Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Blaðsíða 20
Sandkorn Æ tlið þið að biðja þjóðina afsökunar?,“ spurði Sig- mundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, fulltrúa ríkisstjórnarinnar á Alþingi á mánu- daginn þegar niðurstaðan í Icesave- málinu lá fyrir hjá EFTA-dómstóln- um. Biðjast afsökunar á hverju? Jú, fyrir að hafa tvisvar sinnum komist að samkomulagi við Breta og Hol- lendinga um uppgjör á Icesave- skuldunum og fyrir að hafa samþykkt þessa samninga áður en þjóðin sjálf hafnaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með dómi EFTA-dómstólsins var skömm ríkisstjórnarinnar orðin algjör í huga Sigmundar Davíðs: Ísland þurfti ekkert að semja við Breta og Hol- lendinga og hvað þá að greiða „þess- ar löglausu kröfur“ líkt og hann hafði alltaf sagt. Sigmundur Davíð taldi sem sagt að Samfylkingin og Vinstri grænir hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir að hafa reynt að komast að samkomulagi við þessar þjóðir með samningum. En Sigmundur Davíð gleymdi, vilj- andi eða óviljandi, að beina orðum sínum til Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen. Sjálfstæðisflokk- urinn vildi líka reyna að semja um Icesave eftir hrunið 2008 og var Árni búinn að komast að samkomulagi við Hollendinga sem ætluðu að lána þjóð- inni með háum vöxtum – Bretar vildu ekki semja – þó svo að þessi samning- ur hefði dottið upp fyrir á endanum. Þá samþykkti meirihluti sjálfstæðis- manna á Alþingi, meðal annars Bjarni Benediktsson, bæði Icesave-samninga Svavars Gestssonar og Lee Bucheits. Um þennan samningsvilja ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingarinnar sagði Geir í samtali við Moggann í vikunni: „Við vorum nokk- ur sem vildum strax frá upphafi koma þessu máli fyrir dómstóla. En við það var ekki komandi og þess vegna var ákveðið að reyna að semja.“ Afstaða Geirs er skýr: Það varð að fara sam- ingaleiðina þrátt fyrir að einhver hefði viljað annað í reynd. Ríkisstjórnin var nauðbeygð til að reyna að semja. Hefði Sigmundur Davíð komist að annarri niðurstöðu en Geir ef hann hefði verið í ríkisstjórn á sínum tíma? Varla. Hvert er Sigmundur Davíð þá eig- inlega að fara með þessari kröfu sinni um afsökunarbeiðni? Þrír af stóru flokkunum fjóru ættu samkvæmt orð- um hans að biðjast afsökunar. Bjarni Benediktsson virðist hins vegar vera á svipuðu máli og Sigmundur Davíð, þrátt fyrir atkvæði hans sjálfs og samn- ingsvilja Sjálfstæðisflokksins í gegn- um Icesave-ferlið. Að Bjarna mati var niðurstaðan hjá EFTA-dómstólnum „sigur fólksins á ofríki ríkisstjórnar- innar“. Bjarni er þá væntanlega líka að tala um ofríki eigin ríkistjórnar á sín- um tíma sem vann að samningum um Icesave. Formenn stjórnmálaflokk- anna reyna að nota Icesave-niður- stöðuna sér í vil; þeir gera ráð fyrir að kjósendur séu með gullfiskaminni eða beinlínis heimskir. Bjarni Ben þarf ekki að biðjast afsökunar á því að hann og flokkur hans hafi viljað semja um Icesave-málið, ekki frekar en Sam- fylkingin eða Vinstri grænir. Sannleikurinn er sá að allir þeir flokkar sem hafa verið í ríkisstjórn frá hruninu 2008 og til ársins 2013 hafa á hverjum tíma verið fylgjandi því að reyna að semja um málið og einnig hluti stjórnarandstöðunnar. Sigmund- ur Davíð var hins vegar aldrei í ríkis- stjórn á þessu árabili heldur aðeins í stjórnarandstöðu hluta þess og getur því hvítþvegið hendur sínar algjör- lega af samningaleiðinni – Bjarni Ben getur það ekki. Dómstólaleiðin var þrautalending ESA eftir að þjóð- in hafði hafnað samningum um mál- ið tvívegis. Enginn gat vitað það með vissu að niðurstaðan úr dómsmálinu yrði Íslendingum hagstæð. Jóhannes Karl Sveinsson, sem var í íslenska lögfræðiteyminu hjá EFTA- dómstólnum, sagði í Kastljósi á mánu- daginn: „Við gerðum okkur öll grein fyrir því að málið gat farið alla veg- ana. Ég held að enginn sem þú talar við sem kom nálægt þessari málsvörn hafi verið sannfærður um að þetta yrði niðurstaðan.