Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Miðvikudagur 15. febrúar 2012
Saka lýtalækni um afglöp
n Astrid brenndist á andliti og höndum árið 2005 n Foreldar hennar telja að hún hafi fengið ranga meðferð
Stöðva sölu
á tóbakslíki
V
ið byrjuðum að selja þetta
fyrir rúmri viku og þetta var
komið inn á einhverja sölu-
staði. Við erum búnir að láta
þá aðila vita og erum búnir
að stöðva sölu á þessu tímabundið,“
segir Árni Ingvarsson, framkvæmda-
stjóri hjá innflutningsfyrirtækinu Ís-
lensk Ameríska. Fyrirtækið hóf fyrir
skemmstu innflutning á Onico, sem
svipar til munntóbaks en inniheldur
ekkert tóbak eða nikótín. Þrátt fyrir
það er varan flokkuð sem tóbakslíki
hjá Tollinum og ber hún tóbaksgjald
sem er 13,08 krónur á hvert gramm.
Vegna þessa þarf varan að fara í gegn-
um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
sem annast sölu og dreifingu á tóbaki
og vörum sem flokkaðar eru sem tób-
akslíki líkt og Onico.
Bera einkenni tóbaks
DV fjallaði um aðra sambærilega
vöru á dögunum, Kickup, sem Guð-
mundur Már Ketilsson og Heiðar
Hallgrímsson hugðust flytja inn frá
Svíþjóð. Varan var hins vegar stöðv-
uð í Tollinum fyrir skemmstu og
fengu Guðmundur og Heiðar þau
skilaboð að greiða þyrfti tóbaksgjald
af vörunni þrátt fyrir að hún inni-
héldi ekkert tóbak eða nikótín.
Báðar eiga vörurnar það sameig-
inlegt að vera hugsaðar fyrir munn-
tóbaksfíkla sem vilja draga úr eða
hætta tóbaksneyslu. Innihald Kickup
er að mestu byggt upp á vítamínum
og steinefnum en Onico inniheldur
að mestu hafra og kakó. Ástæðan fyr-
ir því að vörurnar fara í umræddan
tollaflokk er sú að þær bera öll ein-
kenni tóbaks þrátt fyrir að innhald
þeirra sé annað.
Í samtali við DV síðasta föstudag
sagði Guðmundur að líklega myndi
aldrei borga sig að flytja inn Kickup
miðað við núgildandi tollalög. Gjaldið
sem myndi leggjast ofan á hverja dós
yrði 314 krónur miðað við að hver dós
er 24 grömm og 13,08 krónur leggjast á
hvert gramm. „Dollan myndi kosta vel
yfir þúsund krónur en samt erum við
að reyna að flytja vöruna inn með það
að leiðarljósi að hjálpa fólki að hætta
að taka í vörina,“ sagði Guðmundur í
helgarblaði DV.
Hærri skattur en á tóbak
Þó svo að Íslensk Ameríska hafi
stöðvað sölu á Onico eftir að Tollur-
inn setti sig í samband við fyrirtækið
segir Árni að verið sé að vinna í því
þessa dagana að ÁTVR taki vöruna
í sölu og dreifingu. „Að sama skapi
ætlum við í framhaldinu að skoða
réttarstöðu okkar með þessa vöru,“
segir Árni en þeir Guðmundur og
Heiðar sögðust einmitt í helgarblaði
DV vera að skoða réttarstöðu sína.
Árni segir að álagning tóbaks-
gjalds, líkt og lagt er á Onico, skjóti
svolítið skökku við. Bendir hann á
að skattlagning á tóbakslausa vöruna
sé jafnvel hærri en á tóbak. „Ef mað-
ur skoðar til dæmis skattlagningu á
neftóbak þá er hún, ef ég man rétt, á
milli sjö og átta krónur á gramm. En
þessi vara ber yfir þrettán króna gjald
á hvert gramm. Maður á svolítið erfitt
með að átta sig á samhenginu. Þetta
er tóbaks- og nikótínlaus valkostur
sem okkur finnst að ætti ekki að bera
þessi háu gjöld.“
n Hugsað fyrir þá sem vilja draga úr tóbaksnotkun
„Að sama skapi ætlum við í
framhaldinu að skoða rétt-
arstöðu okkar með þessa vöru
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Tóbaksgjald Kickup er af svipuðum toga og Onico. Uppistaðan í Kickup er vítamín og
steinefni en í Onico er það kakó og trefjar.
