Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 11
stelpur voru kannski kjaftforugri en ég og svona. Þá sá maður alveg hvað kom fyrir þær og passaði sig sjálf.“ „Maður gat ekki sagt foreldrum sínum í símann hvernig manni leið því það var bara staðið yfir manni,“ segir konan og staðfestir einnig að bréf hafi verið ritskoðuð og ann- að slíkt. Þó á hún einnig einhverjar ljúfari minningar frá Hjalteyri og tel- ur að hjónin hafi ekki viljað illa. „Við fórum inn á Akureyri með þeim og svona. Það var reyndar yfirleitt í ein- hvern Hvítasunnusöfnuð en fólkið sem tók á móti okkur þar var yndislegt og allt svoleiðis.“ Svo rifjar hún upp daglegan Biblíulestur á heimilinu þar sem börnunum var hlýtt yfir. „Mað- ur fékk verðlaun fyrir það hversu vel maður kunni Biblíuna og svona.“ Vildu skírast í Hvítasunnusöfnuðinn Konan man einnig vel eftir því þegar eldri bróðir hennar og félagi hans komu í heimsókn til þeirra systra á Hjalteyri. Bróðir konunnar var þá á unglingsaldri og bað DV hann að lýsa heimsókninni. „Þær fengu nær ekkert að hafa samband við foreldra eða ætt- ingja nema undir ströngu eftirliti. Ég þurfti að sækja um leyfi með löngum fyrirvara og beita samböndum sem ég hafði við áhrifafólk á Akureyri. Svo fékk ég ekki einu sinni að vera einn með þeim í herbergi. Það var kona sem fylgdist með því að þær segðu ekki eitthvað vitlaust eða ég talaði um fólkið heima,“ segir bróðir konunnar. Þegar það barst í tal að fara með systurnar í bíó á Akureyri var svar- ið einfalt. „Það var bara blátt nei. Það kom ekki til greina.“ Bróðir kon- unnar rifjar einnig upp bréf sem fjöl- skyldunni barst frá systrunum er þær voru á Hjalteyri. „Og ég man að það sem mömmu sárnaði mest var að þegar þær höfðu verið þarna í ein- hverja mánuði, þegar sú eldri sendi bréf sem var alveg greinilega ritskoð- að. Það var allt svo frábært og gott, þær voru farnar að ganga með guði og höfðu frelsast og svona. Þá báðu þær um leyfi til að skírast inn í Hvíta- sunnusöfnuðinn.“ „Köllunarstarf af trúarlegum ástæðum“ Einar Gíslason, fæddur 1937, og Beverly Sue Dögg Pálsdóttir, fædd 1946, kynntust undir lok sjöunda ára- tugarins í Seattle í Bandaríkjunum, heimaborg Beverly. Þangað fór Ein- ar í Biblíuskóla ungur að árum en hann segist hafa tekið mjög ákveðna stefnu með Drottni um 24 ára aldur. Síðar náði Einar sér í kennsluréttindi á Íslandi en Beverly er líka kennara- menntuð. Árið 1972 urðu mikil umskipti í lífi þeirra hjóna er þau fluttust að Hjalteyri við Eyjafjörð og stofnuðu þar heimili í Richardshúsi fyrir börn í erfiðum aðstæðum. Barnaheimilið var einkarekið og laut því ekki stjórn neins æðra yfirvalds. Í Degi frá árinu 1973 er umfjöllun um heimilið og þar stendur að starf þetta sé „unnið sem köllunarstarf, af trúarlegum ástæð- um“. Eins og áður kom fram gerði barnaverndarnefnd Akureyrar, undir forystu Jóns Björnssonar félagsmála- fulltrúa bæjarins, athugasemdir við starfsemina árið 1977. Málið var tekið til umfjöllunar hjá Barnaverndarráði Íslands og fljótt tók að halla undan fæti hjá hjónunum í Richardshúsi. Eftir að barnaheimilinu var lokað fluttu hjónin af landi brott og settust að í Bandaríkjunum að nýju um 1980. Einar og Beverly voru þó ekki far- in fyrir fullt og allt og sneru fljótt aftur heim. Á seinni hluta tíunda áratugar- ins hófu þau störf sem dagforeldrar í Garðabæ og gegndu þeim störfum í níu ár. Þá fengu þau brennandi áhuga á Montessori-stefnunni svoköll- uðu, uppeldisstefnu sem kennd er við helsta frumkvöðul hennar, Maríu Montessori. Árið 2007 fengu Einar og Beverly loks leyfi hjá Garðabæ til þess að hefja starfsemi Montessori-seturs fyrir börn í húsakynnum Sjálands- skóla. Nú hefur þeirri starfsemi verið hætt. Jón Hlífar Guðfinnuson fagnar því og segir að „þetta fólk hefði aldrei átt að koma nálægt börnum“. Árásir og svívirðingar Þegar DV hafði samband við Einar og Beverly og bar undir þau ásakan- ir fyrrum vistbarna á Hjalteyrarheim- ilinu var þungt í þeim hljóðið og lítill áhugi fyrir því að ræða málið. „Þetta var svolítið sárt fyrir okkur að hætta þegar við hættum því okkur lang- aði að halda áfram,“ segir Einar. „Það var ráðist á okkur með alls konar svívirðingar“ Um aðfinnslur félags- málayfirvalda, sem gerðar voru að frumkvæði Jóns Björnssonar í barna- verndarnefnd Akureyrar, segir Ein- ar: „Það var allt rekið ofan í þá aftur. Hann vildi að við værum alveg und- ir hans stjórn en við vildum bara vera sjálfstætt heimili.