Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 8
Þ að er ofsalega erfitt að þurfa að viðurkenna óréttlæti og maður verður eiginlega ekki frjáls fyrr en maður fær rétt- lætinu framfylgt,“ segir Lilja Bára Gruber, móðir Astridar Rún- ar Guðfinnsdóttur sem brenndist á andliti og höndum þegar hún fékk flogakast á meðan hún var að þrífa baðker með heitu vatni þann 11. nóvember árið 2005. Þann dag hófst þrautaganga Ast- ridar og fjölskyldu hennar fyrir rétt- lætinu, sem enn er ólokið. Guðfinnur Friðjónsson og Lilja, foreldrar Ast- ridar, eru mjög ósátt við þá meðferð sem hún fékk á Landspítalanum, alveg frá því hún kom þangað inn á slysadeild þangað til hún útskrifaðist af lýtalækningadeild 32 dögum síð- ar. Þau vilja meina að lýtalækninga- deildin hafi verið stjórnlaus og engir sérfræðingar hafi í raun gefið fyrir- mæli um meðferð dóttur þeirra. Það hafi orðið til þess að hún fékk ranga meðferð sem þau telja hafa stór- skaðað hana. Máli sínu til stuðnings leggja þau meðal annars fram mynd- irnar sem sjá má með greininni. Kærðu málið strax Lilja og Guðfinnur saka Jens Kjart- ansson, sem þá gegndi stöðu yfir- læknis á lýtalækningadeild Land- spítalans, um alvarleg afglöp í starfi og kærðu meðferð Astridar bæði til lögreglu og Landlæknisembættis- ins en málinu var vísað frá á báðum stöðum. Astrid, sem er nú 26 ára gömul, varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu og hefur það gert líf hennar erfitt. For- eldrar hennar hafa því reynt, eftir fremsta megni, að hlífa henni við öll- um þeim upplýsingum sem þau hafa í höndunum. „Þessi meðferð sem mislukkaðist skerðir lífsgæði hennar alveg svakalega og hún er mjög ósátt. Við höfum reynt að halda þessu frá henni en hún er alltaf að uppgötva þetta meira,“ segir Guðfinnur. Hann segir reiðina hafa blossað upp hjá Astrid þegar Jens komst í umræðuna nýlega vegna PIP-púðanna sem hann, einn lýtalækna hér á landi, notaði. Lilja tekur þó fram að Astrid sé já- kvæð og taki þessu af æðruleysi. Hún hafi gaman af lífinu þrátt fyrir að lífs- gæði hennar hafi skerst. Á síðustu árum hefur Astrid þurft að fara í fjöl- margar aðgerðir vegna brunsáranna, meðal annars á húð, öndunarfær- um og augum, en í einni aðgerðinni þurfti að sauma 120 spor í augnum- gjörðina. Þá hefur einnig þurft að draga úr henni tennur. Hún þjáist af mikilli þreytu og verkjum og fær sí- endurteknar sýkingar í augun. Lýtalæknir dró álit til baka Eftir að hafa fengið ný sjúkragögn í hendurnar óskuðu Lilja og Guðfinn- ur aftur eftir því við Landlæknisemb- ættið að málið yrði rannsakað að nýju. Árið 2010 sýndu þau Ólafi Jak- obssyni lýtalækni, sem rannsakaði málið fyrir landlækni og vann álitið sem upphaflega frávísunin byggði á, nýju gögnin. „Þegar hann sá hvernig hlutirnir voru, þá fór hann á kaf, fékk öll gögnin hjá okkur og bað land- lækni um frekari gögn, sem hann fékk ekki. Þar eftir dró hann álitið til baka. Ég ber virðingu fyrir þess- um manni. Þetta er eini lýtalæknir- inn sem stígur út úr þeirra verndar- hring og viðurkennir að þetta hafi ekki verið gert rétt. Það er enginn sem stendur með honum. Meira að segja landlæknir gerir lítið úr honum í dag. Hann gerir álit hans að engu með því að segja að það hafi verið faglega staðið að öllu, þrátt fyrir að búið sé að draga álitið til baka,“ segir Guðfinnur. Landlæknisembættið hafnaði endurupptöku á málinu á þeim for- sendum að ekkert nýtt kæmi fram í gögnunum sem sýndi fram á að mis- tök hefðu átt sér stað. „Landlækn- ir þarf að afsanna það en ég fullyrði að hann sé að hylma yfir með Jens Kjartanssyni. Það má alveg hafa það eftir mér. Hann veit betur.“ Ósk um endurupptöku málins liggur nú inni á borði velferðarráðuneytisins. „Við ætlum aldrei að gefast upp,“ segir Guðfinnur. „Mér finnst ekkert rétt- læti í því að menn skuli komast upp með þetta,“ bætir hann við. Þau eru tilbúin að selja íbúðina sína og fara með málið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu ef ráðuneyt- ið vísar því frá. Stóð í skaðabótamáli Jens var vakthafandi læknir á lýta- læknadeildinni þegar Astrid var lögð þar inn. Þrátt fyrir það sást hann ekki á deildinni þann dag- inn, að sögn hjónanna. Þá eru eng- ar skráningar frá honum eða und- irskriftir á gögnum alla 32 dagana sem Astrid lá á spítalanum. Deildarlæknir hafði þó sam- band við Jens þegar hún kom inn á slysadeildina og gaf hann fyrir- mæli um fyrstu meðferð í síma, án þess að hafa séð hana. Það eru Guðfinnur og Lilja mjög ósátt við. Á þessum tíma stóð Jens í skaðabótamáli sem höfðað var gegn honum og svæfingalækni vegna