Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 15. febrúar 2012 J ósefína Þorbjörnsdóttir, íbúi á Reykjanesi sem bjó með 24 hundum og 4 köttum í 60 fer- metra kjallararaíbúð, hefur verið ákærð fyrir hegningar- lagabrot og brot gegn samþykkt um hundahald. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Illa bitin Í ákæru kemur fram að Jósefína hafi með stórskostlegu gáleysi orðið þess valdandi að 17 hundar sem hún var að viðra og hafði ekki í taumi gerðu aðsúg að Guðrúnu Sigríði Guð- mundsdóttur á útivistarsvæði við Rockville í Sandgerði í lok maí á síð- asta ári. Hundarnir flöðruðu upp um Guðrúnu, kröfsuðu í hana og bitu með þeim afleiðingum að hún hlaut sex bitsár aftan á hægra læri, hið stærsta um 2 sentímetrar að lengd og fjöldamörg fleiður. Á vinstra læri hlaut hún tvö stór fleiður auk nokk- urra minni, en henni var gefin stíf- krampasprauta vegna mögulegrar sýkingarhættu. Urruðu og geltu „Ég er alltaf á varðbergi og hrekk í kút í hvert einasta sinn sem ég heyri hund gelta,“ segir Guðrún Sigríður, nú tæpu ári eftir árás hundanna. Hún upplifir sig óörugga og hræðist að ganga ein á stöðum þar sem hún áður fór gjarnan í göngutúr. Guðrún var einmitt í heilsubót- argöngu á Rockville-svæðinu þeg- ar hún sá Jósefínu á gangi með hundana. „Ég var búin að sjá hana með alla strolluna og beið góða stund þangað til hún var komin lengra inn heiðina til þess að lenda ekki í þeim. En þá tók einn hundur- inn á rás í áttina að mér og öll stroll- an á eftir.“ Guðrún stóð kyrr á með- an hún horfði á hundana nálgast, því hún vissi að það myndi bara espa hundana frekar upp ef hún reyndi að forða sér. „Eigandi hundanna kom hlaupandi á eftir þeim en það ræður enginn við 17 hunda sem eru komn- ir í ham. Ég er alvön hundum og hélt í fyrstu að þeir væru bara að flaðra upp um mig og var því ekkert mjög hrædd. En svo fann ég að þeir voru farnir að bíta í mig. Þeir voru farnir að urra og gelta og slást í kringum mig. Konan sem átti þá var enn það langt í burtu að þeir heyrðu ekki í henni eða að minnsta kosti hlýddu henni ekki.“ Fékk að fara heim með hundana Guðrún segir Jósefínu hafa að lokum náð haldi á hundi sem virtist vera for- ystuhundurinn og farið með hann í burtu og fylgdu þá hinir hundarnir á eftir. Hún hafi þá ætlað að forða sér í bílinn sinn sem hún hafði lagt stutt frá og var rétt ókomin þegar hundarnir skyndilega hlupu aftur af stað og hóp- uðust í kringum hana. Jósefína náði þó taki á nokkrum hundanna og Guð- rún komst inn í bílinn. „Ég hringdi þá í lögregluna sem kom stuttu seinna og þá var Jósefína að tína þessa 17 hunda sína inn í Subaru Station-bifreið. Ég sagði lögreglunni að hundarnir hefðu bitið mig en Jósefína vildi meina að þeir hefðu bara klórað í mig. Ég bretti upp buxurnar og þá sáust húðflyks- urnar og sárin eftir bitin.“ Lögregl- an tók skýrslu af báðum konunum en leyfði Jósefínu að fara með alla hundana heim. Heiðin hennar griðarstaður Guðrún fór á heilsugæsluna til að láta gera að sárum sínum, en dýpsta sárið var um fögurra sentímetra djúpt. Hún fékk einnig stífkrampa- sprautu en þegar hún óskaði eftir að fá áverkavottorð sagði læknirinn að það borgaði sig ekki því það væri svo dýrt. Þegar heim var komið tóku syst- ir hennar og dóttir myndir af áverk- unum og fór Guðrún með myndirnar á lögreglustöðina og lagði fram kæru. „Ég heyrði síðan ekki neitt þar til ég fékk bréf frá lögreglunni þar sem stóð að þeir myndu falla frá kærunni en mér væri frjálst að fara í einka- mál.“ Það kom því flatt upp á Guð- rúnu þegar blaðamaður tjáði henni að málið væri komið fyrir dóm. Guðrún hefur ekki farið aftur á útvistarsvæðið við Rockville eftir árásina og veit ekki hvort hún muni treysta sér til þess á komandi vori. „Ég veit ekki hvernig þetta verður í vor þegar ég fer upp í heiðina mína aftur. Ég hef farið þarna á hverju ári að tína egg og þetta hefur svona ver- ið minn griðastaður, en það kemur í ljós hvort ég muni treysta mér til þess að fara þangað aftur.