Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Blaðsíða 18
Prinspóló á faraldsfæti
n Tónleikaferð um EFTA-lönd
P
rinspóló er að fara í
tónleikaferð og við
ákváðum að halda
smá tónleika fyrir
hana. Pælingin er sú að
við áttuðum okkur á því að
við værum að fara að spila
í Sviss og Noregi sem eru
bæði EFTA-lönd en eru
ekki í ESB þannig að við
urðum að halda tónleika á
Íslandi líka,“ segir Baldvin
Esra Einarsson, umboðs-
maður hljómsveitarinnar
Prinspóló. Hljómsveitin er
með tónleika á Faktorý á
fimmtudagskvöldið og fara
svo daginn eftir í tónleika-
ferð til Noregs, Belgíu og
Sviss. „Hljómsveitinni var
boðið að spila á tveim-
ur hátíðum í Evrópu. Sú
fyrri er í Osló, By:larm, og
er ekkert ósvipuð Iceland
Airwaves. Þetta er svona
norræn hátíð þar sem
mikið af norrænum hljóm-
sveitum spila. Helgina á
eftir erum við svo að spila
á annarri hátíð Sviss og
ákváðum að nýta tímann á
milli til þess að halda tón-
leika í Belgíu,“ segir Bald-
vin. Í Sviss kemur Prinspóló
fram á besta tíma, með
vinsælli popphljómsveit
frá Sviss, á hátíðinni Nor-
dklang Festival. „Prinspóló
verður þar á besta tíma
með mjög vinsælli sviss-
neskri hljómsveit. Hljóm-
sveitirnar eru búnar að
æfa saman lag milli landa.
Þeim var sent lag og texti
og síðan verður tekin æfing
daginn fyrir tónleikana. Sá
sem skipuleggur hátíðina
er mikill aðdáandi Prins-
póló og hljómsveitin verður
að spila á besta stað á eðal-
tíma.“ viktoria@dv.is
18 Menning 15. febrúar 2012 Miðvikudagur
É
g er einn af aðdáend-
um norska leikskálds-
ins Jon Fosse. Ég veit
að hann er ekki allra,
en hann höfðar til mín.
Sumir segjast ekki finna púðr-
ið í textum hans, óræðum,
ljóðrænum og brotakenndum
leikjum sem fara fram á leik-
sviðum sálarinnar; mig grunar
stundum að það stafi af því
að þeir hafi ekki séð þá í nógu
góðum sviðsetningum. Þetta
eru afskaplega vandmeð-
farnir textar sem verða að fá
að lifa sínu eigin, nánast sjálf-
stæða lífi, á sviðinu. Leikend-
ur og leikstjóri mega alls ekki
reyna að búa til svokallaðan
„undir-texta“ af því tagi sem
hið realistíska leikhús kallar á,
orðlausar athafnir og innra líf
handan talaðra orða, pers-
ónuleg baksvið og sálfræði-
legar sögur; þó mega þessir
textar ekki heldur vera án lífs,
það segir sig sjálft. Það líf þarf
aðeins að fá að kvikna af sjálfu
sér í einhverjum undarlegum
sviðsgaldri sem ég er ekki viss
um að ég treysti mér til að skil-
greina. Þegar Þjóðleikhúsið
setti eitt af verkum Fosse á
svið fyrir nokkrum árum tókst
það ekki og síðan hefur leik-
húsið haldið sig fjarri verkum
hans. Sem er slæmt, því að
Fosse er skáld sem Íslendingar
eiga að fá að kynnast, rétt eins
og aðrir.
Lofsvert framtak hjá Þjóð-
leikhúsinu
Menn hafa stundum nefnt
Fosse í sömu andrá og Beck-
ett. En ég get ekki séð þá
líkingu, ekki með nokkrum
hætti. Ég finn ekki kaldbeiska
tómhyggju Becketts hjá hon-
um; sem skáld finnst mér
hann miklu fremur vera í ætt
við Strindberg eða frönsku
symbólistana, til dæmis Belg-
ann Maurice Maeterlinck sem
var víða leikinn um og upp úr
aldamótunum fyrri og hafði þá
mikil hrif víða, en er sjaldan
leikinn nú. Maeterlinck stillir
persónum sínum upp gagn-
vart hinum miklu stærðum til-
verunnar: ástinni, dauðanum,
einsemdinni, örvæntingunni;
afhjúpar vanmátt þeirra and-
spænis þeim. Það gerir Fosse
einnig.
