Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2012, Blaðsíða 27
sagðist hún ekki vilja að slíkt kæmi fram. „Nei takk! Mér finnst það nú bara vera ávísun á að maður vilji láta taka eftir sér. Við bara búum hérna og viljum bara fá að sinna okkar vinnu í sátt og samlyndi við alla.“ Hún sagði þó að öll þessi öryggisgæsla þætti sérstök í sveitinni. „Furðulegt hvernig fólk þarf að haga sér þó það sé eitthvað frægt,“ sagði konan í samtali við DV, en á bak við hana mátti heyra í rödd bónd- ans, sem hrópaði: „Þeir ættu bara að skammast sín þessir menn.“ Konan segist hissa á því að hægt sé að meina fólki að fara sínar eigin leiðir, um land- svæði sem liggur meðfram þeirra eig- in, þar sem þau eru meðal annars með tún og skepnur á beit. „Ég segi nú bara hreint út að mér finnst þetta fáránlegt í svona litlu landi eins og okkar.“ DV hefur að undanförnu fjallað um mál þar sem einstaklingar hefta för almennings að landsvæði sem áður var opið öllum. Þannig má sem dæmi nefna Kersmálið þar sem kínverskum og íslenskum stjórnmálamönnum var meinaður aðgangur sem og afleggjar- ann sem liggur að fjallinu Skessu- horni, en eigendurnir lokuðu honum nýlega með hliði og hengilási. Þannig virðist það færast í vöxt hér á landi að fólk takmarki aðgengi að jörðum sín- um. Þarf ekki að hlýða Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Ör- yggismiðstöðvarinnar, segir öryggis- verði fyrirtækisins ekki hafa neinar heimildir til þess að loka opnum þjóð- leiðum. Aðspurður út í umrætt atvik segist hann ekki þekkja það en tekur fram að öryggisverðir geti beðið fólk um að flytja sig um set, fólki sé svo í sjálfsvald sett hvort það verði við þeirri beiðni. „Ef við teljum að það þjóni ör- yggishagsmunum að biðja fólk um að fara, þá gerum við það auðvitað.“ Aðspurður hvort honum finnist eðli- legt að einkareknar öryggissveitir fari um landið, banni fólki hitt og þetta, og síðan sé það fólks að ákveða hvort það hlýði slíkum skipunum segir Ómar: „Mér finnst þú stilla þessu mjög ein- kennilega upp þarna. Við erum að biðja fólk um að sýna ákveðin viðbrögð við því sem er í gangi og auðvitað er fólki í sjálfsvald sett hvort það hlýði því.“ Aðspurður hvort hann hafi skiln- ing á óánægju bænda segir Ómar eðli- legt að leitast við að ná samkomulagi. Hann segir að í svona tilvikum sé ávallt eðlilegt að skoða hvaða erindi þeir eiga sem vilja fara í gegnum slík svæði eða hvort það sé nauðsynlegt til þess að menn geti sinnt sínum störfum. Hafi bændurnir nauðsynlega þurft að fara um veginn hefðu öryggisverðir komið til móts við þá. „Menn reyna að leysa öll mál í sátt og samvinnu, þannig er starf öryggisvarðanna.“ Þá bendir Ómar á kvikmyndafyrir- tækið True North sem sér um málefni Cruise á meðan hann er hér á landi. DV náði ekki tali af neinum þar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fólk 27Miðvikudagur 20. júní 2012 Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 BMW X5 3.0D E70 08/2007, ekinn aðeins 53 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, fjarstýrð miðstöð. Einn eigandi! Verð 6.990.000. Raðnr. 322002 Jeppinn fallegi er í salnum! BMW X3 2.5SI 05/2007, ekinn 57 Þ.km, bensín, sjálfskipt- ur, leður ofl. Verð 4.390.000. Raðnr.284140 - Jeppinn fallegi er á staðnum! FORD ESCAPE XLT CHOICE 4WD 05/2007, ekinn 56 Þ.M, sjálfskipt- ur, mjög snyrtilegur jeppi! Tilboðsverð aðeins 1.590.000. Raðnr. 379999 - Jeppinn er á staðnum! SUBARU IMPREZA STI 03/2004, ekinn 75 Þ.km, mikið breyttur bíll, 6 gíra. Gríðarlega fallegt eintak! Verð 2.990.000, áhv. ca. 2,3mkr. Skoðar ýmis skipti! Raðnr. 270853 - Kagginn er á staðnum! BMW 525XI 4WD 08/2007, ekinn 31 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Umboðsbíll! Verð 5.980.000. Raðnr. 250263 - Bíllinn er í salnum! LEXUS GS430 03/2007, ekinn 68 Þ.km, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Glæsilegur bíll! Verð 5.490.000. Raðnr. 282279 - Bíllinn er í salnum! VW JETTA COMFORTLINE DIESEL 01/2006, ekinn 85 Þ.km, 6 gíra, flottur bíll sem eyðir engu! Verð 1.850.000. Raðnr. 284520 - Bíllinn skynsami er á staðnum! SUBARU LEGACY OUTBACK WAGON 06/2008, ekinn 68 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.280.000. Raðnr. 322237 - Bíllinn er á staðnum! TOYOTA AVENSIS S/D TERRA 09/2000, ekinn 151 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. EINN EIGANDI! Verð 880.000. Raðnr. 284490 - Gullmolinn er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Flutningar Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 SUZUKI LIANA 2WD 06/2006, ekinn 83 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.180.000. Raðnr. 310220 - Bíllinn er á staðnum! BMW M5 E60. Árgerð 2005, ekinn aðeins 38 Þ.km, sjálfskiptur, og allt hitt, geðveikur bíll. Verð 8.990.000. Raðnr.310224 - Kagginn er í salnum! SUZUKI SWIFT GLX 07/2007, ekinn aðeins 30 Þ.km, SJÁLF- SKIPTUR; loftkæling, kastarar, lykla- laust aðgengi, álfelgur. Verð 1.770.000. Raðnr. 310216 - Bíllinn er á staðnum! Rafskutla til sölu Celebrity X rafskutla keypt ný haustið 2009, lítið notuð og m.a. aldrei verið notuð í rigningu, lítur út eins og ný. Verð 300.000. Dóra svarar fyrirspurnum í síma 662-3012 Tilboð Gríðarleg gæsla Tom Cruise held- ur til í Hrafnabjörgum en þar í kring er gríðarlegt eftirlit og gæsla, svo mikið að bændur verða varir við að fylgst er með þeim úr öllum áttum. „Ef við teljum að það þjóni öryggis- hagsmunum að biðja fólk um að fara, þá gerum við það. Á verði Öryggisverðir Öryggismiðstöðvarinnar sjá um að vakta hús Tom Cruise og beita öllum brellum í bókinni. ráku bændur af þjóðleið n Öryggisverðir stórstjörnunnar Tom Cruise ráku bændur og búalið á brott af gamalli þjóðleið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.