Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Side 26
26 Fólk 20. júní 2012 Miðvikudagur
Ö
ryggisverðir Tom Cruise
ráku bændur af gamla þjóð-
veginum við Vaðlaheiði á
þriðjudagsmorgun. Bænd-
urnir voru að koma af fjöll-
um en þangað höfðu þeir rekið fé
sitt fyrr um morguninn eins og alltaf
er gert á þessum tíma árs. „Það er
eins og við séum stórkrimmar,“ seg-
ir einn viðmælanda DV sem vill ekki
láta nafns síns getið.
Mikil öryggisgæsla
Eins og DV hefur greint frá kom
Tom Cruise til landsins fyrir
helgi. Mikið umstang er í kring-
um stjörnuna sem ferðast með-
al annars með einkakokk með sér.
Fyrstu dagana hélt hann til á for-
setasvítu Hilton Reykjavík Nordica
hótelsins við Suðurlandsbraut, en
þá mátti sjá hann ásamt eiginkonu
sinni, Katie Holmes, á vappi um
miðbæ Reykjavíkur. Cruise, sem
hefur gert garðinn frægan í fjöl-
mörgum stórmyndum eins og Top
Gun og Eyes Wide Shut, er einnig
eins konar spámaður í trúarhópi
Vísindakirkjunnar.
Það var því mikil viðhöfn sem
fylgdi því þegar stjarnan kom fljúg-
andi á þyrlu og lenti við lúxusvillu
þá er Jóhannes í Bónus átti áður,
Hrafnabjörg í Vaðlaheiði, en þang-
að kom hann með föruneyti sínu á
mánudag. Gríðarleg öryggisgæsla
er við húsið en bændur verða var-
ir við að fylgst sé með þeim. Mikill
kurr er í bændum á svæðinu sem
margir hverjir eru hissa yfir þeim
vinnubrögðum sem öryggissveit-
ir leikarans ástunda. „Þetta er ekki
Texas hérna sem við búum í,“ sagði
einn þeirra sem DV ræddi við.
Líklegt verður að teljast að hús-
gögn Tom Cruise séu einnig kom-
in í Hrafnabjörg en þau voru sér-
staklega flutt hingað til lands með
stjörnunni. Hann hyggst halda til
í Hrafnabjörgum næstu vikurnar
eða á meðan verið er að taka upp
kvikmyndina Oblivion.
Smalar mættu öryggisvörðum
Einn ábúenda á Halllandi, næsta
bæ við Hrafnabjörg, er á meðal
þeirra sem lentu í öryggisvörðum á
gamla þjóðveginum á Vaðlaheiði.
„Við vorum að koma ofan af heiði,
eftir að vera búnir að vera að smala
þarna fyrir ofan,“ segir einn þeirra
sem var með í hópnum. Hingað
til hafa bændur og búalið á svæð-
inu getað notast við gömlu leiðina
um Vaðlaheiði án nokkurra vanda-
mála. Með aukinni öryggisgæslu
á svæðinu í kjölfar komu þessar-
ar kvikmyndastjörnu og spámanns
virðast hins vegar hafa orðið
breytingar þar á.
Þremur karlmönnum, sem
smalað höfðu hópi af sauðfé upp
á Vaðlaheiði fyrr um morguninn,
var á heimleiðinni mætt af ör-
yggisvörðum á vegum Öryggis-
miðstöðvarinnar. Verðirnir beindu
smölunum beinustu leið í burtu
af svæðinu þrátt fyrir að um opna
þjóðleið sé að ræða, en tún bæj-
anna á svæðinu ná meðal annars
að veginum. Viðmælandi DV seg-
ir farir sínar ekki sléttar. Erfitt sé
að sætta sig við það að verða fyrir
áreiti af hálfu öryggisvarða þegar
verið sé að ferðast í og við eigið
land.
Ekki Víetnam
„Hann var greinilega eitthvað pirr-
aður yfir því að við værum þarna,“
segir einn mannanna. Hann segir
öryggisverðina hafa rekið þá félaga
af veginum eftir að þeir stoppuðu
til að virða fyrir sér þyrlu Tom Cru-
ise sem sveimaði yfir landi þeirra.
