Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Síða 2
2 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur K aupverð blokkanna sem athafnamaðurinn Steinþór Jónsson og viðskiptafé- lagar hans í South Properties keyptu í vor var 177 milljónir króna. Eitt af skilyrðunum fyrir kaup- unum voru hundruð milljóna króna afskriftir, en Landsbankinn aflétti veðböndum upp á 733 milljónir króna svo að viðskiptin gætu gengið í gegn. Þar var um að ræða skuldir sem fyrri eigendur höfðu stofnað til. Þetta kemur fram í kaupsamningi fasteign- anna sem DV hefur undir höndum. Viðskiptin voru meðal annars fjár- mögnuð með láni, eða eins og Stein- þór sagði í samtali við DV fyrr í vik- unni: „Við fjármögnuðum kaupin einfaldlega með eigin fé og láni eins og hver önnur eðlileg viðskipti.“ Stein- þór Jónsson, sem er fyrrverandi bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík á árun- um fyrir hrun. Fyrirtæki tengd Stein- þóri hafa að undanförnu fengið millj- arða afskrifaða. 27 íbúðir „Við bara gerðum tilboð í þess- ar blokkir,“ sagði Steinþór í samtali við DV fyrr í vikunni. Í blokkunum eru alls 27 fokheldar íbúðir, á bilinu 98–121 fermetra að stærð, auk fimm bílskúra. Blokkirnar sem staðsettar eru við Bjarkardal 33 og Reynidal 1 í Innri-Njarðvík, voru keyptar á bruna- útsölu út úr þrotabúinu Týrus hf. í byrjun maí. Týrus hf. sem var í eigu verktakans Snorra Hjaltasonar og eig- inkonu hans, Brynhildar Sigursteins- dóttur, hét áður TSH Verktakar hf. Í síðasta ársreikningi TSH Verk- taka frá árinu 2009 er fyrirtækinu lýst sem byggingarfyrirtæki sem sé víða með framkvæmdir. Tap félagsins það ár var 556 milljónir króna, eigið fé um 1,1 milljarður en félagið skuldaði þá þegar 2,3 milljarða króna. Stærsti hluti þessara skulda var tilkominn vegna blokkanna í Innri-Njarðvík. Sé heildarveðsetningunni deilt á fjölda íbúða kemur í ljós að hver íbúð hafi að meðaltali verið veðsett upp á 27 milljónir króna, langt umfram mark- aðsvirði. Á árinu 2008 keyptu TSH Verktakar allt hlutafé í félaginu Fossafli ehf. fyr- ir 244 milljónir króna. Þá var félagið meðal annars með leigusamning við sveitarfélagið Árborg um fyrirhugaða þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara sem áformað var að koma á fót. Von á miklum gróða Í samtali við DV við Steinþór fyrr í vik- unni var tilgangurinn með kaupun- um sagður sá að koma íbúðunum í stand til þess að selja þær á almenn- um markaði. „Við erum auðvitað bara að kaupa þær til að gera þær upp og selja þær.“ Meðalverð á sambærileg- um en fullkláruðum íbúðum á svæð- inu er á bilinu 17–21 milljón króna samkvæmt fasteignavef mbl.is. Sé litið til kaupverðs blokkanna tveggja er meðalverð hverrar íbúðar þar um 6,5 milljónir króna. Einfalt reikn- ingsdæmi leiðir í ljós að gangi áform Steinþórs og félaga í South Properties upp, muni þeir græða háar fjárhæðir á viðskiptunum. „Það eru sumir sem hafa trú á Suðurnesjum,“ sagði Steinþór í sam- tali við DV þegar hann var spurður út í kaupin. Steinþór á þriðjungshlut í South Properties, en hinir hluthaf- arnir eru athafnamaðurinn Sverrir Sverrisson og Brynjar Guðmundur Steinarsson. Steinþór og Sverrir eru miklir viðskiptafélagar og hafa viðskiptagerningar eignarhaldsfé- laga þeirra á árunum fyrir hrun, sem nær undantekningarlaust hafa tengst sparisjóði Keflavíkur, verið mikið í kastljósi fjölmiðlanna. Þannig komu þeir saman að rekstri eignarhaldsfélagsins Blikavalla 3 í gegnum þráð móðurfélaga, en 280 milljóna skuldir þess félags hafa ver- ið afskrifaðar. Þá var Steinþór annar eiganda Bergsins ehf. en kröfuhafar félagsins – þar á meðal Sparisjóður- inn í Keflavík, sem var á meðal helstu kröfuhafanna – hafa afskrifað tæplega 3,8 milljarða króna vegna lánveitinga til félagsins. Hringbraut stofnaði South Properties Kaupsamningurinn á milli South Properties og Týrus ehf. var undirrit- aður 4. maí síðastliðinn. Í kaupsamn- ingnum segir meðal annars: „Hið selda er veðsett Landsbankanum hf. á 1.