Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 20. júní 2012 Miðvikudagur
„Þetta verður hnausþykkt og löðrandi“
n Sumarhátíðin Partíþokan verður haldin á Seyðisfirði
V
ið höfum aldrei haldið
sumarhátíð en ætlum
bara upp í rútu og sjá
hvort það rætist ekki
úr þessu,“ segir tónlistarmað
urinn Svavar Pétur Eysteins
son, einn þeirra sem standa
fyrir tónlistarhátíðinni Partí
þokunni sem haldin verður á
Seyðisfirði helgina 22. og 23.
júní, en um svokallaða flökku
hátíð er að ræða.
„Við byrjuðum á Akureyri í
fyrra og fórum svo til Ísafjarð
ar eftir áramót. Nú er það Aust
urland. Við erum að dekka alla
landsfjórðunga í partíþoku.
Þessi hátíð er mjög breytileg
og fer eftir árstíma. Hún hefur
verið allt frá menningarlegri
samkomu yfir í framhalds
skólaball og svo tjaldútilegu.
Það fer allt eftir því hvar við
erum, hvernig veðrið er og
hvað þokan er þykk. Á Ísafirði
fengum við svo hlýlegar og
góðar móttökur að við fengum
á tilfinninguna að það hefði
lítið sem ekkert verið í gangi í
bænum í langan tíma. Á Akur
eyri var stemningin önnur. Þar
var eins og fólk væri orðið yf
irkeyrt af menningu. Samt
mættu margir og allir í góðu
stuði. Við erum nefnilega öll
eins. Það skiptir ekki máli hvar
við erum á landinu. Við þrá
um öll að komast á háværa
tónleika og dilla okkur. Smjör
ið er bara ekki alls staðar jafn
þykkt þótt að þokan sé alltaf
jafn mikil.“
Svavar Pétur er í hljóm
sveitinni Prins Póló en að auki
munu Jónas Sigurðsson og
Ritvélar framtíðarinnar, Ojba
Rasta, Snorri Helgason, Mr. Silla
og Hugleikur Dagsson koma
fram. „Þetta er helgarfestival.
Tónleikarnir fara fram inni í
félagsheimili en þarna verð
ur tímamótaafsláttur á tjald
svæði. Sveitirnar sem munu
troða upp eru stórkostlegar en
meðlimir Ojba Rasta eru alls
11 talsins svo við þurfum sér
rútu bara undir þau. Það er því
algjört glapræði að fara með
þau út á land. Seyðisfjörður er
mesta þokubæli í heiminum
og við erum mjög spennt að sjá
hvernig Austfirðingar taka okk
ur. Ég er viss um að þetta verður
alveg hnausþykkt og löðrandi.“
Aðspurður segist Svavar
Pétur oft hafa leitt hugann að
því hvað fái menn til að taka sig
til og skipuleggja útihátíð. „Ég
er ekki viss hvaða hvöt þetta er.
Ætli þetta sé ekki svipað og rak
þá áfram sem stofnuðu hina
upprunalegu Sumargleði. Fyrir
tónlistarmenn sem búa í bæn
um er þetta góð afsökun til að
tengja sig við fólk úti á landi.
Svona hátíðir sameina fólk. Það
er líka allt annað fyrir hljóm
sveitir í borginni að spila úti á
landi. Sjarminn er allt annar.
Þetta er svo íslenskt og það er
mikilvægt fyrir marga tónlistar
menn að komast í snertingu við
uppruna sinn.“
indiana@dv.is
Kenna á veturna,
rokka á sumrin
n Hafa allar komið nálægt kennslu n Allar góðar vinkonur
K
vennahljómsveitin
Dúkkulísur að austan
sem sló í gegn á
Músík tilraunum og í
Atlavík fagnar þrjátíu
ára afmæli á árinu. „Við erum
fyrst og fremst mjög góðar vin
konur sem njóta þess að vera
saman og spila tónlist. Í ár er
gott tilefni til þess að koma
saman. Við ætlum að taka árið
með trompi,“ segir Erla Sig
ríður Ragnarsdóttir, söngkona
Dúkkulísa
Dúkkulísur koma ekki oft
fram opinberlega, en þær
héldu tónleika á Aldrei fór ég
suður og þar áður spiluðu þær
á Innipúkanum. Þær ætla þó
heldur betur að láta til sín taka
á árinu og buðu konum í boð
í Viðey, á baráttudegi kvenna,
19. júní.
