Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 10
„Ástandið á Íslandi mun batna hratt“ 10 Fréttir 15. febrúar 2012 Miðvikudagur Verð í sund kannað: Dýrara að fara í sund en áður Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð og breytingar á milli ára á gjald- skrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Sveit- arfélögin sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna um 4 til 23 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusam- bandi Íslands (ASÍ). Þar kemur fram að árskort fullorðinna hafi hækkað hjá 11 sveitarfélögum af 15 um 3 til 23 prósent. Aðeins Reykjavík, Reykjanes, Árborg og Seltjarnarnes hafa ekki hækkað árskortið hjá sér. Hjá 10 sveita- félögum af 15 er greitt fyrir börn á grunnskólaaldri í sund. Fyrir þá sem ekki eru hand- hafar sundkorta og greiða fyrir stakar sundferðir er það ódýrast í Reykjanesbæ, eða 370 krónur. Hæsta staka gjaldið er í Árborg og í Kópavogi, eða 550 krónur. Verðmunurinn er því tæplega 50 prósent. Öll sveitarfélögin hafa hækk- að hjá sér gjaldskrána á stakri sundferð milli ára. Mesta hækk- unin er í Hafnarfirði, um 32 prósent, eða úr 340 krónum í 450 krónur. Minnsta hækkunin er á Akureyri, eða um 4 prósent. Þar fer gjaldið úr 450 krónum í 470 krónur og á Ísafirði um 4 prósent, eða úr 490 krónum í 510 krónur. Flest sveitarfélög bjóða upp á afsláttarkort en hægt er að kaupa 10, 20 og 30 miða kort. Þá er einnig hægt að kaupa mánaðarkort, sex mánaða kort og árskort. Samkvæmt könn- un verðlagseftirlits ASÍ er allt að 69 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði fyrir 10 miða kort sem selt er hjá öllum sveitarfélögum nema Akranesi. Hæsta gjaldið fyrir 10 miða kort er 4.400 krónur í Kópavogi en lægst er það á 2.600 krónur í Vestmannaeyjum. Mest hefur kortið hækkað í Hafnarfirði, um 43 prósent, eða úr 2.300 krón- um í 3.300 krónur. Eina sveitar- félagið sem hefur ekki hækkað verðið á 10 miða kortinu er Ak- ureyri, en þar kostar það 3.900 krónur. 30 miða kort er aðeins selt hjá 9 sveitarfélögum af þeim 15 sem skoðuð voru. 104 pró- senta verðmunur er á hæsta og lægsta verði. Dýrast er kortið í Kópavogi, eða 9.900 krónur en ódýrast á Akranesi 4.860 krónur. Mesta hækkun á 30 miða korti er hjá Hafnarfjarðarbæ, eða um 43 prósent, þar sem það fer úr 6.300 krónum í 9.000 krónur milli ára. Minnsta hækkunin er 1 prósent hjá Garðabæ þar sem gjaldið fer úr 6.900 krónum í 7.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar á vef ASÍ, asi.is. Jón Ásgeir Jóhannesson svaraði 130 spurningum á Beinni línu DV.is á þriðjudag. Í máli hans kom fram að hann telur framtíð Íslands bjarta. Hann telur við- skiptasiðferði hér á heildina litið gott en segir það líða fyrir smæð landsins. Hann vill að Alþingi setji á fót sannleiksnefnd sem starfi fyrir opnum tjöldum. Guðbrandur Jónatansson: Hafið þið feðgar eða þú hugleitt að setja upp matvöruverslun á Íslandi?  Jón Ásgeir Það er ekki á teikniborðinu, en ég tala bara fyrir sjálfan mig – aldrei að vita hvað sá eldri gerir. Sigurður Eggertsson: Hvað finnst þér um aðkomu Glitnis að Vafnings- málinu? Var það ekki vitað að bankinn ætti í vanda og gæti ekki lánað þessar upphæðir á þessum tíma? Var þér kunnugt um þessa gjörninga?  Jón Ásgeir Ég þekkti þetta ekki – og vil ekki tjá mig um sakamál sem er rekið fyrir dómstólum. Hafsteinn Árnason: Hvað finnst þér um núverandi stjórnvöld? Eru þau að standa sig vel eða illa?  Jón Ásgeir Steingrímur er duglegur – er kannski ekki alltaf sammála honum. Ætli svarið sé ekki bara vel og illa. Manni finnst eins og stjórn landsins hvíli einkum á einum aðila. Ágúst Jónatansson: Hvernig finnst þér að gera þurfi upp hinn siðferðilega hluta hrunsins við þjóðina?  Jón Ásgeir Með sannleiksnefnd skipaðri af Alþingi, sem starfar fyrir opnum tjöldum, t.d. í beinni útsendingu í fjölmiðlum. Hrannar Gunnarsson: Jón, nú reyndir þú að kaupa Newcastle United á sínum tíma. Var Chelsea of stór biti?  