Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 11
Viðar Þórarinsson: Hvað viltu fá fyrir
Bentley-inn?
Jón Ásgeir Formúlu 1 bíl, sem ég
fékk að keyra einn hring – ógleymanlegt.
Bentley-inn er frosinn.
Ólafur Ragnarsson: Var Hreinn
starfsmaður þinn að bjóða 300 millj.
til Davíðs Oddssonar að eigin
frumkvæði, eða var þetta skýlaus lygi hjá
Davíð að þetta hefði gerst?
Jón Ásgeir Einhver laug eða einhver
misheyrði eða misskildi – ég var ekki á
staðnum og Illugi úti í búð og ég veit ekki
hvað fór þeim á milli eða hvernig.
Guðrún Sigurðardóttir: Á hverju lifir
þú í dag? Stundarðu vinnu? Hvað þá?
Jón Ásgeir Ég vinn hjá 365 og fyrir
erlenda aðila.
Guðmundur Magnússon: Hver er
síðasta bókin sem þú last?
Jón Ásgeir Jakob Frímann –
frábær bók – mæli með henni.
Brynjar Bjarnason: Sæll, Jón. Telur
þú að sá mismunur á milli eignasafna
bankanna og þess sem vogunarsjóðir
keyptu á hefði getað skilað sér í meira mæli til
lækkunar á húsnæðislánum?
Jón Ásgeir Gylfi Magnússon gerði mikil
mistök þegar hann lagði til að Íslands-
banki og Arion yrðu settir í hendur
vogunarsjóða áður en menn voru búnir að
gera upp málefni innlendra fyrirtækja og
heimila.
Þórhallur Arason: Hvað hefur þú
lært af hruninu persónulega og
viðskiptalega?
Jón Ásgeir Að færast ekki of mikið í fang
og hlúa að því sem mestu máli skiptir í
lífinu, fjölskyldunni, vinunum og því sem
gefur lífinu gildi. Það er ekkert spennandi
við að vera ríkt lík.
Sveinn Einarsson: Hvers vegna er
Steinunn Guðbjartsdóttir að leggja
þig í harkalegt einelti? Ekki er hún sú
allra heiðarlegasta.
Jón Ásgeir Mér er fyrirmunað að skilja það
en það er e-r óskiljanleg persónuleg heift
sem þar liggur að baki, sem hefur ekkert að
gera með endurheimtur Glitnis banka.
Hjörvar Hermannsson: Hvað
myndirðu skjóta á að þú hafir eytt
mörgum milljónum í lögfræðikostnað
frá bankahruni? Skekkjumörk 100 kúlur.
Jón Ásgeir Hundrað plús – Glitnis-steypan
í Bandaríkjunum var öllum dýr.
Aðalsteinn Jörgensen: Í öllum
þessum viðskiptasnúningum þínum,
varstu þá á einhvern hátt meðvitaður
um þá erfiðleika og hættu er þeir kynnu að
valda íslensku efnahagslífi, ef hlutirnir gengju
ekki fullkomlega upp hjá þér?
Jón Ásgeir Mín viðskipti ein og sér hafa
ekki valdið erfiðleikum. Ég minni á að
þrotabú Landsbankans mun sennilega
fá 280 milljónir punda umfram skuldir
Baugs við bankann með sölu eigna, þ.m.t.
Iceland. Þeir peningar verða nýttir til að
greiða Icesave-skuld Landsbankans.
Brynjar Sigurðsson: Finnst þér þú
hafa gert eitthvað rangt í aðdraganda
hrunsins?
Jón Ásgeir Mín mistök voru að hætta ekki
að fjárfesta á Íslandi eftir árið 2006. Hefði
Baugur haldið sér við bresk smásölufyrir-
tæki væri Baugur á grænni grein í dag.
Haukur Hauksson: Villt þú, Jón, hafa
Ólaf Ragnar Grímsson áfram sem
forseta? Hefur þú kannski hugsað um
að bjóða þig fram?
Jón Ásgeir Já, hann hefur staðið sig vel. Ég
fer a.m.k. ekki fram í þetta skiptið.
Agnar Sverrisson Sæberg: Heldurðu
að það komi aftur góðæri eins og
2007?
Jón Ásgeir Já, íslenskt hagkerfi mun
örugglega taka við sér – þetta er lítið skip
sem snýst hratt, tækifæri í ferðaþjónustu
o.fl. eru mikil og munu skila mikilli
hagsæld.
Haukur Óli: Hvaða áhrif myndi aðild
Íslands að ESB hafa á smávöruverslun
hér á landi?
Jón Ásgeir Það myndi lækka vöruverð –
án efa.
Brynjar Sigurðsson: Telur þú að
fréttastofa 365 sé hlutlaus þegar þín
málefni eru til umfjöllunar?
Jón Ásgeir Já, fréttastofa Stöðvar 2 hefur
alltaf staðið við sjálfstæði sitt – það stað-
festa allir sem þar hafa unnið.
