Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur Gjaldþrotum fækkar mikið 51 fyrirtæki var tekið til gjald- þrotaskipta í júnímánuði. Til samanburðar voru 112 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí. Flest gjaldþrot í júnímánuði voru í byggingastarfsemi og mannvirkja- gerð sem og heild- og smásölu- verslun. Fjallað er um málið á vef Hagstofu Íslands og þar kem- ur fram að gjaldþrot fyrstu sex mánuði ársins hafi verið 572. Það er fækkun um 32 prósent frá sama tíma í fyrra þegar 841 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta. Í tölum sem Hagstofan birti á föstudag kemur einnig fram að í maímánuði hafi 151 nýtt einka- hlutafélag verið stofnað, flest í fjármála- og vátryggingastarfsemi og fasteignaviðskiptum. Til sam- anburðar voru 145 ný einkahluta- félög skráð í maí í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins var fjöldi ný- skráninga 737, en það er fjölgun um eitt prósent frá sama tíma í fyrra þegar 731 fyrirtæki var ný- skráð. Verðbólgan minnkar lítillega Verðbólgan í júlí minnkaði um 0,72 prósent frá júnímánuði, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar sem komu út á föstudag. Helsta ástæða þessarar lækkunar er sú að sumar- útsölur eru víða í gangi og lækk- aði verð á fötum og skóm um 9,8 prósent. Þá lækkuðu flugfar- gjöld til útlanda um 15 prósent og verð á bensíni og díselolíu um 2,2 prósent. Verð á mat- og drykkjarvör- um hækkaði hinsvegar um 1,3 prósent og vó þar þyngst hækk- un á verði mjólkurafurða og eggja. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan aukist um 4,6 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur hún hins vegar minnkað um 0,3 prósent sem jafngildir eins prósenta verðhjöðnun á ári. R aufarhöfn, Þórshöfn, Kópa- sker, Bakkafjörður og stóru bæjarfélögin; Akureyri og Húsa vík,“ segir Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, aðspurður hvaða bæjar- félög muni græða mest á metnaðar- fullum áformum Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Eins og margoft hefur komið fram þá vill Nubo byggja upp sannkallaða ferða- mannaparadís á svæðinu. Ef allt fer að óskum Nubos mun þar rísa fimm stjörnu lúxus-hótel, hestabúgarður og átján holu golfvöllur. Forðast verkalýðshreyfinguna Aðalsteinn er formaður Framsýn- ar, stéttarfélags Þingeyinga. Þegar og ef af þessum áformum verð- ur munu starfsmenn Nubos til- heyra því stéttarfélagi. Af þeim sökum sendi Aðalsteinn Nubo bréf fyrir ári síðan til að koma á fundi með þeim tveimur til að ræða áform þess síðar nefnda. Tals- menn Nubos veittu bréfinu við- töku og sögðust myndu hafa sam- band. Nubo hefur hins vegar ekki haft samband við verkalýðsfélag- ið – í heilt ár. „Við vildum – og vilj- um enn – fá upplýsingar um það hversu umfangsmikið þetta verður og eins um starfsmannamál. Þetta svæði er náttúrulega á félagssvæði Framsýnar. Þeir sem koma til með að vinna á þessu svæði – verði af þessu – verða félagsmenn okkar.