Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 17
Við viljum opið og frjálst hagkerfi Jóhanna mjög farsæll leiðtogi Geri þetta sér- staklega fyrir þá Árni Páll Árnason alþingismaður – FréttablaðiðSigríður Ingibjörg Ingadóttir gæti hugsað sér að verða næsti formaður flokksins – DVFriðrik Friðriksson leikari ætlar að hlaupa maraþon fyrir Duchenne-samtökin – mbl.is Að gera ekki neitt Spurningin „Mér finnst bara fáránlegt að það hækki um helming. Margrét Björk Ólafsdóttir 18 ára vinnur í ferðamannaverslun „Það er sárt í veskið.“ Arnar Helgi Garðarsson 20 ára athafnamaður „Ég er ekki einu sinni með bílpróf þannig að það snertir mig ekki beint. Pan Thorarensen 31 ára tónlistarmaður „Mér finnst það vont, mér finnst það óþarfi að það sé alltaf verið að síhækka allt.“ Björgvin Sigurðarson 30 ára listamaður „Mér finnst það eiginlega frekar slæmt.“ Jóhannes Birgir Pálmason 30 ára tónlistarmaður Hvað finnst þér um hækkun í bílastæði? 1 „Það eru náttúrulega ríkir pabbadrengir í íslenskri pólitík“ Sigríður Ingibjörg segir pabbadrengi leiða sjálfstæðis- og framsóknarmenn. 2 Skóli Óla Stefáns verður ekki að veruleika Áform um nýjan grunnskóla í Reykjavík verða ekki að veruleika. 3 Þóttist vera blindur og drukknaði í skurði 65 ára Wales- verji sem kvaðst vera blindur drukknaði í skurði. Krufning leiddi í ljós að hann var ekki blindur. 4 Fín laun hjá 365 Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, var með 4,1 milljón króna á mánuði árið 2011, samkvæmt útreikningum DV. 5 Sigmundur er ríkasti þing-maðurinn Hrein eign Sigmundar og eiginkonu hans nemur rúmlega einum milljarði króna. 6 Stewart vildi drama Sagði í ný-legu viðtali að hún gæti ekki beðið eftir að eitthvað slæmt myndi henda sig. 7 Russell Brand kærður Tók síma af ljósmyndara og henti honum í gegnum rúðu í New Orleans. Mest lesið á DV.is S læmir hlutir gerast þegar gott fólk gerir ekki neitt. Þessi orð komu upp í hugann eftir að ég las grein Arnar Gunnarssonar, formanns afrekssviðs ÍA á vefsíðunni fotbolti.net, þar sem hann fjallaði um málefni fótboltamannsins Mark Don­ inger sem spilaði áður með ÍA og nú með Stjörnunni. Þar færir hann rök fyrir því að ástæðulaust sé fyrir íþróttafélag að grípa til aðgerða gegn hinum unga fótboltamanni þrátt fyrir að hans bíði hugsanlega dómur vegna tveggja lík­ amsárása gegn fyrrum kærustu sinni. Þrátt fyrir að hann hafi þegar hlot­ ið dóm vegna annarrar líkamsárás­ ar, sem Örn gleymir þó af einhverri ástæðu að nefna í grein sinni. Örn telur að íþróttafélag geti ekki fordæmt hegðun einstaklings né veitt samþykki sitt fyrir henni. Gæta þurfi að mannréttindum þeirra ekki hvað síst er varðar rétt til atvinnu og rétt­ látrar málsmeðferðar og mikilvægt sé að styðja við íþróttamenn sem „lenda“ í þess háttar vanda. Á endanum klikkir hann út með því að segja að íþróttahreyfingin sýni einmitt gott fordæmi með því að hjálpa viðkomandi einstaklingum og sleggjudómar megi ekki vera hluti af þeim skilaboðum sem hún tekur þátt í. Gott fordæmi? Þetta rifjaði upp gamlar óþægilegar minningar þar sem manneskja sem mér þótti vænt um þurfti að upplifa sam­ bærilega hluti af hendi knattspyrnu­ manns. Hversu jákvætt það þótti hversu aðgangsharður hann var í vörninni, kannski á grundvelli ofbeldishneigð­ ar sinnar. Hversu