mistaka í brjóstastækkun- araðgerð á Domus Medica. Kona hlaut 65 prósenta örorku og voru læknarnir dæmdir til að greiða henni rúmar 23 milljónir króna í skaðabætur. Foreldrar Astridar telja Jens ekki hafa getað sinnt starfi sínu al- mennilega á þessum tíma vegna dómsmálsins. Þau eru undrandi yfir því hvernig læknir, sem sinnti rekstri einkastofu og stóð í dóms- máli, átti á sama tíma að geta sinnt stöðu yfirlæknis á Landspítalan- um. Mikið ósamræmi í sjúkraskrá Þegar foreldar Astridar óskuðu eftir að fá í hendurnar sjúkraskrá henn- ar, eftir að hún útskrifaðist af spítal- anum, fannst hún hvergi og var týnd í heila viku. Þeim þótti það einkenni- legt en segjast hafa fengið þau svör hjá læknunum að það gerðist oft að gögn týndust með þessum hætti. Þau kæmu hins vegar yfirleitt í leit- irnar að lokum. Þau fréttu það síðar að sjúkraskráin hefði fundist inni á skrifstofu hjá Jens. Þá virðast margar útgáfur vera til af ýmsum gögnum í sjúkraskránni. Lilja og Guðfinnur ráku sig á það þegar þau fengu hana í hendurnar. Þar dúkkuðu upp mismunandi út- gáfur af sömu gögnunum og virðist þeim sem reynt hafi verið að hag- ræða þeim eftir því hvernig það hentaði frásögn læknanna. Í mörg- um tilfellum er ekki samræmi á milli þeirrar meðferðar sem Astrid fékk og þess sem skráð var. Þau hafa til að mynda gögn í höndunum sem sýna fram á að hún hafi verið skráð á tveimur stöðum á spítalanum á sama tíma og í þrjár mismunandi meðferðir, sem gefur auga leið að stenst ekki. Þá var sjúkraskrá hennar frá slysa- og bráðadeild óútfyllt þrátt fyrir að hún hefði verið þar inni í tíu klukkutíma. Í sjúkraskýrsluna vantar einnig tólf skráningar frá næturvökt- um og tvær frá kvöldvöktum dagana sem Astrid lá inni. Það lítur því út fyr- ir að hún hafi ekki verið á spítalanum á þeim tíma. Var í lyfjamóki af morfíni Lilja og Guðfinnur setja einnig stórt spurningamerki við morfíngjöf Ast- ridar. Þrátt fyrir að skráð sé að hún hafi neitað verkjum var henni gef- ið mikið morfín í æð. Var það Guð- mundur Gunnarsson deildarlæknir sem kvittaði fyrir fyrstu morfíngjöf- unum eftir að hún kom inn á slysa- deildina klukkan 14.14. Hún fékk svo reglulega skammta af morfíni fram til 18.20 án þess að læknir kvitt- aði fyrir þeim. Guðfinnur og Lilja segja dóttur þeirra hafa verið í lyfja- móki og, samkvæmt upplýsingum sem þau hafa fengið, hefði svo mikið magn af morfíni hæglega geta dregið hana til dauða. Grisjur rifu húðina af Sérfræðingur í brunalækningum hefur verið Lilju og Guðfinni innan handar í rannsóknarvinnunni. Hann hefur bent á að ekki hafi verið rétt að hafa Astrid undir hitatjaldi við þessar aðstæður. En hún var undir tjaldinu í næstum þrjár vikur. „Við erum með leiðbeiningar varðandi hitatjaldið og hvernig eigi að meðhöndla húð í kringum augu sem brennur. Það var allt gert rangt.“ Settar voru grisjur í kringum augun nokkrum dögum eft- ir slysið, en þegar þær voru teknar af rifnaði húðin með og skildi eftir opin sár eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hvergi í sjúkraskýrslum er að finna fyrirmæli um að setja ætti grisjur á augu hennar. Svo virðist því sem hjúkrunarfræðingar hafi ákveð- ið meðferðina frá degi til dags án fyr- irmæla frá læknum. Þá voru engir mælar til staðar til að mæla hitastig í húð hennar á meðan hún var undir hitatjaldinu. Það segja þau bókstaflega ólöglegt. Hitinn frá tjaldinu var um 40 gráð- ur og átti hann að draga úr bólg- um í andliti. Foreldrar Astridar telja hitatjaldið þó einungis hafa gert illt verra. Það hafi smám saman brennt hana meira, líkt og myndirnar sýna. Þau segja Jens þó hafa reynt að telja þeim trú um að slysið hefði orsakað þau miklu og opnu sár sem mynduð- ust á dóttur þeirra strax á fyrsta degi eftir innlögn. Það geti hins vegar ekki staðist miðað við upphaflegar lýs- ingar á áverkunum. Þá er misræmi á milli greinargerðar Jens í málinu og sjúkraskýrslna. Vildu taka hana burt af spítalanum „Hennar líf er búið að vera svo erf- itt, allt sem hún er búin að ganga í 8 Fréttir 15. febrúar 2012 Miðvikudagur Saka lýtalækni um afglöp n Astrid brenndist á andliti og höndum árið 2005 n Foreldar hennar telja að hún hafi fengið ranga meðferð Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Við erum með leiðbeiningar varð- andi hitatjaldið og hvern- ig eigi að meðhöndla húð kringum augu sem brenn- ur. Það var allt gert rangt. Þrautaganga Lilja og Guðfinnur ætla ekki að hætta að berjast fyrr en viðurkenning fæst á því að mistök hafi verið gerð í meðferð Astridar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.