Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 21. janúar 2013 Þ að þykja stórtíðindi í knattspyrnuheiminum þegar stórliðið Barcelona tapar leik og það gerðist þessa helgina þegar Real Sociedad hafði óvænt 3–2 sigur á heimavelli þrátt fyrir að gestirnir hafi náð þægilegri 0–2 forystu. Þrátt fyrir tapið stend- ur Leo Messi fyrir sínu. Hann jafn- aði fimmtán ára gamalt spænskt met með því að skora í leiknum en það var tíundi leikurinn í röð sem Argentínu- maðurinn setur knött í net. Áhyggjuleysi Tapið breytir þó afskaplega litlu því helstu andstæðingar Börsunga í spænsku deildinni eru víðs fjarri á töflunni og Barcelona má tapa nokkrum leikjum til áður en Real Madrid eða Atlético Madrid fara að narta í hæla Katalónanna. Miðað við fregnir úr herbúðum beggja þeirra félagsliða gæti vel verið að breytingar hjá báðum geti sett leik- tíðina í uppnám. Þannig er mikil óánægja inn- an herbúða Spánarmeistara Real Mad rid. Gengi liðsins langt fyrir neðan væntingar bæði stjórnar og að dáenda og tilfæringar Jose Mour- inho þjálfara á leikmönnum liðsins hafa komið illa niður á móralnum innan liðsins. Hangir Mourinho í starfi? Bæði Casillas markvörður og Crist- iano Ronaldo hafa sagt gagnrýni Mourinho á þá báða heldur grófa og óverðskuldaða en sá fyrrnefndi missti óvænt fast sæti sitt í marki liðsins og hefur ekki verið sáttur. Þá er fullyrt að staða Mourinho sjálfs sé til skoðunar hjá stjórninni en Portú- galinn fer sem fyrr sínar eigin leið- ir og hefur oft lent upp á kant við stjórnarformann liðsins. Góðu fréttirnar eru að Mourin- ho hefur peninga til að kaupa leik- menn áður en leikmannaglugginn lokast aftur en hann hefur ítrekað lýst yfir óánægju með leikmanna- hóp sinn í vetur. Þá hefur miðju- maðurinn Mesut Özil sagt svo gott að vera hjá Real að þar vilji hann enda sinn feril. Að vera eða ekki að vera Atlético Madrid gengur mun betur en spár gerðu ráð fyrir í haust en það má þakka að töluverðu leyti hinum eitraða framherja liðsins Radamel Falcao. Hann gæti hins vegar farið frá liðinu í þessum mánuði enda allmörg félagslið að bera víurnar í hann og miðað við yfirlýsingar for- ráðamanna þess efnis að gott væri að fá gömlu stjörnuna Fernando Torres aftur til liðsins geta menn sér til að Falcao sé á útleið. Gengi liðsins veltur á að það sé áfram baneitraður markaskorari í framlínunni. n Þar kom n Barcelona tapar loks leik á Spáni n Messi jafnar spænskt met n Hitnar undir Mourinho að Því! Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Biðin á enda n NHL-deildin af stað eftir verkfall leikmanna Þ að gladdi mörg hjörtu um helgina þegar bandaríska NHL-deildin í íshokkí hófst að nýju en lengi vel var útlit fyrir að sú deild yrði sett á ís fram á næsta keppnistímabil í haust. Þurfti reynd- ar fimm mánaða samningalotu til en á endanum fengu leikmenn flestar sínar kröfur samþykktar og létu til leiðast að hefja leik. Deilan snérist um launamál sem endranær og ekki í fyrsta skiptið sem leikmenn neita að spila nema fyrir hærri laun. Í þetta skiptið vildu leik- menn fá stærri hluta af hagnaði fé- laga í NHL-deildinni en sá hagnaður hefur hingað til farið að mestu óskiptur í vasa eigenda félaganna sem oftar en ekki eru vellauðugir