Jón Ásgeir Það var nú e-ð grín, ég sást í e-i treyju, sem á stóð Owen og einhver mislas það sem Owner og allir héldu að ég ætlaði að kaupa. Hördur Ágústsson: Ertu með lyftara- próf?  Jón Ásgeir Já, er sennilega útrunnið – vann við það í þrjú ár. Atli Fanndal: Hver er afstaða þín til landsdóms? Eru það pólitískar ofsóknir að Geir H. Haarde standi einn með ákæru í fanginu?  Jón Ásgeir Ég hef sagt það áður að mér finnist þessi málatilbúnaður fáránlegur og rangt að Geir sitji einn á sakamannabekk. Sigurður Þórðarson: Nú sagðir þú í Silfri Egils að þú hefðir aldrei heyrt af eyju að nafni Tortola en nú er komið í ljós að þú áttir félög á þeirri eyju, hvernig svarar þú fyrir það?  Jón Ásgeir Ég þekki British Virgin Islands en ekki nafnið Tortola. Það var Egill sem gerði þá eyju fræga. Hörður Ágústsson: Hver er þín skoðun á samhengi afskrifta fyrir fyrirtæki og einstaklinga? T.d. með vísun í Guðmund í Brimi sem fær afskrifaða milljarða sama dag og hann kaupir húsið af Hannesi Smára.  Jón Ásgeir Það er mín skoðun að það sé engum til góðs að setja einstaklinga eða fyrirtæki í þrot eftir efnahagshrun, meta verði raunverulega greiðslugetu fyrirtækja og heimila. Sigurður Sigurðsson: „Þetta var ekki okkur að kenna,“ sagðir þú í október 2008 (Silfur Egils) og varst að tala um þig sjálfan og aðra umsvifamikla íslenska „útrásarvíkinga“ og ábyrgð á Hruninu. Ertu enn á þessari skoðun?  Jón Ásgeir Ég er enn þeirrar skoðunar að í kjölfar þess að eignabólan sprakk í vest- rænum hagkerfum dundu yfir hörmungar á hagkerfum vestrænna landa, sem voru miklu stærri en að einhverjir einstaklingar beri ábyrgð. Þórarinn Einarsson: Hver er afstaða þín til aðildar Íslands að ESB í dag?  Jón Ásgeir Ég tel að eina leið Íslendinga út úr krónuvandamálinu sé að ganga í ESB og taka upp evru. Pétur Jónsson: Telur þú að þú hafir unnið meira gagn en ógagn fyrir land og þjóð?  Jón Ásgeir Vonandi meira gagn. Ólafur Ragnarsson: „Stærsta bankarán sögunnar,“ voru þín orð skömmu áður en Glitnir féll. Telur þú að bankaránið hafi tekist og menn komist upp með það?  Jón Ásgeir Ég tel að sú aðferðafræði sem var notuð hér á landi í upphafi október 2008 til að takast á við frost á lánamörk- uðum erlendis hafi ekki verið rétt. Kolbrún Engilbertsdóttir: Jón Ásgeir! Hvernig stendur á því að þið hjónin haldið 365 miðlum og Fréttablaðinu eftir allt sem á undan er gengið?  Jón Ásgeir Félag á vegum konu minnar lagði fé í fyrirtækið – þess vegna er félagið undir hennar yfirráðum. Ingimar Helgason: Sæll, um hversu háar fjárhæðir hefur þú eða fyrirtæki sem þér tengjast styrkt stjórnmála- flokka? Hvaða flokka og hver var tilgangurinn með styrkjunum?  Jón Ásgeir Ég man ekki fjárhæðir, en ég var alltaf þeirrar skoðunar að þetta ætti að fara nokkuð jafnt yfir alla til að viðhalda lýðræði í landinu. Helen Pálsdóttir: Hæ, hæ. hvað finnst þér um 110% leiðina?  Jón Ásgeir Eins og ég sagði áður þá verða einstaklingar að geta staðið undir skuldum sínum – það græðir enginn á gjaldþrotaleið. Þar sem verðbólgan hefur haldið áfram er hætt við því að þetta verði 130–140% leið og það er ekki gott. Ágúst Jónatansson: Ertu sammála þeim sem vilja aðskilja viðskipta- banka og fjárfestingabanka?  Jón Ásgeir Já. Jakob Bjarnar Grétarsson: Sæll, Jón Ásgeir! Hversu mikið hefur 365 greitt í málskostnað og sektir fyrir blaðamenn sína í gegnum tíðina í meiðyrða- málum?  Jón Ásgeir Ég hef ekki þær tölur á takteinum. Anna María Svansdóttir: Hver er skoðun þín á þeirri markaðsmisnotkun sem allir bankarnir og flestar stærstu viðskiptablokkirnar virðast hafa stundað fyrir hrun?  