Nú er verið að sýna eitt af
verkum Fosse í Leikhúskjallar-
anum. Kjallarinn hefur verið
opnaður í ný nú í haust fyrir
einstaklingum og sjálfstæðum
hópum, sem er mjög lofsvert
framtak hjá Þjóðleikhúsinu.
Vonandi verður framhald á
því; nóg er þörfin, nógar hug-
myndirnar. Þar hafa verið
einar þrjár litlar leiksýningar
eða dagskrár í haust, hver með
sínu móti, þetta mun sú fjórða.
Að þessu sinni flytja tveir ung-
ir leikarar, Hannes Óli Ágústs-
son og Hilmir Jensson, ein-
þáttunginn Ég er vindurinn.
Hann lýsir tveimur mönnum
sem lenda í einhvers konar
sjávarháska, en sá sjávarháski
er auðvitað engin natúral-
ísk mynd af sjávarháska, öðru
nær.
Vel unnin sýning
Þetta er vel unnin sýning,
sérstaklega er öll umgerðin
heppnuð. Hluti af sal Leikhús-
kjallarans hefur verið stúk-
aður af með svörtum tjöldum,
rýmið er þröngt, áhorfenda-
sætin fá, sviðið örlítið, nánd
leikara og okkar í salnum
mikil. Við sitjum öll í þessum
sama báti; ætli það eigi ekki að
vera „sögnin“? Tónræn leik-
hljóð Völu Gestsdóttur, sem
berast að úr sitt hvorri áttinni
í góðum steríóeffekt, seið-
andi og mögnuð. Svörtu jakk-
arnir, sem karlarnir tveir á
sviðinu klæðast, eru með ein-
hvers konar upphleyptu flúri
yfir axlir og brjóst; fljótt á litið
gæti það verið skraut, en þegar
betur er skoðað er það of ýkt
til að svo geti verið, og maður
fer að hugsa um sjávargróður-
inn í hafi dauðans. Hið rót-
lausa þang sem annað mikið
skáld orti um. Ibsen var hafið
einnig hugleikið, það leitar
sterkt á í ýmsum verka hans,
táknmynd hins erótíska jafnt
sem útslokknunarinnar. Ekki
að ófyrirsynju – og ekki bara
vegna þjóðernisins – að Fosse
hefur stundum verið kallaður
hinn nýi Ibsen.
Ég er sáttur við það hvernig
þeir Hannes Óli og Hilmir
nálgast textann undir smekk-
legri leikstjórn Ingibjargar
Huldar Haraldsdóttur. Þeir
forðast ýkjur og ofgerð, leitast
við að feta stig hins dempaða
og ívið kalda ópersónuleys-
is sem er kennimark þessara
verka. Hvorugur er enn orðinn
neinn meistari í framsögn og
meðferð texta; hvað radd-
lega burði og textaflutning
varðar standa þeir ekki betur
en gengur og gerist meðal út-
skrifaðra leikara úr þeim leik-
listarskóla sem þjóðin hefur
nú kostað í rúm þrjátíu ár. Illu
heilli hefur skort mikið, mjög
mikið, á að sú stofnun hafi lagt
þá rækt við þennan þátt í tjá-
tækni leikarans, veitt nemend-
um þá þjálfun í meðferð ritaðs
skáldskapar, einkum í bundnu
formi, sem á að vera sjálfsagð-
ur liður í hverjum almennileg-
um leiklistarskóla. Þó að texti
Fosse virðist einfaldleikinn
sjálfur, er hann skrifaður eins
og músík og á að leikast þann-
ig. Ásláttur, áherslur, hraða-
breytingar, styrkleikasveiflur,
intónasjónir, kontrastar, hlé,
þagnir; allt þarf að vera þaul-
hugsað og mótað. Í flutningi
Hannesar Óla og Hilmis varð
hann full flatur og á köflum
eintóna. Samt fundum við fyr-
ir dramanu sem ólgar undir og
leiddist ekki. Þarna var tekist á
við mjög erfiða orðlist af ein-
urð og alvöru; það skilaði sér.
