Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 248,6 kr. 256,1 kr. Algengt verð 248,4 kr. 255,9 kr. Höfuðborgarsv. 248,3 kr. 255,8 kr. Algengt verð 248,6 kr. 256,1 kr. Algengt verð 250,4 kr. 256,3 kr. Melabraut 248,4 kr. 255,9 kr. 14 Neytendur 15. febrúar 2012 Miðvikudagur Bragðgóð og holl súpa n Lofið að þessu sinni fær Kaffi Haítí en viðskiptavinur staðarins sendi eftirfarandi: „Fiskisúpan á Kaffi Haítí fær mitt lof en hún er stútfull af fiski, krydduð af alúð af matseljunni og vertinum, henni Eldu. Svo kostar hún líka bara 1.000 krónur. Þetta er bragðgóð og holl magafylling fyrir lítinn pening og til- valið að fá sér eina skál í hádeginu.“ Bestu sætin frátekin n Lastið fær Ölfushöllin en hesta- áhugamaður fór þangað á hesta- sýningu Meistaradeildar VÍS fyrir skömmu. „Við komum á staðinn þremur korterum fyrir sýningu til að vera komin tímanlega og til að fá góð sæti fyrir miðju. Þegar við komum á staðinn var búið að raða púðum og teppum á bestu staðina á bekkjunum en enginn á staðnum. Þetta er því ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og okkur fannst þetta mjög óréttlátt. Við reynd- um að ræða þetta við starfsmenn en fengum engar undirtektir en kona sem þekkir til sagði mér að þetta væri oft svona. Okkur fannst þetta bara rosalega svekkjandi og við heyrðum óánægjuradd- ir vegna þessa í kringum okkur. Þar að auki sáum við tvær konur sem vinna í höllinni sitja í þessum sætum meðan á sýningunni stóð. Það tíðkast greini- lega að starfsmenn taki frá fyrir vini og vandamenn,“ segir óánægður hesta- áhugamaður. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last É g held að það sé fullt af fólki í sömu stöðu og ég. Fólk sem var ráðdeildarsamt, átti góð- an eignarhlut og fær nú ekki svokölluð úrræði sem eru í boði,“ segir Þórdís Bachmann í sam- tali við DV. Henni finnst sorglegt að sama úrræðaleysi virðist vera hér og var árið 2008. „Mann langar helst að segja við unga fólkið „farðu, farðu héðan“ og það er það sem er að ger- ast. Það er einmitt fólkið sem er á tekjuöflunaraldri, þessir sterkustu sem fara. Hinir verða eftir og koðna niður. Þvílík örlög Þórdís flutti heim til Íslands frá Danmörku árið 2007 og hafði þá með sér um það bil andvirði einn- ar milljónar íslenskrar í dönskum krónum sem hún hafði fengið út úr sölu á íbúð sinni þar. Henni var ráðlagt að skipta þeim í íslensk- ar krónur þar sem innistæðuvextir væru svo háir hér, en þá stóð gengi dönsku krónunnar í 11 krónum. „Þvílík örlög að flytja heim 2007, en ég vissi ekki frekar en aðrir að ver- ið væri að ræna Ísland innan frá á þeim tíma. Ég keypti íbúð um leið og ég kom heim, borgaði 30 prósent út og tók lán upp á 13,7 milljónir, allt í erlendri mynt. Þegar gengið féll fór lánið í 34 milljónir.“ Haustið 2009 flutti Þórdís aftur til Danmerkur þegar henni bauðst að dveljast þar sem skiptinemi en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Þá leigði hún út íbúð sína á Íslandi. Ekki nægileg óreiða Fyrir um það bil ári sótti hún um greiðsluúrræði hjá Landsbankan- um, en fékk þá að vita að hún væri í of slæmum málum. „Eiginlega var mér sagt að ég væri með of lágar tekjur til að fá aðstoð. Það voru aug- lýst stíft þessi svakalega góðu úr- ræði en þegar til átti að taka virtist ekkert þeirra passa fyrir mig. Í fram- haldinu fór ég til umboðsmanns skuldara og fékk greiðsluskjól. Fyrir tveimur vikum fékk ég svo að vita að ég væri ekki í nægri óreiðu. Hefði ég verið svo forsjál að hafa tekið bíla- lán sem væri nú í vanskilum, feng- ið yfirdrátt og helst nokkur meðlög á mínum herðum, þá væri hægt að gera eitthvað fyrir mig.“ Eins fékk hún það svar að þar sem hún væri bara með eitt lán væri lítið mál fyrir hana að semja við Landsbankann um greiðslur af því. „Það er nú heldur betur ekki auð- velt að eiga við bankann. Sem er svo merkilegt, þar sem bankinn heyrir beint undir stjórnvöld og hlýtur því að eiga að vinna samkvæmt því sem stjórnvöld skipa.“ Geta ekkert gert Þórdís vill taka fram að hjá umboðs- manni skuldara vinni gott fólk og að hún hafi átt góð samskipti við þau sem þar vinna. „Þau geta bara ekki gert neitt fyrir mig. Það voru sett lög sem þau vinna eftir en þau lög íþyngja sakleysingjum. Ég fékk þær útskýringar að það borgi sig ekki fyrir mig að fara í greiðsluaðlögun. Það mundi þýða að ég fengi leyfi til að leigja íbúðina mína af bank- anum á markaðsvirði eða á 180.000 krónur. Ég borga núna 120.000 af henni. Þetta markaðsvirði leigunn- ar er nú bara einhver tala dregin upp úr hatti. Ef ég gerði það væri ég að borga 140 prósent af ráðstöf- unartekjum mínum og ætti þá ekki fyrir mat eða strætómiðum.