Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 21. janúar 2013 Hegnt fyrir að leita til umboðsmanns N ú er ég bara stopp. Ég er at­ vinnulaus en get heldur ekki farið í skólann því ég fæ ekki fyrirframgreiðsluna. Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir kennari. Íris fór árið 2010 í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. „Ég neyddist til að leita þangað vegna þess að það stefndi í algjört óefni hjá mér. Laun mín voru lág og allt hafði hækkað. Þá þarf maður að fara í ferli þar sem fjár­ hagsstaðan er rekin fjögur ár aftur í tímann. Það er rosalega niðurlægj­ andi að gera þetta og hrikalega erfitt. Ég hef aldrei verið á neinu eyðsluflippi en það eru bara hlutir sem valda því að maður missir tökin,“ segir Íris sem engu að síður fór í gegnum ferlið. Fékk neitun um fyrirgreiðslu „Mitt mál var það slæmt að ég fékk niðurfellingu á öllum samningskröf­ um. Sem var að vissu leyti ánægju­ legt, þarna voru lán sem ég var búin að borga af í mörg ár og höfðu hækk­ að upp úr öllu valdi og ég var eflaust í einhverjum tilvikum búin að borga niður. Síðan er hluti af ferlinu að koma sjálfur með leið til þess að bæta eigin fjárhag. Eina ráðið sem ég sá, þar sem ég er kennari og bý upp í sveit, var bara að mennta mig meira. Það yrði erfitt meðan á því stæði en myndi skila sér að lokum.“ Hún segist hafa fengið þær upplýsingar hjá umboðs­ manni skuldara að hún fengi námslán og fyrirframgreiðslu á þeim hjá bank­ anum þar sem að námslán eru greidd út eftir önnina. Vegna þess ákvað hún að skella sér í námið og fékk námsleyfi í vinnunni í eitt ár. Námið sem hún valdi er tveggja ára nám og myndi veita henni réttindi til þess að kenna á framhaldsskólastigi. „Ég sótti um fyrirgreiðslu vegna náms­ lána í mínum viðskiptabanka sem er Íslandsbanki. Þar kom ég að lokuðum dyrum þar sem ég var búin að vera í ferli hjá umboðsmanni skuldara. Samkvæmt þeirra vinnureglum er stranglega bannað að veita fólki fyrir­ greiðslu sem er í greiðsluaðlögun. En ég er ekki í greiðsluaðlögun, mínu máli er lokið. Ég stóð í bréfaskriftum og símhringingum við bankann, um­ boðsmann skuldara, umboðsmann viðskiptavina og æðstu stjórn Íslands­ banka í marga daga en án árangurs. Ég fékk ekki fyrirgreiðslu,“ segir Íris. Sér fram á að þurfa að hætta „Þá var ég komin í þá stöðu að ég stóð uppi með fjögur börn á framfæri, enga vinnu og ekki á leið í nám eins og til stóð.“ Þar sem ráðið hafði verið í stöðu Írisar í skólanum þar sem hún kenndi þá hafði hún um fáa kosti að velja. Einn af kostunum var að fara á atvinnuleysisbætur í ár sem hún seg­ ist ekki hafa viljað þar sem hún vildi bæta kjör sín. Það fór svo að barns­ faðir hennar fékk yfirdrátt í bankan­ um til þess að hjálpa henni að komast í gegnum önnina. Í bankanum segist hún hafa fengið þau svör að líklega myndi hún fá fyrirgreiðslu fyrir næstu önn ef hún sýndi fram á viðunandi námsárangur og að henni væri alvara með náminu. „Ég gerði það. Náði öll­ um prófunum og fór með einkunnirn­ ar í bankann. En þrátt fyrir það kom ég enn að lokuðum dyrum. Námslán­ in sem ég fékk fyrir þessa önn fara í að borga upp yfirdráttinn sem barnsfaðir minn tók fyrir mig og nú sé ég fram á að þurfa að hætta í skólanum.