Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 21. janúar 2013 Mánudagur Besti leikurinn dugði ekki til F yrirfram var ekki búist við ýkja miklu af íslenska landsliðinu í handbolta gegn Frökkum í 16 liða úrslitum Heimsmeistara- mótsins í handknattleik. Ekki síst eftir hrapallegt tap gegn Dönum og almennt lélegri frammistöðu í riðla- keppninni en íslenskt landslið hefur sýnt lengi. En hægt er að halda fram með góðum rökum að leikur liðsins gegn heims- og ólympíumeisturum Frakka hafi verið besti leikur liðsins þó úrslitin hafi ekki fallið með liðinu að sinni. Lokastaðan varð 30–28 Frökkum í vil. Besti leikur Íslands Bjarki Sigurðsson, þjálfari og fyrr- verandi landsliðsmaður, var afar sáttur í leikslok þrátt fyrir tapið og var ekki í vafa um að leikurinn gegn Frökkum hefði verið besti leikur ís- lenska liðsins í allra keppninni. „Það segir sína sögu að liðið er mikið til að bæta sig og aðlagast alla keppnina og besti leikur liðsins var í raun gegn Frökkunum þar sem sumt var ekki að falla okkur í hag en við stóðum vel í heimsmeisturunum og strákarnir geta borið höfuðið hátt.“ Bjarki segir ljósu punktana við leikinn hversu litla virðingu ungir leikmenn Íslands sýndu Frökkum og segir einsýnt að landslið Íslands í handbolta eigi bara eftir að batna. „Sjálfur var ég búinn að spá að liðið næði í sextán liða úrslitin og allt meira en það yrði plús. Mér virðist sem svo að það lið sem mætti Frökk- unum hefði getað sigrað önnur þau lið sem við hefðum getað fengið í 16 liða úrslitum en við fengum Frakka og það fór svona.“ Litlu mistökin breyttu öllu Leikmenn og landsliðsþjálfari Ís- lands voru vitanlega vonsviknir í leikslok. Aron Kristjánsson lands- liðsþjálfari var afar svekktur og sagði dapurlegt að ljúka mótinu þetta snemma. Undir það tók Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaðurinn frábæri, sem sagði litlu hlutina hafa fallið með Frökkum og það hefði talið þegar upp var staðið. Var það enda svo að ef eitthvað var út á leik landsliðsins okkar að setja var það að leikmenn misnot- uðu allmörg dauðafæri og dómarar leiksins létu Frakka njóta vafans mun oftar en íslenska liðið. Jafnt og þétt Það væri óverðskuldað að taka einhverja sérstaka leikmenn út fyrir rammann í leiknum. All- ir stóðu sig vel og líklega var það meiri samvinna og liðsheild sem varð til þess að Ísland hafði í fullu tré við franska landsliðið allan leikinn og hefði með heppni vel getað orðið það lið sem stóð uppi með pálmann í höndunum í stað Frakka. n L estin fór sennilega í síðasta skiptið framhjá Arsenal-stöð þessa helgina þegar liðið tap- aði 2–1 fyrir erkifjendum sínum Chelsea á Stamford Bridge. Úrslitin þýða að Arsenal er nú sjö stigum á eftir Tottenham í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það lið náði 1–1 jafntefli gegn toppliðinu Manchester United á lokamínútu þeirrar viðureignar. United leiðir Úrslit helgarinnar í enska boltanum þýða að strákar Alex Ferguson í Manchester United eru kyrfilega efstir með 56 stig alls og fimm stig- um á undan Manchester City í öðru sætinu. Chelsea hangir þar á eftir með 45 stig og þá Tottenham Hot- spur með 41 stig. Loks sigrar Chelsea heima Svo merkilegt sem það er þá var 2–1 sigur Chelsea á Arsenal fyrsti sigur- leikur þeirra fyrrnefndu á heima- velli síðan 23. desember á síðasta ári. Liðið tapaði óvænt 0–1 fyrir Queens Park Rangers í deildinni í byrjun árs, tapaði svo í deildarbikarkeppninni 0–2 fyrir Swansea og gerði í síðustu viku 2–2 jafntefli við Southampton af öllum liðum. Þeir blálæddu hafa því aðeins fengið eitt einasta stig í deildinni allt þetta ár fram að leikn- um við Arsenal. Hvað gerir Wenger? Það eru slæmar fréttir fyrir Arsenal og hefur vakið nokkra undrun meðal