Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 21. janúar 2013 Mánudagur „Var hrunið okkur að kenna?“ n Jón Ásgeir kveðst fórnarlamb nornaveiða J ón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við breska blaðið Sunday Times að hann sé fórn- arlamb nornaveiða. Hann seg- ir jafnframt að það sé tilhneiging á Íslandi til þess að kenna hon- um um allt sem miður hafi farið. Í grein Sunday Times er fjallað um viðskiptaferil Jóns Ásgeirs og kem- ur þar fram að hann hafi tapað um það bil 200 milljörðum króna í bankahruninu haustið 2008. „Þetta eru nornaveiðar,“ segir Jón Ásgeir í viðtalinu við Sunday Times. „Ísland er lítið land. All- ir þekkja alla. Þegar bankahrunið varð var mjög auðvelt að benda á mennina sem höfðu tekið stór lán og ráðist í útrás. Það eru alltaf tvær hliðar á peningnum en enginn virðist hafa áhuga á að heyra okkar hlið. Sá dagur mun koma.“ Þá segir Jón fjölmiðlaumfjöll- un um sig hafa verið þungbæra. Margoft hafi hann vaknað á morgn- ana á lesið fyrirsagnir um að hann eigi yfir höfði sér sex ára fangels- isdóm. „Maður venst aldrei svona fyrirsögnum, sama hve oft þær eru birtar,“ segir Jón Ásgeir. „Enginn maður í sögu Íslands hefur verið eltur á sama hátt og ég. Aldrei hafa yfirvöld varið jafnmiklum kröftum, tíma og fjármunum til þess að eltast við einstakling án nokkurs haldbærs árangurs.“ […] „Var hrunið okkur að kenna?“ spyr Jón og bætir við: „Hvað gerðum við rangt? Við vorum mjög metnaðarfullir en það getur ekki talist glæpur. Við skuldsettum okkur um of. Það var það sem við gerðum vitlaust. Það er ekki eitthvað sem gerðist bara á Íslandi – það gerðist á Írlandi, það gerðist í Bretlandi, það gerðist í Bandaríkjunum.“ n Pólfarar fengu kampavín Vilborg Arna Gissurardóttir var á laugardag sótt á suðurpólinn og kom hún sér fyrir í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suður- skautslandinu. Vilborg Arna vann það mikla þrekvirki að komast á suðurpólinn á fimmtudagskvöld, fyrst Íslendinga til að afreka það einn síns liðs. Veðrið á pólnum var ansi slæmt þegar Vilborg var sótt þangað á laugardag og var hópur hennar heppinn að komast þaðan. Sá möguleiki var til staðar að hún yrði veðurteppt þar í ein- hverja daga. Flugið af pólnum tók um fimm og hálfan tíma og var Vilborg sam- ferða pólförum frá Suður-Afríku sem höfðu nýlokið tíu daga leið- angri. Þeirra beið beið hátíðar- kvöldverður og kampavín í tjald- búðunum. Vilborg bíður nú þess að komast með næsta flugi til Chile en búist er við henni til Ís- lands eftir um viku. Leitar réttar síns eftir tertuslys „Þetta var terta ársins. Svaka flott terta en hún var augljóslega göll- uð, því ég kveikti í henni og eftir þrjár sekúndur sprakk hún í and- litið á mér,“ segir Baldur Sigurðar- son sem kveðst ósáttur með við- brögð og það sem hann kallar aðgerðaleysi slysavarnafélagsins Landsbjargar í málinu. Baldur höfuðkúpubrotnaði og missti stór- an hluta sjónarinnar á öðru auga í slysinu og kveðst hafa átt í vand- ræðum með að ná í forsvarsmenn Landsbjargar vegna málsins. Hann kveðst hafa ráðið sér lög- fræðing til að sjá um samskiptin við félagið. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, kveðst hins vegar hafa rætt í tvígang við Baldur og leiðbeint honum um ferli mála sem þessara og hvernig beri að tilkynna það. Í samtali við DV sagði Jón að tryggingafélag Landsbjargar hafi tekið við málinu enda sé félagið tryggt gagnvart tjóni þriðja aðila í flugeldaslysum. Kona hrækti á lögreglumann Ung kona var handtekin í Hafnarfirði um um klukkan sjö á sunnudagsmorgun eftir að lögreglumenn höfðu stöðvað hana vegna gruns um ölvun- ar- og vímuefnaakstur. Konan brást ókvæða við afskiptun- um. Gaf hún upp rangt nafn og hrækti síðan á lögreglumann þegar hún var stöðvuð. Telur sig saklausan Meðal þess sem fjallað er um í grein Sunday Times er Aurum- málið svokallaða sem verður tekið fyrir af dómstólum á næstunni. Jón Ásgeir hefur lýst sig saklausan í málinu. Tryggingafélag vill ekki bæTa TannbroT n Tennurnar í Lenu