Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 12
11 ára stúlka kynlífsþræll 12 Erlent 21. janúar 2013 Mánudagur N íu menn, sjö Pakistanar og tveir menn frá Norður- Afríku hafa í Bretlandi verið ákærðir fyrir 79 kynferðis- og ofbeldisbrot gegn sex barnungum stúlkum. Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrir helgi. Fyr- ir dómi komu fram hrottalegar lýs- ingar fórnar lambs mannanna, sem lýsti þeim sem brengluðum skrímsl- um. Sú stúlka, sem var 11 ára þegar ofbeldið byrjaði og henni var fyrst nauðgað, var brennimerkt af kvalara sínum og „eiganda“ til þess að aðr- ir sem nauðguðu henni vissu hver „ætti hana“. Þetta kom fram fyrir dómi en á vef Daily Mail er greint frá því sem þar kom fram. Hélt að þau myndu giftast Eins og áður segir var yngsta stúlk- an aðeins 11 ára þegar hún var seld til manns, Mohammeds Karrar, eða Egyptian Mo, eins og hann var kall- aður. Hann fékk hana til fylgilags við sig með því að gefa henni ilmvötn og snyrtivörur en líka hörð fíkniefni. Fljótlega byrjaði hann að berja hana og nauðga, að því er fram kom fyrir dómi. Stúlkan bjó hjá foreldrum sín- um en fram kemur í grein blaðsins að heimilisaðstæður hafi verið afar slæmar. Foreldrar hennar gripu ekki inn í og ofbeldið ágerðist og versn- aði. Stúlkan, aðeins 11 ára, stóð í þeirri trú að þau Mo myndu giftast þegar hún yrði 16 ára gömul. Ofbeldið ágerðist, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar fyrir dómi, og fljótlega fór Mo að leigja hana öðrum mönnum. Hún kostaði um 120 þúsund krónur á tímann. Yfir fimm ára tímabil var barnungri stúlkunni nauðgað endurtekið, oft í heimahúsum af stórum hópum manna þar sem hver og einn kom fram vilja sínum með góðu eða illu, að því er stúlkan greinir frá. Hún kallar þetta pyntingarkynlíf, eða „torture sex“, samkvæmt því sem fram kom fyrir dómi. Henni voru ít- rekað gefin nauðgunarlyf og önnur vímuefni svo hún gæti ekki streist á móti misþyrmingunum. Eftir hópnauðganirnar var hún svo illa farin af misþyrmingum og heróíni að hún fann engan sársauka. Brennimerkti hana með hárspennu Til að auðkenna stúlkuna og til þess að aðrir menn vissu hver „ætti“ hana hitaði Mo eitt sinn hárnælu sem hún átti með kveikjara og brennimerkti rasskinn hennar. með „M“. Hann talaði alltaf um hana eins og eign sína og sýndi henni aldrei miskunn. Hún sagði félagsráðgjafa sínum að Mo og vinir hans væru kynlífs- skrímsli. Þeir töluðu statt og stöð- ugt um kynlíf og ræddu um konur á viðbjóðslegan hátt. Þeir létu hana ítrekað taka þátt í ýmiss konar hlut- verkaleikum þar sem hún var látin klæðast glyðrulegum klæðnaði. Mo og bróðir hans nauðg- uðu henni og börðu, að því er hún greindi frá, ótal sinnum. Oftast var stúlkan leigð hópum manna af asískum uppruna, að því er fram kom í réttar höldunum. Þeir nauð- guðu henni í heimahúsum og gisti- heimilum, oftast í Oxford. Hún var margoft sprautuð með heróíni til að minnka mótspyrnu hennar og gera hana viljugri til að taka þátt í viður- styggilegum kynlífsathöfnum og fullnægja þannig sjúkum löngunum þeirra. Noel Lucas, saksóknarinn í mál- inu, sagði fyrir dómi að það hafi orðið að viðtekinni venju að Karr- ar-bræðurnir sóttu hana heim til sín og fóru með hana í heimahús eða á gistiheimili þar sem hver einasti maður í húsinu lauk sér af. Fóstureyðing með heklunál Rétt eftir 12 ára afmælisdag stúl- kunnar tók hún eftir því að hún var ólétt. Hún sagði Mo frá því og hann barði hana. Því næst fór hann með hana í heimahús í Reading þar sem þar ófaglærður aðili framkvæmdi fóstureyðingu með heklunál. Stúlkan virðist, að því er fram kom í réttarhöldunum, hvergi hafa haft griðastað. Mo gat alltaf komið heim til stúlkunnar og sótt hana án þess að foreldrar hennar aðhefðust nokkuð. Stundum nauðgaði hann henni í stofunni heima hjá henni, á meðan faðir hennar lá sofandi í öðru herbergi. Og stundum tók hann meira að segja vini sína með. Þeir nauðguðu henni líka. Það kom ekki fram fyrir dómi hvernig það kom til að stúlkan komst í samband við félagsráðgjafa. En eitt sinn, þegar hún var í heim- sókn í Lake District-þjóðgarðinum í norðurhluta Englands, hringdi Mo í stúlkuna og félagsráðgjafinn svar- aði. Mo heimtaði að fá að tala við stúlkuna en félagsráðgjafinn neit- aði. Mo brást hinn versti við og hót- aði bæði konunni, stúlkunni og mömmu hennar grófu ofbeldi ef hann fengi ekki að tala við stúlkuna. Nokkru eftir símtalið sagði stúlk- an félagsráðgjafanum frá því að til hennar kæmu oft menn sem færu með hana í heimahús, gegn vilja hennar. Í