Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 22
Hreimur Örn Hreimur segir undanfarið eitt og
hálft ár hafa kennt honum margt en hann missti
góðan vin þegar tónlistarmaðurinn Sjonni Brink
lést skyndilega í fyrra. mynd eyþór árnason
Hansi skiptir yfir á RÚV
n „Línan virðst vera að reka þá sem eitthvað kunna og geta“
Í
þróttafréttamaðurinn
Hans Steinar Bjarnason
var ekki lengi án atvinnu
en honum var sagt upp
á Stöð 2 fyrr í mánuðinum.
Íþróttadeild Ríkisútvarpsins,
sem sárvantar starfskraft eftir
brottrekstur Hjartar Júlíusar
Hjartarsonar, stökk á Hans
Steinar og hefur hann störf
í Efstaleitinu um mánaða-
mótin. Hansi, eins og hann
er kallaður, hefur unnið hjá
365 undanfarin þrettán ár og
þar af sem íþróttafréttamaður
síðan 2006.
Facebook-veggur Hansa er
troðfullur af hamingjuóskum
vegna nýja starfsins en þar hafa
menn og konur á borð við Þor-
grím Þráinsson, Sigurjón Kjart-
ansson, Valtý Björn Valtýsson
og Telmu Tómasson óskað
honum velfarnar í nýja starf-
inu. „Það verður mikil eftirsjá
að þér. Gangi þér súper vel á
nýja staðnum,“ skrifar fréttales-
arinn Telma Tómasson.
Blaðamaðurinn og viðtals-
drottningin Anne Kristine
Magnúsdóttir furðar sig þó
mikið á þessum brottrekstri
og skrifar á vegg Hansa: „Þeir
eru snillingar hjá 365! Línan
virðist vera sú að reka þá sem
eitthvað kunna og geta. Auð-
vitað stökk RÚV á að fá þig,
klárir menn og þú verður
flottur þar Hansi minn,“ segir
Anna og bætir við: „Og ég
fer að horfa á íþróttir á RÚV
aftur.“
Hans Steinar hefur víða
komið við á sínum fjölmiðla-
ferli en hann var á sínum tíma
tæknimaður í útvarpsþætt-
inum Tvíhöfða þegar hann
var hvað vinsælastur. Þá hefur
Hansi unnið sem hljóð- og
tæknimaður sem og verið út-
varpsmaður.
22 Fólk 15. febrúar 2012 miðvikudagur
Fór í fyrsta
sinn í sund
Bergljót Arnalds rithöf-
undur er óðum að jafna sig
eftir hörmulegt slys er varð
við bókarkynningu fyrir jól.
Hún segir frá því á Facebo-
ok-síðu sinni að hún hafi
farið í fyrsta sinn í sund eftir
slysið nýverið. „Fór í fyrsta
sinn í sund eftir reiðferðina
miklu. Bringusundið reyndi
á hryggbrotið, skriðsundið á
rifbeinsbrotið en í baksund-
inu var svifið eins og léttur
engill í Vatnaparadís. Hvílík
hamingja.“
Nýtt par
Þórarinn Þórarinsson, blaða-
maður á Fréttatímanum, og
Alma Geirdal, sem meðal
annars er þekkt fyrir að hafa
veitt samtökunum Forma
forstöðu, eru samkvæmt
heimildum DV farin að rugla
saman reytum. Þórarinn til-
kynnti um ráðahaginn á
Face book-síðu sinni í síðustu
viku:„Já ok. Alma Geirdal er
kærastan mín og þeir sem
hafa eitthvað við það að at-
huga þurfa að mæta litla
bróður mínum, Ólafur Vigfús
Ólafsson brjálæðingnum
af bensínstöðinni og öllum
krimmavinum mínum og ef
þeir sem lifa þessa menn af
telja sig heppna, ehh þá eiga
þeir efir að feisa mig. Belive
me. U don’t wanna go there.“
Jákvæð
Ásdís Halla
Ásdís Halla Bragadóttir
verður seint sökuð um nei-
kvæðni. Allavega ekki ef
marka má fésbókarfærslu
bæjarstjórans fyrrverandi.