“ Einar segir þær ásakanir sem hér hefur verið lýst fráleitar með öllu. „Við kenndum þeim að segja pabbi og mamma. Við ólum þau bara upp eins og við vorum sjálf alin upp.“ Hann segir að líkamlegar refsingar hafi ekki tíðkast á barnaheimilinu. „Hegðunarvandamál voru eiginlega bara engin. Við áttum börnin og þau hlýddu okkur og allir unnu saman. Þetta var bara gott, vel rekið heimili. Ég veit ekki um eitt einasta barn sem hefur lent á villibraut eftir að það fór frá okkur.“ Hann vísar því jafnframt á bug að slitið hafi verið á tengsl barnanna við fjölskyldur þeirra, segir heimsókn- ir hafa verið með eðlilegu móti og ekki hafi verið staðið yfir börnunum er þau töluðu í síma. Um trúarlífið á heimilinu segir Einar að það hafi ver- ið „svona álíka eins og í Vatnaskógi“. „Örugglega farið offari“ Gunnar Þorsteinsson í Krossinum var meðlimur í Hvítasunnukirkjunni á þeim tíma sem Hjalteyrarheimilið var stofnað. „Ég heimsótti þetta heimili á Hjalteyri einu sinni og man eftir þessu svona óljóst í minningunni. Mér þótti afskaplega vænt um Einar, merkileg- ur skólamaður,“ segir Gunnar og tek- ur fram að Einar og Beverly séu yndis- leg hjón sem vilji öllum vel. „En Einar er þannig maður að örugglega hef- ur hann farið offari í ýmsu. Hann var barnslega einlægur og hafði mikla hugsjón.“ Eins og áður kom fram ráku hjónin barnaheimilið sjálfstætt og svo virðist sem fjárskortur hafi háð rekstrinum töluvert. Einar segir að um helming- ur fjármagnsins hafi fylgt börnunum en afganginn hafi þurft að útvega eftir öðrum leiðum sem ekki eru útlistaðar nánar. „Þetta var rosalega erfitt, að sjá um að allir hefðu nóg að borða og nóg af fötum og öllu sem til þurfti,“ segir Einar og tekur jafnframt fram að á átta árum hafi hann ekki fengið frí nema í um það bil einn og hálfan mánuð þegar allt er talið. Ljóst er að framburði hjónanna Einars og Beverly ber ekki saman við lýsingar annarra heimildarmanna DV á heimilislífinu á Hjalteyrarheimilinu. Í miðvikudagsblaði DV birtist viðtal við mæðgur sem settust að á Hjalteyri árið 1978. Þær fór fljótt að gruna að ekki væri allt með felldu í Richards- húsi þar sem barnaheimilið var rekið og tóku til sinna ráða. n n Kæra andlegt og líkamlegt ofbeldi á barnaheimili Hvítasunnuhjóna n Forstöðumaður segir líkamlegar refsingar ekki hafa tíðkast „Börn djöfulsins“ á Hjalteyri Fréttir 11Mánudagur 30. júlí 2012 Minnisbréf Margrétar „Þetta varð byrjunin á martröð“ Margrét Wium Sigurðardóttir var elst nokkurra systkina sem dvöldu á Hjalteyrarheimilinu. Þangað var hún send ásamt yngri bræðrum sínum árið 1972, er hún var 11 ára gömul, vegna veikinda móður þeirra. Margrét lést úr krabbameini árið 2000. Yngri systir hennar hefur varðveitt minn- isbréf hennar og afhenti DV afrit af slíkum bréfum við vinnslu þessarar umfjöllunar. Í minnisbréfum Margrétar kemur fram að hún hafi verið kvíðin og hrædd þegar farið var með systkinin á Hjalteyri. Við komuna létti henni þó er hún komst að því að heimilisfólkið væri sama fólk og sá um sunnudagaskólann. „En þetta varð síður en svo byrjunin á betra lífi. Þvert á móti. Þetta varð byrjunin á martröð, martröð sem ég varð að ganga í gegnum með öll skynfæri í lagi,“ stendur í minnisbréfunum. „Martröð sem átti eftir að standa yfir í nær fimm ár. Lengstu ár ævi minnar. Ár sem ég vil helst þurrka út en get ekki. Sársaukinn nístir enn þegar ég hugsa til baka um þennan tíma.“ Margrét lýsir jafnframt trúarboðskap hjónanna. Ef börnin bæðu Jesú ekki að frelsa sig undan öllum synd- um sínum myndu þau brenna í helvíti. „Ég sem alltaf hafði haft þá trú að Guð væri góður. Allt í einu varð hann að stóru grimmu skrímsli. Skrímsli sem refsaði mér ef að ég gerði eitthvað rangt.“ Þá rifjar Margrét upp hirtingar og harðræði. „Ég lærði það fljótt að ef ég ætlaði ekki að verða flengd eða dregin á eyranu þá var um að gera að láta sem minnst fyrir sér fara.“ „Þær fengu nær ekkert að hafa samband við foreldra eða ættingja nema undir ströngu eftirliti. Gústi og Nonni Bræðurnir Ágúst og Jón Hlífar dvöldu á Hjalteyrarheimilinu í tæp fimm ár. Nú er Ágúst látinn en Jón hefur lagt inn kæru vegna illrar meðferðar heimilinu. Myndin er frá árinu 1978. Þegar Guð var ennþá góður Þessi mynd af systkinunum Margréti og Alberti er sennilega frá árinu 1968 eða 1969. Í minnisbréfum Margrétar kemur fram að á Hjalteyri hafi Guð hætt að vera góður og orðið að „stóru grimmu skrímsli“.„Við áttum börnin og þau hlýddu okk- ur og allir unnu saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.