Jón Ásgeir Það er ekki mitt að fella dóma. Ég er ekki með forsendur þessara mála til að tjá mig um þau, en höfum í huga að láta dómstólana dæma og leyfa mönnum að vera saklausir þar til sekt er sönnuð. Pétur Jónsson: Er viðskiptasiðferði á Íslandi gott? Hvað mætti betur fara?  Jón Ásgeir Heilt yfir held ég það. Það er litað af smæð landsins. Haraldur Einar Hannesson: Hefur þér eitthvað hugnast að fjárfesta meira hér heima í náinni framtíð?  Jón Ásgeir Það verður bara að koma í ljós. Ingimar Helgason: Ertu á launaskrá 365 miðla? Ef svo, hvað ertu með í mánaðarlaun og hvert er starfs- sviðið?  Jón Ásgeir Já – er ráðgjafi og hef verið um árabil. Laun eru trúnaðarmál. Sigurður Sigurðsson: Að þínu mati, eftir á að hyggja, hvað hefði Seðlabankinn átt að gera varðandi Glitni banka í lok september 2008?  Jón Ásgeir Í fyrsta lagi að átti að kalla alla saman, bankastjóra, FME, ríkisstjórnina, og reyna að finna lausn á málunum, svipað og var gert í USA og UK, þar stýrðu menn fram hjá skerjum í stað þess að steyta á þeim. Aðalsteinn Hjelm: Hvað fór í alvöru ykkar Davíðs Oddssonar í milli á sínum tíma þegar „hann kallaði þig inn á teppið“?  Jón Ásgeir Það er kurteisi að segja ekki frá tveggja manna tali. Benedikt Hinriksson: Hvað áttu stórt sjónvarp? Hér er talað í tommum.  Jón Ásgeir Ég á tvö túbusjónvörp í meðal- lagi stór og einn flatskjá 42". Alma Guðmundsdóttir: Baugur Group vildi stofna sérlífeyrissjóð – í hvaða tilgangi?  Jón Ásgeir Baugur ætlaði sér aldrei að stofna lífeyrissjóð – fólkið á sína lífeyris- sjóði sjálft – það eitt getur stofnað þá. Aðalsteinn Hjelm: Sérðu einhverja fjárfestingarkosti úti á landsbyggð- inni, t.d. í ferðamannaiðnaðinum, sem þú sérð fyrir þér taka þátt í að byggja upp?  Jón Ásgeir Ferðamannaiðnaðurinn á Ís- landi er rétt að byrja – verður orðinn stærri en sjávarútvegur 2020. Ólafur Ragnarsson: Þú ert háll sem áll, Jón Ásgeir, ættir að vera í stjórnmálum… því spyr ég aftur hvort þú teljir að menn séu að komast upp með „Stærsta bankarán sögunnar“ eins og þú komst sjálfur að orði?  Jón Ásgeir A.m.k. fengu margir vogunar- sjóðir skuldabréf á föllnu bankana á slikk og hafa hagnast svakalega. Sindri Snæsson: Telur þú þig vera mann með sterka siðferðiskennd? Og telur þú þig vinna eftir öllum þeim reglum er lúta að viðskiptasiðferði?  Jón Ásgeir Já, ég tel að svo sé og hef átt farsæl viðskipti við menn í gegnum tíðina – ekki margir sem kvarta sem hafa átt við mig viðskipti, en margir telja sig geta kvartað, sem hafa ekki átt við mig viðskipti. Haukur Hauksson: Sæll, Jón. Telur þú að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næstu 5 árum? Og hvernig ætti að fara að því?  Jón Ásgeir Ég held að eina raunhæfa leiðin varðandi gjaldmiðilinn sé að við tökum upp evru. Atli Ingólfsson: Hvað finnst þér um bensínverð hér á landi ?  Jón Ásgeir Það er hátt en ekki hærra en t.d. í Bretlandi en það er athyglisvert hvernig Bandaríkin nálgast málin og hafa engar álögur á bensín. Ólafur Ragnarsson: Er það satt að þú hafir beðið Hrein Loftsson um að bjóða Davíð Oddssyni 300 milljónir á sínum tíma?  Jón Ásgeir Nei, það er ekki satt. Lilja Gunnarsdóttir: Þú hefur alltaf verið svolítið fitt. Hvernig heldurðu þér í formi? Stundarðu einhverjar íþróttir? Pælirðu í útlitinu?  Jón Ásgeir Takk fyrir það – ég reyni að hreyfa mig þegar tækifæri gefst. Atli Þorsteinsson: Þú varðst fyrir snjókasti mótmælanda 2008. Hefurðu óttast að verða fyrir ofbeldi almennings eftir að hrunið varð?  Jón Ásgeir Nei, Íslendingar eru almennt kurteisir og málefnalegir. Bjarni Jónsson: Sæll, Jón! Af hverju rakst þú og núna konan þín fjölmiðlafyrirtæki sem rekið var með tapi ár eftir ár? Hver er ávinningurinn af því fyrir ykkur hjónin sem fjárfestar?  Jón Ásgeir 365 var rekið með hagnaði árið 2010 og 2011. Aðalgeir Þorgrímsson: Ein létt frá bílaáhugamanni: Hver er skemmtilegasta græjan sem þú hefur ekið og hver er draumabíllinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.