Eiga hrós skilið
Þeir sem að þessari sýningu
koma eiga hrós skilið fyrir
gott framtak. Að sjálfsögðu
eru það verk af þessu tagi sem
bæði Þjóðleikhúsið og Leik-
félag Reykjavíkur, með alla
sína listrænu, fjárhagslegu og
tæknilegu burði, ÆTTU að
vera að sýna, fleiri en eitt og
fleiri en tvö á HVERJU leikári.
Klassík, nútímaklassík, metn-
aðarfull samtímaverk. Verk
sem gefa okkar góðu leik-
urum – ekki síst hinum yngri
– tækifæri til þess að ganga
á hólm við alvöru skáldskap,
taka áhættu, ögra sjálfum sér.
Verk sem gefa þeim engin færi
á að hreiðra um sig í þægileg-
um klisjum melódramans eða
hroðvirknislega unnum upp-
suðum úr frægum skáldsögum
og bíómyndum. Og láta svo
markaðsdeildina bara sjá um
restina.
Líf í Leikhús-
kjallaranum
Jón Viðar Jónsson
leikmynjar@akademia.is
Leikrit
Ég er vindurinn
eftir Jon Fosse
Leikstjórn: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir
Leikmynd og búningar: Anna María
Tómasdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Vala Gestsdóttir
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
Eiga hrós skilið fyrir gott framtak Ég er sáttur við það hvernig þeir Hannes Óli og Hilmir nálgast textann
undir smekklegri leikstjórn Ingibjargar Huldar Haraldsdóttur. Þeir forðast ýkjur og ofgerð, leitast við að feta stig hins
dempaða og ívið kalda ópersónuleysis sem er kennimark þessara verka.
Syngja lög
Bergþóru
Þrennir tónleikar verða
haldnir þar sem sungin
verða völd lög úr söngvasafni
Bergþóru Árnadóttur. Fyrst í
Salnum í Kópavogi á afmæl-
isdegi Bergþóru, 15. febrúar,
en þar verða þeir endur-
teknir 16. febrúar, og síðan
í menningarhúsinu Hofi á
Akureyri föstudaginn 17.
febrúar. Á tónleikunum flytja
valinkunnir tónlistarmenn
mörg af þekktustu lögum
Bergþóru, þar á meðal Svav-
ar Knútur og Guðrún Gunn-
arsdóttir. Sérstakur gestur á
öllum tónleikunum verður
Pálmi Gunnarsson, söngvari
og bassaleikari, sem starfaði
með Bergþóru um árabil.
Sinfó spilar
Hringadrótt-
inssögu
Á fimmtudag og föstudag leik-
ur Sinfóníuhljómsveit Íslands
tónlistina úr kvikmyndum
Peters Jackson um Hringa-
dróttinssögu. Tónskáldið
Howard Shore tónsetti mynd-
irnar og vann til óskarsverð-
launa 2002 og 2004 fyrir fram-
lag sitt. Undanfarin ár hefur
tónleikaútgáfa verksins farið
sigurför um heiminn og slegið
aðsóknarmet hjá ýmsum
hljómsveitum. Uppselt er á
tónleikana á föstudaginn en á
fimmtudaginn eru enn miðar
lausir. Tónleikarnir fara fram
í Eldborgarsal Hörpu klukkan
20.00 og er miðaverð frá krón-
um 2.000 upp í 6.500.
Nýtt verk
frumsýnt
Á fimmtudaginn verður
opnuð í Hafnarborg sýning
á nýrri myndbandsinnsetn-
ingu eftir Sigurð Guðjóns-
son. Verkið ber yfirskriftina
Undanfari og er sýnt í Sverr-
issalnum. Sigurður Guðjóns-
son vinnur myndbandsverk
þar sem mynd, hljóð og rými
eru órofa heild, segir í frétta-
tilkynningu. Verkið sýnir
nakinn karlmann í tómu
herbergi. Hann notar eigin
líkamsþyngd til að framkalla
hljóð frá gólffjölunum og
hlustar þannig á eigin þunga í
gegnum brakið í gólfinu. Sýn-
ingin verður opnuð kl. 20.00
og verður Sigurður sjálfur á
staðnum segir frá ferli sínum.
Á faraldsfæti Prinspóló spilar
í fjórum löndum á einni viku.