Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 10
E f maður sagði eitthvað vitlaust, blótaði eða eitthvað, þá var maður tekinn inn á baðher- bergi og skrúbbaður í manni kjafturinn með sápu,“ seg- ir Jón Hlífar Guðfinnuson sem hefur lagt fram kæru á hendur hjónunum Einari Gíslasyni og Beverly Sue Dögg Gíslason. Jón Hlífar var vistaður á barnaheimili sem hjónin ráku á Hjalt- eyri við Eyjafjörð á áttunda áratugn- um. Heimilið var einkarekið og því sjálfstætt en starfaði með gildi Hvíta- sunnukirkjunnar að leiðarljósi. Í við- tali við DV lýsir Jón Hlífar dvöl sinni á heimilinu ítarlega og greinir þar frá miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Á meðal annarra heimildamanna DV eru fleiri fyrrum vistbörn á heimilinu og ættingjar þeirra auk mæðgna sem búsettar voru á Hjalteyri og áttu sinn þátt í því að heimilinu var lokað. Viðmælendur blaðsins eru á einu máli um að Einar og Beverly hafi stjórnað heimilinu með harðri hendi. Fram kemur að hjónin hafi hindr- að samskipti barnanna við fjölskyld- ur sínar eftir fremsta megni og reynt að innræta þeim trúarskoðanir Hvíta- sunnukirkjunnar. Þegar leitað var til Einars Gíslasonar vísaði hann öllum þessum ásökunum á bug. Ekki hefur verið fjallað um barna- heimilið á Hjalteyri í fjölmiðlum áður og aðeins er minnst á það lítillega í skýrslu sem forsætisráðuneytið vann árið 2007 í kjölfar þess að Breiða- víkurmálið kom fram í dagsljósið. Þar kemur fram að barnaverndarnefnd Akureyrar hafi gert athugasemdir við starfsemina árið 1977 og heimilið hafi verið til umfjöllunar hjá Barna- verndarráði Íslands í talsverðan tíma. Árið 1980 var rekstri barnaheimilisins endalega hætt. Skítug systkini „Við vorum bara rosalega skítug. Það átti að hreinsa okkur. Við komum frá svo skítugu fólki,“ segir Jón Hlífar um vistina á Hjalteyri. „Þau fengu okkur til að trúa að við ættum allt skilið, og mér fannst ég eiga allt skilið.“ Sam- kvæmt Jóni var andlegt ofbeldi og kúgun daglegt brauð á barnaheim- ilinu auk þess sem óþægum börn- um var refsað með barsmíðum. Það kemur heim og saman við framburð annarra fyrrverandi vistbarna. Jón Hlífar fæddist árið 1970 og var eitt fjögurra systkina sem dvöldust á heimilinu í nokkur ár. Móðir þeirra var búsett á Fáskrúðsfirði og þjáðist af geð- klofa. Elsta systir Jóns Hlífars, Margrét Wium Sigurðardóttir, var fædd árið 1963 og sagði hún frá reynslu sinni af Hjalteyri í skjóli nafnleyndar í Vik- unni árið 1998. Margrét lést úr krabba- meini árið 2000. Hún minntist þess að martröðin hefði byrjað morguninn eft- ir að systkinin komu á staðinn. Þá hafi þau verið rifin eldsnemma á fætur og þeim sagt að þau væru „börn djöfuls- ins“. DV hefur undir höndum minn- isblöð Margrétar frá fullorðinsárunum sem sjá má hér til hliðar. Eldri bróðir Jóns Hlífars, Ágúst Wium, fæddist árið 1968 og var einnig vistaður á Hjalteyri en drukknaði árið 1986. Yngsti bróðirinn, Steinar Sör- ensson, kom nokkurra mánaða gam- all á heimilið en var sendur heim vegna lungnabólgu. Hann segist prísa sig sælan yfir veikindunum í dag. Enn annar bróðir þeirra, Albert Wium, fæddur 1966, var vistaður á barna- heimilinu á Kumbaravogi en áður hefur verið greint frá illri meðferð á börnum þar. Skipað að rassskella yngri börnin „Ef yngri krakkarnir pissuðu und- ir þá áttum við sem vorum eldri að taka þau og rassskella þau. En mað- ur reyndi kannski að taka lakið og fela það í staðinn,“ segir Reynir Ragnars- son sem var með elstu börnunum á Hjalteyrisheimilinu er hann var send- ur þangað árið 1972, þá 12 ára gam- all. Reynir man vel eftir vistinni hjá Einari og Beverly og ber þeim ekki vel söguna frekar en Jón Hlífar og Mar- grét Wium. „Hann var harður húsbóndi,“ segir Reynir og rifjar jafnframt upp strangt trúaruppeldi á heimilinu. „Oft var val- ið eitt barn og látið syngja kristilegt lag í matsalnum. Einu sinni þegar ég var valinn sagði ég nei. Þá skipaði Einar Gísla mér að koma fram í eldhús þar sem hann náði mér niður og settist ofan á mig,“ segir Reynir og bætir við: „Ég fékk ekki að borða þetta kvöld.