“ Þórdís hefur verið búsett erlendis og hefur Landsbankinn lagt hart að henni að færa lögheim- ilið til Íslands. Aðspurð um ástæðu þess segist hún ekki vita það. „Það læðist einhvern veginn að manni sá grunur að með því geti þjóðarbúið kreist endanlega úr mér þessa fimm lítra af blóði.“ Búin að missa ævisparnaðinn Hún segist trúa því að það sé mik- ið af fólki sem geti samsamað sig hennar sögu og að ástandið taki alla von af fólki. „Fyrir mér er þetta allt svo öfugsnúið; að verðlauna þessa áhættuhegðun alveg út í eitt og refsa svo og mergsjúga þá sem áttu eitthvað í fasteignum sínum. Nú er allur séreignarsparnaður farinn og fólk er farið að ganga á skrokkinn, heilsuna og geðið. Þetta er það sem ég hef verið að upplifa sjálf og sjá hjá öðrum. Ég verð núna að horfast í augu við það að ég er búin að missa ævisparnaðinn og er of gömul til að byrja á núlli,“ segir Þórdís. Eins og kúguð eiginkona Þórdís segir að Íslendingar verði að hætta að kyssa vöndinn. „ Sagan okkar segir að Danir hafi verið svo vondir við okkur og selt okkur maðkað mjöl. Nú er það okkar eigið fólk sem selur okkur maðkað mjöl, en ekkert er gert, engum er refsað og ekkert stoppað. Það vita allir að keisarinn er berrassaður, en það þykir einhvers konar ókurteisi að segja það upphátt eða að gera eitt- hvað við því. Hvaða þrælslund er hér í gangi? Við viljum ekki viður- kenna að við höfum rétt og við höf- um vald. Við erum eins og kúguð eiginkona.“ Hún segist óska þess að þjóðin stæði saman gegn þeim sem hafa hér tögl og hagldir. Það sé góð byrj- un að vera meðvitaðir neytendur því í raun megi segja að við séum neytendur í öllu okkar lífi. „Við erum neytendur á miklu meira en mat og bensíni. Það liggur við að við séum neytendur sem kjósendur. Við leggjum fram okkar tryggð og bindum trúss okkar við einhvern flokk eða einstakling. Það þýðir að við getum líka gert kröfur á þennan einstakling eða flokk, að hann vinni fyrir okkur. Við borgum launin hans og við eigum að nota allan þann rétt sem við höfum.“ „Þvílík örlög að flytja heim 2007“ n Þórdís hefur misst allan ævisparnað n Fellur ekki undir nein úrræði „Þvílík örlög að flytja heim 2007, en ég vissi ekki frekar en aðrir að verið væri að ræna Ísland innan frá á þeim tíma. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þarf að geta greitt 60 prósent „Í greiðsluaðlögun er gert ráð fyrir að í lok samnings- tímans verði afmálning af veðkröfum umfram 100 prósent sem þýðir að þetta verður ekki lengur veðkrafa heldur breytist hún í samningskröfu. Þá gera lögin ráð fyrir því að þú verðir að geta borgað að minnsta kosti 60 prósent af hæfilegu húsnæði á markaði. Annars getur þú ekki fengið greiðsluaðlögun,“ segir Svanborg Sigmars- dóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Hafir þú ekki greiðslugetu til að borga af að minnsta kosti 60 prósentum af eðlilegu húsnæðisverði þá sé ekki hægt að gera ráð fyrir að þú haldir fasteigninni. Aðspurð hvort fasteignir séu seldar og fólk missi þær segir hún að það þurfi ekki endilega að missa þær á nauðungarsölu. „Heldur getur verið að fasteignin sé seld, í samráði við skuldara, á fasteignamarkaði. Þá er umsjónarmaður sem sér um það og þá er samið um niðurfellingu skulda umfram andvirði eignarinnar. Þá fylgja þér ekki skuldir sem þú hefur ekki greiðslugetu til að greiða af,“ segir hún. Þá sé maður í rauninni á núll- punkti. Hún segir að lögin geri ekki ráð fyrir að fólk haldi öðrum eignum, svo sem hesthúsi eða sumarbústað og margir séu ósáttir við að þurfa að selja slíkar eignir. Fólk hafi þó alltaf þann valkost að draga umsókn til baka og reyna að bjarga sér á eigin vegum. Það gerist alloft til dæmis ef fólk fær tilboð um sérstaka skuldaaðlögun frá bank- anum. Hún undirstrikar þó að engir samningar muni nást og kröfuhafar muni ekki samþykkja að fá minna greitt en að minnsta kosti 60 prósent af andvirði eignarinnar. Þórdís Bachmann Horfist í augu við að hafa misst ævisparnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.