„En þetta er bara almennur vegur,
þarna eru engin skilti eða ekki neitt
sem bannar fólki að stoppa,“ segir
maðurinn sem sýnir Hollywood-
stjörnunni þó þrátt fyrir allt auð-
mjúkan skilning. „Auðvitað er
þetta óþarfa tilstand að okkar áliti
en sjálfsagt er þetta fullkomlega
eðlilegt í þeirra heimi þarna úti.“
DV náði tali af syni manns-
ins. Sá var nýkominn aftur á bæ-
inn eftir að hafa verið á Akureyri,
en hafði sterkar skoðanir á mál-
inu rétt eins og aðrir viðmælendur
DV. „Mér finnst þetta nú fulllangt
gengið sko, þetta er nú bara Ísland,
þetta er nú ekkert Víetnam hérna.
Mér finnst þetta nú bara fulllangt
gengið af Krúsanum að láta svona.“
Hann sagði málið í heild sinni reg-
inhneyksli, enda hafi faðir hans og
félagar hans í rauninni verið á eig-
in landi þegar þeir voru reknir í
burtu. „Pabbi er nú bara að sinna
sínu starfi sko, að reka einhverjar
rollur og ég meina ef það má ekki,
þá getur hann [Tom Cruise] bara
alveg sleppt því að koma og vera
með einhverja stæla.“
Fylgst með bændum
Þegar smalarnir þrír leituðu upp-
lýsinga um hvort öryggisverðirn-
ir hefðu heimild til þess að reka þá
af veginum var gripið í tómt. „Hann
gat ekki sýnt okkur neina pappíra
upp á að hann væri með einhver
lögregluvöld,“ segir viðmælandi
blaðsins. Ómar Örn Jónsson, mark-
aðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar,
fyrirtækisins sem sér um öryggis-
gæslu fyrir Tom Cruise, segir fólk
verða að meta það sjálft hvort það
hlýði öryggisvörðum. „Ef við teljum
að það þjóni öryggishagsmunum að
biðja fólk um að fara, þá gerum við
það.“ Smalarnir þrír hlýddu öryggis-
vörðunum á endanum: „Við fórum
bara fyrir rest.“
Mikil öryggisgæsla er á svæðinu
við hús Tom Cruise og fylgst er með
öllum mannaferðum. Tom Cruise
ætti að vera vanur slíku enda er
Vísindakirkjan, þar sem hann fer
fremstur í flokki, ekki síst þekkt fyr-
ir að veita forystumönnum sínum
góða vernd. Þegar blaðamann DV
bar að garði á þriðjudag stóð þar
einn vörður við hliðina á húsinu en
annar sat inni í bíl. Grannt er fylgst
með bændum sem búa í grennd við
húsið eða eins og einn þeirra lýsti
því í samtali við DV: „Við sáum það
alveg í gær þegar við vorum að reka
upp á fjall að það keyrðu oft bíl-
ar löturhægt framhjá okkur til að
athuga hvort við værum að gera
eitthvað.“
„Ættu að skammast sín“
DV hafði samband við allnokkra
sem búa í grennd við Hrafnabjörg,
en enginn þeirra vildi koma fram
undir nafni. „Við máttum ekki vera
á veginum,“ lýsti kona á kúabúi
nokkru atferli öryggisvarða Tom
Cruise í samtali við blaðamann.
Þegar hún var innt eftir nafni
„Við vorum að koma ofan af
heiði, eftir að vera búin að
vera að smala þarna fyrir ofan.
Tom Cruise í þyrlu Tom Cruise var í þyrlu við húsið þegar blaðamann bar að garði. Þyrlan
var í gangi og það var fólk inni í henni en eftir smá stund kom maður út úr húsinu og fór inn í
þyrluna sem tók á loft.
„Við sáum það al-
veg í gær þegar við
vorum að reka upp á fjall
að það keyrðu oft bílar
löturhægt framhjá okk-
ur til að athuga hvort við
værum að gera eitthvað.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
ráku bændur af þjóðleið
n Öryggisverðir stórstjörnunnar Tom Cruise ráku bændur og búalið á brott af gamalli þjóðleið