„Svaraði í dag í gemsann á
meðan ég var að keyra og
fattaði ekki fyrr en mörgum
kílómetrum síðar að blikk-
andi lögguljósin fyrir aftan
mig voru ætluð mér. Fékk
stóra sekt en átti það skilið!
Nú er bara að læra af mistök-
unum,“ skrifar Ásdís Halla.
dómari, skipting!
Hansi er farinn í Efsta-
leitið. mynd Gunnar Gunnarsson
Þ
að er pínu skrítið að
vera ekki með strák-
ana í kringum mig
en ég fæ aðstoð ef ég
ber mig eftir henni.
Svo er líka gaman að prófa að
takast á við þetta einn,“ segir
tónlistarmaðurinn Hreimur
Örn Heimisson sem vinnur að
eigin tónlist.
Hreimur ætlar að gefa út
plötu í sumar en hægt er að
nálgast lagið Agndofa á tón-
list.is og á Youtube en þar er
einnig að finna skemmtilegt
myndband. „Ég var að kaupa
mér nýja Mac-tölvu og fór að
fikta með „slide show“ og fór
upp á grínið að gera „tribute“
til allra þessara manna sem
hafa verið að vinna með mér
upp á síðkastið. Ég er mikil
félagsvera og þetta eru allt
miklir og góðir vinir mínir,“
segir Hreimur og bætir við
að síðasta eitt og hálft ár hafi
verið afar lærdómsríkt. „Ég
vil ekki hengja mig á liðna
atburði það hefur margt gerst
sem hefur mótað mann. Ég
ákvað að vera ekkert að bíða
lengur með hlutina heldur
láta bara vaða en það lærði ég
af vini mínum Sjonna Brink.
Fráfall hans breytti öllu fyrir
ákveðinn vinahóp en hann
kenndi mér að láta slag standa
ef maður fær góða hugmynd í
stað þess að sitja á henni.“
Hreimur Örn segir stóran
hóp íslenskra tónlistarmanna,
sem oft eru kenndir við sveita-
böll, afar góða vini. „Það er
eiginlega bara ótrúlegt. Við
höfum alltaf vitað hver af
öðrum enda komum við úr
svipaðri átt úr bransanum
en eftir árið 2004 höfum við
orðið mjög góðir vinir. Hluti
af þessum hóp var saman
þegar við tókum lagið upp á
gamaldagshátt. Við röðuðum
okkur í kringum míkrófóninn
en þarna skapaðist ákveð-
ið andrúmsloft sem við von-
andi náðum að fanga og skila í
tónlistina. Mér fannst allt í lagi
að leyfa sér að vera væminn í
eitt skipti en ég hafði hug-
ann við það sem stendur mér
næst þegar ég samdi textana
og textann við lagið Agn-
dofa samdi ég til konunnar
minnar.“
Hreimur segir tónlistina
sína einfalda. „Ég er einfaldur
náungi og þetta er heiðarleg
plata. Ég er ekki að reyna að
selja mig sem eitthvað sem ég
er ekki og get svo ekki staðið
við. Ég hef horft með aðdáun
á hvernig Mugison hefur gert
þetta. Hann veitir mér mikinn
innblástur. Nú er komið að
mér og ég ætla að henda mér í
djúpu laugina,“ segir Hreimur
sem mun spila á Akureyri um
helgina. „Við Matti Matt verð-
um á Kaffi Akureyri á fimmtu-
daginn og föstudaginn og svo
verð ég með hljómsveitinni
Von á gömlu Vélsmiðjunni á
laugardaginn. Þá mun ég að
sjálfsögðu telja í eitthvað af
nýja efninu.“
Allt í lagi að
vera væminn
n Hreimur Örn Heimisson gefur út eigið efni