“ Lögregla vinnumarkaðarins Aðalsteinn hefur, meðal annars af ofangreindum sökum, vissar efa- semdir um heilindi Nubos. „Ég verð smeykari með hverjum deg- inum sem líður. Það eru ýmsar nýj- ar, vafasamar upplýsingar að koma í ljós og svo bíðum við alltaf eft- ir svari frá þeim,“ en bætir við að hann hafi engar áhyggjur af því að Nubo muni brjóta á réttindum starfsmanna sinna. Aðalsteinn seg- ist vera lögregla vinnumarkaðarins. „Okkar hlutverk – stéttarfélaganna – er að koma í veg fyrir slíkt; og við munum gera það. Það mun aldrei nokkrum leyfast það að vera að undirbjóða eða vera ekki með sitt fólk á réttum kjörum. Komi hann hingað, þá fer hann eftir reglum eins og aðrir.“ Vítamínsprauta atvinnulífsins Aðalsteinn er hins vegar í eng- um vafa um að þessi uppbygging hefði rosalega jákvæð áhrif á at- vinnulíf svæðisins. „Fjöldinn all- ur af fólki fengi auðvitað vinnu við þetta,“ segir hann sem telur einnig að kínverskum ferðamönnum muni fjölga í kjölfarið. „Þetta hefði gífurlega góð áhrif á ferðaþjón- ustuna í heild sinni,“ segir hann og bætir við að blóm ferðaþjón- ustunnar dreifi svo fræjum sínum í akur annarra atvinnuvega. Ef vel færi gæti svæðið því breyst í for- kunnarfagran lystigarð. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is n Ár síðan stéttarfélagið Framsýn sóttist eftir fundi með Nubo Hefur efasemdir um heilindi Nubo „Komi hann hingað, þá fer hann eftir reglum eins og aðrir n Lára Hanna Einarsdóttir birti fyrir helgi athyglisverðar upplýsingar um umsvif Huang Nubos í Bandaríkjunum. Þar á hann jörð sem stendur enn auð og var keypt á uppsprengdu verði. Á jörðinni er sagður standa búgarður, en það kemur ekki heim og saman við raunveruleikann, ef marka má vitnisburð manns sem býr nærri jörðinni. Grunur leikur á að jörðin sé keypt til að auðvelda aðgengi að lánsfé. Jörðin ku vera lítið annað en rutt skóglendi og stendur hún gjörsamlega auð, að sögn Láru Hönnu sem birti pistil um málið á vef Eyjunnar. Hún hafði samband við íbúa á svæðinu og voru samskiptin við hann athyglisverð. n „Ég fann þennan meinta búgarð og hringdi til Tennessee. Komst síðan í tölvupóstsamband við matsmann fast- eigna í Benton-sýslu, héraðinu þar sem Huang Nubo kveðst reka ferðaþjónustu og kallast „Lucky Star Ranch“. Það voru mjög athyglisverð samskipti,“ skrifar Lára Hanna um málið. Svar matsmanns- ins hljóðar í lausri þýðingu svona: n „Ég veit ekki neitt um Hr. Huang. En ég þekki eignina sem hann keypti. Ég bý í þriggja mílna fjarlægð frá henni. Hún er einangruð og er mestmegnis rutt skóglendi. Það var fyrrum eigandi sem felldi trén. Þetta er afskekktur kimi sýslunnar okkar og langt frá allri þeirri þjónustu sem þyrfti til þess að þróa svæðið frekar […] Hann hefur ekki sagt sýslunni neitt um áform sín. n Það er varla hægt að byggja eitt- hvað upp á þessari eign í Benton-sýslu. Ég hef heyrt að hann ætli að skipta því upp í um fimmtán ekru einingar og hafa veiðikofa á þeim, en það er bara eitthvað sem ég heyrði. Það er ekkert ákveðið svæðisskipulag í Benton-sýslu og hér er ekkert áfengi á boðstól- um svo að áform um spilavíti eða brugghús munu ekki ganga upp. Eignin er líka langt frá öllum þjóðvegum. Ég vildi að ég gæti hjálpað þér en það hefur ekkert verið opinberað um þetta. Ef hann á einhvern búgarð þá er hann ekki hér.“ Enginn búgarður Lögregla vinnumarkaðarins Aðal- steinn Baldursson mun sjá til þess að öllum lögum og reglum verði framfylgt. Býr til lystigarð Huang Nubo mun blómga atvinnulíf ýmissa bæja, að sögn Aðalsteins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.