stuðningsmanna og eins íþrótta- fréttamanna í Englandi að Wen- ger hafi ekki þegar keypt neina leik- menn til að styrkja lið sitt. Of mikill óstöðug leiki einkennir liðið til að það geti keppt við þau allra stærstu og það eru aðdáendur vitaskuld ekki ánægð- ir með. Segja sumir að með tapinu nú hafi Arsenal misst af síðustu lestinni á toppinn enda munar nú 22 stigum á því og efsta liði úrvalsdeildarinnar. Wenger og félagar eiga þó einn leik á næstu lið í kring og verða að girða sig verulega í brók ef þetta tímabil á ekki að verða vetur óánægjunnar. Stuð í Sunderland Fyrir utan toppliðin gerðist fátt markvert þessa helgina. Helst að lið Sunderland virðist vera að vakna til lífsins eftir langa dvöl í ruglinu. Liðið vann 2–3 sigur á útivelli gegn Wigan og er það annar leikur liðsins í röð þar sem leikmenn þess hamra knött- inn þrisvar í mark andstæðinga og ná inn þremur stigum. Það þýðir ellefta sætið um miðja og rólega deild. Everton getur nartað í fjórða sætið Það lið sem komið hefur flestum á óvart, nema ef vera skyldi stuðn- ingsmönnum, er Everton en þeir eiga útileik í kvöld gegn Sout- hampton eins og fjallað er um annars staðar í blaðinu. Taki þeir bláklæddu þrjú stig þar er liðið að- eins einu stigi á eftir Tottenham í fjórða sætinu. n n Tap gegn Chelsea í mikilvægum slag n United náði stigi gegn Tottenham Skytturnar að missa af lestinni Þrjú stig til Chelsea Óstöðugleiki er lykilorðið hjá Arsenal þessa dagana og Wenger þarf að fara að gera eitthvað róttækt til að halda liðinu í toppbaráttunni. n Ísland er úr leik á HM á Spáni n Tveggja marka tap gegn sterku liði Frakka, 30—28 Mörk Íslands Þórir Ólafsson 7 Aron Pálmarsson 6 Guðjón Valur Sigurðsson 4 Kári Kristján Kristjánsson 3 Arnór Þór Gunnarsson 3 Snorri Steinn Guðjónsson 2 Ólafur Gústafsson 2 Vignir Svavarsson 1 Liðin í leiknum Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sig- urðsson, Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Þórir Ólafsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Jakobsson, Vignir Svavarsson, Ernir Hrafn Arnarson, Kári Kristján Krist- jánsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson, Arnór Þór Gunnars- son, Fannar Þór Friðgeirsson. Lið Frakklands: Thierry Omeyer, Daouda Karaboue - Jeróme Fernandez, Didier Dinart, Xavier Barachet, Daniel Narcisse, Samuel Honrubia, Nikola Karabatic, Timothey Nguessan, William Accambray, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo, Michaël Guigou, Sébastien Bosquet, Grégoire Detrez, Valentin Porte. Illa farið með dauðafærin Íslendingar fengu fjölda tækfæra til að komast yfir í leiknum en nýttu þau ekki. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Cole endar hjá Chelsea Rafa Benítez, stjóri Chelsea, seg- ir bakvörðinn Ashley Cole reiðu- búinn að skrifa undir nýjan samn- ing við Chelsea. Cole sem er 32 ára er að nálgast enda ferilsins sem topp bakvörður en hann á að baki allnokkra leiki með enska landsliðinu. Nýr samningur er til tveggja ára og lætur nærri að eftir 2015 geri herra Cole ekki marga samninga í viðbót þó karlinn sé vissulega enn einn af betri bak- vörðum landsins. Gerrard vill þrjá til viðbótar Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, vill sjá þrjá nýja öfluga leikmenn í viðbót við þann hóp manna sem nú skipa liðið. Hann segir að vissulega geti Liverpool att kappi við öll lið í úrvals- deildinni og gert góða hluti en til að ná festu og til að raunveru- lega keppa um titla þurfi meira að koma til. Fastlega er búist við að þjálfari liðsins festi kaup á fleiri leikmönnum áður en leikmanna- glugginn lokar að nýju en Liver- pool hefur þó verið að sýna betri hluti undanfarið en í byrjun leik- tíðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.