Plötum rokkgyðjuna með
Gestir Dúkkulísa fögnuðu
með þeim en þeirra á meðal
eru Gerður Kristný sem las úr
ljóðum sínum, Andrea Jóns
dóttir, þáttagerðarkona á RÚV
sem rýndi í stöðu kvenna í
rokktónlist í erindinu „Þegar
aldurinn færist yfir“, Helga
Birgisdóttir (Gegga), mynd
listarkona og rithöfundur,
sem velti fyrir sér hugmynd
um unglingsstúlkna um stríð,
frið og tenginguna við skap
arann í okkur sjálfum, og svo
velti Valgerður Halldórsdótt
ir félagsráðgjafi vöngum yfir
stjúptengslum og stöðu stjúp
móðurinnar árið 2012 í er
indinu „Hvar er ég?“, en Val
gerður hefur nýlega gefið út
bók um þetta málefni.
„Tengslanetið hefur stækk
að, sjáðu til, og við ætlum
því að hafa margar þessara
kvenna með okkur í sum
ar á tónleikum. Plötum
Andreu rokkgyðju með okk
ur í giggin og svona,“ segir
Erla og hlær. „Við verðum með
stóra afmælis tónleika í haust
í Rósenberg og hitum reynd
ar upp fyrir þá á sama stað á
laugardaginn. Þá verðum við
á Gærunni í Skagafirði og fleiri
hátíðum. Við ætlum að flytja
vinsælustu lögin okkar, spjalla
við gesti og hafa gaman.“
Allar viðloðandi kennslu
Erla segir frá því að allar í
Dúkkulísunum hafi helg
að sig kennslu með einum
eða öðrum hætti. Því sé nú
rokkað á sumrin og kennt á
veturna. „Það er gaman að
segja frá því að ég og Edda
María erum kennarar í Flens
borg og kenndum stúlkun
um í Ylju sem spiluðu með
okkur á þriðjudagskvöld í
Viðey. Það er í raun merki
legt að við erum allar viðloð
andi kennslu á einn eða ann
an máta. Grunnskólakennari,
framhaldsskólakennari,
skólaliði, sem er reyndar í
skrifstofustarfi í dag, og leik
skólakennari.
Þetta passar bara ágætlega
með rokkinu og sumarballa
stemningunni,“ segir Erla í
léttum dúr.
Hljómsveitin Dúkkulísur
var stofnuð á Egils-
stöðum 10. október
árið 1982. Nafngift
hljómsveitarinnar
spratt upp úr fyrstu
æfingum hljómsveit-
arinnar en stelpurnar
þóttu pjattaðar í
sparslrykinu. Hljóðfær-
in tóku þær hins vegar
föstum tökum og fóru
því Dúkkulísur fljótlega
að láta á sér kræla og
tóku meðal annars þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík og í Músíktilraun-
um, en þær sigruðu í keppninni árið 1983. Ári síðar, þann 19. júní, gáfu þær
út sína fyrstu plötu, Dúkkulísur, sem innihélt lög eins og Pamela í Dallas.
Plötuna Í léttum leik gáfu þær svo út árið 1986, en á henni var slagarinn
frægi Svarthvíta hetjan mín. Mörgum árum síðar gáfu þær síðan út lagið
Konur og blóm í tilefni dagsins og er því 19. júní Lísunum sérstaklega kær.
