Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 4
Félag Finnboga og Samherja í þrot Ánægður með helgina n Jóhannes Jónsson opnaði Iceland á laugardag Þ etta gekk svoleiðis ljómandi vel,“ segir Jóhannes Jónsson sem fyrrum var kenndur við Bónus en vill nú láta kalla sig Jóhannes í Iceland. Matvöruverslun Jóhannesar, Iceland, opnaði í Engihjalla í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Jóhannes var glaðbeittur þegar DV leitaði til hans og sagði að fullt hefði verið út úr dyrum frá opnun til lokunar bæði á laugardag og sunnudag. Jóhannes heilsaði við- skiptavinum með handabandi og hélt stutta tölu við opnunina. Fyrr í mánuðinum lýsti Jóhann- es því yfir í samtali við Fréttablaðið að eignarhlutur Iceland á Íslandi yrði skipt til helminga milli hans sjálfs og Malcolm Walker, stofnanda og for- stjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi. Sunnudagsblaðið The Observer ger- ir opnun búðarinnar á Íslandi að um- fjöllunarefni um helgina. Þar er við- skiptasaga Bónus-feðganna rakin stuttlega og fjallað um það hvernig bankahrunið feykti fjölskylduveldinu um koll. Þá hafi Malcolm Walker náð yfirráðum yfir Iceland keðjunni á ný en nú hafi Walker launað Jóhannesi greiðann. „Nú freistar Jóhannes þess að reka matvöruverslunina Iceland í beinni samkeppni við Bónus, sem áður var í hans eigu,“ segir í pistlinum. Um 70 prósent af vörum versl- unarinnar eru framleiddar hér á landi en Malcolm Walker, meðeig- andi Jóhannesar, sér versluninni fyr- ir aðfluttum vörum. Í mars eignaðist Walker Iceland verslunarkeðjuna á ný þegar hann keypti 77 prósenta hlut af slitastjórn Landsbankans. Fram kom á Reuters.com að Walker hefði aflað lánsfjár til kaupanna frá bönkunum Credit Suisse, Deutsche Bank, HSBS, Nomura og Royal Bank of Scotland. Samtals voru lánin jafnvirði um 175 milljarða króna en þau voru veitt í pundum og evrum. Að sögn Jóhann- esar er Malcolm Walker traustur bak- hjarl Iceland á Íslandi. 4 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur n Fékk milljarða afskrifaða n Keypti hlut í Icelandic Group fyrir hrun F élagið Eldar ehf. sem var í eigu Finnboga Baldvinssonar og Samherja hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Finnbogi, sem er bróðir Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og stærsta hluthafa Samherja, átti 78 prósenta hlut í Eldum. Hlutur Samherja var hins vegar 19 prósent. Að sögn Svanhvítar Yrsu Árna- dóttur, skiptastjóra Elda, voru það hlutabréfakaup Elda í Icelandic Group sem leiddu félagið fram af hengifluginu. Á árunum fyr- ir hrun gegndi Finnbogi bæði hlut- verki forstjóra og stjórnarmanns í Icelandic Group, en Eldar fóru með 20 prósenta hlut í félaginu í gegnum félagið FAB gmbh. Svanhvít segir að gjaldþrotaskiptin á Eldum ehf. séu skammt á veg komin og talsvert sé eftir af kröfufrestinum. Þá segir hún einnig: „Engar kröfur eru komnar í búið svo ekki er hægt að segja hverj- ar heildarkröfurnar verða.“ Um 10 milljarðar afskrifaðir Í febrúar árið 2010 fjallaði Kastljós um afskriftir Finnboga Baldvins- sonar og Elda. Þá hafði Nýi-Lands- bankinn létt af Finnboga persónu- legum ábyrgðum upp á tæpan einn og hálfan milljarð, en jafnframt kom fram að tæplega tíu milljarða skuld- ir Elda yrðu afskrifaðar þar sem engar eignir væru eftir í félaginu. Þegar litið er á ársreikninga félags- ins má sjá að félagið var gríðarlega skuldsett á árinu 2008, en þá nam neikvætt eigið fé Elda rúmlega 6,4 milljörðum. Í fyrra skulduðu Eldar aðeins 18 