Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur Aldrei fleiri túristar komið á einum degi n Ríflega 6.000 erlendir farþegar og 2.300 áhafnarmeðlimir stigu á land í Sundahöfn á mánudaginn F jögur glæsileg skemmti- ferðaskip lögðu að bryggju í Reykjavík á mánudaginn síðastliðinn. Þetta eru skemmtiferðaskipin Clipper Adventurer, Artania, Aidamar og síð- ast en ekki síst Costa Pacifica, sem er stærst af þeim öllum – metið á rúm- lega 79 milljarða íslenskra króna. Skipin voru ekki tóm heldur full af frískum ferðamönnum úr öllum átt- um – flestum frá Þýskalandi að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafn- sögumanns Faxaflóahafna. „Þetta er alger metfjöldi; 6.080 farþegar og rúmlega 2.300 áhafnarmeðlim- ir. Aldrei áður hafa jafnmargir ferða- menn komið með skemmtiferða- skipum á einum degi,“ segir Gísli og bætir við að fyrra metið hafi verið í kringum 4.500 ferðamenn. Utanríkisráðuneytið, Íslands- stofa og Ferðamálastofa höfðu litla hugmynd um hversu miklum tekj- um allir þessari ferðamenn myndu skila þjóðarbúinu en Gísli segist hafa heyrt í fjölmiðlum að 100 milljónir myndu koma í ríkiskassann. Blaðamaður og ljósmyndari DV skunduðu niður að höfn vopnaðir upptökutæki og myndavél og tóku nokkra ferðamenn stuttlega tali. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is „Draumi líkast“ Þ ýsku hjónin Katrinkas og Eng- elfried eru farþegar um borð í lystiskipinu Costa Pasifica, sem er systurskip Costa Concordia sem strandaði við strönd eyjunnar Giglio 13. janúar 2012 með um 3.200 farþega og 1.000 áhafnar- meðlimi um borð. „Það er draumi líkast að vera um borð. Við erum búin að vera í fjóra daga en það er svo margt um að vera að okkur finnst við hafa ver- ið í fjóra mánuði! Hér eru fjölmargir veitingastaðir, kvikmyndasalir, sund- laugar, spilavíti og margt fleira,“ seg- ir Katrinkas og Engelfried bætir við: „Það er líka frábært að fá tæki- færi til þess að skoða fallega landið ykkar. Við erum búin að vera uppi á miðhálendinu, skoðuðum stóra jökulinn þarna [Vatnajökul, innsk. blm.] og fórum í Bláa lónið. Ég gæti ekki verið ánægðari. Hér er líka svo bjart að við gleymdum að fara í hátt- inn í gær – vöktum fram eftir öllu.“ Aðspurð segja þau 2.500 farþega um borð í skipinu og 1.300 í áhöfn. En er þetta ekki dýrt? „Við borg- uðum 4.000 evrur á mann en káetan okkar er reyndar ekki með svölum – það kostar miklu meira.“ Ramil er einn 1.300 áhafnarmeð-lima um borð í Costa Pacifica. Hann segir aðspurður ótrúlega gaman að vinna um borð. „Ég sé um að þrífa káeturnar og það veitir mér mikla ánægju. Ég vinn tólf tíma á hverjum degi.“ Ramil, sem er frá Filippseyjum, segir erfitt að fá vinnu í heimalandi sínu. „Ég sá auglýsingu í dagblaði, sótti um og datt í lukkupottinn.“ En hvernig líst honum á Ísland? „Ég hef ferðast um víða veröld en aldrei komið til Íslands. Þetta er fal- legur en óvenjulegur staður.“ Gaman um borð Ramil datt í lukkupottinn. Gaman að þrífa skipið Katrinkas og Engelfried Vöktu fram eftir öllu. Skoðar fugla á lystiskipi S vend Runar er danskur raf- virki og farþegi um borð í lystiskipinu Klipper. „Ísland er ágætt land – alveg hreint ágætt. Ég hef verið hér einu sinni áður.“ Aðspurður um lífið um borð í Klipper segir Svend að ekki sé um neinn lúxus að ræða. „Nei, þetta er bara venjulegt skip. Engar sund- laugar eða spilavíti – en mér er alveg sama um það. Ég er bara hérna til að skoða fugla.“ Svend segir að um borð séu 100 farþegar og 40 áhafnarmeðlimir – aðallega Danir. Svend Runar Rafvirki og fuglaskoðunarmaður. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Erfiðar með bros á vör B alagtas er í áhöfn skips- ins Artania. „Níutíu og fimm prósent áhafnar- innar eru frá Filippseyj- um, þar á meðal ég.“ Aðspurður um ástæður þess segir Balagtas: „Það vita allir að Filippseyingar vinna erfiðisvinnu með bros á vör – fólk á skemmtiferðaskip- um kann að meta það.“ Balagtas segir lífið um borð hið skemmti- legasta. „Ég er búinn að vinna í átta mánuði samfleytt og á þeim tíma ferðast út um allt; Asíu, Evrópu og Suður-Ameríku – ógleymanlegt ævintýr.“ En eru launin góð? „Já – sé þeim breytt í gjaldmiðil heimalands míns.“ Balagtas Ævintýramaður frá Filippseyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.