Ari Brynjólfsson: Ef þú fórst í mál við
Björn Bjarna út af Rosabaugsbókinni
út af afmörkuðum villum, er þá allt
hitt sem stendur satt?
Jón Ásgeir Nei, alls ekki.
Hafsteinn Árnason: Hefðir þú leyft
Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á
Fjöllum?
Jón Ásgeir Með endurkauparétti.
Sindri Snæsson: Er í lagi að eiga
viðskipti sem eru siðferðislega röng,
svo framarlega að þau séu lögleg?
Jón Ásgeir Nei, alls ekki.
Magnús Cornette: Telur þú að það
hafi verið dregin upp röng mynd af þér
í fjölmiðlum eftir bankahrunið?
Jón Ásgeir Já, múgæsingin var ansi mikil.
Öfgamanneskjur eins og t.d. Eva Joly
dæmdu menn án dóms og laga og við-
hlæjendur hennar átu upp úr lófa hennar
alla vitleysuna.
Sasan Már: Hvað finnst þér um að
ríkisvaldið blandi sér í efnahaginn?
Hlynntur frjálsum mörkuðum?
Jón Ásgeir Já, ég er hlynntur frjálsum
mörkuðum, ríkið á að setja reglurnar, ekki
spila á vellinum.
Ólafur Ragnarsson: Margir
Íslendingar telja þig ágætis
dugnaðardreng sem hefur villst af
leið, er það rétt mat og værir þú til í að gera
sannleikssátt við þjóðina, segja alla söguna og
fá frítt borð?
Jón Ásgeir Frá hruni hef ég gert allt til að
svara þeim spurningum sem ég hef fengið
og ekki dregið neitt undan, veitt viðtöl o.fl.,
t.d. sit ég hér í dag og hef bent á sannleiks-
nefnd. Ég þarf ekki frítt borð.
Viðar Þórarinsson: þykir þér ekki
vænt um Davíð Oddsson innst inni?
Jón Ásgeir Það er gott í öllum.
Henrý Baldursson: Vissir þú af því að
Glitnir hefði lánað tengdum aðilum
umfram lagalegar heimildir?
Jón Ásgeir Nei, ég sat ekki í stjórn Glitnis,
né var ég starfsmaður hans en veit að
Glitnir var undir miklu eftirliti FME eins og
önnur fjármálafyrirtæki.
Þórhallur Arason: Hverju spáir þú
almennt um niðurstöður dóma í
málum sérstaks saksóknara?
Jón Ásgeir Ég er þeirrar skoðunar að þeir
sem störfuðu í viðskiptum hér á landi hafi
almennt fylgt reglum í störfum sínum og
hafi ekki vísvitandi unnið þeim fyrirtækjum
sem þeir störfuðu hjá tjón.
Arna og Róbert: Ertu duglegur að
gefa styrki í góðgerðamál ?
Jón Ásgeir Já, í gegnum tíðina hef
ég reynt að láta gott af mér leiða.
Sölvi Tryggvason: Fóru yfirmenn
lífeyrissjóða á snekkjuna Thee Viking?
Jón Ásgeir Þú verður að spyrja
Jón Gerald eða Jónínu Ben að því.
Haukur Óli :Hver er gáfaðasti maður
sem þú hefur hitt?
Jón Ásgeir Ég hef hitta marga
gáfaða en þeir eru hins vegar misgáfaðir
eftir sviðum.
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir:
Hver er þín skoðun á sameiningu
lífeyrissjóðanna, jafnvel í einn stóran
sjóð?
Jón Ásgeir Það má örugglega hagræða
mikið í kerfinu – en ekki þannig að það
verði bara til einn sjóður – kannski 4–6.
Sölvi Tryggvason: Veist þú til þess
að stjórnmálamenn og jafnvel
ráðherrar hafi fengið afskrifuð lán?
Jón Ásgeir Ekkert sem ég hef staðfesta
vitneskju um – en það er mikið kjaftað
eins og þú veist. Ég er ekki hér til að dreifa
kjaftasögum.
Rúnar Gunnarsson: Hefurðu verslað í
Kosti?
Jón Ásgeir Nei.
Karl Birgir Þórðarson: Hvað myndir
þú gera fyrir skuldsett heimili í landinu
ef þú fengir að ráða?
Jón Ásgeir Aðlaga skuldir að greiðslugetu
– annað gengur ekki upp eins og áður
sagði. Gjaldþrot er versta leiðin fyrir ein-
staklinga, fyrirtæki og fjármálafyrirtæki.
Vilbert Gústafsson: Sæll, Jón Ásgeir.
Takk fyrir að koma á línuna. Hvað sem
fólki kann að finnast um þig þá er
saga þín athyglisverð fyrir margra hluta sakir.
Einhverjar líkur á bók? Gangi þér vel og lifðu
heill.