Þegar sveitin var stofnuð voru meðlimir sveitarinnar: Erla R. söngur, Erla
I. bassi, Gréta gítar, Guðbjörg trommur og Hildur hljómborð. Fljótlega
eftir útkomu fyrstu plötunnar hætti Hildur og Harpa tók við hljóm-
borðsleiknum. Þannig skipuð starfaði hljómsveitin næstu árin og gaf út
plötuna Í léttum leik árið 1986. Árið 1987 fór hljómsveitin í langa pásu og
kom ekki saman opinberlega í 10 ár og var endurvakin á 50 ára afmæli
Egilsstaðabæjar 1997. Síðan þá hefur sveitin komið saman til að spila, af
og til, og semja tónlist.
Í þá gömlu góðu daga Dúkkulísurnar árið 1984
Um Dúkkulísurnar
Dúkkulísurnar
Hafa allar verið
viðloðandi kennslu.
Tónlist
undir Jökli
Íslenska raftónlistarhátíðin
Extreme Chill Festival 2012
– Undir Jökli verður haldin
daganna 29. júní til 1. júlí
næstkomandi á Hellissandi.
Þetta er í þriðja skipti sem
hátíðin er haldin, en hún á
rætur sínar að rekja til 2008
þegar hljómsveitin Stereo
Hypnosis dvaldi á Hellisandi
við upptökur á breiðskífunni
Hypnogogia. Hljómsveitar
meðlimirnir Pan og Óskar
Thorarensen voru það hrifnir
af staðnum að þeir héldu árið
2009 útgáfutónleika vegna
breiðskífunnar. Eitt leiddi af
öðru og fyrsta hátíðin var svo
haldin 2010 í Röstinni, gömlu
bíóhúsi á Hellisandi. Röst var
lengi vel eina stóra samkomu
húsið á norðanverðu Snæ
fellsnesi, að undanskildu fé
lagsheimilinu í Stykkishólmi.
Dansleikir voru tíðir og vel
sóttir og kvikmyndasýningar
voru tvisvar til þrisvar í viku.
Dagskráin í ár verður með því
móti að á föstudagskvöldið
verða tónleikar í félagsheim
ilinu og byrja þeir kl. 19.30.
Á laugardeginum hefst dag
skráin utandyra með lifandi
flutningi og plötusnúðum frá
kl. 13–19 og verður dagskráin
svo færð inn í félagsheimilið
Röst kl. 19.30 og mun standa
fram á nótt.
Reggísumar á
Hverfisgötunni
Öllum vinum og vel
unnurum Bíó Paradísar er
boðið á opnun Reggísum
ars fimmtudaginn 21. júní.
Í kvikmyndahúsinu verð
ur sýnd myndin: Rise Up
– margverðlaunuð heim
ildamynd um reggítónlist
á Jamaíku – kl. 20.00.
Á hátíðinni munu Ojba
Rasta spila ásamt RVK
Soundsystem. Pilsner
Urquell verður á tilboði
og grillaður karabískur
kjúklingur.
Rise Up og tónlistar
myndin Rockers verða svo
sýndar út helgina.
Sýnir á sum-
arsólstöðum
í Galtarvita
Myndlistarmaðurinn Hrafn
kell Sigurðsson dvelur nú í
Galtarvita í Keflavík í Súg
andafirði og vinnur að sýn
ingu á staðnum sem verður
opnuð á sumarsólstöðum.
Sýninguna vinnur Hrafnkell
einsamall í faðmi náttúrunn
ar á Galtarvita. Sýningarhald
á Galtarvita hófst síðastliðið
sumar þegar sýningin Hljóm
ur norðursins var sett upp
í tilefni af að því 10 ár voru
liðin frá því að fyrstu lista
mennirnir sóttu Galtarvita
heim. Fjöldi þekktra lista
manna kom að sýningunni
sem þótti vel heppnuð. Fyrir
huguð sýning Hrafnkels hefst
þann 20. júní og stendur til
7. ágúst.
Svavar Pétur Eysteinsson
Svavar Pétur segir allt öðruvísi fyrir
tónlistarmenn úr borginni að spila
úti á landi. Það sé afar íslenskt og
það sé afar íslenskt að komast í
snertingu við upprunann.