mikill glamúr var yfir þessum pilti, alveg þar til vinkona mín fór ítrekað „að ganga á veggi“. Hversu spennandi hann þótti í ljósi hæfileika sinna á knattspyrnuvellinum, alveg þar til hann sat af sér sinn fyrsta fangelsis­ dóm af mörgum. Áfram hélt hann þó að spila fótbolta. Hefði það breytt einhverju að hafa samband við íþróttafélagið? Miðað við skrif Arnar Gunnarssonar tuttugu árum seinna, virðist svarið vera nei. Á þessum tuttugu árum virðist þó eitthvað hafa breyst. Á vefsíðum bæði ÍA og Stjörnunnar má nú finna siða­ reglur félaganna sem samþykktar voru í fyrra. Í kaflanum um eldri iðkendur má finna ákvæði um hvernig bæði eldri iðkendur og stjórnarmenn skuli haga sér innan íþróttahreyfingarinnar. Eldri iðkendur skulu ávallt vera til fyrir­ myndar varðandi framkomu, jafnt utan vallar sem innan og hafa hugfast að þeir eru fyrirmynd yngri iðkenda. Þeir skulu aldrei samþykkja né sýna ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði. Um stjórnarmenn segir að þeir skulu standa vörð um anda og gildi félagsins og sjá um að hvort tveggja lifi áfram meðal félagsmanna og þeir skulu taka alvarlega ábyrgð sína gagnvart fél­ aginu og iðkendum. Ekkert segir hins vegar um hvað gerist ef menn brjóta siðareglurnar, því væntanlega telst það að fá dóm fyrir líkamsárás að hafa sýnt ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði eða hvað? Skilaboð samfélagsins Við getum breytt þessu. Skilaboð sam­ félagsins, skilaboð íþróttahreyfingar­ innar sjálfrar, skilaboð hvers og eins skipta máli. Við getum öll sagt hingað og ekki lengra. Þessi hegðun er ekki ásættanleg, er ekki íþróttamannsleg og við viljum hana ekki. Ekki í íþróttahreyfingunni, ekki í samfélaginu. Gott dæmi um þetta er forvarn­ arhópur ÍBV. Eftir síðustu Þjóðhátíð var samfélagið allt enn á ný í áfalli eft­ ir fjölda tilkynninga um nauðganir og margir veltu fyrir sér hvað væri hægt að gera. Forsvarsmenn ÍBV fengu á sig mikla gagnrýni og kröfur voru á lofti um að leggja Þjóðhátíðina af. Nokkrir frábærir einstaklingar ákváðu svo að gera eitthvað og tryggja að ofbeldismenn myndu ekki fá neitt skjól í þögn eða aðgerðaleysi íþróttahreyfingarinnar eða samfél­ agsins. Verkefnið heitir Bleiki fíllinn. Bleiki fíllinn er táknmynd þessa að­ gerðaleysis, vanmáttar, þöggunar og kannski „sleggjudómsleysis“ okkar allra þegar við bregðumst ekki við of­ beldi. Talsmaður hópsins orðaði þetta vel í viðtali: „Bleiki fíllinn stendur náttúrulega fyrir frasann góðkunna um vandamál sem má ekki tala um, vandamál sem er lokað á. Þetta er samfélagslegt vandamál sem þarf að berjast gegn. Auðvitað gerist þetta ekki bara á Þjóðhátíð en einhvers staðar verður maður að byrja.“ Ábyrgðin er ekki okkar á ofbeldinu, en við berum ábyrgð á aðgerðaleysi okkar, þögguninni, með því að bregð­ ast ekki við eða jafnvel réttlæta tilvist bleika fílsins. Hættum að vernda ofbeldis­ menn. Hafið bláa Það viðraði ágætlega til útivistar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag þó stöku skúrir hafi verið. Þessi ferðamaður virti útsýnið fyrir sér og horfði á haf út. Mynd JGMyndin Umræða 17Mánudagur 30. júlí 2012 „Þessi hegðun er ekki ásættanleg, er ekki íþróttamannsleg og við viljum hana ekki. Kjallari Eygló Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.