Ekki tóbak Þó að Onico
líti út eins og munn-
tóbak inniheldur það ekkert
tóbak. Varan er hugsuð
fyrir þá sem vilja draga úr
eða hætta neyslu á munn-
tóbaki.
gegnum frá því hún var lítil. Hún er
búin að ganga í gegnum svo marg-
ar aðgerðir og svo verður hún floga-
veik og hún hefur slasast áður. Svo
þegar þetta kemur fyrir er maður
svo vængbrotinn og við látum hana
til fólks sem ætlar að bera ábyrgð á
henni og lækningin má aldrei vera
verri en sjúkdómurinn. Þetta verð-
ur til að hún skaddast svona hrylli-
lega. Fyrir okkur sem aðstandend-
ur var þetta svo erfitt. Við gátum
ekkert gert,“ segir Lilja með tár á
hvörmum. Það er ljóst að það fær
mjög á hana að rifja upp þennan
erfiða tíma. En hún heldur áfram.
„Við erum búin að hugsa mikið
um þetta. Þurfti þetta að koma fyr-
ir? Gátum við gert eitthvað? Hvað
áttum við að gera? Við hugsuðum
um að taka hana bara í burtu en
þá hefði verið hægt að kæra okkur.“
Guðfinnur lítur á konu sína og held-
ur áfram á meðan hún jafnar sig.
„Þetta er auðvitað búið að hafa
afgerandi áhrif á allt líf okkar síðan
þetta gerðist. Lilja þurfti að hætta
að vinna og vera heima við í um-
önnun. Skipta á sárum og fleira.
Svo höfum við þurft að helga okk-
ur öllu þessu. Þetta er bara búið
að snúast um þetta mál alfarið og
þar af leiðandi hefur þetta rosa-
leg áhrif á fjölskyldulífið í heild.
Miklu meiri en almenningur gerir
sér grein fyrir. Þetta er svo slítandi,
andvökunætur, það er svo margt.“
Lilja grípur fram í fyrir manni sín-
um: „Það fylgir þessu svo ofboðs-
legur kvíði. Þú sérð það, ég svaf hjá
henni fyrstu tvö árin eftir þetta.“
„Við þóttum óþægileg“
Guðfinnur segir að viðmót starfs-
fólksins á lýtalækningadeildinni
hafi fljótlega orðið mjög leiðinlegt í
þeirra garð. Sérstaklega eftir að þau
fóru að spyrja erfiðra spurninga og
krefjast breyttrar meðferðar á dótt-
ur sinni. „Við þóttum óþægileg.
Við fengum að heyra að við værum
óþolandi og það væri ekki vinnu-
friður fyrir okkur. Að við vantreyst-
um öllum á deildinni.“
Þau segjast vera búin að upp-
lifa svo margt neikvætt í tengslum
við læknastéttina og eftir allt sem á
undan er gengið eiga þau mjög erf-
itt með að treysta læknum.
Þrautaganga Lilju og Guðfinns
til að berjast fyrir rétti dóttur sinn-
ar hefur nú staðið í rúm sex ár. Þau
geta þó ekki hætt fyrr en það verð-
ur viðurkennt að mistök hafi átt sér
stað og bíða nú á milli vonar og ótta
eftir úrskurði velferðarráðuneytis-
ins, hvort málið verði tekið upp og
rannsakað eða ekki.
Gerðu illt verra Foreldrar Astridar
segja grisjur sem settar voru á andlit
hennar, eftir að hún lagðist inn á lýta-
lækningadeildina, hafa gert illt verra.
Brann meira Astrid var höfð undir hitatjaldi í næstum þrjár vikur. Lilja og Guðfinnur
vilja meina að hún hafi brunnið meira fyrir vikið.
Húðin rifnaði af Grisjur voru settar yfir
og undir augu Astridar en þegar þær voru
fjarlægðar rifnaði húðin af og opin sár
mynduðust.