Jón Ásgeir Takk fyrir það – bókaskrif eru
ekki á döfinni, en margt athyglisvert hefur
á dagana drifið.
Finnur Helgason: Hver er að þínu
mati þín besta fjárfesting?
Jón Ásgeir 500 þúsund kallinn
sem ég sett í Bónus og Iceland Foods í
Bretlandi.
Alexander Kristjánsson: Sæll. Hver
myndirðu segja að væru þín stærstu
mistök á ferlinum?
Jón Ásgeir Að hafa ekki hætt að fjárfesta
á Íslandi á árinu 2006.
Kolbeinn Kristinsson: Nú varst þú
dæmdur fyrir að gefa út tilhæfu-
lausan kreditreikning. Gerðir þú það?
Jón Ásgeir Nei, það gerði ég ekki.
Ragnar Tómasson: Það er með
ólíkindum hvað þú hefur komið mörgu
í verk, ungur maðurinn. Af hverju ertu
stoltastur?
Jón Ásgeir Af viðskiptum Bónus og því að
hafa lækkað verð til neytenda hér á landi
og uppbyggingu Baugs á smásölumarkaði
í Bretlandi, einkum Iceland Foods.
Sölvi Tryggvason: Hittust yfirmenn
stóru bankanna þriggja fimmtudag-
inn fyrir þjóðnýtingu Glitnis til að
reyna að finna leiðir til að bjarga því sem
bjargað varð? Og ef svo, hvað klikkaði á þeim
fundi?
Jón Ásgeir Ég veit ekki til þess.
Ari Sigurðsson: Ætlar þú að safna
mottu í mars?
Jón Ásgeir Hver veit.
Sigurjón Bergsson: Hver er versta
fjárfesting þín hingað til?
Jón Ásgeir Fjárfestingar á Íslandi
eftir árið 2006 raðast sennilega allar á
þann lista.
Gunnhildur Gunnarsdóttir: Sérðu
breytingu á rekstri Bónuss eftir að þú
hvarfst frá borði, s.s. eins og hærri
álagningu?
Jón Ásgeir Gummi heldur stefnu
stofnanda, að bjóða betur.
Sigurður Helgason: Kom aldrei sú
hugsun, þegar þú áttir meiri pening en
þú gast eytt, að selja selja bara allt og
fara að sinna áhugamálum og fjölskyldunni?
Jón Ásgeir Hefði betur gert það – gott að
vera vitur eftir á.
Rúnar Gunnarsson: Ef þú værir
venjulegur launamaður á Íslandi með
stökkbreytt lán, heldurðu að þú
myndir staldra við eða flytja úr landi?
Jón Ásgeir Staldra við, ástandið á Íslandi
mun batna hratt.
Sveinn Kristjánsson: Sæll, Jón. Ert
þú Apple- eða PC-maður?
Jón Ásgeir Apple-maður. Tók
áskoruninni og skipti yfir í Apple – sé ekki
eftir því.
Einar Már Aðalsteinsson: Telur þú
líklegt að það verði annað hrun á
Íslandi í nánustu framtíð?
Jón Ásgeir Nei, ekki ef menn halda rétt á
spöðunum, t.d. þarf að lækka vexti til að
örva fjárfestingar. Heilsteypt plan þarf
að koma um að afnema gjaldeyrishöftin,
þannig forðumst við annað hrun.
Viktor Gylfason: Sæll og blessaður.
Langaði að vita: af hverju viltu fara í
ESB þegar það er að klofna í sundur?
Væri ekki frekar rökrétt að sameina
Norðurlöndin og hafa norska krónu eða taka
upp Kanadadollar?
Jón Ásgeir Ég held að ESB nái sér og við
eigum meiri samleið með þeim en t.d.
Kanada. Kjarninn, t.d. Þýskaland, Bret-
land, Frakkland, er mjög sterkur.
Ingimar Pétursson: Hvert stefnir Jón
Ásgeir?
Jón Ásgeir Fram á við.
Ómar Helgason: Ef þú værir að byrja í
háskólanámi núna, hvað myndirðu
fara að læra?
Jón Ásgeir Lögfræði, ekki spurning. Gæti
sennilega klárað hana í dag á tveimur
árum.
Ingimar Pétursson: Hvernig fer
krónan þegar höftunum er létt?
Jón Ásgeir Það er vandasamasta
verkið sem er fram undan, að afnema
höftin án þess að því fylgi mikið gengisfall
og þar með lífskjaraskerðing.
Sigurður Hjörleifsson: Hver er
harðasti samningamaðurinn sem þú
hefur kynnst?
Jón Ásgeir Philip Green – hann er ekkert grín.
„Ástandið á Íslandi mun batna hratt“
Fréttir 11Miðvikudagur 15. febrúar 2012
Nafn: Jón Ásgeir Jóhannesson
Aldur: 44 ára
Starf: Athafnamaður og ráðgjafi
M
Y
N
D
IR
E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N