-16. veðrétti með tryggingarbréfum, samtals að nafnverði kr. 773.000.000.“ Þá er sérstaklega tekið fram að skuld- irnar sem hvíli á eignunum verði af- skrifaðar: „Þá hefur Landsbankinn hf. sem veðhafi samþykkt kaupverðið fyrir sitt leyti og skuldbindur sig með áritun á kaupsamning þennan að aflétta áðurgreindum veðböndum sínum af hinu selda, eigi síðar en 15 dögum eftir að greiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið innt af hendi“ Ennfremur er tekið fram að Lands bankinn muni ráðstafa kaup- verðinu inn á þær kröfur sem eru tryggðar samkvæmt framan- greindum tryggingarbréfum. South Properties ehf. er skráð að Lyngholti 4 í Reykjanesbæ en eigið fé og skuld- KEYPTI BLOKKIRNAR Á BRUNAÚTSÖLU n Landsbankinn afskrifaði hundruð milljóna svo að Steinþór gæti keypt blokkir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is 13. júní 2012 Kaupa og selja „Við erum auðvitað bara að kaupa þær til að gera þær upp og selja þær,“ sagði Steinþór Jóns- son í samtali við DV. 177 milljónir Steinþór og félagar í South Properties greiddu 177 milljónir fyrir blokkirnar en áður hvíldu 773 milljónir á þeim. Mynd eyþór árnaSon Leitar þjófa „Ég ætla að finna þá,“ sagði Sig- urður Jónsson, sumarbústaðar- eigandi sem varð fyrir því tjóni að brotist var inn í sumarbústað hans í nágrenni Laugavatns, á þriðju- dag. Talsvert miklu var stolið af verðmætum hlutum og sakn- ar hann meðal annars listaverka, kengúruskinns og skotvopna, ætt- argripa sem höfð voru til skrauts í bústaðnum. Sigurður sagðist ákveðinn í að finna þjófana og hefur því heitið 250 þúsund krón- um í fundarlaun fyrir þann sem kemur gripunum í réttar hend- ur. „Þeir voru ótrúlega snyrtileg- ir,“ sagði hann og bætti við: „Það er kannski þess vegna sem maður hefur svo mikla ónotatilfinningu gagnvart þessu. Þetta er algjört brot á friðhelgi,“ segir hann, en þjófarnir virðast ekkert hafa rót- að heldur gengið mjög hreint til verks. Sigurður óskar eftir því að haft verði samband við lögregluna á Selfossi hafi fólk upplýsingar um stuldinn. Lét bóka mótmæli Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, lét bóka mótmæli á fundi atvinnuveganefndar Alþing- is á þriðjudag vegna starfa fimm manna þingmannahóps sem vinnur að samantekt eða greinar- gerð sem leggja á til grundvallar frekari vinnu við stjórn fiskveiða. „Slíkur hópur hefur enga formlega stöðu samkvæmt þingsköpum Al- þingis og það er óásættanlegt að vinna við þingmál fari fram með þessum hætti,“ sagði í bókun þing- mannsins, sem sjálfur er fulltrúi í nefndinni. „Hreyfingin krefst þess að hópurinn, sem samanstendur af fulltrúum í atvinnunefnd, vinni að málinu með nefndinni allri og að hún hafi beina aðkomu að öll- um fundum og tillögum hópsins.“ Gat ekki áfrýjað nálgunarbanni Hæstiréttur vísaði á mánudag frá kæru úrskurðar um nálgunarbann og brottvísun á heimili. Héraðs- dómur Suðurlands úrskurðaði þann 8. maí síðastliðinn að karl- manni yrði gert að yfirgefa heimili sitt þar sem hann býr ásamt eigin- konu sinni og að honum yrði jafn- framt gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Verjandi manns- ins kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar en málinu var vís- að frá vegna þess að ekki var að finna í lögum heimild til að kæra til æðra dóms úrskurð héraðs- dóms en 7. júní síðastliðinn tóku hinsvegar gildi lög sem fela í sér umrædda kæruheimild. Lögð var fram kæra vegna líkamsmeiðinga mannsins gegn eiginkonu sinni þann 29. apríl 2012 á heimili þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.