“ Undir þetta tók Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrr- verandi ritari EFTA-dómstólsins, en niðurstaðan kom honum nokkuð á „óvart“. Á það verður líka að horfa að samningsvilji Íslendinga í málinu hef- ur örugglega komið landinu til góða í málarekstrinum fyrir EFTA-dómstóln- um. Hvernig hefði verið dæmt í mál- inu ef samingsvilji Íslendinga frá árinu 2008 hefði frá upphafi verið lítill sem enginn? Þá sagði Jóhannes Karl, sem einnig sat í samninganefnd Lee Bucheits, þegar hann var spurður hvort það hefðu verið mistök að reyna að semja um málið: „Mál yrðu aldrei sætt ef menn vissu alltaf niðurstöður dóm- stóla. Það er fólgin óvissa í dómsmála- meðferð og þegar áhættan er mjög mikil þá reyna menn oft að semja (...) Ég held að maður vilji sleppa því að svara því hvort það (að semja um Ices- ave; innskot blaðamanns) hafi verið mistök í ljósi þess sem nú er komið í ljós. Mér finnst það hálf „billegt“ að vera að fjalla um málið þannig.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill því að ríkistjórnarflokkarnir – og Sjálfstæðisflokkurinn líka ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér – biðjist afsökunar fyrir að hafa reynt að semja um mál sem enginn gat vitað með vissu að myndi enda vel fyrir íslensku þjóðina. Sú krafa Sig- mundar Davíðs er skrítin, heimsku- leg og verður vart skilin nema sem tilraun hans til að slá pólitískar keil- ur í stjórnarandstöðunni. Krafan er lýðskrum af ódýrari gerðinni, líkt og ýmislegt annað sem Framsóknar- flokkurinn hefur látið frá sér fara í at- kvæðaveiðum liðinna ára. Sigmund- ur Davíð veit líklega betur þó hann vilji slá sjálfan sig til óskoraðs sigur- vegara í „sigri Íslendinga“ í Icesave- málinu. Sem fyrr er það tilgangur- inn sem helgar meðalið hjá Sigmundi Davíð og Framsóknarsóknarflokkn- um, þessu hugmyndafræðilega gjald- þrota flokksskrípi þar sem tækifæris- mennskan ríður húsum. Nær væri að Sigmundur Dav- íð bæði þjóðina afsökunar á syndum Framsóknarflokksins sem einkavæddi Búnaðarbankann, VÍS og Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar á ætt- ingjum og vinum flokksforystunn- ar og bítur nú höfuðið af skömminni með því að berjast gegn rannsóknum á eigin spillingu úr stjórnarandstöðu. Sjálfsofnæmi Mogga Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, er í heldur vandræðalegri stöðu eftir að leiðarahöfundur hans eig- in blaðs réðist á hann með skömmum vegna jákvæðr- ar afstöðu hans til samninga um Icesave. Eyjan.is benti á það að í nýja leiðaranum er dylgjað um að Ólafur Steph- ensen, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefði verið handgenginn ríkisstjórninni og hlýðinn. Nú er komið á daginn að það var Karl Blön- dal, þáverandi og núverandi aðstoðarritstjóri, sem bar ábyrgð á skrifunum þar sem Ólafur var erlendis í fríi. Ráðherra vantreyst Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, hef- ur líklega aldrei legið eins lágt og eftir að dómur féll í Icesace. Vangaveltur um að bera fram van- traust á hann vegna málsins náðu ekki fram að ganga. Þó var afar líklegt að Jón Bjarnason, fyrrver- andi ráðherra VG, og fleiri úr villikattadeildinni hefðu farið gegn formanninum. Innan hans eigin flokks eru margir sem í kyrrþey vona að hann víki og Katrín Jakobs- dóttir varaformaður taki við. Enn eitt klúðrið Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, liggur einnig lágt vegna Icesave. Bjarni var frá upp- hafi hlynntur samningi um málið. Flokkur hans klofnaði í afgreiðslunni um Bucheit- samninginn. Var Bjarni þá í hópi Já-manna. Þegar þetta bætist við skandalana með Vafning og N1 þykir mörgum sem formanninum verði ekki bjargað og hann eigi að fara. Enn eitt klúðrið sé of mikið. Borgarstjóri klökkur Jón Gnarr borgarstjóri bar sig illa á Facebook-síðu sinni eftir að Grafarvogsbúar hraunuðu yfir hann á íbúafundi. Klökkur lýsti hann því að hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti. Gríðarleg óánægja er á meðal íbúa sem telja sig vera svelta af þjónustu borgarinnar. Reiðin