honum leið á Ítalíu. Það var ekki vegna þess að landið væri eitthvað slæmt, fólkið vont við hann eða erf- itt að aðlagast borginni. Ó nei. Hann var bara með svo rosa- lega mikla heimþrá að tíminn sem hann var fjarri heima- landinu varð honum óbæri- legur. Hann snéri því strax aftur heim og spilaði með Fla- mengo og Santos áður en ferl- inum lauk. Hann lék 60 leiki með brasilíska landsliðinu á árunum 1979–1986 og skoraði 22 mörk. Keðjureykjandi læknir Socrates var ekki bara snill- ingur með boltann heldur bara snillingur. Ásamt því að vera atvinnumaður í fótbolta lærði hann læknisfræðina og útskrifaðist sem læknir. Eftir að ferlinum lauk hóf hann störf sem læknir í borginni Ri- beirão Preto. Hann átti þó eftir að snúa einu sinni til viðbót- ar í fótboltann og það á stað sem enginn hefði búist við að sjá hann. Árið 2004, þá fimm- tugur, skrifaði hann undir eins mánaðar samning sem spil- andi þjálfari enska utandeild- arliðsins Garforth Town. Socrates spilaði afar lítið með liðinu, mestmegnis sat hann bara á bekknum og reykti. Socrates reykti nefni- lega gríðarlega mikið alla sína tíð og drakk líka mikið. Hann lifði ekki heilsusamlegasta líf- erninu en hann lifði lífinu til fulls og skilur eftir sig mikla arfleifð í brasilískum fótbolta. Hans verður minnst sem eins albesta knattspyrnumanns sem þessi mikla fótboltaþjóð hefur alið. Doktorinn Dáinn n socrates er látinn 57 ára að aldri n Var fyrirliði brasilíska landsliðsins n Læknismenntaður og reykti eins og strompur Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Frábær leikmaður Socrates var læknir og knattspyrnumaður. Mynd ReuteRs Úrslit Enska úrvalsdeildin Newcastle - Chelsea 0-3 0-1 Didier Drogba (38.), 0-2 Salomon Kalou (89.), 0-3 Daniel Sturridge (90.). Blackburn - Swansea 4-2 1-0 Yakubu (20.), 1-1 Leroy Lita (35.), 2-1 Yakubu (45.), 3-1 Yakubu (57.), 3-2 Luke Moore (66.), 4-2 Yakubu (83. víti). Man. City - Norwich 5-1 1-0 Sergio Aguero (32.), 2-0 Samir Nasri (51.), 3-0 Yaya Toure (68.), 3-1 Steve Morrison (81.), 4-1 Mario Balotelli (88.), 5-1 Adam Johnson (90.). QPR - West Brom 1-1 1-0 Heiðar Helguson (20.), 1-1 Shane Long (81.). Tottenham - Bolton 3-0 1-0 Gareth Bale (7.), 2-0 Aaron Lennon (51.), 3-0 Jermain Defoe (61.). Rautt: Gary Cahill, Bolton (18.). Wigan - Arsenal 0-4 0-1 Mikel Arteta (28.), 0-2 Thomas Vermaelen (29.), 0-3 Gervinho (61.), 0-4 Robin van Persie (78.). Aston Villa - Man. United 0-1 0-1 Phil Jones (20.). Everton - Stoke 0-1 0-1 Robert Huth (15.). Úlfarnir - Sunderland 2-1 0-1 Kieran Richardsson (51.), 1-1 Steven Fletcher (72.), 2-1 Steven Fletcher (80.). Staðan 1 Man. City 14 12 2 0 48:13 38 2 Man. Utd 14 10 3 1 31:13 33 3 Tottenham 13 10 1 2 29:16 31 4 Chelsea 14 9 1 4 31:17 28 5 Arsenal 14 8 2 4 30:23 26 6 Newcastle 14 7 5 2 19:15 26 7 Liverpool 13 6 5 2 17:12 23 8 Stoke 14 5 3 6 14:23 18 9 Aston Villa 14 3 7 4 16:18 16 10 Everton 13 5 1 7 15:17 16 11 Norwich 14 4 4 6 20:26 16 12 QPR 14 4 4 6 15:25 16 13 WBA 14 4 3 7 13:21 15 14 Swansea 14 3 5 6 14:20 14 15 Wolves 14 4 2 8 15:24 14 16 Fulham 13 2 6 5 15:16 12 17 Sunderland 14 2 5 7 16:17 11 18 Blackburn 14 2 4 8 21:32 10 19 Bolton 14 3 0 11 19:34 9 20 Wigan 14 2 3 9 12:28 9 Enska B-deildin Cardiff - Birmingham 1-0 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff en var tekinn af velli á 48. mínútu. Leeds - Millwall 2-0 Blackpool - Reading 1-0 Brighton - Nott. Forest 1-0 Doncaster - Southampton 1-0 Hull - Leicester 2-1 Ipswich - Watford 1-2 Peterborough - Barnsley 3-4 Portsmouth - Coventry 2-1 West Ham - Burnley 1-2 Bristol C. - Middlesbrough 0-1 Staðan 1 Southampton 20 13 3 4 42:21 42 2 West Ham 20 12 4 4 36:17 40 3 Cardiff 20 10 7 3 34:22 37 4 Middlesbr. 20 9 8 3 24:17 35 5 Leeds 20 10 4 6 35:28 34 6 Brighton 20 9 5 6 23:21 32 7 Blackpool 20 8 6 6 31:25 30 8 Hull 19 9 3 7 21:21 30 9 Leicester 20 8 5 7 27:22 29 10 Burnley 20 8 3 9 31:30 27 11 Reading 20 7 6 7 23:22 27 12 Cr.Palace 19 7 6 6 19:18 27 13 Barnsley 19 7 6 6 25:25 27 14 Birmingham 17 7 5 5 23:19 26 15 Derby 20 7 4 9 24:30 25 16 Peterborough 20 7 3 10 39:38 24 17 Watford 20 6 6 8 21:29 24 18 Portsmouth 19 6 5 8 22:22 23 19 Millwall 20 5 7 8 23:24 22 20 Bristol City 20 5 5 10 20:31 20 21 Ipswich 19 6 2 11 26:39 20 22 Nottingham F. 20 6 2 12 18:35 20 23 Doncaster 20 4 4 12 16:33 16 24 Coventry 20 2 7 11 17:31 13 FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.