Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 11
Viðar Þórarinsson: Hvað viltu fá fyrir Bentley-inn?  Jón Ásgeir Formúlu 1 bíl, sem ég fékk að keyra einn hring – ógleymanlegt. Bentley-inn er frosinn. Ólafur Ragnarsson: Var Hreinn starfsmaður þinn að bjóða 300 millj. til Davíðs Oddssonar að eigin frumkvæði, eða var þetta skýlaus lygi hjá Davíð að þetta hefði gerst?  Jón Ásgeir Einhver laug eða einhver misheyrði eða misskildi – ég var ekki á staðnum og Illugi úti í búð og ég veit ekki hvað fór þeim á milli eða hvernig. Guðrún Sigurðardóttir: Á hverju lifir þú í dag? Stundarðu vinnu? Hvað þá?  Jón Ásgeir Ég vinn hjá 365 og fyrir erlenda aðila. Guðmundur Magnússon: Hver er síðasta bókin sem þú last?  Jón Ásgeir Jakob Frímann – frábær bók – mæli með henni. Brynjar Bjarnason: Sæll, Jón. Telur þú að sá mismunur á milli eignasafna bankanna og þess sem vogunarsjóðir keyptu á hefði getað skilað sér í meira mæli til lækkunar á húsnæðislánum?  Jón Ásgeir Gylfi Magnússon gerði mikil mistök þegar hann lagði til að Íslands- banki og Arion yrðu settir í hendur vogunarsjóða áður en menn voru búnir að gera upp málefni innlendra fyrirtækja og heimila. Þórhallur Arason: Hvað hefur þú lært af hruninu persónulega og viðskiptalega?  Jón Ásgeir Að færast ekki of mikið í fang og hlúa að því sem mestu máli skiptir í lífinu, fjölskyldunni, vinunum og því sem gefur lífinu gildi. Það er ekkert spennandi við að vera ríkt lík. Sveinn Einarsson: Hvers vegna er Steinunn Guðbjartsdóttir að leggja þig í harkalegt einelti? Ekki er hún sú allra heiðarlegasta.  Jón Ásgeir Mér er fyrirmunað að skilja það en það er e-r óskiljanleg persónuleg heift sem þar liggur að baki, sem hefur ekkert að gera með endurheimtur Glitnis banka. Hjörvar Hermannsson: Hvað myndirðu skjóta á að þú hafir eytt mörgum milljónum í lögfræðikostnað frá bankahruni? Skekkjumörk 100 kúlur.  Jón Ásgeir Hundrað plús – Glitnis-steypan í Bandaríkjunum var öllum dýr. Aðalsteinn Jörgensen: Í öllum þessum viðskiptasnúningum þínum, varstu þá á einhvern hátt meðvitaður um þá erfiðleika og hættu er þeir kynnu að valda íslensku efnahagslífi, ef hlutirnir gengju ekki fullkomlega upp hjá þér?  Jón Ásgeir Mín viðskipti ein og sér hafa ekki valdið erfiðleikum. Ég minni á að þrotabú Landsbankans mun sennilega fá 280 milljónir punda umfram skuldir Baugs við bankann með sölu eigna, þ.m.t. Iceland. Þeir peningar verða nýttir til að greiða Icesave-skuld Landsbankans. Brynjar Sigurðsson: Finnst þér þú hafa gert eitthvað rangt í aðdraganda hrunsins?  Jón Ásgeir Mín mistök voru að hætta ekki að fjárfesta á Íslandi eftir árið 2006. Hefði Baugur haldið sér við bresk smásölufyrir- tæki væri Baugur á grænni grein í dag. Haukur Hauksson: Villt þú, Jón, hafa Ólaf Ragnar Grímsson áfram sem forseta? Hefur þú kannski hugsað um að bjóða þig fram?  Jón Ásgeir Já, hann hefur staðið sig vel. Ég fer a.m.k. ekki fram í þetta skiptið. Agnar Sverrisson Sæberg: Heldurðu að það komi aftur góðæri eins og 2007?  Jón Ásgeir Já, íslenskt hagkerfi mun örugglega taka við sér – þetta er lítið skip sem snýst hratt, tækifæri í ferðaþjónustu o.fl. eru mikil og munu skila mikilli hagsæld. Haukur Óli: Hvaða áhrif myndi aðild Íslands að ESB hafa á smávöruverslun hér á landi?  Jón Ásgeir Það myndi lækka vöruverð – án efa. Brynjar Sigurðsson: Telur þú að fréttastofa 365 sé hlutlaus þegar þín málefni eru til umfjöllunar?  