Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 2
Á
annað hundrað starfsmenn
Seðlabanka Íslands fá veg-
legan kaupauka frá vinnu-
veitanda sínum um mánaða-
mótin. Hver starfsmaður
fær 175 þúsund krónur í sérstaka
greiðslu sem leggst ofan á grunn-
laun. Samtals greiðir ríkisstofnun-
in starfsmönnum sínum 26 millj-
ónir króna vegna þessarar sérstöku
greiðslu sem meðal annars er greidd
vegna „sérstaks álags“.
Tveir undanskildir
„Starfsmenn Seðlabanka Íslands
hafa í mörg ár fengið sérstaka
greiðslu í febrúar ár hvert,“ segir
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri
Seðlabanka Íslands, við fyrirspurn
DV um málið. Hann segir upphæð-
ina í ár þá sömu og fyrir ári, 175 þús-
und krónur til starfsmanna í fullu
starfi og hlutfallslega til þeirra sem
eru í hlutastarfi. „Yfirstjórn bankans
fær ekki þessa greiðslu,“ segir Stefán
Jóhann en spurður nánar út í það
hverjir og hversu margir flokkast sem
yfirstjórn bankans segir hann:
„Með yfirstjórn á ég bara við
seðlabankastjóra og aðstoðarseðla-
bankastjóra.“
Már Guðmundsson og Arnór
Sighvatsson eru því þeir einu sem
undanskildir eru þessari veglegu
febrúargreiðslu Seðlabankans.
Fatakaup og sérstakt álag
En á hvaða forsendum fá starfsmenn
bankans þessar greiðslur og í hvað er
hún hugsuð? Stefán segir að hefð sé
komin fyrir þessari febrúaruppbót.
„Hún hefur verið hugsuð sem
styrkur til fatakaupa, íþróttaiðkunar
og vegna sérstaks álags,“ segir í svari
Stefáns Jóhanns.
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðla bankanum fengu alls 138
starfs menn fulla uppbót og 16 fengu
hlut falls lega uppbót. Samtals fá
þessir starfsmenn því um 26 millj-
ónir króna.
Lausleg athugun DV leiddi í ljós
að fyrir peninginn gæti hver starfs-
maður keypt sér árskort í World
Class fyrir 76.910 krónur og átt þá
eftir 98.090 krónur. Hægt væri svo að
fá fín jakkaföt fyrir 60 þúsund krón-
ur, jafnvel minna á útsölu, og eiga
þá rúmlega 38 þúsund krónur til að
koma sér í gegnum álagið, með að-
ferð að eigin vali.
Gleðiefni en skýtur skökku við
„Að sjálfsögðu gleðst maður ætíð yfir
því þegar fólk fær launabónus,“ seg-
ir Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður
um málið.
„En það skýtur svolítið skökku við
að þetta sé að gerast í Seðlabank-
anum vegna þess að í hvert einasta
skipti og verið er að semja um kaup
og kjör á hinum almenna vinnumark-
aði fyrir verkafólk, þá heyrast háværar
raddir úr þessu sama húsi um að stilla
öllum launahækkunum í hóf. Um að
þetta æði beint út í neysluvísitöluna
og svo framvegis. Svo þeir ættu að líta
sér nær vilji þeir að fólk sýni hófstill-
ingu, þá verða þeir að sýna sama for-
dæmi,“ bætir Vilhjálmur við.
DV bar málið einnig undir Árna
Stefán Jónsson, formann SFR –
stéttarfélags í almannaþágu, sem
segir það þekkt að starfsmenn fái lík-
amsræktarstyrki. Árni segir algengt
að starfsmenn fái 20–40 þúsund
krónur í slíka styrki, jafnvel 50 þús-
und í einkageiranum, en hann minn-
ist þess ekki að félagsmenn hans fái
nokkuð í námunda við þær greiðsl-
ur sem augljóslega hafa tíðkast um
árabil hjá Seðlabankanum. Hann
tekur þó fram líkt og Vilhjálmur að
hann sé ekki á móti því að opinberir
starfsmenn njóti einhvers þess sem
boðið er upp á á hinum almenna
vinnumarkaði.
Launadeila Más kostar milljónir
Og fyrst verið er að ræða launakjör í
Seðlabankanum þá er vert að benda
á að kostnaður Seðlabanka Íslands
af málaferlum Más Guðmundsson-
ar gegn bankanum er kominn upp
í rúmar fjórar milljónir króna. Þetta
kom fram í svari fjármála- og efna-
hagsráðherra við fyrirspurn Ás-
mundar Einars Daðasonar þing-
manns á Alþingi á fimmtudag.
Sem kunnugt er stefndi Már bank-
anum sem hann veitir forstöðu og
krafðist leiðréttingar á launakjörum
sínum eftir að Kjararáð lækkaði þau
um 300 þúsund krónur. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur sýknaði bankann af
kröfum Más en bankinn þurfti þó að
bera málskostnað sinn vegna stefn-
unnar. Már áfrýjaði síðan dómnum
til Hæstaréttar þar sem niðurstöðu
er að vænta. n
2 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
10 x 21 cm = 160.- stk
15 x 15 cm = 160.- stk
10 x 15 cm = 145.- stk
www.myndval.is
Við útbúum boðskort í ferminguna á augabragði.
Hjá okkur er mikið úrval fermingarkorta sem
hægt er að skoða á heimasíðu okkar
s: 557 4070 - www.myndval. is
Ormarnir koma
alltaf aftur
3 Íslensk kona þjáist af mikl-
um og sárum kvið-
verkjum og í hægð-
um hennar sjást
hvítir ormar. Þetta
kom fram í viðtali
DV við konuna sem
birt var á mánudag.