magn- aðist upp á fundinum og þá sérstaklega vegna þess að Jón vildi ekki svara spurningum fyrr en í lokin. Hermt er að ýmis slæm ummæli hafi fallið. Ég lýsi mig saklausan Lífið breyttist á sekúndubroti Jón Snorri ákærður fyrir skilasvik – DV Kristján Guðmundsson varð undir tveimur fiskikörum – DV „En við það var ekki komandi og þess vegna var ákveðið að reyna að semja M ér skilst að moðfúlir íhalds- menn í Grafarvogi hafi gert aðsúg að okkar ágæta borg- arstjóra, Jóni Gnarr. Og það sem meira er: þetta fólk ku hafa talað niður til þess snillings sem allir ættu að líta upp til. Jón Gnarr er nefnilega besti borgarstjóri sem við höfum haft. Sómamaður einsog Jón myndi geta stýrt þjóðarskútunni til farsældar ef hann fengi til þess tækifæri. Og þenn- an mann vilja dillibossar frjálshyggj- unnar leggja í einelti. Þeir eru vænt- anlega svo stoltir af glæpum fortíðar að þeir myndu vilja sjá menn einsog gamla, góða Villa í embætti borgar- stjóra; mann sem sér ekki fyrir endann á eigin bitlingahala. Í fyrsta skipti í sögu borgarinn- ar erum við með heiðarlegan mann í embætti borgarstjóra; mann sem er ekki strengjabrúða stjórnmálaflokks, mann sem hefur það eina markmið að stýra borginni til farsældar. Og núna rísa fótgönguliðar frjálshyggjunnar upp frá dauðum einsog samviskulaus- ir sombíar og hæðast að þeim sem þeir ættu að virða. Jafnvel þótt oftar en ekki megi lesa skáldskap úr orðum mínum hér á síð- unni, er það þó svo, að þegar kem- ur að því að ræða um fólk sem sýnir samfélaginu skilning, gefur okkur kost á betra mannlífi og stuðlar að farsæld og jöfnuði, þá vil ég að orð mín séu hafin yfir vafa skáldskapar. Gleym- um því aldrei, að það voru sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn sem lögðu hér allt í rúst; stálu hér öllum innvið- um samfélagsins. Og núna galar þetta fólk og grenjar úr sér augun vegna þess að heiðarlegur og sanngjarn maður situr í stól þar sem slóttugir klækjarefir samtryggingar og siðleys- is vilja fá að tylla sér. Gleymum því ekki, að til er sómakært fólk sem áttar sig á því misrétti sem íhaldið boðar. Þegar spillingin er orðin svo yfirgengi- leg að vart er hægt að þverfóta fyrir pólitískum óþvera, þá birtast okkur alþýðuhetjur; fólk sem hefur það eitt að markmiði að fegra mannlífið. Jón Gnarr er leiðtogi fólks sem hefur fagra sýn, og það sem meira er: hann hef- ur döngun og dug til að láta fegurstu drauma okkar rætast. Svo ég segi ykkur allan sannleik- ann, kæru vinir, þá hef ég annað veif- ið séð á eftir orðum mínum sem farið hafa í að bölsótast yfir andskotahætti þeirra sem hér hafa deilt og drottn- að með þeim árangri að samfélagið er nánast ekkert annað en brunarúst- ir. Og ég myndi stundum vilja biðja menn að afsaka orðbragð mitt. En það er samt þannig, að ég get ekki leyft mér þann munað að fara í grafgötur með margt af því sem á yfirborðið kemur. Og síst af öllu vil ég spara stóru orðin þegar ég þykist vera að uppræta spillingu, skipulagða glæpa- starfsemi stjórnmálamanna, siðleysi og einkavinavæðingu. Reyndar er það svo að ég hálfpartinn vorkenni sið- lausum delum sem virðast hafa það eitt að markmiði í lífinu að raka til sín öllu sem hægt er að raka. En þegar kemur að því, að verja sanna alþýðuhetju einsog borgar- stjórann okkar þá spara ég ekki stóru orðin. Og mér er reyndar fullkomlega sama um stærð orða minna. Merk- ingin skal fá að skila sér. Ég held að Jón Gnarr sé eini borgarstjórinn sem við getum horft á og sagt í einlægni: -Þessi borgarstjóri er heiðarlegur – hann er maður fólksins. Ef við þér blasir vonin hlý þá veit þinn hugur feginn að fyllsta ábyrgð felst í því að feta rétta veginn. Besti borgarstjóri í heimi Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 20 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Sigmundur ríður húsum „Gleymum því aldrei, að það voru sjálf- stæðismenn og fram- sóknarmenn sem lögðu hér allt í rúst; stálu hér öllum innviðum samfélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.