Jón Ásgeir Já, fréttastofa Stöðvar 2 hefur alltaf staðið við sjálfstæði sitt – það stað- festa allir sem þar hafa unnið. Ari Brynjólfsson: Ef þú fórst í mál við Björn Bjarna út af Rosabaugsbókinni út af afmörkuðum villum, er þá allt hitt sem stendur satt?  Jón Ásgeir Nei, alls ekki. Hafsteinn Árnason: Hefðir þú leyft Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum?  Jón Ásgeir Með endurkauparétti. Sindri Snæsson: Er í lagi að eiga viðskipti sem eru siðferðislega röng, svo framarlega að þau séu lögleg?  Jón Ásgeir Nei, alls ekki. Magnús Cornette: Telur þú að það hafi verið dregin upp röng mynd af þér í fjölmiðlum eftir bankahrunið?  Jón Ásgeir Já, múgæsingin var ansi mikil. Öfgamanneskjur eins og t.d. Eva Joly dæmdu menn án dóms og laga og við- hlæjendur hennar átu upp úr lófa hennar alla vitleysuna. Sasan Már: Hvað finnst þér um að ríkisvaldið blandi sér í efnahaginn? Hlynntur frjálsum mörkuðum?  Jón Ásgeir Já, ég er hlynntur frjálsum mörkuðum, ríkið á að setja reglurnar, ekki spila á vellinum. Ólafur Ragnarsson: Margir Íslendingar telja þig ágætis dugnaðardreng sem hefur villst af leið, er það rétt mat og værir þú til í að gera sannleikssátt við þjóðina, segja alla söguna og fá frítt borð?  Jón Ásgeir Frá hruni hef ég gert allt til að svara þeim spurningum sem ég hef fengið og ekki dregið neitt undan, veitt viðtöl o.fl., t.d. sit ég hér í dag og hef bent á sannleiks- nefnd. Ég þarf ekki frítt borð. Viðar Þórarinsson: þykir þér ekki vænt um Davíð Oddsson innst inni?  Jón Ásgeir Það er gott í öllum. Henrý Baldursson: Vissir þú af því að Glitnir hefði lánað tengdum aðilum umfram lagalegar heimildir?  Jón Ásgeir Nei, ég sat ekki í stjórn Glitnis, né var ég starfsmaður hans en veit að Glitnir var undir miklu eftirliti FME eins og önnur fjármálafyrirtæki. Þórhallur Arason: Hverju spáir þú almennt um niðurstöður dóma í málum sérstaks saksóknara?  Jón Ásgeir Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem störfuðu í viðskiptum hér á landi hafi almennt fylgt reglum í störfum sínum og hafi ekki vísvitandi unnið þeim fyrirtækjum sem þeir störfuðu hjá tjón. Arna og Róbert: Ertu duglegur að gefa styrki í góðgerðamál ?  Jón Ásgeir Já, í gegnum tíðina hef ég reynt að láta gott af mér leiða. Sölvi Tryggvason: Fóru yfirmenn lífeyrissjóða á snekkjuna Thee Viking?  Jón Ásgeir Þú verður að spyrja Jón Gerald eða Jónínu Ben að því. Haukur Óli :Hver er gáfaðasti maður sem þú hefur hitt?  Jón Ásgeir Ég hef hitta marga gáfaða en þeir eru hins vegar misgáfaðir eftir sviðum. Matthildur Helgadóttir Jónudóttir: Hver er þín skoðun á sameiningu lífeyrissjóðanna, jafnvel í einn stóran sjóð?  Jón Ásgeir Það má örugglega hagræða mikið í kerfinu – en ekki þannig að það verði bara til einn sjóður – kannski 4–6. Sölvi Tryggvason: Veist þú til þess að stjórnmálamenn og jafnvel ráðherrar hafi fengið afskrifuð lán?  Jón Ásgeir Ekkert sem ég hef staðfesta vitneskju um – en það er mikið kjaftað eins og þú veist. Ég er ekki hér til að dreifa kjaftasögum. Rúnar Gunnarsson: Hefurðu verslað í Kosti?  Jón Ásgeir Nei. Karl Birgir Þórðarson: Hvað myndir þú gera fyrir skuldsett heimili í landinu ef þú fengir að ráða?  Jón Ásgeir Aðlaga skuldir að greiðslugetu – annað gengur ekki upp eins og áður sagði. Gjaldþrot er versta leiðin fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og fjármálafyrirtæki. Vilbert Gústafsson: Sæll, Jón Ásgeir. Takk fyrir að koma á línuna. Hvað sem fólki kann að finnast um þig þá er saga þín athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Einhverjar líkur á bók? Gangi þér vel og lifðu heill.  