janúar 2008 greindi hún lög- reglumanni frá því að Egyptian Mo hefði nauðgað henni í London, níu mánuðum áður. Tveimur árum síð- ar hafi hún haft samband við Mo og ætlað að biðja hann afsökunar en þá nauðgaði hann henni aftur, að því er fram kom fyrir dómi og Daily Mail greinir frá. Kamar Jamil, 27 ára, Akhtar Dogar, 32 ára, bróðir hans Anjum Dogar, þrítugur, Assad Hussain, 32 ára, bræðurnir Mohammed Karr- ar og Bassam Karrar, Mohammed Hussain 24 ára, Zeeshan Ahmed 27 ára og Bilal Ahmed, 26 ára, segjast allir saklausir af því sem hér er að ofan lýst. Réttar höldunum er ekki lokið. n n „Eigandinn“ brennimerkti á henni rasskinnina til auðkenningar Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Beit þumalinn af kærustunni Ricardo Marquis Davis, 35 ára Bandaríkjamaður, er nú í haldi lögreglunnar í Palm Bay á Flór- ída. Maðurinn var handtekinn eftir að hann beit þumalinn af kærustu sinni í kjölfar rifrildis þeirra. Að sögn lögreglu var Davis að skutla kærustu sinni í vinnuna þegar þau lentu í orðaskaki. Kon- an komst undir læknishendur að sjálfsdáðum og í kjölfarið var Davis handtekinn. Hann hefur játað á sig verknaðinn. Að sögn talsmanns lögreglu, Yvonne Martinez, tókst læknum ekki að græða fingurinn á konuna. Leita að leyniskyttu Rússneski mafíuforinginn Aslan Usoyan, einnig þekktur undir nafninu Khassan afi, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað í miðborg Moskvu á miðvikudag. Leyniskytta hafði komið sér fyrir í öruggri fjarlægð og þegar færi gafst hleypti hann af og lést Usoy- an samstundis. Rannsóknardeild lögreglunnar í Moskvu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannsins. Usoyan var á áttræðisaldri en honum hafði tvisvar áður verið sýnt bana- tilræði. Usoyan var þekktur glæpa- maður í Rússlandi og stundaði meðal annars ólöglega vopnasölu, fíkniefnasölu og stjórnaði skipu- lögðum glæpasamtökum í Moskvu um langt skeið. Úr dómsal Teikning sem teiknari á vegum Daily Mail vann meðan á réttarhöldunum stóð. Sendur í rafmagnsstólinn n Hótaði að halda áfram að drepa þar til hann fengi dauðadóm R obert Charles Gleason Jr., 42 ára fangi á dauðadeild í Virginíu-ríki Bandaríkjanna, var tekinn af lífi á fimmtu- dag. Gleason var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir morð árið 2007. Tveimur árum eftir að hann hóf afplánun, í maí 2009, kyrkti hann samfanga sinn, hinn 63 ára Har- vey Watson. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir morð og fluttur í annað fangelsi meðan hann beið dóms í málinu. Ekki tók mik- ið betra við þar og árið 2010 réðst hann á annan fanga, hinn 26 ára Aaron A. Cooper, og kyrkti hann. Í frétt Reuters kemur fram að hon- um hafi tekist að fá hann til að máta hálsmen sem hann notaði til verkn- aðarins. Svo virðist vera sem heitasta ósk Gleason hafi verið að fá dauða- dóm. Eftir seinna morðið meðan hann var í afplánun hótaði hann því að halda áfram að myrða aðra fanga þar til hann fengi dauða- dóm. Hann fékk ósk sína uppfyllta og óskaði eftir því að verða send- ur í rafmagnsstólinn. Gleason er fyrsti fanginn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári og sá fyrsti í tæp þrjú ár sem tekinn er af lífi í rafmagnsstól í Virginíu-ríki. 43 fangar voru teknir af lífi í Banda- ríkjunum árið 2012. Verjendur Gleason héldu því fram að hann þjáðist af geðrænum vandamálum og hefði í nokk- ur skipti reynt að svipta sig lífi. Þeir börðust fyrir því fram á síð- ustu stundu að fá dauðadómn- um breytt en Hæstiréttur hafnaði síðustu beiðni þeirra sem barst á miðvikudag. n Vildi deyja Gleason var sendur í rafmagnsstólinn á fimmtudag. Tugir gísla létu lífið Talið er að 23 gíslar og um 32 mannræningjar hafi fallið við gasvinnslustöð í Alsír meðan á gíslatöku stóð. Samkvæmt yfir- lýsingu sem innanríkisráðuneyti Alsír gaf út um helgina náðist að frelsa 107 erlenda starfsmenn og 685 alsírska starfsmenn. Gíslatökunni lauk á laugardag þegar alsírskt sérsveitarlið gerði áhlaup á ellefu síðustu mannræn- ingjana. Talið er að sjö gíslar hafi verið teknir af lífi rétt áður en sér- sveitin réðst inn í stöðina. Staðfest hefur verið að einn Bandaríkja- maður og minnst þrír Bretar hafi látist en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þá sem létust. Einnig er ekki enn vitað um af- drif starfsmanna frá Noregi, Japan og Bandaríkjunum. Varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, sagði að mannræningja- hópurinn hafi tengst hryðjuverka- samtökunum al-Kaída.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.