“ Reynir var sonur Sigurbjörns Ragnars Jóhannssonar lögreglu- manns og var sendur á Hjalteyri fyrir tilstuðlan prests í Hafnarfirði þar sem hann bjó. „Ég var svolítill ólátabelgur þegar ég var krakki. Það var verið að forða mér frá slæmum félagsskap. En ekki fór ég í betri félagsskap.“ Foreldr- ar Reynis heimsóttu hann á 13 ára af- mæli hans og fengu að fara með hann til Akureyrar. Þar sagði Reynir föður sínum frá því að honum líkaði dvölin á Hjalteyri alls ekki. Að sögn Reynis fór faðir hans í kjölfarið á skrifstofu Einars og las yfir honum. „Eftir þetta var að- eins meiri friður.“ Reynir segist hafa gert það sem í hans valdi stóð til að hjálpa yngri börnum á heimilinu og þegar á leið færði hann sig upp á skaftið. Er hann var 14 ára var hann rekinn heim eftir að hafa slegist við Beverly. „Hún réðist á vin minn, Magga frá Akureyri, og fór að rífa í hárið á honum og svona. Þá réðist ég á hana. Ég var bara að vernda krakkana.“ Reynir hyggst leita réttar síns líkt og Jón Hlífar hefur gert. „Ég vil endilega koma þessu öllu í dagsljósið.“ Ættingjar reknir burt Þó að lögreglumaðurinn sunnan úr Hafnarfirði hafi fengið að heimsækja son sinn á afmælisdaginn er ljóst að svo einfalt var það ekki alltaf. Um það vitnar Stefán Jónsson, móðurbróð- ir Jóns Hlífars og systkina hans, sem enn í dag er búsettur á Fáskrúðsfirði. Eitt sinn ferðaðist Stefán alla leið til Hjalteyrar ásamt foreldrum sínum, afa og ömmu barnanna, í þeim til- gangi að heimsækja systkinin. „Við fengum ekki inngöngu þarna,“ seg- ir Stefán sem þá var kominn vel yfir tvítugt. „Við komum að girðingu og þar var hlið sem við fengum ekki að fara inn fyrir. Það var bara ekki hægt að heimsækja þau.“ Þó reynst hafi misjafnlega auðvelt að heimsækja vistbörnin á Hjalteyri virðist ljóst að hjónin hafi reynt að einangra þau frá fjölskyldum sínum sem mest þau máttu. Um þetta ber öllum heimildamönnum DV saman. Staðið var yfir börnunum þá sjaldan þau fengu að tala í símann, bréf voru ritskoðuð og leyfi til heimsókna voru háð afar ströngum skilyrðum. Verðlaunuð fyrir Biblíukunnáttu DV ræddi við konu sem dvald- ist á barnaheimilinu á Hjalteyri er hún var um það bil 11 ára gömul og kýs að koma fram undir nafnleynd. Hún fæddist í Hafnarfirði og móðir hennar var alkóhólisti. Því sá barna- verndarnefnd Hafnarfjarðar til þess að hún var send ásamt yngri systur sinni á nokkur barnaheimili og dvald- ist hún meðal annars á Hjalteyri um nokkurra mánaða skeið. Þrátt fyrir stutta viðdvöl man konan ýmislegt frá tíma sínum þar, til dæmis mikla ein- angrun, stífar reglur og róttækar bók- stafstrúarskoðanir. Auk þess minnist hún líkamlegra refsinga þó sjálf hafi hún ekki orðið fyrir slíku. „Ég hef ekkert gott um þetta fólk að segja þannig lagað. Hann var rosalega strangur og það mátti lítið sem ekkert. Og hann var mjög róttækur trúmaður. Miðað við önnur heimili sem ég hafði verið á var hann alveg ofboðslega rót- tækur.“ Aðspurð um líkamlegar refs- ingar segir konan: „Það voru aldrei lagðar á mig hendur. En hann átti það til, ég get alveg vottað það. Maður sá hann leggja hendur á önnur börn,“ segir hún og bætir við: „Einhverjar n Kæra andlegt og líkamlegt ofbeldi á barnaheimili Hvítasunnuhjóna n Forstöðumaður segir líkamlegar refsingar ekki hafa tíðkast „Börn djöfulsins“ á Hjalteyri 10 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur Endurfundir Jón Hlífar (til hægri) og Reynir Ragnarsson höfðu ekki sést í áratugi er þeir komu saman á nýjan leik í síðustu viku. Reynir man eftir bræðrunum Ágústi og Jóni Hlífari en þeir voru talsvert yngri en hann. Mynd Eyþór árnaSon Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.