brotnuðu þegar leið yfir hana n Mikill kostnaður D óttir mín lenti í því óskemmti- lega atviki á gamlársdag að það leið yfir hana, hún datt og braut í sér tennurn- ar. Þær gengu til og losnuðu. Hún eyddi gamlársdegi upp á sjúkra- húsi og fór til tannlæknis á nýársdag og eyddi deginum þar. Kostnaðurinn verður upp undir milljón þegar þessu verður lokið, en það tekur einhver ár. Og Sjóvá neitar að borga,“ segir Valdís Lára Thorarensen, móðir Lenu Sóleyj- ar Þorvaldsdóttur sem er 14 ára. Það leið yfir Lenu þegar hún var að koma úr sturtu, fannst hún liggjandi á bað- herbergisgólfinu náföl og var flutt með sjúkrabíl upp á spítala í snarhasti. Flokkast sem veikindi Í skilmálum tryggingapakka fjöl- skyldunnar hjá Sjóvá, Fjölskyldu- verndar 2, um slysatryggingu í frítíma er slys skilgreint með þessum hætti: „Með orðinu slys er hér átt við skyndi- legan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans.“ Tekið er fram að félagið greiði bætur vegna slyss sem vátryggðir verða fyrir í frístundum, við heimilisstörf, nám eða almenna íþróttaiðkun. Tekið er sérstaklega fram að félagið greiði bætur vegna tann- brots, gerist slysið við einhverjar þær athafnir sem upp eru taldar. Tryggingafélagið Sjóvá hafnar hins vegar bótaskyldu í máli Lenu Sóleyj- ar vegna þess að fallið hafi orsakast af yfir liði, sem flokkast hjá þeim sem veikindi en ekki slys. Útskrifuð sem fullfrísk Í bréfi Sjóvár til foreldra Lenu Sóleyj- ar segir um höfnunina: „Samkvæmt fyrir liggjandi gögnum var ástæða at- viksins ekki utanaðkomandi og í ljósi þess eru skilyrði skilmála tryggingar- innar um slys í ljósi framangreindrar skilgreiningar ekki uppfyllt.“ Lena var fullfrísk áður en það leið yfir hana og fjölmargar læknisrann- sóknir leiddu ekkert annað í ljós en að hún væri heilbrigð 14 ára stúlka. Var hún því útskrifuð af sjúkrahúsi og skýringin á yfirliðinu talin vera blóð- þrýstingsfall. „Hún hefur alla tíð verið mjög hraust,“ fullyrðir Valdís. „Ég er að borga 440 þúsund krónur í tryggingar á ári, þannig að ég er brjáluð.“ „Tveggja milljóna króna bros“ Búið er að lagfæra tennur Lenu Sól- eyjar til bráðabirgða en það er langur vegur framundan. Kostnaður vegna tannviðgerðanna er nú þegar kominn í á annað hundrað þúsund krónur en tannlæknaheimsóknirnar koma til með að verða fjölmargar og kostnaðar- samar á næstu árum. „Þetta er svo langt frá því að vera búið en nú tekur við smá bið. Tvær tennur svara hvorki hita né kulda og það er merki um að þær séu dauðar. Þær eru samt ekki enn farnar að grána, þannig að það er allt óvíst ennþá hvað verður.“ Þá mun þurfa að setja krónu á aðra framtönn Lenu Sóleyjar en það verður ekki gert fyrr en eftir að hún verðu orðin tvítug, að sögn Valdísar. „Fyrir þetta slys þá voru tennurnar óskemmdar og það hafði aldrei þurft að gera við eitt eða neitt. Eins og tann- læknirinn fyrrverandi sagði við hana: „Þú ert með tveggja milljóna króna bros“ þannig það er ennþá sárara að lenda í þessu og að þurfa líka að standa í ströggli við tryggingafélagið.“ Eitthvað innan frá olli atburðinum Valborg Sveinsdóttir, forstöðumaður persónutjóna hjá Sjóvá, bendir á að Fjölskylduvernd 2 innihaldi einungis slysatryggingu í frítíma. „Það er skil- greint þannig að það þurfi að vera skyndilegur utanaðkomandi atburður sem veldur líkamlegu tjóni. Þegar eitt- hvað innan frá veldur atburðinum þá fellur það ekki undir þessa skil- greiningu, utanaðkomandi,“ útskýr- ir hún. Sjóvá til stuðnings vísar Val- borg á úrskurði úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í sambærilegum málum. n Fullfrísk með heilar tennur Lena Sóley féll í yfirlið á gaml- ársdag með þeim afleiðingum að tennur hennar brotnuðu illa og gengu til. Hún mun þurfa að fara í margar og kostnaðarsam- ar tannviðgerðir. Brotnar tennur Sjóvá hafnar bótaskyldu á þeim forsendum að um veikindi hafi verið að ræða en ekki slys. „Ég er að borga 440 þúsund krónur í tryggingar á ári, þannig að ég er brjáluð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.