milljónir. Fékk annað lán eftir afskriftirnar Um þessar mundir er Finnbogi for- stjóri þýska sjávarútvegsfyrirtækisins Leuchtturm Beteiligungs- und Hold- ing Germany. Hann á 40 prósenta hlut í fyrirtækinu ásamt Ingvari Ey- fjörð, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Icelandic Group og öðrum millistjórn- endum sem áður unnu með þeim hjá fyrirtækinu Pickenpack, dótturfélagi Icelandic Group. Athygli vakti þegar Arion banki veitti fyrirtæki Finnboga og samstarfsmanna hans lán upp á 28 milljónir evra, jafnvirði 4,7 millj- arða króna. Þessu greindi fjölmiðill- inn IntraFish frá en Finnbogi hafði áður neitað að greina frá fjárhæðun- um sem fyrirtækið fékk að láni. Vill jákvæðari fréttir um viðskiptalífið Finnbogi er búsettur í Þýskalandi um þessar mundir. Hvorki náðist í hann né stjórnarmenn Samherja við vinnslu fréttarinnar en Ingvar Eyfjörð, samstarfsmaður Finnboga til margra ára, fullyrti að fjárfestingarnar í Þýska- landi væru alls ótengdar Eldum ehf. Jafnframt hrósaði hann Finnboga: „Veltið þessu fyrir ykkur: Icelandic Group var gjaldþrota, Finnbogi setur hlutinn sinn í að snúa fyrirtækinu við og tapar tugum milljarða króna, missir allt sitt og fer á kúpuna. Svo fer hann af stað með nýtt fyrirtæki og fær fjárfesta sem er alveg magnaður árgangur. Fjallið um þetta í staðinn fyrir að tala viðskiptalífið niður.“ Hann kallar eftir jákvæðari fréttum um viðskiptalífið og segir: „Aðalmálið er að hér eru menn bara farnir í gang aftur. Það væri svo- lítið kúl að segja: eigum við ekki bara einhverja menn sem gera eitthvað af viti? Menn sem stofna fyrirtæki, koma rekstri í gang og kaupa fisk og vinna aftur á þessum hreina grunni. Það væri gaman að sjá jákvæðari fréttir um viðskiptalífið. Við ætlum nú ekki að vera í hruninu alla tíð.“ „Aðalmálið er að hér eru menn bara farnir í gang aftur.“ Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Finnbogi Baldvinsson Félag Finnboga var nýlega úrskurðað gjaldþrota en nú fjárfestir hann af krafti í Þýskalandi. Þorsteinn Már Baldvinsson Þorsteinn er bróðir Finnboga og forstjóri Samherja sem átti 19 prósenta hlut í Eldum ehf. Glaðbeittur Jóhannes Jóhannes í Bónus vill nú láta kenna sig við verslunina Iceland. Hann er ánægður með helgina. Stunginn í Höfðatúni Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk rétt um klukkan átta á laugardagskvöld tilkynningu um slasaðan einstakling í Höfðatúni. Hafði maðurinn verðið stunginn með eggvopni og var síðar fluttur á slysadeild. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Í kjölfarið voru þrír aðilar handteknir vegna rann- sóknar málsins og voru færðir í varðhald og stóð til að yfirheyra þá á sunnudag. Jóhanna ræður sjálf sínum málum Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingar, gefur lítið fyrir vangaveltur þess efnis að Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins, sé komin á endastöð með flokk- inn. Í pistli á heimasíðu sinni gerir Mörður vangaveltur á vef Eyjunn- ar, þess efnis að ef Jóhanna hætti ekki í bráð ætli örvæntingarfullur hópur þingmanna og þingmanns- efna að stofna nýjan Alþýðuflokk, að umtalsefni. „Hvort sem mönn- um er ljúft eða leitt er staðan ein- faldlega þannig að hún ræður sjálf sínum málum fram að landsfundi sem líklega verður í febrúar. Gefi Jóhanna kost á sér áfram, með skýrum áherslum um árangur og áfanga næstu árin, fengi hún hik- lausan stuðning, meðal annars frá yðar einlægum,“ segir Mörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.