Þrautaganga hennar í leit að lækningu
vegna þessara óútskýrðu verkjakasta
hefur verið löng og ströng og læknar
eru ráðþrota. Þrátt fyrir ótal heim-
sóknir til sérfræðilækna hefur enn
ekki fundist hvað amar að Sigrúnu.
Hún segist eftir að hafa bæði talað við
fjölda venjulegra lækna og heilsu-
lækna, þá hallist hún helst að því að
um sé að ræða einhvers konar sníkju-
dýr sem hafi tekið sér bólfestu í henni.
Heppinn að vera
á lífi
2 Dalvíkingur-inn Kristján
Guðmundsson lenti
í alvarlegu vinnu-
slysi í maí 2011
þegar hann varð
undir tveggja tonna
þungum fiskikörum. Kristján hefur
náð ótrúlegum bata og tekst á við
lífið eftir slysið með jákvæðnina að
vopni. Kristján sagði sögu sína í við-
tali við DV á miðvikudag.„Í sjálfu
sér á maður ekki að lifa þetta af, “
sagði Kristján í viðtalinu. Hann var
að landa upp úr togara þegar slys-
ið varð en afleiðingum voru þær
að hann mjaðmagrindarbrotnaði
á fjórum stöðum, lærbrotnaði, lið-
bönd í hné og ökkla fóru í sundur og
þarmarnir klipptust í tvennt.
Svona var VÍS
notað
1 Vátrygginga-félagið VÍS
lánaði móðurfélagi
sínu Exista samtals
84,4 milljarða króna
árið 2008. Þetta kom
fram í DV á mánu-
dag en um var að ræða alls 41 lána-
samning. Í umfjöllun blaðsins kom
fram að útistandandi lán VÍS til Ex-
ista hafi aldrei numið meira en sex
milljörðum króna á hverjum tíma-
punkti, sem þýðir að einstaka lán
Exista voru greidd upp áður en þau
næstu voru tekin. Í greininni var
vísað í kæru frá Fjármálaeftirlitinu
til embættis sérstaks saksóknara
sem dagsett er þann 5. nóvember
2010 en DV hefur kæruna undir
höndum.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
„Ég er mjög
ánægð“
Blær Bjarkardóttir má heita Blær
Bjarkardóttir Rúnarsdóttir og mun
því ekki heita Stúlka Bjarkardóttir í
þjóðskrá. Þetta var niðurstaða
Héraðsdóms Reykjavíkur á
fimmtudag.
Mikið hefur verið fjallað um
mál Blævar, en hún er fjórtán ára,
dóttir Bjarkar Eiðsdóttur, ritstjóra
Séð og Heyrt.
Hún var skírð Blær, en stuttu
eftir skírnina hafði presturinn sem
skírði hana samband við Björk
og sagði henni að þar sem Blær
væri drengjanafn mætti hún ekki
heita það samkvæmt reglum um
mannanöfn á Íslandi. Prestinum
hafði láðst að kanna hvort heimilt
væri að nefna stúlkur þessu nafni
fyrir skírnina. Fordæmi eru fyr-
ir því að Blær sé kvenmannsnafn
hérlendis, en ein önnur íslensk
kona heitir Blær og söguhetja
Halldórs Laxness í Brekkukots-
annál heitir einmitt Blær.
Þetta mun vera eitt fyrsta mál-
ið þar sem fólk sækir rétt sinn fyr-
ir dómstólum vegna ákvörðun-
ar mannanafnanefndar. Björk og
Blær hafa undanfarin fjórtán ár
reynt að fá því breytt hvernig Blær
er skráð í þjóðskrá enda til tals-
verðs ama að heita Stúlka í öllum
opinberum gögnum. Björk hef-
ur leitað til biskupsembættisins
og innanríkisráðuneytisins vegna
málsins en ákvörðuninni hafði
enn ekki verið hnekkt og ákváðu
mæðgurnar því að höfða dóms-
mál. Nú er ljóst að Blær má heita
Blær, en ekki liggur fyrir hvort ís-
lenska ríkið áfrýjar málinu.
Íslenska ríkið var sýknað af 500
þúsund króna skaðabótakröfu
Blævar.
„Ég er mjög ánægð ,“ sagði
Blær Bjarkardóttir eftir að Héraðs-
dómur Reykjavíkur ákvað að hún
mætti bera nafnið Blær. Hún
sagð ist hafa vonast eftir jákvæðri
niðurstöðu í málinu en gekk þó
erfiðlega að sofna í nótt. „Já, þetta
er búið að vera svolítið mikið
stress.“ Hennar fyrsta verk eftir
þennan sigur er að fara í skól-
ann en hún þarf að verða sér úti
um ný skilríki með nafninu sínu í.
„Loksins verð ég komin með Blær
í vegabréfið mitt.“
„Hún hefur verið
hugsuð sem styrk-
ur til fatakaupa, íþrótta-
iðkunar og vegna sér-
staks álags.
Seðlabankafólk fær
tugmilljóna kaupauka
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
n Hver starfsmaður fær 175 þúsund krónur n Meðal annars hugsaður til fatakaupa
Enginn bankastjórabónus
Már Guðmundsson er einn tveggja
starfsmanna Seðlabankans sem
fá ekki febrúarkaupaukann.
154 starfsmenn bankans fá
bónusinn sem kostar alls 26
milljónir króna.