“ Vill ekki tjá sig Þegar eftir því var leitað vildi Jósefína Þorbjörnsdóttir ekki tjá sig um mál- ið, en hún hefur verið afar ósátt við meðferð þess og framvindu. Mátti skilja á henni að henni fyndist ómak- lega að sér vegið. Nágrannar Jósefínu telja að aðeins tveir hundar séu nú í vörslu hennar og segja ekkert ónæði hafa verið af þeim. Hinum hundun- um var lógað. „En svo fann ég að þeir voru farnir að bíta í mig. Þeir voru farnir að urra og gelta og slást í kringum mig. Hrekkur í kút við hundsgelt n Var bitin af hundum n Hundaeigandi fyrir dómi Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ákærð Jósefína Þorbjörnsdóttir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Áverkarnir Guðrún Sigríður, sem varð fyrir árás hunda Jósefínu, hlaut áberandi áverka. Vilja milljarða frá bönkunum n Fyrrverandi lykilstarfsmenn bankanna hafa samtals gert þriggja milljarða kröfur í þrotabú þeirra Enn að ná sér Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir hefur enn ekki náð sér að fullu eftir 17 hundar réðust á hana. anborið við Kaupþing. Lykilstarfsmenn Kaupþings banka vildu fá samtals 423 milljóna króna greiðslur vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Flestar kröfurnar eru á bilinu 12 til 29 millj- ónir króna og eru aðeins tvær kröfur, frá Sigurði og Ingólfi Helgasyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings á Ís- landi, hærri. Verðmætir kaupréttar­ samningar Stór hluti krafnanna er vegna kaupréttarsamninga sem bank- arnir gerðu við marga starfsmenn sína. Fyrir hrun tíðkaðist að banka- menn fengju kaupréttasamninga sem hluta af starfskjörum sínum eða bónusgreiðslum. Samning- arnir voru margir hverjir gífurlega verðmætir og útskýrir það að ein- hverju leyti hversu háar sumar kröf- urnar eru. Voru gildandi ákvæði í ráðningar samningum um að við starfslok myndi skapast réttur til að fá ígildi samninganna gerða upp með peningagreiðslu. Það tíðkaðist líka að lykilstarfs- menn í bönkunum fengju sérlega háar launagreiðslur. Samkvæmt tekjulistum sem DV hefur meðal annars tekið saman úr álagningar- skrám ríkisskattstjóra voru banka- menn í hópi þeirra launahæstu á árunum fram að hruni. Samningar við bankamenn voru oft og tíðum úr öllu samhengi við kjör annars fólks í landinu og eru gríðarlegar háar kröfur sumra þeirra um laun, bón- usa, kaupréttarsamninga og fleira til marks um það. Eggert Þór Kristófersson fyrrverandi framkvæmda­ stjóri eignastýringar n Gerði 113 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Vilhelm Már Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmda­ stjóri fjárstýringar og viðskiptaþróunar n Hefur gert ríflega 32 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis Rósant Már Torfason fyrrverandi fjármálastjóri n Hefur gert tæplega 37 milljóna krónu í þrotabú Glitnis. Einar Örn Ólafsson fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri fjár­ festingabankasviðs n Hefur gert rúmlega 32 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis. Magnús Arngrímsson fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri fyrir­ tækjasviðs n Gerði 4,7 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Magnús Bjarnason fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis n Gerði 130 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Jóhannes Baldursson fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis n Gerði 113 milljóna króna launakröfu í þrotabú Glitnis. Ingi Rafnar Júlíusson n Gerði 85 milljóna launakröfu í þrotabú Glitnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.