“ Benda hvor á annan Hún segist ítrekað hafa leitað svara bæði hjá bankanum og umboðs­ manni skuldara en lítið sé um svör. „Umboðsmaður skuldara bendir á bankann og bankinn bendir á um­ boðsmann skuldara og í báðum til­ vikum saka þeir hvor annan um að hafa komið af stað misskilningi. Ég sé ekki annað í minni stöðu en að hætta í náminu sem ég er nú þegar byrjuð á. Síðasta önn nýtist mér því ekki neitt nema sem góð reynsla og aukin þekk­ ing í mínu fagi en það er dýr reynsla þar sem ég þarf að greiða af námslán­ um næst komandi ár eða áratugi og ég fæ enga gráðu út á þetta eina miss­ eri sem ég hef lokið af mínu námi. Það sem mér þykir verst í þessu öllu saman er að ég veit um fleiri sem eru í þessari stöðu og ég veit líka um fólk sem hefur fengið undaþágu frá þess­ um svokölluðu verklagsreglum bank­ anna og fengið fyrirgreiðslu þrátt fyr­ ir að vera í greiðsluaðlögun,“ segir Íris og vill gjarnan vara fólk við svo það lendi ekki í sömu stöðu og hún. Vara sig á ráðleggingum „Það er sorglegt að fólk sem er allt af vilja gert til þess að bæta sína stöðu fái hreinlega ekki tækifæri til þess. Það er stórt skref að sækja um námsleyfi og fara í nám þegar fjárhagsstaðan er ekki sterkari en hún er í mínu tilviki. Samkvæmt lögum átti ég rétt á fyrir­ greiðslunni eftir því sem fulltrúi frá umboðsmanni heldur enn fram en bankinn skoðar hvert tilvik fyrir sig og veitir sumum undanþágu en öðrum ekki,“ segir hún. „Fólk þarf greinilega því virkilega að vara sig á þeim ráð­ leggingum sem fulltrúar hjá umboðs­ manni skuldara veita því.“ Er óráðin Íris segist ekki vita hvað hún muni gera en hún leiti leiða til þess að geta klárað námið. Hún hafi sótt um næturvinnu á hjúkrunarheimili og sjái fram á að ef hún fái þá vinnu þá geti hún hugsan­ lega látið þetta ganga upp. „Þá vinn ég sjö nætur í röð og fæ frí sjö nætur og get þá verið í skólanum á daginn,“ seg­ ir Íris. Eins og áður sagði er hún með fjögur börn og því töluvert púsluspil að láta allt ganga. Hún býr einnig í Hval­ fjarðarsveit og myndi þurfa að keyra til Reykjavíkur til vinnu auk þess sem hún keyrir í skólann þannig að hún sér fram á töluverðan bensínkostnað. Hún vill þó láta þetta ganga þar sem tekjur hennar muni aukast í kjölfarið. Hún er reið út í bankann sinn og finnst leitt að ekki sé hægt að gera undan­ þágu þar sem það hafði verið sagt við hana að hún yrði með hreinan skjöld eftir greiðsluaðlögunina. „Ég fór eftir öllu því sem mér var sagt að gera til að ferlið gengi vel fyrir sig og nú stend ég uppi atvinnulaus, tvístígandi yfir námi sem þegar er hafið því ég hef enga framfærslu vegna rangra upplýsinga frá umboðsmanni skuldara.“ n „Með breytingu á 3. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga kemur fram að: Greiðsluaðlögun tekur ekki til krafna viðskiptabanka vegna tímabundinnar fyrirgreiðslu sem námsmanni er veitt vegna framfærslu á grundvelli væntanlegs láns frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, enda hafi samhliða verið samið um að láninu skuli ráðstafa að fullu til uppgjörs á fyrirgreiðslu viðskiptabankans. Ef umsækjandi fullnægir ekki skilyrðum lánasjóðsins um framvindu náms skal farið með fyrirgreiðslu við- skiptabanka, eða eftir atvikum þann hluta hennar sem ekki fæst greiddur með láni frá sjóðnum, sem samningskröfu og tekur greiðsluaðlögun þá til kröfunnar. Í framhaldi af þessari lagabreytingu er framkvæmdin hjá Íslandsbanka um fyrirgreiðslu til námsmanna sem sækja um greiðsluaðlögun eftirfarandi: Námsmönnum, sem lagt hafa inn umsókn hjá umboðsmanni skuldara og njóta greiðslufrests skv. 11. gr. laga nr. 101/2011, er almennt veitt fyrirgreiðsla í formi yfirdráttar sem nemur framfærslu- viðmiðum LÍN. Gegn lánsloforði frá LÍN geta námsmenn fengið framfærslulán hjá