Jón Ásgeir Takk fyrir það – bókaskrif eru ekki á döfinni, en margt athyglisvert hefur á dagana drifið. Finnur Helgason: Hver er að þínu mati þín besta fjárfesting?  Jón Ásgeir 500 þúsund kallinn sem ég sett í Bónus og Iceland Foods í Bretlandi. Alexander Kristjánsson: Sæll. Hver myndirðu segja að væru þín stærstu mistök á ferlinum?  Jón Ásgeir Að hafa ekki hætt að fjárfesta á Íslandi á árinu 2006. Kolbeinn Kristinsson: Nú varst þú dæmdur fyrir að gefa út tilhæfu- lausan kreditreikning. Gerðir þú það?  Jón Ásgeir Nei, það gerði ég ekki. Ragnar Tómasson: Það er með ólíkindum hvað þú hefur komið mörgu í verk, ungur maðurinn. Af hverju ertu stoltastur?  Jón Ásgeir Af viðskiptum Bónus og því að hafa lækkað verð til neytenda hér á landi og uppbyggingu Baugs á smásölumarkaði í Bretlandi, einkum Iceland Foods. Sölvi Tryggvason: Hittust yfirmenn stóru bankanna þriggja fimmtudag- inn fyrir þjóðnýtingu Glitnis til að reyna að finna leiðir til að bjarga því sem bjargað varð? Og ef svo, hvað klikkaði á þeim fundi?  Jón Ásgeir Ég veit ekki til þess. Ari Sigurðsson: Ætlar þú að safna mottu í mars?  Jón Ásgeir Hver veit. Sigurjón Bergsson: Hver er versta fjárfesting þín hingað til?  Jón Ásgeir Fjárfestingar á Íslandi eftir árið 2006 raðast sennilega allar á þann lista. Gunnhildur Gunnarsdóttir: Sérðu breytingu á rekstri Bónuss eftir að þú hvarfst frá borði, s.s. eins og hærri álagningu?  Jón Ásgeir Gummi heldur stefnu stofnanda, að bjóða betur. Sigurður Helgason: Kom aldrei sú hugsun, þegar þú áttir meiri pening en þú gast eytt, að selja selja bara allt og fara að sinna áhugamálum og fjölskyldunni?  Jón Ásgeir Hefði betur gert það – gott að vera vitur eftir á. Rúnar Gunnarsson: Ef þú værir venjulegur launamaður á Íslandi með stökkbreytt lán, heldurðu að þú myndir staldra við eða flytja úr landi?  Jón Ásgeir Staldra við, ástandið á Íslandi mun batna hratt. Sveinn Kristjánsson: Sæll, Jón. Ert þú Apple- eða PC-maður?  Jón Ásgeir Apple-maður. Tók áskoruninni og skipti yfir í Apple – sé ekki eftir því. Einar Már Aðalsteinsson: Telur þú líklegt að það verði annað hrun á Íslandi í nánustu framtíð?  Jón Ásgeir Nei, ekki ef menn halda rétt á spöðunum, t.d. þarf að lækka vexti til að örva fjárfestingar. Heilsteypt plan þarf að koma um að afnema gjaldeyrishöftin, þannig forðumst við annað hrun. Viktor Gylfason: Sæll og blessaður. Langaði að vita: af hverju viltu fara í ESB þegar það er að klofna í sundur? Væri ekki frekar rökrétt að sameina Norðurlöndin og hafa norska krónu eða taka upp Kanadadollar?  Jón Ásgeir Ég held að ESB nái sér og við eigum meiri samleið með þeim en t.d. Kanada. Kjarninn, t.d. Þýskaland, Bret- land, Frakkland, er mjög sterkur. Ingimar Pétursson: Hvert stefnir Jón Ásgeir?  Jón Ásgeir Fram á við. Ómar Helgason: Ef þú værir að byrja í háskólanámi núna, hvað myndirðu fara að læra?  Jón Ásgeir Lögfræði, ekki spurning. Gæti sennilega klárað hana í dag á tveimur árum. Ingimar Pétursson: Hvernig fer krónan þegar höftunum er létt?  Jón Ásgeir Það er vandasamasta verkið sem er fram undan, að afnema höftin án þess að því fylgi mikið gengisfall og þar með lífskjaraskerðing. Sigurður Hjörleifsson: Hver er harðasti samningamaðurinn sem þú hefur kynnst?  Jón Ásgeir Philip Green – hann er ekkert grín. „Ástandið á Íslandi mun batna hratt“ Fréttir 11Miðvikudagur 15. febrúar 2012 Nafn: Jón Ásgeir Jóhannesson Aldur: 44 ára Starf: Athafnamaður og ráðgjafi M Y N D IR E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.