einstaklingar. Ekki er endanlega búið að ákveða hversu margir leikir verða spilaðir þessa hálf-leiktíð sem framundan er. Þó ert gert ráð fyrir að það náist að spila milli 30 og 40 umferðir en hvert lið spilar alla jafna yfir 70 leiki á hverju tímabili fyrir utan alla leiki í úrslitakeppninni ár hvert. Núverandi meistari NHL er Los Angeles Kings sem hafði ellismellina í New Jersey Devils í úrslitakeppn- inni síðasta sumarið. Þeir eru tald- ir sigurstranglegir en hætt er við að ekki sé mikið að marka fyrstu vikur deildarinnar nú því upp og ofan er hversu margir leikmenn liðanna hafa stundað æfingar síðan í júní þegar síðasta tímabili lauk. Einhverjir leik- menn þurfa því væntanlega nokkra leiki eða svo til að koma sér í form. n Börsungar ekki óvinnandi Snilli Leo Messi dugði liði hans ekki þessa helgina á Spáni. Svellkaldir NHL-deildin loks af stað eftir lausn á deilu leikmanna og eigenda. F orvitnilegt gæti orðið að fylgjast með viðureign South- ampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ekki bara vegna þess að þar eigast við tvö frambærileg félagslið heldur ekki síður vegna þess að aðdáend- ur heimaliðsins hyggjast mótmæla hástöfum fyrir, meðan og eftir að leik lýkur. Ástæðan er sú að ein- um allra farsælasta þjálfara liðsins var sagt fyrirvaralaust upp störfum fyrir helgi. Þjálfarar missa störf sín reglu- lega og líklega vandfundin störf með jafn litið starfsöryggi. En störfin missa þeir oftast þar sem árangur lætur á sér standa. Það vilja aðdáendur South- ampton ekki meina að hafi verið raunin varðandi Nigel Adkins sem rekinn var á föstudaginn var og hafa ýmislegt fyrir sér í því. Þvert á móti hafa ýmsir merkismenn í boltanum lofað mjög hversu merkilegur árangur þess þjálfara hefur verið og tölfræðin sýnir að hann er farsælasti þjálfarinn í sögu liðsins. Adkins tók við Southampton á botninum í ensku annarri deild og tók liðið á skemmsta mögulega tíma þaðan og upp í ensku úrvals- deildina. Þar átti Southampton erfitt uppdráttar lengi vel en hefur verið að ná sér nokkuð á strik og gerði sér lítið fyrir í síðustu viku og náði stigi á útivelli gegn Chelsea svo dæmi sé tekið. En Adkins fékk sparkið og í hans stað kemur ungur Argentínu- maður sem vart kann staf í ensku. Mauricio Pocchettino er mörgum kunnur sem knattspyrnumaður lengi vel og um tíma landsliðs- maður Argentínu. Hans kynni af þjálfun einskorðast við að þjálfa Espanyol á Spáni um hríð með sæmilegum árangri en fékk hann engu að síður sparkið þar á bæ. Matt Le Tissier, mesta knattspyrnugoðsögn South ampton, sagði það hreint viðbjóðslegt að koma svona fram við Adkins og ekki síst þar sem nýi þjálfarinn sagð- ist hafa kynnt sér leikmenn Sout- hampton um nokkurra vikna skeið. Þar með varð ljóst að þetta hefur staðið til lengi þrátt fyrir almenna ánægju með árangur liðsins. Stuðningsmenn hafa lofað að mótmæla á leiknum í kvöld og sömuleiðis hyggjast margir að dáendur ekki sækja leikinn. Pressan er því töluverð á nýjan þjálfara. n Allt brjálað í Southampton n Farsælasti þjálfari liðsins fékk sparkið Leikmenn Southampton fagna marki Þrátt fyrir allbærilegan árangur var vinsæll þjálfari liðsins látinn taka poka sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.