bankanum að því gefnu að umsækjandi sé lánshæfur samkvæmt útlánareglum. Tekið er mið af viðskiptasögu þegar umsókn um framfærslulán er metin. Ef viðskiptavinur er í greiðsluerfiðleikum hjá Íslandsbanka eða öðrum lánastofnunum t.d. Íbúðalána- sjóði þá þarf að skoða málið sérstaklega. Meta þarf hvert mál fyrir sig og átta sig á alvarleika greiðsluvanda. Mun frekari lánveiting auka enn á greiðsluvanda? Er um skammtímavanda að ræða og er lausn í sjónmáli? Um hve háa fjárhæð er að ræða? Er viðskiptavinur í vanskilum hjá bankanum og hver er ástæðan?“ segir Guð- ný Helga í svari til DV. Hjá umboðsmanni skuldara fengust þær upplýsingar að almennt ætti það ekki að vera vandamál að fá fyrirgreiðslu í bönkum vegna námslána en vitað væri að bankar neituðu í einhverjum tilvikum. Þá væri skjól- stæðingum stundum ráðlagt að fara með viðskipti sín til annarra fjármálastofnana. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Móður neitað um fyrirgreiðslu námslána n Fór í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara Í pattstöðu Íris segist ekki vita hvað hún geti gert. Hún er atvinnulaus eins og stendur vegna þess að ráðið var í stöðu hennar meðan hún er í námsleyfi en sér ekki fram á að hafa efni á að klára námið. Þetta segir Íslandsbanki Í svari frá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka kemur þetta fram. V instrihreyfingin ­ grænt framboð hefur mátt muna fífil sinn fegurri, en flokk­ urinn fékk verri útreið en nokkru sinni fyrr í niður­ stöðum skoðanakannana sem kynntar voru um helgina. Sam­ kvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist VG aðeins með 7 prósenta fylgi og í netkönnun sem gerð var fyrir þáttinn Sprengisand á Bylgjunni sögðust aðeins 5 prósent þátttakenda styðja flokkinn. VG kom ögn betur út í Þjóðarpúlsi Capacent í desember þar sem fylgi hans mæld­ ist 9,1 prósent. Í öllu falli er hér um gríðarlegt fylgistap að ræða enda naut flokkurinn 22 prósenta stuðn­ ings í síðustu þingkosningum. Öllum þremur könnununum ber saman um að Björt framtíð njóti meira fylgis en VG. Björt framtíð er, ólíkt VG, hlynnt inngöngu í Evrópu­ sambandið en báðir flokkarnir leggja áherslu á umhverfisvernd. Ætla má að fylgishrun VG megi rekja til sundurlyndis í flokknum, enda hefur flokkurinn logað í átök­ um á kjörtímabilinu sem nú fer að ljúka. Þrír þingmenn VG hafa yfirgef­ ið flokkinn auk þess sem deilt hefur verið harkalega um aðildarviðræð­ urnar við Evrópusambandið, Ice­ save­málið og umhverfisvernd svo fátt eitt sé nefnt. Nýlega tilkynnti Jón Bjarnason, sem hrökklaðist úr rík­ isstjórn fyrir rúmlega ári, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áfram­ haldandi þingsetu fyrir flokkinn. Hugsanlegt er að hann leiti á önnur mið og harðir andstæðingar Evrópu­ sambandsins elti hann. Þá hafa nokkrir aðilar sem áður staðsettu sig yst á vinstri væng VG yfirgefið flokk­ inn og stofnað byltingarsinnaða hreyfingu, Alþýðufylkinguna. Taka ber tölunum sem hér hafa verið nefndar með fyrirvara en svarhlutfall í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var aðeins 60 prósent. Í samtali við Smuguna um helgina sagði Katrín Jakobsdóttir, varafor­ maður VG, að hún teldi að rofa myndi til þegar flokkurinn færi að kynna mál sín fyrir kjósendum. n Vinstri-grænir í frjálsu falli n Gífurlegt fylgishrun stjórnarflokksins í könnunum Tapa fylgi Niðurstöður skoðanakannana eru ekkert gleðiefni fyrir þingmenn Vinstri-grænna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.